Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 47

Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 47 sem hlotið hafa þá menntun og reynslu sem þarf til að deildin öðl- istviðurkenningu. I öðru lagi má nefna að lækna- og dýralæknanemar þurfa sömu grunnmenntun og'í þriðja lagi hefur HI nú þegar góð tengsl við ýmsa erlenda háskóla og áralanga reynslu af því að senda nemendur til framhaldsnáms erlendis. Má þar nefna verkfræði- og lyfjafræðideild Háskólans. Nám í dýralækningum tengist mörgum greinum innan Háskólans. Má þar nefna til viðbótar læknis- fræði, lyíjafræði, líffræði og mat- vælafræði. Sjáanlegt er að dýra- læknadeild hérlendis verður fámenn og henni því nauðsynlegt að vera í nánum tengslum við öflugt háskóla- starf. Ekki er líklegt að komið verði á fullu dýralæknanámi hérlendis fyrst um sinn. Það verður því nauðsyn- legt að semja við erlenda háskóla um kennslu á seinni hluta námsins fyrst um sinn. Hér koma til greina háskólar á Norðurlöndunum, í Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð, í Þýska- landi, Bretlandi og jafnvel einhveij- ir skóla í USA, t.d. Cornell í New York, auk skólanna í Minnesota og Ohio sem HI hefur sérstök tengsl við. Samið yrði við skólana sérstak- lega þannig að fulltryggt verði að þeir sem byija_ og ljúka fyrstu 3 árunum við HÍ hafi skólapláss til að ljúka námi. Þá er miðað við að sett verði upp samhliða kennsla í þeim greinum í seinni hluta náms sem sérstaklega várðar íslenskar aðstæður, eins og fiskeldi, loðdýra- rækt, sauðfjársjúkdómum, sem og íslenskri löggjöf varðandi dýra- lækningar og matvælaeftirlit. Þess má geta hér að það eru fordæmi fyrir því frá öðrum löndum að náminu sé þannig skipt í hluta á sama hátt og hér hefur verið lagt til. T.d. má nefna að Finnar fóru þessa leið þegar þeir stofnuðu dýra- læknadeild innan finnska háskól- ans. Þeir sömdu við háskóla í Svíþjóð og Noregi sem tóku að sér kennslu á seinni hluta námsins. Leitað hefur verið álits hjá nokkrum Finnum sem lærðu á þennan hátt. Þeim bar saman um að þetta fyrir- komulag hefði reynst vel. Þá eru fordæmi fyrir þessu frá Noregi nú allra síðustu árin, og einnig frá USA. Niðurstaða 1. Nú þegar er skortur á dýra- læknum og horfur eru á að það ástand eigi eftir að versna mjög næstu árin. 2. Miklar framfarir hafa orðið í þessari grein sem leiða til meiri gæða og frekari hagkvæmni við framleiðslu á landbúnaðarafurðum. Mikill framleiðslukostnaður og ófullnægjandi gæði eru afleiðingar vanrækslu á þessu sviði. Nauðsyn- legt er að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað í þessari vísinda- grein og að við nýtum okkur það sem þar hefur áunnist. 3. Mikið vantar á að sú þjónusta sem dýralæknar geta veitt, og veitt er í nágrannalöndunum, sé hér fyr- ir hendi. 4. Til að fullnægja þessum skil- yrðum álít ég að koma þurfi á fót dýralæknaháskóla hér á landi hið fyrsta, en allt bendir til þess að auðvelt sé að þeíja kennslu í fyrri hluta námsins fljótlega í samvinnu við læknadeild Háskólans. Einnig virðist nú gott tækifæri til að kanna þann möguleika til hlítar að þessi starfsemi hafi aðstöðu við Tilrauna- stöðina á Keldum, en nú fer fram gagnger endurskoðun á starfsemi og hlutverki hennar. Þessar hugmyndir eru settar hér fram í þeim tilgangi að kynna þær fyrir þeim sem telja sig málið varða, en reynt verður að afla fjár til að hefja kennslu haustið 1990. Á fyrsta ári er kostnaðurinn lítill, eða innan við 1 millj. kr., en þegar öli þijú árin eru komin í kennslu er áætlað að kostnaður verði á bilinu 10 til 15 millj. króna á ári. Ég vona að þessum tillögum verði vel tekið og að þetta mál fái fljóta og góða afgreiðslu hjá viðkomandi yfirvöld- um. Sérhæft nám í stjórnun hótela og veitingahúsa ö iðskiptaskólinn býður nú upp á sérhæft nám fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnunar- störfum á hótelum og veitingahúsum. Námið er ætlað þeim er hyggjast starfa á hótelum og veitingahúsum í framtíðinni og þeim sem starfa þar nú þegar, en vilja bæta við þekk- ingu sína. Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á íslandi undanfarin ár, fjölgun veitinga- og gistihúsa og aukin samkeppni þeirra kallar í auknum mæli á hæft fólk í stjórnunarstöður. Meðal námsgreina í hótel- stjórnimarnáminu eru: - starfsemi hótela og veitingaliúsa - hótelbókanir og bókunarkerfi -fjármál hótela og veitingahúsa - hótelstjórnun - markaðsfræði - vettvangsheimsóknir ogfleira ogfleira. JPk, aðalfundi Sambands veitinga- og gisti- húsa, sem haldinn var í Stykkishólmi 26. sept. sl., var lögð fram skýrsla frá Þjóðhagstofnun. í henni kemur fram að störfum á veitinga- og gistihúsum fjölgaði frá 1982-87 um 52,7%. Einnig kom fram að á íslandi hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 66% á sl. 5 árum. Á blaðamannafundi sem Ferðamálaráð hélt ný- lega kom fram að miðað við aukninguna frá 1984 munu um 300 þúsund ferðamenn sækja ísland heim á hverju ári um næstu aldamót. Námið tekur alls 160 klst. og stendur yfir í 10 vikur. Kennarar á námskeiðinu eru allir sérfræðingar á sínu sviði og hafa reynslu af stjórnun hótela og veitinga- húsa. Hringdu í okkur og við sendum þér bækling með nánari upplýsingum. Ath. fjöldi þátttakenda er takmarkaður. (* Hótel Saga hefur menntað 400 framreiðslu- og matreiðslumenn). Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 62 66 55 Höfimdur cr dýralæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.