Morgunblaðið - 10.10.1989, Side 56

Morgunblaðið - 10.10.1989, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 fclk í fréttum Morgunblaðið/Hulda Sigmundsdóttir Þingflokkur Framsóknarflokksins Qölmennti til Þingeyrar ásamt nokkrum eiginkonum og frammámönn- um í Framsóknarflokknum í ísafjarðarsýslum. FERÐALÖG Þingmenn og ráðherrar á Þingeyri ingflokkur Framsóknarflokks- ins heimsótti Þingeyri á dögun- um ásamt nokkrum eiginkonum og frammámönnum í Framsóknar- flokknum í ísafjarðarsýslum. Þáði fólkið veitingar eftir að hafa setið þingflokksfund á Isafirði dáginn áður. Þingmennirnir skoðuðu aðalat- vinnufyrirtækin, brúarsmíðina yfir Dýrafjörð og óku um plássið í fylgd heimamanna. Þeir skoðuðu Kaup- félag Dýrfirðinga, hraðfrystihúsið, vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðs- sonar & Co og enduðu ferðina í sláturhúsinu, þar beið þeirra kaffi og meðlæti í matsal sláturhússins. Þingeyringum þótti verst að loks var búið að hefta veginn fyrir Dýra- fjörð, en hér hefði verið gullið tæki- færi til að leyfa „máttarstólpum þjóðfélagsins" að kynnast vestfirsk- um vegum eins og heimamenn þekkja þá best. Leitt er getum að því, að framsóknarmenn hafi vitað að samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, lét hefta veginn eftir að Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, ók um hann ásamt föru- neyti á yfirreið í sjö skóla í sýsl- unni skömmu áður. Enginn minnist þess hér að menntamálaráðherra hafi fyrr heimsótt grunnskóla Þingeyrar til skrafs og ráðagerða, við skóla- stjóra, kennara, skólanefnd og sveitarstjórann, Jónas Ólafsson, um skólamál og ytri og innri búnað skólans. - Hulda KUKL: Madonna felmtri slegin HÓTELREKSTUR: íslendingar í Grevenmacher, Luxemborg w Ibænum Grevenmacher í Luxem- borg, miðja vegu milli höfuð- borgarinnar og v-þýsku borgarinn- ar Trier sem margir íslendingar kannast við, er rekið „íslenska" hótelið Dagobert Konungur — Le Roi Dagobert. Þar ráða ríkjum Ingi- björg Sigurðardóttir og Kristján Karl Guðjónsson, eigendur hótels- ins. Nú er liðið á annað ár síðan þau fluttust frá Akureyri til Greven- macher, festu kaup á hótelinu og hófu reksturinn. Einn ljósmyndara Morgunblaðsins sem þarna var á ferð nýlega leit inn á hótelið, en íslendingar eru einmitt tíðir gestir — annað hvort' sem næturgestir eða að þeir líta inn í mat, en á hótelinu er stór matsalur, þar sem m.a. er alltaf boðið upp á íslenskan fisk. Að sögn Ingu er hann kærkominn þegar fólk er á heimleið eftir ferð í Evrópu. „Fólki þykir mjög gott að fá íslenskan fisk eftir langan tíma að heiman," sagði hún. Mat- sveinn hótelsins er Islenskur. Gre- venmacher er miðja vegu milli höf- uðborgarinnar Luxemborg og Trier sem fyrr segir. Það er því stutt bæði til þýsku borgarinnar, þar sem íslendingar gera mikið af því að versla, og á flugvöllinn — en hótel- ið býður upp á þá þjónustu að ná í fólk á flugvöllinn þegar það kem- ur út og fara með það þangað aftur er það fer heim. Einnig er boðið upp á ferðir frá Grevenmacher til Trier. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sem jafhframt er forseti Biblíufélagsins, og frú Helga Helgadóttir, með Guðbrandsbiblíuna á milli sin. DÝRGRIPUR Bankar gefa Biblíu- félaginu Guðbrandsbiblíu að er margt skrýtið í kýr- hausnum og uppákomurnar fjölbreytilegar. Söng- og leikkonan Madonna hugsar afaf vel um negl- urnar á sér ekki síður en líkama sinn allan, þannig þarf hún að minnsta kosti vikulega að eyða fúlgu í naglasnyitingu. Sé hún stödd í Hollywood, hefur hún lengi látið sömu manneskjuna sjá um þessa hlið mála. Fyrir skömmu fór hún á sína venjulegu snyrtistofu. Svo var byij- að að klippa og fyrir hreina tilviljun tók hún eftir því að sú sem var að eiga við neglur hennar var að pukr- ast með plastpoka. Svo lítið bar á fylgdist Madonna laumuspilinu. Snyrtidaman hirti allar naglafiís- ámar upp af gólfinu og tróð þeim í pokann. Madonna fyrtist nokkuð við þetta og heimtaði skýringu á athæfí stúlkunnar sem varð laf- hrædd, en viðurkenndi síðan fyrir goðinu að hún hefði iengi haft það fyrir sið að safna saman brotum af nöglum hennar og annarra frægra manna og selja þær kuklara nokkrum ónefndum sem notaði þær í alls konar seiði. Þetta reyndist Madonnu þvert um geð og hún rauk á dyr, staðráðin í að leita sér að annarri snyrtistofu. Hið íslenska biblíufélag hefur fengið að gjöf óskemmt eintak Guðbrandsbiblíu. Biblían er gjöf Seðlabanka, Landsbanka, Búnaðar- banka og íslandsbanka til félags- ins. Tilefnið er 175 ára afmæli Biblíufélagsins á næsta ári og að rúm 400 ár eru liðin frá prentun biblíunnar. Fyrri eigandi bókarinnar var frú Helga Helgadóttir. Biblían var prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1584 og er talið að prentuð hafi verið 500 eintök. Það var Guðbrandur biskup Þorláksson sem gaf út fyrstu prentun biblíunn- ar á íslenska tungu og er biblían kennd við hann. Neðst á titilblaði þess eintaks, sem bankarnir gefa nú Biblíufélaginu, er áritun Hall- dóru, dóttur Guðbrands biskups, sem árið 1625 gaf biblíuna Gísla Magnússyni, barnungum syni Magnúsar Björnssonar lögmanns að Munkaþverá í Eyjafirði. Gísli varð síðai’ sýslumaður. Ovíst er hversu lengi hann átti biblíuna, en á fremsta blaði hennar er áritun, þar sem hún er sögð gefin Magn- úsj Jónssyni á Reykhólum árið 1680. Magnús var lögmaður á BJORGUN Týndi kálfurinn fær mjólk Tveggja daga gamall hval- ur, 1,7 metra langur, fær mjólk úr pela á sædýrasafni í Ástralíu. Hann rak upp að ströndinni í stormi eftir að hafa orðið viðskila við móður sína strax eftir fæðingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.