Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 35.tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins 31 árs Sómali sem neitað var um hæli í Noregi rændi þýskri farþegaþotu með 104 manns Gafst upp mót- þróalaust á Kennedy-velli SÓMALI sem rændi Airbus A310-300 farþegaþotu þýska flugfélags- ins Lufthansa í gær gafst upp án mótspyrnu skömmu eftir að þotan lenti í gærkvöldi á Kennedy-flugvellinum í New York eftir átta stunda flug yfir Atlantshaf frá Hannover í Þýskalandi. Ræninginn, Shuriye Farah Siyad, sem er 31 árs, kom til Frankfurt í fyrradag frá Ósló þar sem honum var synjað um pólitískt hæli. Óljóst er hvernig hon- um tókst að koma byssu í gegnum vopnaleit og öryggisgæslu. Flug- völlurinn í Frankfurt komst undir smásjá er sprengju, sem grand- aði breiðþotu Pan American sem splundraðist á flugi yfir bænum Lockerbie í Skotlandi 1988, var smyglað þar um borð í flugvél. Reuter Flugkortin sótt FLUGSTJÓRI þýsku þotunnar hífir upp poka með flugkortum á flugvellinum í Hannover. Elísabet borgar skatta London. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra skýrði í gær frá samkomulagi sem tekist hefði um að afnema skatt- fríðindi Eiísabetar Bretadrottn- ingar og Karls prins rikisarfa. Drottningin og Karl prins munu borga tekjuskatt, eignaskatt, fjár- magnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auður Bretadrottningar er talinn vera einhvers staðar á bilinu 50 til 7.000 milljónir sterlingspunda, jafn- virði 5-665 milljarða íslenskra króna. Hefur drottningin meðal ann- ars miklar tekjur af verðbréfaeign sinni og veðhlaupahestum og verða þær nú skattlagðar. Þarf drottningin, eins og óbreyttur borgari væri, að borga 25% af tekjum upp að 20.000 pundum, jafnvirði 1,8 milljóna ís- lenskra króna, og 40% af tekjum umfram þá fjárhæð. Auk þessa samþykkti Elísabet drottning að fjárfrarnlög til móður sinnar og Filippusar prins, eigin- manns síns, yrðu afnumin og hún tæki sjálf á sig kostnað af framfæri þeirra. Rétt eftir að þotan lenti í New York gekk flugræninginn frá borði með uppréttar hendur. Áður hafði hann afhent flugstjóranum byssuna. Er hann kom niður landganginn stukku fjórir lögreglumenn á hann, tóku traustataki og fleygðu honum á grúfu inn í lögreglubíl. Þotunni var rænt skömmu eftir að hún fór frá Frankfurt í gærmorg- un áleiðis til Kairó. Ræninginn rudd- ist inn í flugstjórnarklefann og hót- aði að skjóta farþega ef þotunni yrði ekki flogið til New York. Eru það reglur flugfélagsins að verða strax við_ kröfum flugræningja. í New York biðu hundruð vopn- aðra lögreglumanna þotunnar og auk þess sérsveit sem þjálfuð er í að glíma við hryðjuverkamenn. Talsmaður Lufthansa-flugfélags- ins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að flugræninginn hefði innritað sig í flugið í Frankfurt. Fyrirskipuð hefur verið opinber rannsókn á því hvemig hann komst í gegnum vopna- leit og öryggisgæslu. Á íslensku flugsvæði Þota Lufthansa fór um íslenska flugstjórnarsvæðið á leið sinni til New York, samkvæmt upplýsingum Hallgríms Sigurðssonar yflrflugum- • ferðarstjóra. Flugleið hennar lá um 350 km suður af landinu. Var þotan í um klukkustund í umsjá flugum- ferðarstjóra í Reykjavík. SÓMALINN sem rændi Lufthansaþotunni gengur frá borði með uppréttar hendur eftir að hafa af- hent flugstjóranum byssu sina og þakkarbréf. Hann sagði að ástæðan fyrir ráninu væri að hann Ræmnginn gefst upp Reuter vildi fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum og ýta við Bandaríkjastjórn að grípa til aðgerða í Bosníu. Ræninginn var með norskt vegabréf en hann hef- ur verið búsettur í Kristiansand. Ákvörðun Clintons um Bosníu fagnað Brussel, Sarmevo, Washington. Reuter. ^ * Haldið til bardaga Reuter HERMENN úr sveitum Bosníu-Serba ganga í kjölfar brynvagna á leið til bardaga við sveitir múslima í Teocak, 30 km frá borginni Tuzla í norðausturhluta Bosníu. I gíerkvöldi hljóp snurða á þráðinn í friðar- viðræðum í New York er Karazdic leiðtogi Bosníu-Serba sagðist vera á heimleið og myndi ekki taka þátt í samningaviðræðum um sinn. Sareýevo, Washington. Rfuter. LEIÐTOGAR Evrópuríkja fögnuðu í gær þeirri ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að taka í auknum mæli þátt í umleitunum til að binda enda á stríðið í Bosníu. Leiðtogar stríðandi fylkinga voru almennt ánægðir með ákvörðunina en ekkert lát var þó á bardögunum í gær. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kvaðst einkum ánægður með að Clinton skyldi vera reiðubúinn að framfylgja friðar- samkomulagi sem kynni að nást og að hann skyldi hafa varað Serba við árásum á fleiri svæði í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu. „Þetta vekur vonir, ekki miklar, en vonir um að lausn finnist," sagði Jaques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, sem hafði látið í ljós óánægju með að bandalagið hefði engan „trúverðugan hótunarmátt“ til að fylgja friðarumleitunum sín- um eftir. Bill Clinton sagði að Bandaríkja- menn vildu binda enda á þjóðemis- hreinsanimar í Bosníu og væru staðráðnir í að „aðstoða við að ná fram friðarsamkomulagi og fylgja því eftir". Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjastjóm hefði hafnað harkalegri kostum, svo sem beitingu herþotna gegn Serbum í Bosníu og að heimila múslimum að kaupa vopn. Kemal Muftic, talsmaður Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, sagði að Bosníustjórn væri staðráðin í að taka þátt í friðarumleitunum. „Við fögnum sérstaklega þeirri staðreynd að Bandaríkjamenn hafa ákveðið að veita friðarumleitunum forystu," sagði Mario Nobilo, sendiherra Króatíu hjá Sameinuðu þjóðunum. Leiðtogar Bosníu-Serba gáfu ekki frá sér yfirlýsingu um málið en náinn samstarfsmaður þeirra fagnaði ákvörðun banda- rísku stjómarinnar og sagði að hún væri ekki eins harkaleg og búist hefði verið við. Serbar hafa gert harðar árásir á flugvöllinn í Sarajevo undanfarna daga og fjórir franskir hermenn særðust þegar sprengja lenti á bíl þeirra í gær. Tveir hermannanna særðust alvarlega og annar þeirra missti aðra höndina. Tilnefnir nýja konu Washington. Reuter. CLINTON Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Janet Reno í starf dómsmálaráðherra. Reno er eir.hleyp og barnlaus og er lýst sem vinnusjúklingi sem sefur í svefnpoka í skrif- stofu sinni ef hún telur það tímasóun að fara heim að sofa. Hún hefur getið sér gott orð sem saksóknari í Miami og Dade- sýslu á Flórída. Sjá „Einhleyp ... “ á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.