Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 14

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1089 Á Kanadadögum eftirHarald Bessason Kanada er að flatarmáli næst- stærsta land jarðkringlunnar, en að mestu leyti stijálbyggt. Flestar þjóðir heims hafa numið þar sinn skika. Ensk tunga og frönsk hafa nú jafnan lagalegan rétt í öllum fylkjuni landsins, og hefur leiðin að því jafnrétti valdið miklum deil- um sem ekki hafa fjarað út. Stærð þjóðarinnar er í námunda við 26 milljónir, og er hún hluti breska samveldisins. Um þessar mundir er efnt til Kanadadaga hér á landi, þar sem land, þjóð, menning og viðskipti eru kynnt. Kanadíska fylkjasambandið var stofnað árið 1867, og þótt aðeins hluti fylkjanna ætti þar aðild, líta sagnfræðingar svo á að saga sam- stæðrar þjóðar í landinu hefjist með áðurgreindu sambandi. Mikill meiri hluti þjóðarinnar byggir syðstu héruð landsins aðeins 'steinsnar frá norðurmörkum Bandaríkjanna. Sé augum rennt meðfram þeirri löngu landamæra- línu er augljóst misræmi í byggða- jafnvægi af nokkuð svipuðu tagi og á íslandi. Fjölmennið er að finna í stórborgunum Toronto, Montreal og fjölmörgum smærri borgum þar í grennd, m.a. höfuðborg landins, Ottawa. Þar sitja landstjóri, sem er fulltrúi hennar hátignar, forsæU isráðherra og sambandsstjórn. í hveiju fylki landsins eru aftur á móti fylkisstjóri, forsætisráðherra fylkis og stjórn hans. Eru sam- skipti milli fylkisstjórna og sam- bandsstjórnarinnar með ýmsum hætti. Stundum eru þau bærileg og stundum ekki. Hvað svo sem stjórnmálum líður, er löngu ljóst orðið að stórborga- svæðin í austanverðu landinu, þ.e.a.s. samliggjandi sneiðar fylkj- anna Quebec og Ontario, mynda skýra hliðstæðu við Reykjavíkur- svæðið hér á íslandi, og þykir flest- um Kanadamönnum sem búsettir eru í vesturfylkjum landsins að þar eystra séu flest stórmál til lykta leidd og að þangað hnígi flest vötn. Hafa spunnist af þessu langvinnar deilur. Til þess að gera þetta mál enn flóknara, þá hefur hvert fylki sitt Reykjavíkursvæði og togstreitu milli borga og landsbyggðar. Vestur af Ontario, í fylkinu Man- itoba, er eitt stærsta sveitaþorp Norður-Ameríku, Winnipeg, með sex til sjö hundruð þúsund íbúa. Þangað safnast drjúgur hluti hveit- is úr Rauðárdalnum (enginn hefur þó enn komið auga á þann dal, þótt hann hljóti að vera bæði lang- ur og breiður). Hveitinu á sléttunum má að nokkru leyti líkja við lamba- kjötið á íslandi. Þrátt fyrir ótvíræð gæði vill það stundum hrúgast upp. Því valda verðsveiflur úr margri átt. Vestan við Manitoba er fylkið Saskatchewan. Þar eru borgir frem- ur smáar. Þá er Alberta. Þar eru borgirnar Calgary og Edmonton og þar er olía í jörð. Stundum græða olíubarónar vestur þar. Stundum tapa þeir gríðarlega og hverfa þá til annarra staða. Vestasta fylki landsins er British Columbia. Það er í Klettafjöllunum, og þar er dijúgur hluti af skógarforða heims- ins. Þar er Vancouver stærsta borg- in. Höfuborg fylkisins er Victoria, falleg borg á Vancouver-eyju. Kanadamönnum finnst gjarna að umheimurinn sé harla ófróður um hagi þeirra og menningu, Banda- ISAFJÖRÐUR Páll Kr. Pálsson UPPBYGGING IÐNAÐAR í DREIFBÝLI Iðnlánasjóður gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli. Að þessu sinni: Dagskrá: 10. októberá ÍSAFIRÐI Hótel Isafirði kl.20.15 1. Kynning á stadsemi Iðnlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. ■ Markmið fundanna er: að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs í dreifbýli, 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Fleimarsson, framkvæmdastjóri. Lögð verður áhersla á þessa málaflokka: 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30 mfnútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. d]| onláimasjOdur Ádk jh'ii a -7 -irvo ncz\/is ia\/íis oíkjii óo nr\ Haraldur Bessason ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SÍMiæ0400 „Kanadamönnum finnst gjarna að umheimurinn sé harla ófiróður um hagi þeirra og menn- ingu, Bandaríkjamenn vita til að mynda það helst um Kanada að frá því landi berist kuldinn um Bandaríkin endi- löng og byggja þá vitn- eskju á veðurspám ijöl- miðla.“ Þessa dagana fer fram kynning á kanadískum bókmenntum í Reykjavík. Á þeim vettvangi varð hlutur íslendinga snemma furðu- stór. Nægir að nefna Stephan G. Stephansson, Jóhann Magnús Bjarnason og Guttorm J. Guttorms- son. Þeir sömdu bækur sínar á íslensku, en sú tunga er nú ekki lengur notuð af kanadískum rithöf- undum. Spyiji þá einhver hvort skeið vesturíslenskra bókmennta sé á enda runnið, yrði að svara þeirri spurningu að nokkru leyti neitandi. Meðal kunnari rithöfunda í vestur- fylkjum Kanada eru þeir prófessor- arnir William D. Vagardson og Davíð Árnason. Þótt bækur þeirra séu ritaðar á ensku, eiga þær sér djúpar rætur í Nýja íslandi, enda báðir höfundarnir þar bornir og barnfæddir. ríkjamenn vita til að mynda það helst um Kanada að frá því landi berist kuldinn um Bandaríkin endi- löng og byggja þá vitneskju á veð- urspám fjölmiðla. Má í því sam- bandi benda á að samkvæmt sömu spám er engu líkara en að löng röð kanadískra jægða bíði þess eins að komast til íslands. Ef spurt er hvernig það sé að eiga heima í Kanada er varla að vænta gleggri svara heldur en ef spurt væri um búsetu í Evrópu. Viðhlítandi svör hlyti fólk að byggja á víðtækri landkönnun. Væri þá helst til ráða að aka þjóðveginn um Kanada þvert. Sá vegur er tæpir 8.000 kílómetrar að lengd og skipt- ir vitaskuld máli hvort um hann er farið að vetri til eða á sumrin, því að í Kanada eru veður með ýmsu móti og tegundir veðra bundnar landshlutum og þá ekki síður árs- tíðum. Þar er bæði heitt og kalt og allt þar í milli. Á Kanadadögum ber að minnast þess að Islendingar námu víða land í Kanada á síðasta fjórðungi 19. aldar. Við landnámið varð þeim mjög hugsað til íslenskrar fornald- ar. Þeir nefndu nýlendu sína í fylk- inu Nova Scotia Markland og fyrsta byggðarkjarnann í Nýja íslandi Gimli. Stjórnarlög Nýja íslands báru nokkurn keim af forníslenskri lögbók sem nefnist Grágás, og við ritun byggðarsögu sinnar höfðu Ný-íslendingar Landnámabók að fyrirmynd. Fróðlegt væri að bera saman sögur þeirra Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar og Williams D. Val- gardsonar. Jóhann er skáld gömlu Marklendinganna sem settust að í Nova Scotia (Nýja Skotlandi) á 8. tug síðustu aldar. William D. Val- gardson er um þessar mundh' annar höfuðrithöfundur Nýja íslands. Ugglaust er í raun ekki mikill mun- ur á fólkinu sem orðið hefur þessum höfundum að yrkisefni. Þó er tíminn langur sem aðskilur þá, og víst er að rómantík Jóhanns er hvergi að finna í verkum Valgardsonar. Jó- hann lagði gjarna höfuðáherslu á séríslenska hetjulund, hreysti og aðra mannkosti. Þessa eiginleika lét hann duga sárfátækum landnemum sem hröktust um langa vegu milli óbyggða. í bókum hans er að finna vonarheim hinna fyrstu vesturfara. En vegurinn frá Marklandi til Nýja íslands er ekki einungis langur, heldur er nú meira en heil öld liðin síðan íslenskir landnemar tóku sam- an föggur sínar í Marklandi og héldu vestur á slétturnar miklu til Nýja íslands. Þótt margur landinn þar vestra hafi drýgt dáðir í tímans rás, þá er séríslenskur vonarheimur Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar horfinn í sögum nýíslenska (ef nota má það orð) höfundarins Williams D. Valgardsonar. í sögum hans eru það ekki íslensk ofurmenni sem draga að sér athygli lesandans, heldur fólk sem grár hversdagsleiki hefur hneppt í fjötra. Með ritverk þessara tveggja höf- unda í huga er því helst að sjá að í bókmenntalegum skilningi hafi Vestur-íslendingar smám saman þokast út úr draumheimi hetjudáða inn á lönd blákalds veruleika, þar sem veður er með ýmsu móti. í þessum umskiptum er og fólgin saga um hægfara skilnað við fornar slóðir og næstum því ómeðvitaða aðhæfingu í nýju og framandi um- hverfi. I tíma verður sú aðhæfing mæld í mörgum mannsöldrum og er álíka að lengd og árin sem skilja þá að, Jóhann Magnús Bjarnason og William D. Valgardson. Höfunihir er rektor Háskólans á Akureyri. Kirkjukór Laugamessóknar liefur vetrarstarfið: Aðalvandamálið er karlmannsleysi! í tilefhí af fjörtíu ára afmæli Laugarneskirkju í desember verður efnt til sérstakrar listaviku dagana 10. til 17. desember og verður þá daga boðið upp á margs konar tónleika. Kirkjukór Laugarnessókn- ar á að gegna þar stóru hlutverki, flytja Missa Brevis eftir Mozart en ælingar á því verki eru nýlega hafiiar en auk þess sinnir kórinn hefðbundnu starfi kirkjukórs við guðsþjónustur í Laugarneskirkju og flutt hafa verið sígild tónverk og verk eftir nútímatónskáld, einn- ig negrasálmar og djass. Organisti Laugarneskirkju er Ann Toril Lindstad og með henni í stjórn kórsins starfa þau Sigríður María Guðjónsdóttir, Svanhvít Árnadóttir og Gunnar Sandholt. -Aðalvandamálið hjá okkur núna er karlmannsleysið í kórnum því að í þessu verki, Missa Brevis, er nauð- synlegt að hafa að minnsta kosti fimm tenóra og fimm bassa. Við getum sem sagt bætt við nokkrum karlaröddum, sögðu þau nývei'ið í 'spjalli við Morgunblaðið og sögðu að það virtist vera sífellt vandamál hjá kór sem þessum að aldrei feng- just nógu margir karlar til starfa. -Menn þurfa ekki að vera hræddir við alltof margar æfingar því við -V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.