Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 5

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 5
■MORGLNBLAOID ,ÞBI£)jyDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Umboðsmaður Alþingis: Póstgíróstofan greiði vexti af orlofsfé frá útgáfudegi ávísana í áliti sem Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, hefur sent frá sér kemst hann að þeirri niðurstöðu að Póstgíróstofunni hafi borið að greiða vexti af or- lofsfé frá útgáfudegi ávísana sem ekki voru sendar til viðtakanda á tilætluðum tíma, til þess tíma er þær bárust viðtakanda raunveru- lega í hendur, en féð var geymt hjá Póstgíróstofunni þar til greiðsla fór fram. Brotist inn í Bónus BROTIST var inn í nokkur fyrir- tæki að Faxafeni 14 í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Ur versl- uninni Bónus var stolið hátt í tvö hundruð þúsund krónum. Þjófarnir fóru inn í húsið og í nokkur fyrirtæki. Þeir unnu tölu- verðar skemmdir og í versluninni Bónus spenntu þeir upp peninga- skáp og stálu úr honum á annað hundrað þúsund krónum. Þá var brotist inn í öryrkjavinnu- stofuna Múlalund við Hátún. Það: pan var tekinn lítill peningakassi. I honum voru nær eingöngu skjöl og ávísanir, en upphæð þeirra nemur nokkur hundruð þúsundum króna. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn þessara þjófn- aðarmála. Gauki Jörundssyni barst kvörtun frá aðila, sem verið hafði við nám í Danmörku frá ágúst 1985 til ágúst 1988, um að Póstgíróstofan hefði ekki komið til sín tveimur ávísunum vegna orlofsijár á árunum 1987 og 1988. Einnig kvartaði hann yfir að Póstgíróstofan hefði neitað að greiða vexti af umræddu orlofsfé. í áliti Gauks Jörundssonar kemur fram, að viðkomandi aðila hafi ekki verið reiknaðir vextir af umræddu orlofsfé eftir að Póstgíróstofan gaf út ávísanir á greiðslu þess. Fram kemur að samkvæmt upplýsingum Póstgíróstofunnar séu orlofsávísanir geymdar hjá Póstgíróstofunni, þegar upplýsingar um heimilisfang laun- þega vanti í þjóðskrá, en starfsfólk þar leitist til þess að koma orlofs- fénu til skila eftir ákveðnum leiðum. Gaukur segir að ekki hafi komið fram skýringar á því hvers vegna Póstgíróstofunni tókst ekki að koma orlofsfé viðkomandi aðila til skila, en hann telji að Póstgíróstofunni hafi borið að gera nauðsynlegar og tiltækar ráðstafanir til að koma umræddum orlofsávísunum til skila. A grundvelli fyrirliggjandi upplýs- inga telur Gaukur hins vegar ekki unnt að skera úr því hvort atvikum hafi verið þannig háttað að greiðslu- dráttur hafi orðið af hálfu Póstgíró- stofunnar, þannig að henni sé skylt að greiða dráttarvexti. í áliti Gauks kemut' fram að vextir af orlofsfé, sem innheimt var samkvæmt lögum frá. 1971, voru greiddir launþegum samkvæmt ákvörðun félagsmálaráð- herra, en orlofsféð var ávaxtað á sérstökum reikningi i Seðlabanka íslands. Umræddar ávísanir hafi ekki vet'ið sendar viðkomandi aðila á þeim tíma sem til var ætlast, held- ut' geymdat' hjá Póstgíróstofunni, og fé það sent ávísað var borið áfram vexti þar til honum hafi verið greitt það í raun. Þar sem atvik hafi verið með þessum hætti, og í samræmi við sanngirnisrök, telur Gaukur að ekki hafi verið nægjanleg rök að lögum tii að hafna kröfu viðkomandi aðila um vexti frá útgáfudegi um- ræddra -ávísana fram til þess tíma er hann fékk þær í hendur, hvað sem líði almennum reglum um vexti og dráttarvexti. Það er því niðurstaða Gauks að Póstgíróstofunni hafi borið \ að greiða sömu vexti af umræddum orlofslaunum og greiddir voru af öðru orlofsfé fram til þess tíma er viðkomandi aðili fékk í raun áví- sanir á þau í hendur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skátaskemmtun Skátasamband Reykjavíkur bauð til fjöiskylduhátíðar í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag.’ Var gestum boðið að reyna sig við þrautir og að taka þátt í skemmtun og kvöldvöku. Tilgangurinn var, auk skemmt- unarinnar, að kynna skátastarfið og sýndu skátarnir leikni sína og listir, meðai annars við að koma upp og nota klifurvirkin sem sjást hér á myndinni. Afgreiðslan 14% heildarkostnaðar - segir varaformaður hrossabænda HALLDOR Gunnarsson, formaður markaðsnefndar Félags hrossa- bænda, segist standa við þau orð sín um að 90% hækkun hafi orðið á afgreiðslugjaldi Flugleiða á leiguflugvél Flugfax hf. frá þvi í vor þrátt fyrir orð stöðvarstjóra Flugleiða á Keflavíkurflugvelli i Morgunblaðinu á laugardaginn um að svo hafi ekki verið, heldur hafi verið veittur verulegur afsláttur af gjaldinu þar sem gæðakröfum í þjónustu var ekki náð. Það hlýtur þá að hafa verið veittur afsláttur á öllum leiguvélunum á árinu, en svo hefur alls ekki verið álitið af Félagi hrossabænda þar sem afgreiðslugjöld miðað við sömu flug- vélategund eru lægri á sambærileg- um flugvöllum erlendis og á ég þá við Prestwick, Shannon og Billund, sagði Halldór. Hingað til hafa afgreiðslugjöld leiguflugvéla Félags hrossabænda og Flugfax hf. verið í kringum 3.000 dollarar, en þau munu hafa hækkað úr 2.900 dollurum sl. vor í tæplega 5.500 dollara sl. þriðjudag þegar flutt voru til Danmerkur 90 hross með leiguflugi. Hann sagði að aðeins aðili sem hefði einokunaraðstöðu gæti hækkað verð sitt með þessum hætti. „Þegar afgreiðslugjöld eru orðin í kringum 14% af heildarkostnaði flutningafyr- irtækis, er orðið útilokað að standa í slíkum flutningum á milli landa. Félag hrossabænda er að berjast fyrir lækkuðum flutningskostnaði til að geta komið út reiðhestum og ef félagið þarf að mæta svöna afarkost- um, þýðir ekkert að standa í svona flutningum," sagði Halldór. < Þessi spariskírteini eru góð fjórfesting. Þessi spariskírteini eru enn betri fjárfesting. Fjárfestir þú í réttu spariskirteinunum? Það er mikill munur á vöxtum hinna ýmsu flokka spariskírteina ríkissjóðs. Nú er rétti tíminn til að spyrja sig hvort fjár- fest er í þeim arðbærustu því þessa dagana er hægt að leysa marga flokka þeirra út. Fjárfestingarfélag íslands hefur áralanga reynslu í að kaupa og selja spariskírteini. Það getur því margborg- að sig að notfæra sér þá reynslu og leita álits ráðgjafa okkar. Það er þess rirði að hugsa málið! Dæmium 380.000 kr. tekjumun: Spariskírteini (1980 2. fl.) sem voru keypt fyrir nokkr- um árum og eru laus í haust gefa af sér 3,5% vexti á ári umfram verðbólgu (raunávöxtun). Liggi þau óhreyfð í 10 ár munu raunvextirnir af upphæð sem er 1.000.000 kr. í dag verða 411.000 kr. Ef þessi upphæð er leyst út nú og í staðinn keypt ný spariskírteini með 6% raun- ávöxtun mun upphæðin ávaxta si.g \im 791.000 kr. á sama tíma. Mismunurinn yrði því 380.000 kr. (0> F)ÁRFESÍINGARFÉL4G ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI • KRINGLUNNI • AKUREYRI 28566 689700 25000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.