Morgunblaðið - 10.10.1989, Side 30

Morgunblaðið - 10.10.1989, Side 30
r 30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Fundur þingmannasamtaka NATO: Varað við einhliða af- vopnun aðildaxríkjanna Róm. Reuter. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, (NATO) sagði í ræðu er hann flutti í gær að þær stórkostlegu breyt- ingar sem átt hefðu sér stað í samskiptum austurs og vesturs þýddu ekki að óhætt væri fyrir vestræn ríki að draga einhliða úr fjárfram- iögum til varnarmála. sagði Wömer og bætti við að teld'u þingmenn þetta líklegt til vinsælda meðai kjósenda yrði raunin önnur. Hann sagði góðar líkur á því að unnt yrði ná samkomulagi um nið- urskurð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu sem fulltrúar 23 aðildarríkja NATO og Varsjár- bandalagsins ræða nú í Vínarborg. Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. Hins vegar væri einhliða afvopnun vestrænna ríkja á þessu sviði ekki til þess fallin að styrkja samnings- stöðu bandalagsins í viðræðum þessum. NATO-ríkin þyrftu jafn- framt að gæta þess að endurnýja vopnabúnað aðildarríkjanna og hugsanlegir afvopnunarsáttmálar breyttu engu þar um. Fundi þingmannasamtakanna lauk í gær en helsta umræðuefnið að þessu sinni var framtíð Atlants- hafsbandaiagsins í ljósi þeirra breytinga sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum og í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Sá einstæði at- burður átti sér stað á fundinum að forseti herráðs Varsjárbanda- lagsríkjanna, Vladímír Lobov hers- höfðingi, ávaipaði samkunduna. Gagnrýndi hann NATO-ríkin fyrir að hafa ekki fylgt fordæmi Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga sovéskra kommúnista, á sviði af- vopnunar og fullvissaði viðstadda um að stjórnvöld í Sovétríkjunum vildu fyrst og fremst miða viðbúnað heraflans við varnir föðurlandsins. Þingmenn tóku hershöfðingjanum fagnandi en af hálfu NATO lögðu menn áherslu á að litlar sem engar breytingar hefðu orðið á herstyrk Sovétríkjanna þrátt fyrir yfirlýs- ingar Gorbatsjovs sem miklar vonir hefðu verið bundnar við. Reuter Tólflétust er tijábolir hrundu yfír þá Að minnsta kosti 12 manns létust og 45 slösuðust á ættarmóti í austurhluta Kanada sl. sunnudag. Atvikið átti sér stað þegar dráttarvagni, sem flutti fólkið, var ekið utan í hlaða af trjábolum með þeim afleiðingum að þeir hrundu yfir vagninn. Flestir voru í opnum vagni sein dreginn var af dráttarvél. Fleiri ættmenni fylgdu á eftir í tveimur pallbílum sem einnig urðu undir trjábolun- um. Fimm hinna látnu voru börn. Hernumdu svæðin í ísrael: Reuter Líbönsk móðir fylgir bárni sínu í skólann í gær er skólastarf hófst að nýju í landinu í fyrsta sinn í sex mánuði. Líbanon: James Baker telur líkur á samkomulagi Flestir skólar lands- ins opnaðir að nýju Taif. Reuter. Skólastarf hófst að nýju í Líban- kvöld vegna mannránsins og varð on í gær í fyrsta sinn frá því því að loka sjúkrahúsinu. kcnnslu var hætt í mars vegna grimmilegra stórskotaárása. Bæ- klaðir Líbanir og Palestínumenn efndu til mótmæla á hjólastólum og hækjum á sunnudag til að for- dæma mannrán sem urðu til þess að loka varð sjúkrahúsi þeirra. Vopnahlé tók gildi í Líbanon í síðasta mánuði og þótti það eitt greinilegasta merki þess að lífið í landinu er að færast í eðlilegt horf á ný þegar flestir barnaskólar landsins voru opnaðir á ný í gær. „Þetta er dásamlegur dagur fyrir alla foreldra í Líbanon. Núna vitum við að minnsta kosti að börnin okk- ar eiga sér framtíð," sagði kona sem fylgdi sex ára syni sínum í skólann. Nokkrir skólar voru þó enn lokað- ir vegna skemmda eða þess að þeir hýsa enn fólk sem missti heimili sín í sex mánaða stórskotabardögum hersveita kristinna manna og Sýr- lendinga. Um 85 Líbanir og Palestínumenn kröfðust þess á sunnudag að tveir svissneskir starfsmenn sjúkrahúss í Sídon yrðu látnir lausir, en þeim var rænt á föstudag. Alþjóðaráð Rauða krossins ákvað að flytja fjóra svissneska starfsmenn sjúkrahúss- ins til Beirútborgar á föstudags- Washingfton. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst á sunnu- dag telja að Israelar og Palestínu- menn kæmust að samkomulagi um framtíð hernumdu svæðanna þótt Israelar hefðu hatnað tillögu Egypta um beinar viðræður deilu- aðiljanna í Egyptalandi. Baker sagðist hafa rætt nokkrum sinnum í síma við utanríkisráðherra ísraels og Egyptalands frá því á föstudag er ísraelsstjórn hafnaði til- lögu Egypta. Hann kvaðst telja að enn væru „nokkrar líkur“ á að áætl- un Yitzhaks Shamirs, forsætisráð- herra ísraels, yrði samþykkt. Shamir kynnti áætlunina fyrir hálfu ári og í henni er gert ráð fyrir að Palestínu- menn kjósi bráðabirgðastjórn, sem fengi það verkefni að semja um framtíð hernumdu svæðanna. Egypt- ar lögðu fram tillögu sína þegar svo virtist sem áætlun Shamirs næði ekki fram að ganga. í tillögunni var skýit tekið fram að efnt yrði til kosn- inganna í samvinnu við Frelsissam- tök Palestínu (PLO) en því var Likud-flokkur Shamirs algjörlega mótfallinn. James Baker Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. ...(HELGARFERÐ FLUGLEIÐIR Flug og gisting í þrjár nætur á Hótel Europa. Verð á mann í tveggja manna herbergi. Gildir frá 4. nóvember. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300 og á scluskrifstofum Flugleiða: Lækjargötu 2, Hötel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. AUK/SlA k110d51-438

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.