Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Alþingí hefiir augastað á Borginni Forsetar Alþingis og fyrstu varaforsetar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis, að forsetum þings- ins verði veitt heimild til að leita samninga um kaup á Hótel Borg. Segir Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, að hér sé um bráða- birgðalausn til nokkurra ára að ræða, því fyrr eða síðar þurfi Alþingi að komast undir eitt þak með alla sína starf- semi. Þingmenn eru ekki á einu máli um þessa tillögu. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fýrir Reykjavík þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Birgir ísleifur Gunnarsson hafa lýst sig andvíga því að Hótel Borg sé keypt til afnota fyrir Al- þingi. Hefur Eyjólfur bent á að ríkið eigi að kaupa hús Oddfellowa við Vonarstræti og síðar byggja „einhveijar snyrtilegar og manneskjulegar vistarverur fyrir þingið“, eins og hann hefur orðað það. Birg- ir ísleifur telur fjarri lagi að ekki þurfí meira en 60 milljón- ir króna til að koma Borginni í not fyrir Alþingi. Við Austur- völl sé húsnæði laust sem Al- þingi geti nú þegar leigt. Þeir Eyjólfur Konráð og Birgir ísleifur telja það blóðtöku fyrir bæjarlífíð í Reykjavík ef rekst- ur hótels Iegðist af við Austur- völl. Að tillögu Davíðs Oddssonar borgarstjóra hefur borgarráð samhljóða lýst áhyggjum sínum yfír hugmyndum um að leggja niður hótelrekstur í mið- bæ Reykjavíkur ef Alþingi kaupi Hótel Borg. í ályktun borgarráðs er síðan sett fram ósk um viðræður við Alþingi um hvort ekki megi leysa hús- næðisvanda þess á annan hátt en þennan. í Morgunblaðinu í gær svar- ar Guðrún Helgadóttir þessari ályktun borgarráðs með skæt- ingi og útúrsnúningi sem ekki sæmir forseta sameinaðs þings. Hvað kemur það þessu máli við, þótt einhverjir þing- menn hafí verið andvígir því að ráðhús yrði byggt í Reykjavík? Hvers vegna er forseti sameinaðs þings ekki til viðtals við borgaryfírvöld í Reykjavík um ráðstafanir í húsnæðismálum Alþingis í höf- uðborginni? Vandræðagangur þingmanna við að ákveða framtíðarskipan eigin hús- næðismála hrópar á hvem þann er horfír á hina ókræsi- legu hektara þingsins í hjarta borgarinnar. Langlundargeð borgaryfirvalda gagnvart þinginu í því efni vekur furðu. Að jafna Hótel Holti, Hótel Sögu og óbyggðu hóteli við Skúlagötu við Hótel Borg og segja að þessi hótel séu hluti af miðbæ Reykjavíkur er út í hött. Alþingi er einfaldlega að nýta sér óleyst vandamál eig- enda Hótels Borgar. Á meðan þingið er að velta kaupum á þessu húsi fyrir sér, en sú hugmynd hefur verið á döfinni um nokkurt skeið, kemur eng- inn fram og segist reiðubúinn að halda áfram hótelrekstri í Hótel Borg. Vonandi eru slíkir stórhugar þó enn á meðal okk- ar. í miðbæ Reykjavíkur er þeg- ar fyrir hendi húsnæði sem Alþingi gæti tekið á leigu og vafalaust keypt og hentaði starfsemi þess jafnvel betur en Hótel Borg. Þingmenn þurfa ekki annað en líta út um glugga þinghússins á húsa- lengjuna við Austurstræti, handan Austurvallar. Hús Oddfellowa hefur verið nefnt. Við hlið Þórshamars, sem þingið keypti á sínum tíma, er Félagsmálastofnun Reykjavíkur til húsa við Von- arstræti. Varla stæði Reykjavíkurborg í vegi fyrir því að þingið fengið afnot. af því húsnæði, ef spuming um það kæmi upp í viðræðum þings og borgar? Þá er unnið að nýsmíði við Aðalstræti og heimild til að stækka hús þar. Aðild þingsins að slíkum ný- framkvæmdum kostaði áreið- anlega minna en að kaupa og breyta Hótel Borg. Hvað sem þessu öllu líður er Guðrún Helgadóttir ekki í neinni aðstöðu til að kenna Davíð Oddssyni hvemig á að greiða úr flóknum og við- kvæmum málum af þessu tagi. Ætti hún frekar að fara í smiðju til yfirvalda í höfuð- borginni. Borgarstjóri og borg- arstjóm Reykjavíkur undir for- ystu hans hafa hvað eftir ann- að staðið að erfíðum ákvörðun- um og jafnan fylgt þeim eftir með málefnalegum rökum en ekki valið leið útúrsnúninga og stóryrða eins og forseti sameinaðs þings, sem enn á eftir að leysa húsnæðisvanda Alþingis. Síst af öllu hæfir ein- hver hvalablástur í þessu máli. Rannsókn á berklaveiki á íslandi 1975-1986: Berklar greindust að i tali 27 sinnum á ári li Að jafnaði fimm tilfelli af smitandi lungnaberklu HÉR Á landi greindust 321 tilfelli af berklum hjá 320 sjúklingum á árunum 1975-1986, eða að meðaltali 27 á ári. Algengastir voru lungnaberklar, sem 149 til- felli greindust af. Af þeim 149 voru 63 með smitandi berkla. Það þýðir að ríflega fimm tiLfeUi af smitandi lungnaberklum greindust árlega. í 8 tilfellum voru berklar eina dánarorsök sjúklinga og í öðrum 8 voru berklar meðvirkandi þáttur í dauða. Nokkuð vantar þvi á að tekist hafi að uppræta þennan sjúkdóm, sem í eina tíð var sá skæðasti á landinu og almenningur kallaði ýmist bijóstveiki eða tæringu. Miðað er við að tekist hafi að uppræta berkla þegar smitandi til- felli eru færri en eitt á ári. Af skólabörnum á aldrin- um 6-16 ára hefur eitt af hveijum þúsund fengið bakteríuna, en það þýðir ekki að þessi börn hafi feng- ið sjúkdóminn sjálfan. Hlutfallið er miklu hærra hjá sjötugu fólki, því 40% þess hefur einhvern tíma feng- ið bakteríuna. „Þetta hlutfall endurspeglar liðna tíma, þegar ekki var hægt að fara á almenna samkomu án þess að eiga það á hættu að anda að sér bakt- eríunni,“ sagði Dr. Þorsteinn Blöndal, berklayfirlækn- ir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þorsteinn hefur unnið að faralds- fræðilegri rannsókn á berklaveiki á íslandi 1975-1986, ásamt Þuríði Ámadóttur, lækni. í könnuninni kemur fram, að fjöldi nýrra berkla- veikitilfella á ári, miðað við hveija 100 þúsund íbúa, var 12,3 fyrir karla og 10,9 fyrir konur. Yngsti sjúklingurinn var á fyrsta ári og sá elsti 96 ára, en 50% sjúklinga voru 57 ára og eldri. Af þeim 320 sjúklingum, sem greindust með berkla, voru 35 látnir einu ári eftir greiningu. Þar af voru, sem fyrr segir, berklar eina dánarorsökin í 8 tilfellum og meðvirkandi þáttur í dauða í öðrum 8 tilfellum. Dánar- tíðni á ári, miðað við 100 þúsund íbúa, var 0,289 ef berklar eru eina dánarorsök, en 0,597, ef tekin eru öll tilfelli þar sem berklar áttu þátt í dauða. Af þeim sem dóu var sá yngsti 30 ára, fjórir voru á aldrinum 60-70 ára, tveir á aldrinum 70-80 ára og níu yfír áttrætt. Hjá 11 sjúkl- ingum greindust berklar eftir and- lát, þar af voru fimm dauðsföll vegna berkla, eingöngu eða að hluta. Ekki lengur sjúk- dómur hinna ungu „Berklar eru sjúkdómur sem berklabakteríur valda og af ýmsum myndum þeirra eru lungnaberklar algengastir og þeir einir fela í sér umtalsverða smithættu," sagði Þor- steinn. „Einkenni lungnaberkla eru hósti, hiti og slímuppgangur. Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvar- legra stig fer að bera á blóðhósta og sjúklingurinn megrast mjög. Þar er komin skýringin á því að berklar voru í eina tíð kallaðir tæring. Fólk gat einnig orðið mjög blóðlítið og af því er önnur gömul nafngift, hvíti dauði, dregin. Nú kemur sjald- an fyrir að sjúklingar verði svo langt leiddir, enda er hægt að lækna berkla að fullu með lyfjagjöf." Þorsteinn sagði að berklar hefðu áður fyrr einkum Iagst á ungt fólk, en nú mætti segja að þeir væru fremur sjúkdómur sem kemur á fullorðinsárum. „Berklar voru mjög útbreiddir á íslandi. _Um og eftir 1930 létust um 200 íslendingar á ári af völdum þeirra. Þetta er mjög há tala, en sambærileg við það, að á okkar dögum deyja um 300 Is- lendingar árlega ótímabærum dauða af völdum tóbaksreykinga. Þær eru berklar nútímans.“ Betri húsakostur dró úr berklum Fyrstu berklalyfin komu hingað til lands um 1950. „Þá var sjúk- dómurinn þegar i rénun og eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Þorsteinn. „Þar má nefna, að húsa- kostur var þá orðinn mun betri en fyrr á öldinni. Það var minna um að fleiri böm svæfu í sama rúmi, eða fengju að sofa uppí hjá bijóst- veikum afa sínum. Þar með var smithættan mun minni en áður, svo og vegna þess að loftræsting í hús- um var betri. Fall í tíðni berkla, áður en lyfin komu til sögunnar, endurómar bættan aðbúnað þjóðar- innar. Viðnámsþrek hennar varð meirá og þar með átti sóknarlið berklabaktería erfiðara um vik.“ Áður en lyfin komu til sögunnar var ýmsum aðferðum beitt til að fella saman lungu, svo berklabakt- Þannig lítur hugmynd Gylfa Guðjónssonar arkitekts að nýrri ísaQarðarkirkju út. Hrafii Snorrason, ljós- myndari á ísafirði, felldi líkanið að þessari mynd. ísafjörður: Isfirðingar deila um kirkju MIKILL ágreiniijgur er nú um byggingpi nýrrar kirkju, sem teiknuð hefur verið á lóð framan við nýja sjúkrahúsið á mótum Hafiiarstrætis og Skutulsfjarðar- brautar á ísafirði. Ákvörðun um að láta teikna kirkju þama var tekin á aðalsafnað- arfundi í fyrra þegar safnaðarstjóm hafði kannað hugsanlega kosti eftir að Ísaíjarðarkirkja brann í júlí 1987. Sýndar vom teikningar og líkan var lagt fram af nýju kirkj- unni í haust og hófust þá undir- skriftasafnanir á ísafirði og víðar til að mótmæla framkvæmdinni. Á aðalsafnaðarfundi, sem hald- inn var sunnudaginn 10. apríl, lagði sóknamefndin fram tillögu um að fram færi atkvæðagreiðsla um það hvort halda ætti áfram með fyrir- huguð byggingaráform eða ekki. Var samþykkt á fundinum að at- kvæðagreiðslan færi fram þann 29. apríl og að aðalsafnaðarfundi yrði frestað þar til úrslit atkvæða- greiðslunnar lægju fyrir. Bæjar- stjóm hefur ákveðið að láta niður- stöður atkvæðagreiðslunnar gilda um hvort lóðarumsókn verði sam- þykkt eða ekki. Ýmsar hugmyndir em uppi um staðsetningu og gerð kirkjunnar. Vilja sumir að henni verði valinn staður nálægt þéttbýlinu á fjarðar- svæðinu, aðrir að hún verði færð til á þeirri lóð, sem búið er að velja, eða að. ný kirkja verði hyggð á gmnni þeirrar gömlu. Þá er lagt til að gamla kirkjan verði endur- byggð í þeirri mynd, sem hún var fyrir bmnann, og hefur reyndar verið stofnað sérstakt félag til varð- veislu gamalla húsa með aðalá- herslu á verndun kirkjunnar sem brann. Þá em uppi hugmyndir um að stækka gömlu kirkjuna og end- urbæta hana eða að byggja utan um hana nýja kirkju í sömu mynd. Áætlað hafði verið að hefja bygg- ingarframkvæmdir við nýja kirkju nú með vorinu, en ólíklegt má nú teljast að niðurstaða um gerð kirkju eða staðarval náist á þessu ári, ef falla verður frá núverandi bygging- aráætlun. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.