Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 25 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Félagar í Leikfélagi Keflavíkur sem koma fram í revíunni Við kynntumst fyrst í KeflavíK ásamt höfundi, leikstjóra og h(jóm- sveit. Þau verða með aukasýningu í kvöld og síðan aftur á laugar- daglnn Leikfélag Keflavíkur: Aukasýning á revíunni Við kynnt- umst fyrst í Kefiavík Fló FEF á laugardag FÉLAG einstæðra foreldra held- ur annan flóamarkað af þremur nú á laugardaginn ló.apríl { Skeljanesi 6 og hefet hann klukkan 2 eftir hádegi. Frá því siðasta laugardag hefur verið bætt við nýjum munum, skaut- gripum, búsáhöldum, myndum og bókum í miklu úrvali og auk þess hefur verið sett upp hin myndarlegasta skódeild. Að venju er svo mikið af fatnaði , nýjum eða notuðum á alla ald- urshópa, stærðir og gerðir. Allur ágóði rennur til að standa straum af afborgunum á nýrra neyðarhúsnæði FEF. Þess má geta að FEF verður 20 ára sfðar á þessu ári og er nú að hefjast undirbúningur að útgáfu veglegs afmælisrits og fleira er 1 bígerð.FEF getur nú hýst 21 flöl- skyldu í húsnæði sínu f Skeljanesi og á Öldugötu. Á flárlögum þessa árs var felldur niður smástyrkur sem félagið hefur notið frá ríki og var s.l. ár um 600 þúsund. Stjóm FEF þykir hart að una þessu, ekki hvað síst þegar þetta gerist á af- mælisári þess, segir í frétt ffá fé- laginu. Brimborg: Nýr Volvo 440 sýndur um helgina Nýr Volvo 440 verður kynntur í fyrsta sinn hérlendis um helg- ina en það er Volvo umboðið Brimborg sem sýnir bílinn í húsnæði sínu við Skeifuna. Volvo 440 er nýr bíll sem taka á við af 340 bílnum og er hér um fimm manna framdrifinn bíl að ræða sem kostar kringum eina milljón króna. Volvo 440 er nýr og breyttur bíll. Brimborg fékk til landsins þrjá bíla til að kynna almenningi og ekki síður starfsmönnum. Hafa sölumenn fengið tækifæri til að prófa bílinn og kynna sér hann og starfsmenn á verkstæði sitja námskeið á næstunni þar sem fulltrúar ffamleiðenda kenna helstu atriði í meðferð og viðhaldi bflsins. Volvo 440 hefur verið framleiddur síðan í haust. Bflamir verða til sýnis í dag frá kl. 10 til 17 og á sunnudag frá 13 til 17. Flóamarkaður og kökubasar kattavina Kattavinafélag Islands held- ur flóamarkað og kökubasar á Hallveigarstöðum, sunnudag- inn 16. aprfl. Markaðurinn er haldinn f kjaUara hússins Tún- götumegin og stendur frá klukkan 14—17. Allur ágóði rennur til dýraspítalans Katt- holts. í frétt frá Kattavinafélaginu segir að félaginu hafi borist mikið af nýjum efnum og góðum fötum og fleiru sem verði til sölu á flóa- markaðnum. Það sé von þess að félagar og aðrir velunnarar sjái sér fært að gefa kökur og annað sem þeir gætu látið af hendi rakna. Þeim verður veitt viðtaka á Hallveigarstöðum milli klukkan 18 og 20 föstudagskvöld og eftir klukkan 11 á laugardagsmorgun. (fréttatilkynning) „Ódýrt og eldsnöggt“ PÍTUHORNINU við Bergþóru- götu hefur nú verið breytt og því gefíð nýtt nafii, „Ódýrt og eldsnöggt". Innréttingar hafa verið endurnýjaðar og framboð ódýrra, fljótlegra rétta aukið verulegra að sögn Óskar Arsæls- dóttur, starfemanns staðarins. Ósk sagði í samtali við Morgun- blaðið, að auk hefðbundinna rétta staðarins, píta og hamborgara, væri nú boðið upp á nýja, ódýra rétti og lögð væri áherzla á elds- nögga þjónustu. Sem nýjungar mætti nefna svokallaða langborg- ara með ýmis konar kjöt- og græn- metisfyllingum, samlokur með margvíslegu góðgæti, sem kallaðar væru bátar, fylltar bakaðar kartöfl- ur og pastarétti af ýmsu tagi á sérréttaseðli. Pála Gfsladóttir og Ósk Ársæls- dóttir starfemenn veitingastað- arins „Ódýrt og eldsnöggt“ LEIKFÉLAG Keflavíkur frum- sýndi í síðustu viku revíuna Við kynntumst fyrst í KeflavíK eft- ir Ómar Jóhannsson f leikstjóm Huldu Ólafsdóttur. Revían hef- ur nú verið sýnd Qórum sinnum og vegna mikillar aðsóknar og Qölda áskorana var aukasýning f gærkvöldi og annað kvöld, laugardagskvöld, verður auka- sýning f Félagsbfó f Keflavík. í revíunni sem er í 5 þáttum er fjallað um lífið í Keflavík frá árinu 1949 til dagsins í dag á gamansaman hátt og koma þar við sögu bæði þekktir og óþekktir einstaklingar í bæjarlífínu á þess- um tíma. Um 20 leikarar koma fram í revíunni auk fjögurra manna hljómsveitar og eru sum atriðin sungin. Þetta er stærsta verkefnið sem höfúndurinn Ómar Jóhannsson hefur skrifað til þessa, en hann hefur nokkuð fengist við að semja styttri þætti. Þetta er annað verk- efni Leikfélagsins á þessu leikári, en það var með aðra revíu fyrir áramót — Erum við svona — og var Hulda Ólafsdóttir bæði höf- undur og leikstjómandi. BB Vinningar í tungumálaspili DREGIÐ var úr innsendum mið- um f tungumálaspilinu Polyglot þjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík 28. mars sl. Fyrsti vinningur, sem var ferð fyrir tvo með Flugleiðum til Orlando, hlaut Ólöf Lilja, Þómfelli 4, Reykjavík. Annan og þriðja vinn- ing, sem var hexaglot-tungumála- tölva, hlutu Davíð, Búi og Hjörtur Halldórssynir, Tjamarlundi 17B, Akureyri og Guðný Guðmunds- dóttir, Jömndarholti 202, Akra- nesi. Miðbæjarsamtökin á móti kaupum Alþingis á Hótel Borg Miðæjarsamtökin Gamli mið- bærinn hafa sent Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs þings eftirfarandi bréf: Stjóm Miðbæjarsamtakanna GM leyfir sér hér með að senda yður eftirfarandi skoðun samtak- anna: í fréttum hefur komið fram áhugi þingmanna á að kaupa eign- ina Hótel Borg við Pósthússtræti undir starfsemi Alþingis en leggja niður bæði hótelhald og greiðasölu í húsinu. Stjóm GM harmar að þessi hugmynd hefur skotið upp kollinum aftur. Miðbærinn í Reykjavík á sér bæði eldri og merkilegri sögu en önnur ból á íslandi: Þar er sjálft landnám Ingólfs Amarsonar og Innréttingar Skúla Magnússonar. Einnig fjölmörg eldri hús sem sett hafa svip á íslandssöguna. Svæðið geymir því fleiri þjóðminjar en aðrir staðir á landinu. Þar em líka helstu byggingar okkar tíma eins og Dómkirkjan, Landsbókasafnið, Þjóðleikhúsið og sjálft Alþingishúsið. Einnig mörg setur fyrir menningu og listir. Miðbærinn býður líka upp á fjöl- breytta verslun og þjónustu. Þar em stunduð viðskipti af öllu tagi og viðamikil opinber þjónusta. Innan um blómstrar fjölbreytt mannlíf og fólk kemur úr öllum áttum og landshlutum. Miðbærinn er því ekki aðeins hjarta allra ís- lendinga heldur einnig helsta menningarsetur þjóðarinnar. Þar em flestar þjóðminjar og mið- bærinn er stærsti kaupstaður landsins. En í miðbænum er aðeins eitt fyrsta flokks hótel með fullbúna og sögufræga veitingasali og hót- elhald. Stjóm GM leyfír sér því að hvetja yður og hæstvirt Alþingi til að leita annarra leiða til að íeysa húsnæðisvanda Alþingis. Með von um jákvæðar undir- tektir yðar og ósk um góða sam- vinnu í framtíðinni. Guðlaugur Bergmann, formaður. Ómar Jóhannsson og Bjami Magnússon. Nýir eigendur Sólningar NÝIR eigendur tóku fyrir nokkru við rekstri þjólbarða- vinnustofunnar f Skeifunni 11, þar sem áður var til húsa fyrir- tækið Sólning. Það em þeir Ömar Jóhannsson og Bjami Magnússon, en báðir em þeir þaulæfðir hjólbarðamenn sem unnu um árabil hjá Sólningu. Þeir kalla fyrirtæki sitt Dekkjaþjón- ustuna og annast þeir alla venjulega dekkjaþjónustu við bfleigendur, auk þess sem þeir em umboðsmenn Sólningar og selja sóluð dekk frá fyrirtækinu. Fiskverð á uppboðsmörkuAum 13. aprfi. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfiröi Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 59,00 44,00 48,81 33,500 1.635.188 Þorskur(óst) 49,50 43,50 47,02 14,734 692.916 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,100 2.000 Ýsa 94,00 90,00 91,65 1,618 148.342 Karfi 31,00 30,00 30,65 0,930 28.500 Ufsi 22,00 19,00 19,55 0,273 5.337 Steinbítur 32,00 30,00 31,04 1,512 46.935 Langa ' 39,00 29,00 37,93 1,110 42.100 Lúöa 565,00 315,00 454,02 0,072 32.689 Koli 79,00 50,00 61,27 0,211 12.928 Keila 14,00 14,00 14,00 0,028 392 Keila(óst) 14,00 14,00 14,00 2,406 33.684 Skata 99,00 99,00 99,00 0,100 9.900 Háfur 20,00 20,00 20,00 0,055 1.100 Rauömagi 30,00 30,00 30,00 0,015 450 Hrogn 140,00 140,00 140,00 0,427 59.843 Samtals 48,19 57,134 2.753.518 Selt var aðallega úr Stakkavik ÁR og frá Fiskverkun Sigurðar Valdimarssonar. ( dag verða meðal annars seld 15 tonn af þorski frá Fiskverkun Sigurðar Valdimarssonar, 12 tonn af karfa og 1,5 tonn af ufsa úr Óskari Haildórssyni RE. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 52,00 34,00 45,04 10,031 451.770 Þorsk(ósl.l.bt) 58,00 43,00 47,77 12,391 524.953 Þorsk(ósl.dbt) 30,00 30,00 30,00 0,298 8.940 Ýsa 35,00 35,00 35,00 0,009 315 Karfi 34,00 33,50 33,55 15,774 529.146 Steinbítur 32,00 32,00 32,00 0,015 480 Steinbítur(ósL) 32,00 25,00 25,69 0,102 2.620 Rauðmagi 84,00 84,00 84,00 0,077 6.468 Samtals 41,13 38,697 1.591.692 Selt var úr Höföavík AK og bátum. (dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,50 43,50 47,60 12,520 595.955 Ýsa 110,00 73,00 98,65 4,010 395.581 Karfi 35,50 29,00 29,88 2,808 83.923 Ufsi 32,00 20,50 31,67 4,945 156.592 Langa 31,50 29,50 30,64 0,578 17.651 Lúða 320,00 260,00 286,65 0,890 255.288 Skarkoli 48,00 44,00 44,55 0,620 27.620 Keila 13,00 12,00 12,56 0,450 5.650 Samtals 57,19 26,924 1.539.699 Selt var m.a. Margróti HF. úr Eldeyjar-Boða GK, Sandvíkingi KE, Gný SH og (dag verður selt úr dagróðra- og snurvoðarbátum. Góóandagim!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.