Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Lokuðu versluninni fyrir fímm árum: Viðskiptavinunum ekið í leigubflum í kj örmarkaðinn FRÁ ÞVÍ Kaupfélag Eyfirðinga lokaði verslun sinni á Hlíðargötu 11 á Akureyri fyrir rétt um fimm árum hefur þeim viðskiptavinum Sláturhús KEA: FRÁ ÁRAMÓTUM hafa um 40 tonn af svinakjöti farið beint í frystinn hjá Sláturhúsi Kaup- félags Eyfirðinga á Akureyri, en salan hefiir verið frekar dauf síðustu þijá mánuði. Óli Valdi- marsson sláturhússtjóri scgir Laufóskirkju afhent gjöf VIÐ guðsþjónustu i Laufáskirkju síðastliðinn sunnudag var kirkj- jaa.unni afhent minningargjöf um Jöhönnu Guðmundsdóttur kenn- ara frá Lómatjörn. Fyrir hönd systkina Jóhönnu af- henti Sigríður Schiöth fonnanni sóknarnefndar kr. 100.000. í ræðu sinni gat hún þess að Jóhanna hefði látist á síðasta ári. Hún ólst upp á Lómatjöm í Höfðahverfi og því var Laufáskirkja sóknarkirkja hennar og var Jóhanna um nokkurt skeið organisti kirkjunnar. Hún starfaði um langt árabil sem kennari í Reykjavík. úr hverfinu sem þess óska verið ekið að kjörmarkaðinum við Hrísalund. Leigubifreiðir eru notaðar til akstursins og sagði óæskilegt að frysta svínakjötið og það sé fyrsta merkið um að framleiðslan sé töluvert meiri en sem nemur sölunni. Óli segir að salan hafi einnig verið óvenjulítil í kringum jólin, sem að jafnaði er einn líflegasti sölutími svínakjöts. Ein af ástæðum þess að salan var minni fyrir jólin nú, segir Óli vera stutt jól; eina helgi. Hefðu dagamir verið fleiri mætti ætla að salan hefði orðið svipuð og á síðustu ámm. Eftir jólin vom því til nokkuð miklar birgðir svínakjöts. Til að grynnka á birgðum var verðið lækkað um 20% í síðasta mánuði og segir Óli að það hafi skilað sér í talsvert meiri sölu. Slát- urhúsið framleiðir um 130 tonn af svínakjöti á ári, en hluti þess fer til áframhaldandi vinnslu í Kjötiðn- aðarstöð. Slátmn liggur niðri í húsinu þessa dagana vegna verkfalls dýra- lækna og segir Óli að ef verkfall vari lengi muni það valda alifugla- og svínakjötsframleiðendum óþæg- indum, þar sem slátra þurfi þessum skepnum á ákveðnum tíma, þegar þau hafi náð tilskilinni stærð og þunga. Bijánn Guðjónsson deildarsljóri matvörudeildar að boðið væri upp á slíkar ferðir tvisvar í viku. Misjafnt væri hversu margir nýttu sér þjónustuna, en yfirleitt væru sendir tveir til þrír bílar á vettvang. „Þetta er mikið til sama fólkið, konur sem komnar eru af léttasta skeiði," sagði Bijánn. Hann sagði að aksturinn hefði komið til í kjölfar þess að hverfa- versluninni var lokað, en í þessu tiltekna hverfí byggi margt gamalt fólk. „Þetta líkar alveg ágætlega, fólki finnst upplyfting í því að fara í þennan bíltúr," sagði Bijánn. Bílamir bíða fólksins í hálftíma og er fólkið hefur lokið við að versla aðstoða bílstjóramir við að bera varninginn í bílana. Btjánn sagði að vissulega væri heilmikill kostnaður akstrinum samfara, en þó ekki nærri eins mikill og tapreksturinn á verslun- inni. „En með þessu vomm við að koma til móts við fólkið." Nú hefur verið ákveðið að loka þremur verslunum kaupfélagsins, þar af tveimur á Akureyri. Onnur er við Ránargötu 10 og hafa um 150 íbúar í hverfinu sent kaup- félagsstjóra mótmæli vegna vænt- anlegrar lokunar. Á aðalfundi Ak- ureyrardeildar KEA sl. þriðjudags- kvöld var þeirri fyrirspum beint til kaupfélagsstjóra hvort íbúar þess hverfis yrðu einnig keyrðir í mat- vömverslun, en Magnús Gauti Gautason svaraði því til að ekki væri búið að skoða það mál. Brjánn sagði engan rekstrar- gmndvöll fyrir versluninni í Ránar- götu, á síðustu fímm ámm hefði orðið 4,6 milljóna króna tap á versl- uninni og því væri ekki um annað að ræða en grípa til lokunar. Lítil sala og svína- kjötið fer í firystinn Akureyrarbær Almennar kaupleiguíbúðir Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar 10 íbúðir, 3ja og 4ra her- bergja, í fjölbýlishúsi í Helgamagrastræti 53, á kjörum almennra kaup- leiguíbúða (sbr. lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 86/88 30.-47. gr.). íbúðirnar verða væntanlega fullbúnar í mars 1990. Með íbúðum þessum hyggst Akureyrarbær m.a. auðvelda fólki með stækkandi fjölskyldu að auka við sig húsnæði, gefa ungu fólki kost á leigukjörum framan af veru sinni á Akureyri, laða að fólk með ferskar hugmyndir í atvinnumálum til bæjarins og eins fólk með menntun og verkkunnáttu, sem hingað til hefur skort. Skilyrði fyrir úthlutun eru: . a. Að umsækjandi hafi fullan lántökurétt hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. \ b. Að umsækjandi hafi nægar tekjur til að standa straum af kostnaði við leigu eða kaup. c. Að umsækjandi eigi ekki fullnægjandi íbúð fyrir á Akureyri. Eyðublöð, ásamt upplýsingabæklingi um almenn kaupleigukjör, fást á skrif- stofu stjórnar verkamannabústaða, Skipagötu 12, sími 96-25392. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar kl. 13.00-15.30 alla virka daga, nema föstudaga. Umsóknum skal skilað þangað fyrir 2. mai' nk. ásamt umbeðnum fylgi- skjölum. Bæjarstjóri. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Opin vika íLundarskóla Nemendur Lundarskóla á Akureyri lögðu stundaskrá sína til hlið- ar í síðastliðinni viku, en þá voru opnir dagar í skólanum og unnu börnin að ýmis konar verkefiium en hefðbundin stundaskrá var látin lönd og leið. Verkefiiin voru margs konar; málun, tau- þrykk, grafík, boltagerð, leiklist og grímugerð. Þá var unnið með klippimyndir, boðið upp á dansnámskeið, þar sem þau elstu fengu að kynnast gömlu dönsunum, en þau yngri stigu barna- dansa. Ratleikir að hætti skáta voru vinsælir í opnu vikunni og það sama má segja heimilisfræðina, þar sem krakkarnir voru iðnir við að baka gómsæt brauð, sem þau síðan fengu að snæða. Þá þótti krökkunum einnig spennandi að búa til bolta og þegar mesta feimnin var farin af völdu æ fleiri að nema danslistina. Hrísey: Kappnóg að gera MIKIL atvinna er nú í Hrísey, en í fyrrakvöld kom Súlnafellið að landi með fullfermi, um 70 tonn. Deginum áður hafði togarinn Baldur landað um 40 tonnum í Hrísey. I gærdag var unnið við löndun úr Súlnafellinu og sagði Jóhann Þór Halldórsson útibústjóri að fiskurinn væri stór og góður. Súlnafellið var aðeins þijá daga að fylla sig. Um 50 manns vinna nú við fisk- vinnslu í eyjunni og er kappnóg að gera þessa dagana. Frystihúsið fékk nokkurn liðsauka, því krakkar úr eyjunni, sem stunda nám á Laug- um í Reykjadal, nota verkfall kenn- ara til að vinna sér inn skotsilfur með fiskvinnu. Rauðinúpur ÞH-160: Dreginn til heimahafnar TOGARINN Rauðinúpur ÞH-160 var dreginn til heimahafiiar á Raufarhöfn í fyrrinótt vegna vélarbilunar. Það var togarinn Hólmadrangur sem tók Rauðanúp í tog, en vélarbil- unin kom upp, þar sem togarinn var að veiðum á Austfjarðamiðum. Hólmadrangur kom með Rauðanúp upp að hafnarmynninu um klukkan þijú aðfaranótt fímmtudags, en þá tóku tveir vélbátar við leiðsögninni inn í höfnina. Rauðinúpur var kom- inn með um 110 tonn af fiski sem fer til vinnslu hjá Fiskiðju Raufar- hafnar. Talið er að viðgerö vegna bilunarinnar taki um vikutíma. Sól og sæla hjá LA Leikfélag Akureyrar frumsýn- ir Sólarferð Guðmundar Steins- sonar í kvöld, en það er lokaverk- efiii leikársins. í Sólarferðinni er brugðið upp ýmsum atvikum sem upp geta kom- ið í slíkum ferðum, strandlífi og skemmtunum. Með aðalhlutverk fara Anna Sigríður Einarsdóttir og Theodór Júlíusson, en þau leika hjónin Nínu og Stefán. Hjónin Stellu og Jón leika Kristbjörg Kjeld og Þráinn Karlsson og þriðju hjón verksins Elínu og Pétur leika þau Sigurveig Jónsdóttir og Marínó Þorsteinsson. Manolo, spænskur þjónn, sem stjanar í kringum íslend- ingana er leikinn af Ingólfi Bimi Sigurðssyni. Aðrir leikarar sem taka þátt í sýningunni eru Margrét Pétursdóttir, Hrafnhildur Hafberg og Þórður Rist. Leikmynd og bún- inga gerði Gylfí Gíslason og honum til aðstoðar var Freyja Gylfadóttir. Þórólfur Eiríksson annaðist hljóð- mynd og tónlist, en Ingvar Bjöms- son hannaði lýsingu. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.