Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 Eggert Garðars- son - Minning við saman, allt frá unglingsárum og til síðasta dags. Og fyrir þær er ég þakklát og minningin um þær er mér dýrmæt. Þó að Steina hafi búið í mörg ár í Danmörku, þá héldum við alltaf sambandi hvor við aðra. Við skrifuð- umst á og við hittumst þegar hún var í heimsókn hér hjá móður sinni. Þá kom hún alltaf í heimsókn til okkar Ægis og þá áttum við saman glaðar og góðar stundir. Og oft yljaði það okkur um hjarta- ræturnar að finna hvernig hún fyigd- ist með strákunum okkar og lét sig skipta hvernig þeir stækkuðu, þrosk- uðust og vegnaði. Og hún gladdist með okkur við hvert skref sem þeim miðaði áfram til þroska og mann- dóms. Þessi áhugi hennar var okkur svo mikilsvirði og sýndi vel vináttu hennar og hlýhug í okkar garð. Steina var í blóma lífsins, þegar hinn illkynja sjúkdómur, krabbamei- nið, barði að dyrum hjá henni enn og aftur. Þá langt komin með nám sitt í blaðamennsku. Hún hafði líka eignast yndislegan dreng fyrir réttu ári, hann Þór litla. Steina barðist við sjúkdóm sinn eins og hetja, allt til hinstu stundar. Aldrei missti hún vonina og stærsta ósk hennar var sú, að fá tækifæri til að ala upp drenginn sinn, hann Þór, sjá hann vaxa og dafna, þrosk- ast og mannast. Og í veikindum sín- um fann Steina mikla gleði og ham- ingju í hinum unga syni sínum. Já, hún Steina er að kveðja. Mér finnst það óréttlátt og á erfitt með að sætta mig við það. Hún sem var svo góð og lífsglöð. En það er hér sem annars stjðar. Það þýðir lítt að deila við dómarann. En minningarnar á ég eftir og þær getur enginn frá mér tekið. Steina hefur ávallt skipað góðan og öruggan sess í hjarta mínu og svo mun það verða um alla framtíð. Blessuð sé minning hennar. Eg bið góðan guð að styrkja Þór litla og aðra ástvini hennar, sem nú eiga um svo sárt að binda. Og við Ægir sendum þeim innilegar samúð- arkveðjur. Steina er farin, en minningin um hana lýsir og lifir um alla framtíð og Iéttir okkur hartninn. Það er okk- ur líkn í sárum söknuði. Sólveig Stefánsdóttir Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. (Stephan G. St.) Þann 14. apríl 1956 fæddist á Höfða á Höfðaströnd Steinunn Anna Ólafsdóttir fyrsta barnabarn afa og ömmu. Þó að heimili hennar væri hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði kom hún heim í sveitina líkt og far- fuglarnir á hveiju vori. Mikil eftir- vænting var hjá okkur systkinunum þegar von var á Steinu frænku með rútunni að sunnan. Með komu Stein- unnar lifnaði bærinn við og „ömmu- herbergi” breytti um svip. Steinunn hafði alltaf frá mörgu að segja eftir vetrardvöl sína í höfuðborginni og fannst okkur mikið til koma lýsinga hennar á því sem efst var á baugi í handboltanum, í kvikmyndahúsun- um, og í tónlistarlífinu, að ógleymd- um lýsingum 'hennar á sjónvarpsefni kanasjónvarpsins alræmda. Á Höfða var alltaf stór hópur basrna á hveiju sumri og samkomulagið ekki alltaf upp á það besta eins og gefur að skilja. Einn var sá leikur sem við iðkuðum en hann var sá að uppnefna hvort annað. Urðu þar til uppnefni eins og Tobba tannlausa, Gressi grís, Skæla skögultönn, og Kekkur kisu- barn. Voru þessi nöfn óspart notuð í hita leiksins. En við munum líka eftir sögustundunum, þar sem allir söfnuðust saman í kring um kertaljós á kvöldin og hlustuðu á afa eða Brí- et skálda upp sögur um Grýlu gömlu, drauga, og forynjur. Svo kom haus- tið. Steinunn fór suður á vit ævintýr- anna. Þannig leið bernskan í leik og starfi. En ævintýraþráin var sterk í Steinunni og er hún var 18 ára göm- ul fluttist hún til Danmerkur og bjó þar nær óslitið síðan. Þó að ferðum hennar heim á Höfða fækkaði, fund- um við oft fyrir því að hugurinn leit- aði til bernskustöðvanna. Fyrir nokkrum árum kenndi Steinunn sér sjúkdóms, sem hún með sínum ein- staka dugnaði yfirvann. Eftir það ákvað Steinunn að hefja nám í blað- mannaháskóla í Danmörku. Þarna var Steinunn á réttri hillu, henni sóttist námið vel og var valin úr stór- um hópi nemenda til starfa á danska stórblaðinu Politiken. Steinunn var á toppnum. Síðasta heimsókn Steinunnar á Höfða var í fyrrasumar er hún kom til íslands í sumarfrí. Þrátt fyrir langa fjarveru var Steinunn sama náttúrubarnið og fyrr. Hennar beið nýtt hlutverk, — móðurhlutverkið, sem hana hlakkaði mikið til að tak- ast á við. Þann 13. október 1990 fæddi Steinunn son sinn, Þór. Hann var sólargeislinn í lífi hennar og sagði hún að hann væri það mesta og besta sem fyrir sig hefði komið í lífinu. En það átti ekki fyrir Steinunni að liggja að njóta móðurhlutverksins nema í stuttan tíma. Hinn illi sjúk- dómur sem hún hafði áður barist við tók sig upp að nýju. Rimman var hörð en orð skáldsins Stephans G. lýsa Steinunni best í þeirri baráttu, „bognar aldrei — brotnar í, bylnum stóra seinast”. En núna er Steinunn lögð af stað í eitt ferðalagið enn. Við ásamt foreldrum okkar óskum henni góðrar ferðar á vit nýrra ævin- týra. Elsku litli Þór, Þóra, Friðþjófur, Oli Þór og Hjördís, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Minning um góða frænku lifir með okkur öll- um. Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd skreyta fossar og Ijallshlíð öll þín framtíðarlönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. (Stephan G. St.) Systkinin frá Höfða. Nú stöndum við enn einu sinni frammi fyrir því að spyija okkur hver sé tilgangur lífsins. Maður spyr sig slíkra spurninga þegar maður hugsar til þess að ung móðir er kölluð burt frá sínu fyrsta barni aðeins ársgömlu. Vinkona mín, Steinunn Olafsdótt- ir, sem barðist hafði við erfiðan sjúk- dóm um nokkurt skeið, lést 25. okt- óber sl. Steina, eins og við vinir hennar kölluðum hana, barðist hetj- ulegri baráttu við veikindin nú um eins árs skeið, en áður hafði hún kennt þessa sama sjúkdóms, sem flestir höfðu talið, að hún hefði sigr- ast á, en svo var ekki. Steina átti marga og trygga vini, sem kom best í ljós nú í hennar erf- iðu veikindum og þannig vini eign- ast enginn nema vel sé sáð til, og það hafði hún svo sannarlega gert með sínu stóra hjarta, því hún mátti ekkert aumt sjá þá gaf hún sig alla til að létta þeim erfiðleikana. Það var yndislegt að sjá, en um leið sorglegt, hvað hún elskaði Þór litla son sinn heitt, en vegna veikind- anna gat svo lítið haft hjá sér. Ég vona að allt sem við ræddum um í sambandi við hið ókomna og tilganginn í lífínu sé elsku Steina nú að fá svör við og að nú líði henni betur og hafi fengið þá heilsu sem við óskuðum svo heitt, þó það hafi ekki orðið í þessu lífi og einhvern tímann hittumst við öll aftur. Þóra mín, sem sérð nú á bak einkadóttur þinni, sem var þér svo náin og kær sem best kom fram í þeirri miklu hlýju og ástúð sem þú sýndir henni meðan hún háði sína lokabaráttu hér á jörð. Megi góður Guð blessa ykkur mæðginin og litla dóttursoninn Þór og gefa ykkur sinn styrk í þeirri sorg sem nú hvílir yfir, með von um að birti til um síðir. Þú grátnum börnum gleymt ei fær, ó, Guð, minn harm það bætir, þín blessuð hjálp og hlíf er nær í hverri neyð, sem mætir. Burt, hryggð, úr hjarta mér, mín huggun Drottin er, hans eilíf ást og náð mitt annast gjörvallt ráð. Hann mér til góðs mig grætir. (Ramus - H.Hálfd.) Valgerður Guðmundsdóttir Fleiri greinar um Steinunni A. Ólafsdóltur bíða birtingar og iminu birtast í blaðinu næstu daga. Fæddur 4. júlí 1950 Dáinn 25. október 1991 Mig langar að kveðja með örfáum orðum Eggert Garðarsson frænda minn, sem lést á Landspítalanum 25. október sl. Þann dag lauk rúmlega tíu ára baráttu við erfiðan og að því er oft virtist óútreiknanlegan sjúkdóm. Það eina sem við eigum öll víst í lífinu er að við munum að endingu deyja. Hvenær dauðinn kemur og hvernig hann ber að höndum er hinsvegar afar mismunandi. Ekkert okkar hefur bréf upp á það að hafa góða heilsu ailt okkar líf, ná hárri elii og fá síðan að sofna svefninum langa rétt sisvona einhvern daginn. Gerðar eru geysimiklar kröfur um vellíðan og ef við finnum einhvers staðar til þá kvörtum við gjarnan mest sem besta höfuni heilsuna. Við horfum oft of mikið á það sem er að til að geta séð það sem er'gott og gleymum líka stundum að þakka skaparanum fyrir þær miklu gjafir sem okkur eru gefnar. Það var mik- il Guðs gjöf hvernig Eggert tókst að halda í við sjúkdóminn öll þessi ár, hvernig hann hreinlega neitaði að gefast upp. Hann stundaði vinnu þegar heilsan leyfði, fór á manna- mót, í ferðalög og heimsóknir til ættingja og vina. Stundum var teflt á tæpasta vað og oft hefur hann mátt beita sig hörðu til að taka þátt í einu og öðru sem fullfrísku fólki er auðvelt. Það var hinsvegar áreið- anlega ekki auðvelt fyrir þrítugan mann sem alla tíð hafði verið hraust- ur, að verða skyndilega sjúkur og þreklítill. En svo er algóðum Guði, læknavísindunum og hinu óbilandi baráttuþreki Eggerts fyrir að þakka að hann fékk að vera hér með okk- ur þessi tíu ár, fékk að njóta sam- vista við fjölskyldu sína, sjá bömin sín vaxa úr grasi og gat miðlað samferðarmönnum sínum af sinni miklu reynslu. Hann var óþreytandi við að fara í heimsóknir til vina og ættingja sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús. Hann skyldi líka svo vel þörfina fyrir slíkar heimsóknir. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur lét móðir hans ævinlega vita ef hún vissi af einhveijum héðan að norðan sem var að fara suður á spítala. Ég þurfti sjálf að leggjast inn á sjúkrahús fyrir ári síðan til rann- sóknar vegna gruns um svipaðan sjúkdóm og Eggert var með. Sem betur fer reyndist sá grunur ekki réttur og fáeinum mínútum eftir að læknirinn hafði fært mér þær frétt- ir birtist Eggert í dyrunum. Hann var kominn til að heilsa upp á frænku og veita henni styrk. Það var sannarlega gaman að sjá hann og að segja honum þessi gleðitíðindi var hreint stórkostlegt. Eg veit að hann skyldi það svo margfalt betur en ég hversu heppin ég var. Síðan hefur þessi sjúkdómur greinst tví- vegis í minni fjölskyldu og í báðum tilvikum miðlaði Éggert af sinni reynslu og var til styrktar, slíkt er ómetanlegt. Og það eru margir fleiri í svipaðri stöðu sem minnast hans með þakklæti, hlýhug og virðingu. Hann sýndi það og sannaði að það er hægt að taka þátt í hinu daglega lífi þrátt fyrir illvígan sjúkdóm. Hann vann marga orrustuna, þó hann tapaði í stríðinu að lokum. Og nú er stundaglasið tæmt og Eggert kominn til nýrra heimkynna þar sem ég veit að honum líður vel. Dvölinni á Hótel Jörð er lokið og samferða- fólkið kveður að sinni með kærleika og þökk. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu Eggerts Garðars- sonar og vaka yfir sálu hans. Sömu- leiðis bið ég algóðan Guð að varð- veita eiginkonuna, börnin, foreldr- ana, systurnar, tengdaforeldrana og aðra ættingja og vini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hólmfríður Bjarnadóttir Dýrðlegu sumri er að ljúka, síð- ustu laufin falla af tijánum og vetur- inn að taka völdin. Hetjulegri bar- áttu Eggerts bróðui-sonar míns við illvígan sjúkdóm er lokið, sú barátta stóð með nokkrum hléum í tíu og hálft ár. Það var mikið áfall þegar uppgötvaðist vorið 1981 að um krabbamein væri að ræða, eftir mikla skurðaðgerð tók við geisla- og lyfjameðferð. Eggert stóð sig aðdáunarlega vel í þessari raun, var mjög jákvæður og hafði mikla trú á að tækist að lækna þetta. Hann fékk líka sæmilega heilsu í nokkur ár en svo fór sjúkdómurinn að taka sig upp og meðferðirnar urðu margar og sífellt styttri tími sem leið á milli, en hann lét ekki bugast og átti í raun afar erfítt ineð að viðurkenna minnkandi þrek og starfsgetu. Ég hefi hugsað mikið um hve sárlega vantar í okkar heilbrigðiskerfi end- urhæfingarstöð fyrir þá sjúklinga sem verða að ganga í gegnum erfið- ar geisla- og lyfjameðferðir þar sem hægt væri að byggja þá upp undir leiðsögn lækna og sérmenntaðs starfsfólks. Eggert fæddist 4. júlí 1950, sonur hjónanna Fjólu Eggertsdóttur frá Skarði á Vatnsnesi, Vestur-Húna- vatnssýslu og Garðars Hannessonar frá Hvammi í Laxárdal, Skagafjarð- arsýslu, sein þá bjuggu í Hlíð á Vatnsnesi og þar og í Tungukoti í sömu sveit ólst Eggert upp ásamt þremur systrum. Ég kom í Hlíð um það leyti sem Eggert fæddist og var hjá foreldrum hans í þijú sumur, fékk ég það hlut- verk að fóstra Eggert að miklu leyti sumarið sem hann varð eins árs en þá fæddist yngsta systir hans, var hann einstaklega ljúfur og þægur krakki. Mikið og gott samband var með heimilum okkar og fór dóttir mín Unnur í sveitina fjögurra ára og var þar á sumrin fram að fermingu og seinna var svo Hannes sonur minn þar líka, var mjög gott samband á milli frændsystkininna. Um tvítugt kom Eggert suður og stundaði ýmis störf, fyrst í Grinda- vík og síðar í Reykjavík, m.a. við akstur hjá B.M. Vallá og Strætis- vögnum Kópavogs. Eggert kvæntist 20. maí 1972 Arndísi Sölvadóttuf frá Síðu í Víðidal, eignuðust þau þijú börn, Sóleyju Höllu, fædd 11. mars 1972, Örlyg Karl, fæddur 12. apríl 1975 og Érling Viðar, fæddur 5. júlí 1977. Eggert og Dísa bjuggu fyrstu árin í Kópavogi og Breiðholti en fluttu til Hvammstanga vorið 1975. Vann hann þar við steypustöð en stundaði svo vöruflutninga og vann við mjólkurflutninga. Þegar í ljós kom að sjúkdómurinn hafði tek- ið sig upp og hann varð að fara í lyfjameðferðir fluttu þau aftur til Reykjavíkur árið 1987. Eggert tók ökukennarapróf og starfaði við kennslu til æviloka. Tel ég að hann hafi undirbúið nemendur sína af samviskusemi og miðlað þeim af reynslu sinni af akstri við misjafnar aðstæður. Eggert var félagslyndur maður, sötighneigður og tók þátt í kórsöng og lionskiúbbnum Bjarma og naut þess að vera í glöðum vinahóp. Stóð hann fyrir því að kalla saman föður- systkin sín ásamt börnum og mökum á fjölskyldumót en við vorum þúsett víðsvegar um landið og varð það upphaf þess að nú hittumst við reglulega á tveggja ára fresti og verður þar stórt skarð vandfyllt. Eggert bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti og var það frá upphafi bæn hans og von að fá að ferma börnin sín. Það var því glaður og stoltur faðir sem á skírdag síðast- liðinn vetur lét ferma yngri soninn. Ég vil þakka læknum og starfs- fóki Landspítalans góða umönnun svo og öðrum sem studdu hann í veikindum hans. Að ieiðarlokum þakka ég og fjölskylda mín Eggerti fýrir samfylgdina og votta eigin- konu, börnum, foreldrum, systrum og öðruin vandamönnum dýpstu samúð. Hvíl í friði. Lovísa Hannesdóttir 35 í tilveru okkar stöndum við stund- um frammi fyrir svo erfíðum stað- reyndum að vart virðist yfirstígan- legt. Ein slík staðreynd er sú að vin- ur okkar á besta aldri er skyndilega kvaddur burt af sjónarsviðinu. Vinur okkar, Eggert Garðarsson, lést á Landspítalanum 25. október síðastliðinn. Hann fæddist 4. júlí árið 1950. Foreldrar hans eru Garðar Hannes- son og Fjóla Eggertsdóttir. Eggert ólst upp í foreldrahúsum í Hlíð á Vatnsnesi við ástríki foreldra sinna og systra. Systur hans eru: Sigurósk fædd 1947, Bára fædd 1949 og Hanna fædd 1951. Fyrstu kynni mín af Eggerti voru þegar ég kom með yngstu systur hans, sem seinna varð eiginkona mín, á ættarmót í Skagafirði. Fann ég þá strax hlýju hans og konu hans, Arndísar Sölvadóttur. Það hélst óbreytt þau ár sem við fengum að njóta samfylgdar hans. Var jafnan gott að koma á heimili þeirra hjóna, þar sem við nutum alúðlegs viðmóts hvernig sem á stóð. Eggert var vinsæll og vel liðinn í starfi. Lengst af vann hann við bif- reiðaakstur m.a. hjá Vörubifreiða- stöðinni Þrótti og Strætisvögnum Kópavogs. Síðustu árin starfaði hann farsællega sem ökukennari. Eftirsjá er að slíkum kennara. Eggert sinnti mörgu í tómstund- um. Hann söng í kórum og lék vel á harmóníku og gítar. Æðsta áhuga- mál hans var þó fjölskylrian, velferð hennar og vellíðan. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Amdísi Sölvadóttur, 20. maí 1972. Börn þeirra eru: Sóley Halla, fædd 1972, Órlygur Karl, fæddur 1975, og Erl- ing Viðar, fæddur 1977. Hjónaband þeirra Eggerts og Dísu var ástríkt og gott. Var Dísa manni sínum ómetanleg stoð í starfi hans og nú síðast í erfiðum, þungbærum veikindum. Eggert átti við veikindi að stríða, sem hann tókst á við af æðruleysi. Var aðdáunarvert hvað hann lifði eðlilegu lífi þrátt fyrir það. Félaga sína, sem áttu við svipuð veikindi að stríða, studdi hann dyggilega. Eggert batt tryggð við vini sína og nutum við hjónin þeirrar dyggð- ar. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við hjónin erum þakklát fyrir að eiga ljúfar minning- ar um svo góðan dreng. Guð blessi elsku Dísu okkar, Sóley, Svenna, Ölla og Vidda og styrki þau á erfíð- um stundum. Við þökkum Eggerti fyrir allt sme hann gaf okkur, minn- ingin um góðan dreng lifír að eilífu. Margs er að ininnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sigfús og Hanna ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.