Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 9
MORGUIÍBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR .14..APRÍL. 1989 9 Notaðu það einstaka tækifæri sem þér býðst með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Hringdu í síma 91-699600 og pantaðu áskrift. GO % %S SlO^ mm ?Hiia Dr. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON Faðír okkar er 70 ára í dag 14. apríl. í tilefni af því bjóðum við f jölskyldu hans, ættingjum, vinum og vandamönnum til samkvæmis að Hallverðastíg 1 (Iðnaðarmannahúsinu gengið inn frá Hallveigarstíg) milli kl. 17:00 og 20:00 í dag. Hraín, Þorvaldur, Snædís, Tinna. SIEMENS Bakað, steikt og glóðarsteikt á mettíma! ö‘atte'°MftD SMITH& NORLAND Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. MICROWELLE PLUS frá Siemens Nóatúni 4 - Sími 28300 Nýr meirihluti Eftir þingkosningam- ar 1987 hafði Sjálfetæðis- flokkurinn 18 þingmenn og Framsóknarflokkur- inn 13, þannig að þessir tveir flokkar höfðu að- eins 31 þingmaim á bak við sig. Sumir veltu því fyrir sér, hvort hugsan- legt væri að mynda ríkis- stjóm þessara tveggja flokka með stuðningi Stefans Valgeirssonar. Sú ríkisstjóm hefði haft á bak við sig 32 þing- menn eða jafhmarga og núverandi ríkisstjóm hefur. Borgaraflokkurinn hlaut 7 þingmenn i þess- iim kosningum og sam- starf á milli hans og Sjálfetæðisflokksins í ríkisstjóm var talið óhugsandi svo skömmu eftir mikil átök mili Al- berts Guðmimdssonar og forystumanna Sjálfetæð- isflokksins. Eflir sfjómarslitin 1988 nálguðust formenn Sjálfetæðisflokks og Borgaraflokks f fyrsta sinn frá kosningum. Þá lýstu þeir því yfir, að samstarf þeirra í rflds- stjóm gæti vel komið til greina. Eftir að ákvörð- un var tekin um, að Al- bert Guðmundsson, for- maður Borgaraflokksins yrði sendiherra f París kom f (jós, að Rjúpstæður ágreiningur ríkti innan Borgaraflokksins. Síðasta pólitíska yfirlýs- ing AJberts Guðmunds- sonar áður en hann hvarf af landi brott var sú, að sennilega mundi hann kjósa Sjálfetæðisflokk- inn, ef kosið yrði nú. f gær stofiiuðu tveir þeirra þingmanna, sem kjömir vom í nafiú Borgaraflokksins vorið 1987, nýjan þingflokk. Ljóst er, að viðhorf þeirra Inga Bjöms Al- bertssonar og Hreggviðs Jónssonar em svipuð og Alberts Guðmundssonar. Samstarf á milli þeirra og þingflokks Sjálfetæð- isflokksins er líklegra en samstarf á milli Sjálf- stæðisflokksins og þess, sem eftir er af Borgara- flokknum. Raunar má fullyrða, að Borgara- Nýir möguleikar á Alþingi? Þegar upp var staðið frá þingkosning- um í apríl 1987 var ekki hægt að mynda ríkisstjórn tveggja flokka, sem hefði starf- hæfan meirihluta. Þess vegna var ekki um annað að ræða en að mynda ríkis- stjórn einhverra þriggja flokka. Sú stað- reynd, að samstarf Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks var óhugsandi eftir kosn- ingarnar 1987 vegna erfiðra átaka milli þessara flokka í kosningabaráttunni og aðdragandans að stofnun Borgaraflokks- ins, átti einnig þátt í því að gera stjórnar- myndun flókna vorið 1987. Nú hafa þær breytingar orðið á Alþingi, að nýir mögu- leikar kunna að hafa skapast. Um það er fjallað í Staksteinum í dag. flokksins bfði ekkert ann- að en pólitfskur dauð- dagi. Þessi nýja staða í þing- inu þýðir hins vegar, að nú væri hægt að mynda rfldsstjóm Sjálfetæðis- flokks og Framsóknar- flokks með stuðningi þingmannanna tveggja, sem hafii óneitanlega nálgast Sjálfetæðisflokk- inn töluvert. Það er m.ö.o. orðinn til mögu- leiki á nýjum meirihluta á Alþingi. Styrkir stöðu Steingríms? Þessi nýja staða f þing- inu kann að styrkja stöðu Steingríms Hermanns- sonar innan núverandi ríkisstjómar. Hann getur nú bent samstarfeflokk- um sfnum á þá staðreynd, að hann gæti snúið sér til annarra, ef þeir reyn- ast erfiðir í samstarfi. Deilur um aðgerðir í at- vinnumálum, þar sem Alþýðubandalagið leggst þversum eftir að Qár- málaráðherra batt sig fastan við BSRB, valda þvf, að núverandi rflds- stjóra er ekki líkleg til að gera þær ráðstafiuiir, sem duga til þess að tryggja rekstrargrund- völl atvinnuveganna. Undir þrýstingi frá SÍS kann Stcingrímur að snúa sér til Sjálfetæðis- flokksins. Alþýðuflokkurinn komst í vissa lykilstöðu eftir siðustu kosningar. Það var nánast ómögu- legt að mynda rfldsstjóm án hans. Nú stendur Al- þýðuflokkurinn allt í einu frammi fyrir þeirri stað- reynd, að það er hægt að mynda meirihluta á Alþingi án atbeina hans og sú hætta vofir yfir, að fiokkurinn lendi í nýrri eyðimerkurgöngu. Sú ganga kratanna var orðin býsna löng hér áð- ur fyrr. Alþýðuflokkurinn hef- ur ekki verið áhugasam- ur um samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn eftir stjómarslitin sl. haust. Undanfarnar vikur hef- ur að vfsu borið meira á málefnalegri samstöðu Sjálfetæðismanna og Al- þýðuflokksmanna en ver- ið hefúr um skeið. Hins vegar er ekki ólíklegt, að Alþýðuflokksmenn íhugi nú vandlega, hvort ekki sé bæði nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir þá að nálgast Sjálfetæðis- flokkinn á ný til þess að koma í veg fyrir þann möguleika, að þeir verði úti i kuldanum, þegar fram í sækir. Breytt viðhorf Þótt stofhun tveggja manna þingflokks þyki kannski ekki miklum tiðindum sæta er þó aug- ljóst af því, sem hér hef- ur verið sagt, að stofiiun þessa litla þingflokks, kann að draga meiri dilk á eftir sér i stjómmálalifi landsmanna, en virðist við fyrstu sýn. Viðhorfin á vettvangi stjómmálanna hafii ein- fiddlega breytzt. Nýir möguleikar hafa skapast. Víglinumar hafii raskazt. Sjálfetæðis- flokkurinn og frjálslynd- 1 ir hægri menn hafii sterkari stöðu en áður. Framsóknarflokkurinn hefúr fleiri kosti. Al- þýðuflokkurinn verður að gera það upp við sig, hvort hann heldur áfram á rauðu jjósi eða horfir á ný í átt til SjáJfetæðis- manna. Þetta er niður- staðan af brottfór Al- berts. Blönduós: Húnavaka að hefjast Blönduósi. HÚNAVAKA, menningarvaka Ungmennasambands Austur-Húna- vatnssýslu (USAH) hefst næstkomandi laugardag með unglingadans- leik í félagsheimilinu á Blönduósi. Dagskrá Húnavöku verður fjöl- breytt að vanda og lýkur henni sunnudaginn 23. apríl með tónleikum Harðar Torfasonar. Fyrsti stórviðburður Húnavöku verður frumsýning Leikfélags Blönduóss þann 18. apríl á leikritinu Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson undir leikstjóm Harðar Torfasonar. Auk fmmsýningar verður leikfélag- ið með tvær sýningar á Svartfugli á Húnavöku. Sama dag opnar Jón Eiríksson frá Búrfelli sína fyrstu málverkasýningu á hótelinu. Síðasta vetrardag verður „Vöku- draumur", dagskrá með blönduðu efni. Meðal dagskráratriða á Vöku- draumnum má nefna ræðu hins landskunna hagyrðings Hákonar Aðalsteinssonar. Tónlistarfólk frá Skagaströnd skemmtir svo og eftir- herman Jóhannes Kristjánsson. Tískusýning verður og Vökudraumi lýkur með dansleik undir stjóm Ingimars Eydal. Sumardagurinn fyrsti er dagur æskunnar á Húna- vöku. Um morguninn verður æsku- lýðsmessa í Blönduóskirkju og eftir hádegið stendur gmnnskólinn fyrir sumarskemmtun í félagsheimilinu. Leikfélag Sauðárkróks kemur með Allra meina bót um kvöldið og Þór- ir og félagar ásamt Drífu Kristjáns- dóttur sjá um að reka endahnútinn á Húnavökudagskrána - þennan fyrsta sumardag. Dansleikur verður á föstudagskvöldið og leikur Lexía fyrir dansi. Laugardaginn 22. apríl verður Bubbi Morthens með tón- leika á Blönduósi en lokadansleikur Húnavökunnar verður í höndum lífsdansarans og alpatvistarans Geirmundar Valtýssonar og hljóm- sveitar hans. Á sunnudag, lokadag Húnavöku, verða tvær kvikmynda- sýningar og Húnavökudagskránni lokar siðan Hörður Torfason með tónleikum á hótelinu. Jón Sig. Verk átta listamanna sýnd í listasafni í Listasafhi íslands hefúr ver- ið opnuð sýning á málverkum átta íslenskra myndlistarmanna og eru öll verkin í eigu lista- safnsins. Listamennirnir em: Björg Þor- steinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Erró, Guð- bergur Auðunsson, Gunnar Öm Gunnarsson, Tryggvi Ólafsson og Vilhjálmur Bergsson. Listamennimir, sem hafa verið framverðir sinnar kynslóðar, leggja í þessum verkum áherslu á túlkun mannsins og umhverfis hans. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga klukkan 11 til 17 og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.