Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 50

Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 50
5Í?i MORGUMiLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGGR ÍO. OKTOBER 1989 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsumál Undanfarna daga hef. ég fjallað um heilsu merkjanna og það hvaða líkamshluta hvert merki stjórnar. í dag ætia ég að draga þessa umfjöllun saman og birta lista yfir öll merkin. Frá loppi til táar Hin almenna regla um tengsl mei'kja og líkams- hluta er sú að Hrúturinn, fyrsta merkið, stjórnar höfði og síðan fikra þau sig niður eftir líkamanum þar til komið er að Fiskamerk- inu og fótunum. Þetta á við hvað varðar ytra borðið, en um innri líffæri og kirtla gegnir öðru máli, a.m.k. að hluta til. Hrútur Hrútur stjórnar höfði, heilakerfi og adrenalín- kirtli (nýmahettu). Naul Nautið stjórnar hálsi, kok- hlust, skjaldkirtli og háls- hryggjarliðum. Tvíburi Tvíburi stjórnar höndum, handleggjum, öxlum, lung- um og taugakerfi. Krabbi Krabbi stjórnar bijóstum, maga og meltingarkerfi. Ljón Ljón stjórnar hjarta, hrygg og gallblöðru. Meyja Meyjan tengist kviðarholi, innyflum. í kviðarholi og hluta meltingarvegarins. Vog Vogin stjórnar neðra baki, nýnim og nýrnakerfi.. Sporödreki Sporðdreki stjórnar mjaðmagrind, kynfærum, æxlunarkerfi, blöðruháls- kirtii og endaþarmi. Bogmaöur Bogmaður stjórnar mjöðm- um, lærum og lifur og lifr- arkerfi. Steingeil Steingeit stjórnar lmjám, beinum, tönnum, húð og beinagrind. Vatnsberi Vatnsberi stjórnar öklum, sköfiungi og blóðrásarkerfi (sogæðakerfi). Fiskur Fiskur stjórnar fótum, skeifugörn og heiladingli. Satúrnus Framantalið er ekki tæm- andi en ætti þó að gefa nokkra hugmynd. Það er ijóst að þegar Sólin er í ákveðnu merki verður við- komandi viðkvæmur og næmur fyrir þeim líkams- hluta. Það þýðir hins vegar ekki að slíkt þurfi að leiða til sjúkdóma. Hin merkin hafa sitt að segja, til dæm- is Rísandi merki og merki Tunglsins eða önnur merki þar sem margar plánetur eru samankomnar. Þar sem Satúrnus tengist hömlum og veikleikum geta stöðu hans í ákveðnu merki fylgt erfiðleikar á þeim sviðum sem merkið stendur fyrir, Það þarf því að skoða aðrar plánetur og reyndar kortið í heild. 6. húsið sem stjórn- ar heilsufarsmálum skiptir einnig miklu, sérstaklega ef erfiðar afstöður eða plánetur eru í því húsi. HARPIIR /UIEB KZ/1FT/ , GKASKALL./t.. eSB/ZEVT/ TÖFRU/U L'flfiU /LLU... BL L /£ SE/H NÖTA /LM- l/ATN HBNNAR LÚT/ 1//LTA MÍNUM.’! p>AÐ BR. EG Sem bb. h/nn FA UN VE/SUL E£> I 6L/EPAAMEMK A&SETJA upp Airrr Bl/'ðastA BKOS T/L AÐ l/e/£>A UPPLNS- /NGA/S ÖPP OP SV&5TAND/ AlÖÐUB ■ TOMMI OG JEIMNI FERDINAND Ml/MARCIE..JU5T 50RT OF CMECKIN6 IN..ARE YOU ANPCHUCK HAVIN6 A600P TIMEATCAMP? CMARLE5,1 CAN T MEAR WMAT 5ME'5 5AVIN6 IF YOU KEEP NIB5LIN6 ON MVEAK' Sæl Magga, bara að kanna hvort þið Kalli skemmtið ykkur vel í sumarbúðun- um. Kalli, ég heyri ekki hvað hún er að segja ef þú ert alltaf að narta í eyrað á mér. Ég var bara að stríða þér aftur, herra ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Slemma eða ekki slemma? Og hvort er betra að vera í gröndum eða spöðum? Sitt sýndist hverj- um á afmælismóti Bridsfélags ísafjarðar. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 654 ♦ K3 ♦ KGIO Vestur ♦ ÁD1073 Austur ♦ 3 ♦ G1072 ♦ ÁG102 ¥98764 ♦ 8742 ♦ D6 ♦ G652 Suður + 84 ♦ AKD98 ¥D5 ♦ Á953 ♦ K9 Báðar slemmurnar, í spöðum og grandi, vinnast oftar en þær tapast. En það er ekki gott að segja hvor er betri. Spaðaslemm- an er nánast örugg ef spaðinn brotnar, en dauðadæmd ef vörn- in fær slag á tromp. Það eru sex grönd hins vegar ekki. Hrólfur Hjaltason og Ásgeir Ásbjörnsson freistuðu gæfunnar í þeim samn- ingi. Ásgeir fékk út tígul og losnaði þar með við vandamálið í þeim lit. En hann kaus að toppa laufið og fór einn niður, eins og þeir sem voru í spaðaslemmunni. En spilið er ekki siður athygl- isvert í sögnum. í eðlilegu kerfi þarf að vanda sig í fyrstu sögn- unum: Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pas^ 3 spaðar Pass 3 grönd Pass Ákvörðun Eftir þreifingar af þessu tagi er suður nokkuð vel í stakk bú- inn til að taka lokaákvörðun. Hans helsta vandamál er hjarta- liturinn, en með þremur grönd- um kemur norður fyrirstöðunni þar að. Svo er það bara spurn- ingin hvort suður ákveður að fara niður í sex spöðum eða sex gröndum! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Danmörku í haust, sem dagblaðið Politiken stóð fyrir, kom þessi staða upp í skák ungversku stúlkunnar Zsofíu Polgar (2.335) og danska stórmeistarans Curt Hansen (2.555), sem hafði svart og átti leik. Svartur, sem er skiptamun yfir, lauk nú skákinni laglega: 28. — Bxg2! og hvítur gafst upp, því 29. Bxg2 er svarað með 29. — Hdl+. Polgarsysturnar voru ekki sigursælar í Danmerkurheimsókn sinni. í sjónvarpskeppni töpuðu þær samanlagt fyrir þeim Curt Hansen, Lai's Bo Hansen og Lars Schandorff. Á Politikenmótinu gekk þeim betur, siógu öllum öðr- um Dönum við en Curt Hansen, sem sigraði örugglega. Polgarsysturnar koma viða við og eru orðnar heimsfrægar, þrátt fyrir ungan aldur. Framan á nýj- asta hefti ungverska skákbiaðs- ins, Maygar Sakkelet er mynd af þeim með bandarísku forsetahjón- unum sem buðu þeim í Hvíta hús- ið sl. vor. Garri Kasparov, heims- meistari, kom einnig til Washing- ton um svipað leyti. Var það í til- efni sameiginlegs átaks Sovét- manna og Bandaríkjamanna í æskuiýðsmálum. Ætia Rússar að aðstoða við að kenna bandarískum börnum og unglingum skák, sem þykir vænlegt til að halda þeim frá glapstigum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.