Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 10
io - k'ÓáddSÍÍAkílÉÍ íSSTUJDAGLlá- í 4^ HandknattleikslandslijMð er góð landkynning fyrir Island eftir Jón Hjaltalín Magnússon Afreksíþróttir og landkynning Árangur landsliðs okkar í hand- knattleik hefur vakið mikla athygli víða um heim undanfarin ár, enda hefur landsliðið tekið þátt í öllum alþjóðlegum stórmótum síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Á þessum tíma hefur lands- liðið leikið rúmlega tvö hundruð landsleiki eða að meðaltali um fjöru- tíu landsleiki á ári. Hefur verið sjón- varpað frá flestum þessara leikja víða um heim. Þá hafa erlendir blaðamenn skrifað mikið um lands- lið okkar og um leið um ísland. Það hefur vakið athygli þeirra hvað ís- lendingar hafa náð langt í hand- knattleiksíþróttinni á undanfömum áratugum og þá sérstaklega sein- ustu árin. Það hefur vakið sérstaka athygli þeirra, að jafn fámennri þjóð eins og íslendingum hefur tek- ist að skáka landsliðum stórþjóða á Ólympíuleikum og í heimsmeistara- keppni svo og öðrum alþjóðlegum stórmótum. Láta þessir erlendu blaðamenn óspart í ljós undrun sína á þessu og segja, að engri jafn fá- mennri þjóð hafi tekist að ná jafn góðum árangri í alþjóðlegum íþrót- takeppnum í flokkaíþróttum eins og iandsliði okkar í handknattleik hefur tekist síðustu áratugina og þá sérstaklega á seinustu ámm. Vekur þetta mikla athygli í hinum stóra heimi íþrótta- og ólympíu- hreyfingarinnar. Þessi áhugi er- lendu blaðamannanna vekur um leið mikinn áhuga þeirra á íslandi, landi, þjóð, ferðamöguleikum, menningu, íþróttum, lifnaðarhátt- um, atvinnuháttum og útflutnings- vömm. Vilja þeir gjaman fræðast um þessi atriði til að geta frætt lesendur sína um okkur og okkar íþróttaáhuga og frammistöðu landsliðsins í handknattleik. Nýafstaðin heimsmeistarakeppni í Frakklandi var með þátttöku sex- tán þjóða, þar sem handknattleikur er mjög vinsæl íþrótt. Þess skal getið að handknattleikur er mjög vinsæl íþrótt. Þess skal getið að handknattleikur er núna leikinn í um 130 löndum og hafa vinsældir þessarar íþróttagreinar farið sífellt vaxandi um allan heim, eftir að handknattleikur varð ólympíugrein 1972. Úrslitaleiknum í heimsmeist- arakeppninni var sjónvarpað um alla Evrópu og mun án efa hafa vakið marga til umhugsunar um land okkar og þjóð, menningu, lifn- aðarhætti, íþróttir og útflutnings- vörur, eins og áður er getið. Það er almennt álit að íþróttaaf- rek á heimsmælikvarða veki mikla athygli og séu góð landkynning fyrir þjóð viðkomandi íþróttamanns eða landsliðs. Það hefur því verið eitt af mark- miðum Handknattleikssambandsins að eiga landslið í fremstu röð sem nota má til jákvæðrar landkynning- ar í samstarfi við Flugleiðir hf., Ferðamálaráð, Útflutningsráð og aðra stuðningsaðila landsliðsins. Gott dæmi um jákvætt samstarf milli þessara aðila er vináttuleikur- þessu mikilvæga samstarfi fjöl- margra aðila. Nýlega hefur Handknattleiks- sambandið gengið til samstarfs við aðra aðila sem vilja draga úr áfeng- isnotkun hérlendis. Því það er öllum Ijóst að árangur í íþróttum, já, á hvaða sviði sem er, og notkun áfengis og vímuefna fer ekki sam- an. Þess vegna skora allir landsliðs- menn í handknattleik á unglinga að sneiða hjá reykingum og notkun áfengis. Handknattleikur er þjóðar- íþrótt á íslandi Mikill almennur áhugi er á hand- knattleik á íslandi, ekki aðeins meðal iðkenda heldur allrar þjóðar- innar. Segja má að handknattleiks- íþróttin hafí núna unnið sér sæti íslenska handknattleikslandsliðið á verðlaunapalli í París. inn sem fram fór á síðasta ári í Hamborg milli íslands og Vestur- Þýskalands. Á blaðamannafundi eftir þann leik voru um fjörutíu blaðamenn, auk þess var hluta af leiknum sjónvarpað víða um Evr- ópu. Handknattleiksliðið hvetur ungiinga til að sneiða hjá reykingum, áfengi og vímuefnuin Unglingar vita að góður árangur kemur ekki af sjálfu sér. Markviss og mikil vinna í langan tíma, hvort sem það er í íþróttum, námi eða starfí skilar árangri. Unglingamir vita einnig að góður árangur bygg- ist á heilbrigðu lífemi og mataræði og þeir vita að þeim ber að forðast áfengi, vímuefni og reykingar til að ná sem bestum árangri. Landslið okkar í handknattleik hefur tekið þátt í samstarfí við önn- ur áhugasamtök um tóbaksvamir og er ljóst að góður árangur er af Kirkjur á landsbyggðinni Fermingar á sunnudaginn Ferming í Hrepphólakirkju, Hrunamannahreppi, sunnudag- inn 16. apríl, kl. 11.00. Prestur sr. Halldór Reynisson. Fermd verða: Kristjana Skúladóttir, Miðfelli 4, Hrun. Margrét Jóhannsdóttir, Dalbæ 1. Hrun. Ferming í Hrunakirkju sunnu- daginn 16. apríl, kl. 14.00. Prest- ur sr. Halldór Reynisson. Fermd verða: Benedikt Óskar Ásgeirsson, Kaldbak, Hrun. Bjöm Hreiðar Bjömsson, Garði, Hrun. Daði Georgsson, Jörfa, Hrun. Elín Una Jónsdóttir, Högnastöðum, Hrun. Fjóla Dögg Þorvaldsdóttir, Syðra-Seli, Hrun. Guðrún Th. Guðmundsdóttir, Reykjaflöt, Hrun. Jón Þorsteinn Oddleifsson, Haukholtum 2. Hrun. Magnús Valur Sveinsson, Efra-Langholti, Hrun. Stefán Ari Guðmundsson, Áslandi, Hrun. Ferming í Stórólfshvolskirkju sunnudaginn 16. apríl, kl. 14.00. Prestur sr. Stefán Lárusson. Fermd verða: Magnús Ragnar Guðmundsson, Efra Hvoli, Hvolhr. Anna Hrund Helgadóttir, Sólheimum, Hvolhr. Harpa Rannveig Helgadóttir, Sólheimum, Hvolhr. Berglind Ósk Gunnarsdóttir, Stóragerði 15. Hvolsvelli. Elísabet María Jónsdóttir, Bakkakoti, Rangárvallahr. Kristín Magnea Halldórsdóttir, Nýbýlavegi 21. Hvolsvelli. Ferming í Kálfiioltskirkju í Kirkjuhvolsprestakalli kl. 14.00. Prestur sr. Auður Eir Vilþjálms- dóttir. Fermd verða: Guðrún Lára Sveinsdóttir, Lækjartúni. ísleifur Jónasson, Kálfholti. Ragnheiður Traustadóttir, Ásmundarstöðum. sem vinsælasta þjóðaríþrótt okkar íslendinga og er þá miðað við þann almenna áhuga og þann fjölda fólks um allt land og á öllum aldri sem fylgist reglulega með handbolta- leikjum í sjónvarpi. Það er stjómar- mönnum HSÍ mikil ánægja að ræða við þann fjölda fólks sem hringir í okkur og lýsir yfír þeim mikla áhuga sem það hefur núna á hand- bolta og „hvað landslið okkar í handknattleik veiti ótrúlega ánægju í beinum sjónvarpssendingum“, eins og sjötugur bóndi úr Mývatnssveit tjáði undirrituðum í samtali nýlega. Þessi bóndi hafði fengið heilablóð- fall fyrir nokkrum árum og lamast, en sem betur fer fengið nokkum bata. Handbolti er hans uppáhalds sjónvarpsefni. Öflugtuiiglingastarfer forsenda áfiramhaldandi árangurs landsliðsins í handknattleik Unglingastarf _ handknattleiks- félaganna og HSÍ hefur aldrei verið meira en á seinustu ámm og hefur HSÍ núna 16 ára, 18 ára og 20 ára landslið pilta og stúlkna sem æfa vel undir stjóm hæfra þjálfara og taka þátt í alþjóðlegum mótum með góðum árangri. Þá hefur HSÍ gert mikið átak til að auka áhuga stúlkna á íþróttum og lék landslið kvenna til dæmis 27 landsleiki á árinu 1988 og er það langmesti fjöldi landsleikja sem kvennalands- liðið hefur leikið frá upphafi, því á tæpega 40 ámm hefur landslið kvenna í handknattleik leikið aðeins um 120 landsleiki. Þetta öfluga unglingastarf íþróttafélaganna og HSI er forsenda fyrir þeim árangri sem landslið okkar hefur náð und- anfarið. Það er markmið HSÍ að leitast við að efla það eins og hægt Jón Hjaltalín Magnússon „Til að Qármagna starfsemi allra okkar landsliða og til að und- irbúa landsliðið okkar fyrir heimsmeistara- keppnina í Tékkósió- vakíu þarf HSÍ mikið Qármagn. Þess vegna leitar Handknattleiks- sambandið eftir stuðn- ingi allra þeirra sem hafa áhuga á hand- knattleik og vilja að landslið okkar standi sig vel í keppni við landslið stórþjóða á Ólympíuleikum, í heimsmeistarakeppni og öðrum alþjóðlegum mótum.“ er miðað við fjárhagsstöðu sam- bandsins. Árið 1995 mun ísland halda A-heimsmeistarakeppni í handknattleik. Það er að sjálfsögðu mikilvægt og áhugavert fyrir þjóð- ina að eiga þá sterkt og samstillt landslið sem er okkur til sóma. Grunnurinn að þessu landsliði hefur þegar verið lagður með hinu öfluga unglingastarfí HSÍ. En það þarf mikið fjármagn til að láta 16 ára, 18 ára og 20 ára landslið æfa og keppa bæði hér heima og erlendis til að öðlast hæfni, getu og reynslu til að geta verið meðal þeirra bestu í íþróttagreininni. í þessum hópi eru núna um eitt hundrað efnilegir leik- menn. Úr þessum hópi unglinga- landsliðanna, svo og úr hópi okkar yngstu A-landsliðsmanna núna, verður landsliðið 1995 valið. Stefiit á Ólympíuleikana í Barcelona 1992 Næsta stórverkefni landsliðsins er þátttaka í A-heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakíu dagana 28. febrúar til 10. mars 1990. Þar keppa landslið sextán bestu hand- knattleiksþjóða heims. Keppni þessi er mjög mikilvæg í sambandi við áframhaldandi þátttökurétt í stór- mótum. Átta eða níu efstu liðin í keppninni í Tékkóslóvakíu 1990 vinna sér þátttökurétt í Ólympíu- leikunum í Barcelona 1992, níu lið, ef Spánn er í einu af átta efstu sætunum. Þá fara einnig átta eða níu efstu liðin beint í næstu A-heimsmeistarakeppni í Svíþjóð 1993, níu lið, ef Svíþjóð er í einu af átta sætunum. Það er því til mikils að vinna fyrir landslið okkar í Tékkóslóvakíu. Það er markmið okkar að ná sem bestum árangri í Tékkóslóvakíu og undirbúa lands- liðið sem best fyrir þá keppni. Stefnan hefur verið tekin á þátt- töku bæði í Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona og A-heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð 1993. Styðjum landslið á heimsmælikvarða „Fjármagn er afl þeirra hluta er hreyfa skal,“ sagði Jón Sigurðsson forseti. Stjórn HSÍ veit, að allir landsmenn vilja eiga kost á því að sjá í beinni sjónvarpssendingu landslið okkar keppa um eitt af efstu sætunum í Tékkóslóvakíu 1990. Við viljum einnig sjá landslið okkar keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Við viljum sjá landslið okkar keppa við frændur okkar Svía á Á-heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð 1993. Við viljum eiga sterkt og samstillt landslið árið 1995, þegar heimsmeistara- keppnin fer fram hér á íslandi og við vitum að til þess þarf að standa vel að unglingalandsliðum okkar núna. Við viljum að landslið okkar sé góð landkynning fyrir Island, land, þjóð, menningu, íþróttir, lifn- aðarhætti, atvinnuhætti, ferðaþjón- ustu og útflutningsvörur. Við vitum að árangur landsliðs okkar hefur mikil áhrif á að fá unglinga til að sneiða hjá reyking- um, áfengi og vímuefnum? Við höfum mikla þekkingu og hefð á sviði handknattleiksíþróttar- innar. Við höfum góða þjálfara til að æfa og stjóma okkar landsliðum. Til að fjármagna starfsemi allra okkar landsliða og til að undirbúa landsliðið okkar fyrir heimsmeist- arakeppnina í Tékkóslóvakíu, þá þarf HSÍ mikið íjármagn. Þess vegna leitar Handknattleikssam- bandið eftir stuðningi allra þeirra sem hafa áhuga á handknattleik og vilja að landslið okkar standi sig vel_ í keppni við landslið stórþjóða á Ólympíuleikum, í heimsmeistara- keppni og öðrum alþjóðlegum mót- um. Handknattleikssambandið vill auðvelda öllum heimilum og fyrir- tækjum að styðja við starfsemi landsliða okkar með því að senda þeim giróseðil. Sem þakklætisvott fyrir veittan stuðning hefur verið útbúið vandað plakat af gull-liðinu okkar frá Frakklandi sem sent hef- ur verið með gíróseðlinum. Það er von stjómar HSÍ að sem flestir sjái sér fært að styðja við landslið okk- ar í handknattleik. Handknattleiksíþróttin er okkar þjóðaríþrótt. Við viljum vera í fremstu röð. Það er markmið lands- liðsins í handknattleik að gera ávallt sitt besta. Að vera góð og jákvæð landkynning fyrir ísland og vera góð fyrirmynd íslensks æsku- fólks. Stjóm HSI og landslið íslands í handknattleik treysta á stuðning þinn, lesandi góður. Höfiindur er formaður Hand- knattleikssambands íslands. Ríkisspítalar: Dag*vistargj öldin samræmd STJÓRN ríkisspítalanna hefúr samþykkt að hækka gjöld á dagvistar- stofiiunum spftalanna til samræmis við gjöld á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar. Hækkunin á að taka gildi 1. júlf. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar forstjóra ríkisspítalanna, greiða allir starfsmenn spítalanna, hvort sem þeir eru einstæðir eða í sambúð, sama gjald og einstæðir foreldrar greiða fyrir sín börn á dagheimilum borgarinnar. „Eg fínn að þessi ákvörðun veldur óánægju meðal starfsfólks," sagði Davíð, „en það eru tvær hliðar á þessu máli. Nú komum við ekki öllum þeim bömum, sem þess þurfa á dag- heimilin, sem þýðir að einhverjir koma ekki sínum bömum að, á með- an aðrir hafa tiltölulega hagstæð kjör fyrir sitt bam, sem er auðvitað ósangjamt. Hugsanlega kæmust fleiri að og verður um leið sanngjam- ar ef gjaldið er samræmt gjöidum dagheimila Reykjavíkurborgar.“ Gjald fyrir böm einstæðra foreldra verður óbreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.