Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 37 Flug Trump vill kaupa American Airlines Margir eru vantrúaðir á að alvara fylgi tilboðinu Boslon, frá Óla Bimi Kárasyni, fréttarilara MorgiiitblaOsins í Baiidaríkjuniini. DONALD Trump hefur verið í flugrckstri í liðlega þrjá mánuði og líkar vel. Ilann keypti fyi r á þessu ári Eastern-skutluna, sem var hluti af Eastern-flugfélaginu, breytti um nafn og nefhir flugfélagið auðvitað Trump-skutluna. Og nú vill Trump auka umsvifin í flugrekstrinum með því að kaupa American Airlines, sem er stærsta flugfélag í Banda- ríkjunum og annað stærsta flugfélag heims. Aðeins Aeroflot, sovéska ríkisflugfélagið, er stærra. Kaupahéðnar á Wall Street höfðu í nokkurn tíma heyrt orðróm um að Trump myndi gera tilboð í American Airlines. Á fimmtudag í síðustu viku lagði Trump fram tilboð upp á 7,54 milljarða dollara í American Air (AMR), móðurfyrirtæki American Airlines. Hlutabréf í AMR hækkuðu þegar í verði og var hluturinn skráð- ur á 99,875 dollara þegar hlutabréfa- markaðurinn lokaði á fimmtudag. Tilboð Trumps er mun hærra, eða 120 dollara á hv^rn hlut. Það eru ekki allir sannfærðir um að Trump sé alvara og fréttaskýr- endur benda á að ef aðilar á hluta- bréfamarkaðinum hefðu trú á tilboð- inu hefðu hlutabréf í AMR hækkað mun meira en þau gerðu. Þá er bent á að Trump hafi gert tilboð í fyrir- tæki, sem hafí hækkað verð á bréfun- um, en selt hlutabréf sem hann átti fyrir þegar verðið hækkaði. Trump hefur ekki greint frá því hvernig hann ætlar að fjármagna kaupin og það hefur aukið efasemdirnar. Trump hefur sagt að hann muni leggja sjálfur fram einn milljarð doll- ara, þannig að hann þarf rúmlega 6,5 milljarða dollara lán til að fjár- magna kaupin. Viðskiptatímaritið Foitune telur að nettóeignir Trumps séu um einn milljarður dollara, en Trump heldur því fram að þær séu að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri. Góð staða AMR er líklegast best stæða flug- félagið í Bandaríkjunum. í byrjun þessa árs átti flugfélagið um 1,3 milljarða dollara í reiðufé og Þú ertþað sem þú auglýsir eftir Bjarna Sigtryggsson „Þú ert það sem þú borðar," er viðkvæði næringarfræðinga þegar þeir vara okkur við ruslfæðinu svo- nefnda. Markaðsfólk sem kannar lífsstíl neytenda gæti sagt sem svo: „Þú ert það sem þú auglýsir.“ Því að við erum sjálf sem neytendur orð- in auglýsingamiðill, án þess að gera okkur grein fyrir því. Við berum skilaboð fyiirtækja utan á okkur, á fötunum, á hlutum sem við notum dagsdaglega, og ekki síst á plast- pokunum sem við berum heim úr verslunum. í síðasta markaðsþætti var fjallað um það hvernig umbúðir hafa tekið að sér söluhlutverk með aukinni sjálfsafgreiðslu. Þannig mætti bæta einu P-éi við söluráðana: „Pakki“. Æ fleiri neysluvörur og búsáhöld birtast neytandanum aðeins í formi litprent- aðrar auglýsingar á umbúðum í kjör- mörkuðum. Umbúðirnar verða sam- keppnisvettvangur og hlutverk iðn- hönnuða eykst að gildi. Plastpokaásýnd En það er víðar sem umbúðir hafa auglýsingagildi. Plastpokar og annar flutningsmáti varnings hefur orðið vinsæll vettvangur ýmiss konar skilaboða og leið til að styrkja ásýnd fyrirtækja. Bæði beint og óbeint. Þegar forstjóri Plastprents afnendi forstjóra ÁTVR á dögunum risastóra ávísun var margþætt auglýsinga- starfsemi í gangi. Áfengisbyrlun ríkisins lét nefnilega peningana renna til landverndar og lét þar með gott af sér leiða. Slíkt leiðir hugann frá dapurlegum afleiðingum víndrykkju en rninnir á þjóðþrifahlut- verk ÁTVR. Plastprent gerist milli- liður í góðverkinu með því að prenta auglýsinga á pokana, sem bera bjór- inn inn á heimilin. Bjórburðarmenn þjóðarinnar gerast hins vegar aug- lýsendur mjólkur og annarra afurða, sem kjósa plastpokana sem kynning- arvettvang. Pokaburður neytenda er orðinn veigamikill miðill auglýsinga í nútíma neyslusamfélagi. Menn frá samtökum annarra auglýsingamiðla en fjölmiðla í Bandaríkjunum, Speci- alty Advertising Association Inter- national, SAAl, gerðu á dögunum könnun meðal ferðamanna á O’Hare-flugvellinum við Chicago. Farteski 146 ferðamanna var skoðað og þeir spurðir spjörunum úr. Nær tveir þriðju þeirra, eða 63% reyndust bera á sér einn eða fleiri hluti, poka, smáhluti eða flíkur, sem báru vöru- merki eða heiti fyrirtækja, varnings eða málefnis. Meðvitaðir um merkin Þessi tegund auglýsinga, sem kall- ast á máli þarlendra „On-Person „Pokaburður neytenda er orð- inn veigamikill auglýsingamiðill í nútíma neyslu- samfélagi.“ - Advertising", reyndist líka hafa mik- il minnisáhrif. Meira en þrír fjórðu aðspurðra, eða 77% vissu um merkin sem þeir báru eða könnuðust við þau, áður en þeir skoðuðu hand- farangur sinn eða fatnað. Pennar og seðlaveski eru meðal algengustu auglýsingahluta, sem fólk ber á sér, en fatnaður eru þær auglýsingar sem flestir eru sáttir við, jafnvel þótt hann beri hvorki nafn GUCCI eða BOSS, en aðeins McDonalds eða Greenpeace. Filmupökkunarvélin EINSTÖK GÆDI ★ Stór hitaplata meö teflonhúð (ekki dúkur) ★ Hitastillir ★ Hitahnífur (ekki vír) 20% afsláttur af fyrstu 20 vólunum kr. 17.544.- staðgreitt. KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900 skammtíma fjárfestingum og lang- tíma skuldir fyrirtækisins námu að- eins 1,2 milljörðum dollara. Þá hefur flugfélagið pantað eða á möguleika á að kaupa nýjar flugvélar fyrir 14,5 milljarða dollara, en þetta er mjög mikilvægt þegar haft er huga hve mikil eftirspurn er eftir nýjum vélum. Stjórnendur AMR hafa enn ekki tekið afstöðu opinberlega til tilboðs- ins, aðeins sagt að það verði athugað þegar þar að kemur. Robert L. Crandall, sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá 1980 og stjórnar- formaður frá 1985, er sagður harður í viðskiptum og því ekki ólíklegt að hann muni beijast gegn Trump, ef til kemur. Eða eins og The Wall Street Journal hefur eftir fyrrverandi samstarfsmanni Crandalls: „Hann borðar nagla í morgunmat." ISIEMENSl Eldhúsið þitt er ekki of íítið fyrir upp- þvotta- vélj Þessi vél sannar það. wm 1*11 Nýja 45 cm breiða vélin er góð lausn! LADY PLUS45 frá Siemens SMITH& NORLAND Nóatúni 4 Sími 28300 NANISKEIÐ Á VEGUM ENDURMENNTUNAR- NEFNDAR BÍLGREINA í OKTÓBER 0G NÓVEMBER 11. HASTYRKTARSTAL Farið er yfir helstu eiginleika hástyrktarstáls og að hváða leyti það er frábrugðið almennu stáli, kennd meðferð þess og hvern- ig unnið er við það og sérstaklega fjallað um hitameðhöndlun, suðu og annað þess háttar. Einnig fjallað sérstaklega um þá hluti, sem nú eru gerðir úr hástyrktarstáli og þola ekki almenna viðgerð á sama hátt og áður var, en nú þarf að skipta um þessa berandi hluti bílsins í mörgum tilfellum, þar sem áður var hægt að gera við. Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað bifreiðasmiðum og bifvélavirkjum, sem starfa við réttingar og nýsmíði yfirbygginga. Lengd námskeiðs 24 tímar. Staður og tími: Iðnskólinn í Reykjavík, málmiðnaðardeild 13.-21.10.89. Föstudagur 13. október kl. 13.00-17.00 Laugardagur 14. október kl. 09.00-15.00 Föstudagur 20. október kl. 13.00-17.00 Laugardagur 21.október kl. 09.00-15.00 8. BENSÍNIININSPRAUTUN Kennsluáætlun: Kynning á kostum bensíninnsprautunar og ástæðum fyrir vax- andi notkun þeirra. Kynning á uppbyggingu og virkun þriggja mismunandi kerfa: Þýsks, amerísks og japansks. Nánari kynn- ing á Bosch kerfum, K-Jetronic, KE-Jetronic og LE (LH)-Jetr- onic. Farið nákvæmlega í gégnum LE (LH) - Jetronic og Motr- onic með litskyggnum til undirbúnings notkunar á Horstman- bretti. Markviss vinna með LE (LH)-Jetronic með notkun Horst- man-brettis. Þátttakendur: Eþfvélavirkjar með góða þekkingu á rafkerfi og hafa sótt nám- skeið þar um. Verklegt: Æfingar í bilanagreiningu m. Horstman-bretti. Myndbönd um amerísk kerfi og Evrópukerfi. Skoðun þýskra, amerískra og japanskra bíla með bensíninn- sprautun á verkstæðum. Lengd námskeiðs 25 tímar. Haldið við Iðnskólann í Reykjavík á þriðjud., fimmtud. og laugard. Hefst 24. okt. kl. 18.30. 5. FYLLING, LÍMING OS SUÐA PLASTEFNA Meginverkefni: Greining plastefna og val viðgerðarefna. Suðuaðferðir á plast- efnum. Líming plastefna. Fyllingar með plastefnum. Fyllingar í mjúka plasthluti og yfirborðsmeðhöndlun. Kynning á límingu stálefna. (bræðsla gólfefna. Reiknað er með að í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins öðlist menn eftir þetta námskeið rétt til að nota og umgangast þau efni sem við þetta notast en eru á lista yfir eiturefni. Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað þifreiðasmiðum og bifvélavirkjum, sem starfa við réttingar og nýsmíði yfirbygginga. Fyrirkomulag námskeiðsins: Kennsla fer fram með fyrirlestrum, myndskýringum og verkleg- um æfingum. Lengd námskeiðs 25 tímar. Staður og tími: Iðnskólinn í Reykjavík, málmiðnaðardeild, 9., 10., 11. og 18. nóvember 1989. Fimmtudagur 9. nóvember kl. 08.00-12.00 Föstudagur 10. nóvember kl. 13.00-17.00 Laugardagur H.nóvember kl.08.00-16.00 Laugardagur 18. nóvember kl. 08.00-12.00 13. MEÐFERÐ Á SINKHÚÐUÐU JÁRNI Málningar- og yfirborðsmeðhöndlun á sinkhúðuðu (galvaniser- uðu) járni og plasti. Á þessu námskeiði verður farið yfir meðferð og viðgerð á sink- húðuðu járni og plasti. Helstu efni sem notuð eru kynnt og hvaða vinnuaðferðir henta við mismunandi efni. Hinn hluti námskeiðsins er efnisfræði og samtenging efna í viðgerðum og málningu. Helstu efni sem notuð eru, með- höndlun þeirra og notkun. Áhrif þeirra og hvað varast beri í meðferð og notkun þeirra. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað bílamálurum. Staður og tími: Iðnskólinn í Reykjavík 17.-18. nóvember 1989. Föstudagur 17. nóvember kl. 14.00-18.00 Laugardagur 18. nóvember kl. 08.00-16.00 Skráning fer fram á skrifstofu MSÍ, Suðurlandsbraut 32, í síma 83011. 14. SKREYTINGAR OG MYNDAYFIRFÆRSLA Kynntar verða helstu aðferðir við skreytingar og myndayfir- færslu í sambandi við bílamálun, hvaða tækni er notuð og nýjungar og þróun hvað þetta varðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað bílamálurum. Staður og tími: Iðnskólinn i Reykjavik 24.-25. nóvember 1989. Föstudagur 24. nóvember kl. 13.00-17.00 Laugardagur 25. nóvember kl. 08.00-12.00 Skráning fer fram i síma 83011. Þátttökugjald er krónur 4.500.- sem greiðist við upphaf námskeiðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.