Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 30
30 e— MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Haugnes- ingar fá nýjan bát NÝR bátur, Hafbjörg frá Homafirði, kom til Hauganess í gærmorgun og er hinn nýi eigandi hennar Valdimar Kjart- ansson, útgerðarmaður þar. Hafbjörgin er 87 tonna trébátur smíðaður árið 1961 í Danmörku og var kaupverðið 32 milljónir króna. Með í kaupunum fylgdu 540 þorskígildi og sagði Valdimar að af því væri eftir um 150 tonn af þorski, sama magn af ufsa, 40 tonn af ýsu og eitthvað af karfa. „Hér á Hauganesi er alveg yfir- drifíð nóg að gera; helsta vanda- málið er að fínna húsnæði handa fólki sem vill flytjast hingað," sagði Valdimar, en kvaðst þó ekki vera í neinum vandræðum með að fá mannskap þessa stundina. Hafbjörgin fer á þorskveiðar til að byija með en síðan á rækju- veiðar. Hafbjörgin við bryggju á Hauganesi. Morgunblaðið/Kriatinn Jens Sigurþórsson Sveitarsljóra- skipti á Grenivík SVEITARSTJÓRASKIPTI fóru fram á Grenivík um síðustu mánaðamót, en þá lét af störfum Stefán Þórðar- son, sem verið hefur í þvi starfi um 8 ára skeið, og við tók Guðný Sverrisdóttir frá Lómatjörn. Stefán Þórðarson er á förum frá Grenivík því hann hefur verið ráðinn til starfa hjá KEA á Akur- eyri. Stefán sagði í samtali að í Grýtubakkahreppi hefði átt sér stað allnokkur mannfækkun á síðustu árum, en ástæðu þess sagði hann aðallega vera þá að atvinnulíf væri fábreytt; ungt fólk færi í burtu til náms og starfs, og kæmi fæst aftur til baka. Einnig benti hann á að bamsfæðingar í hreppnum væru frekar fátíðar. A undanfömum ámm hefur þó nokkur uppbygging átt sér stað, þrátt fýrir að íbúum hafí fækkað úr 576 þegar flest var í Morgunblaðið/Vigdls Stefán Þórðarson, fráfarandi sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Tillögur um að hitaveitan yfírtaki rafhitamarkaðinn VEITUSTJÓRN Hitaveitu Akureyrar hefur lagt fram tillögur við bæjarstjóm um hveraig hitaveitan geti lagt undir sig rafhitamarkað hér í bænum. Tillöguraar fela í sér vissar ívilnanir til þeirra sem tækju hitaveitu inn til sín á næstunni, og er i þeim stungið upp á 35% iækkun hitaveitukostnaðar í tiltekinn tíma og gert ráð fyrir að húsnæðisstjóraarlán sem fást til breytinga á húshitunarkerfi geti hækkað um allt að 50-100%. FVanz Ámason, hitaveitustjóri, ^sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða þess að Hitaveita Akur- eyrar vildi ná þessum markaði væri augljóslega sú að tekjur hennar hækkuðu, en einnig hefði þetta bætta þjónustu í for með sér þar sem húsnæði með rafhitun yrði ekki lengur jafn mikið á víð og dreif um bæinn, eins og nú er, en það hefur fram að þessu haft RÚMLEGA 70 bændur eru nú búnir að framleiða umfram full- virðisréttinn hér í Eyjafirði og stefnir i að umframframleiðsla á samlagssvæðinu verði um 1,6 miþjón lftra af mjólk. Fram- jeiðsla f sfðasta mánuði dróst samt nokkuð saman í júlímánuði miðað við júlf á síðasta ári. Leyfílegt er að framleiða 20,7 miiljón lítra á mjólkursamlagssvæði KEA, og að sögn Þórarins Sveins- sonar, mjólkursamlagsstjóra, er framleiðslan á þessu ári þegar kom- in yfír 20 milljónir lítra. í för með sér að margir notendur hitaveitunnar hafa ekki fengið eins heitt vatn inn til sín og ella. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja hitaveitu í Gerðahverfí II og verður ekki í bráð, en fyrir utan það eru um 500 íbúðir hér sem 'ekki nota hita- veitu. Þetta er um 15-20% af öllu íbúðarhúsnæði í bænum og við viijum bjóða eigendum þess viss „Ef miðað er við tölur um fram- leiðsluna fram að 6. þessa mánaðar þá er eftir að framieiða um 552 þúsund lítra af mjólk og stefnir allt í að framleiðslan verði um 1,6 millj- ón lítrum framyfír fullvirðisréttinn þrátt fyrir að mjólkurframleiðslan hafí dregist saman um 8,4% í síðasta mánuði miðað við sama tíma í fyrra. En heildarframleiðslan á þessu verðlagsári hefur hins vegar aukist um 4,4%,“ sagði Þórarinn. „Það er því öruggt að á þessu sam- lagssvæði verður farið fram yfír það framleiðslumark sem bændur fá greitt fyrir í næstu viku.“ kjör til þess að auðvelda þeim að taka hana inn,“ sagði Franz. „Segja má að tillögur okkar til bæjarstjómar um hverskonar lgor eigi að bjóða þeim séu í megin- dráttum tvennskonar. í fyrsta lagi bjóðum við þeim sem nú þegar hafa vatnsmiðstöðvarlagnir, en hita vatnið með rafmagni, lækkun á tengigjaldi, en það er eini kostn- aðurinn sem þeir þyrftu að leggja út í. Undir þennan hóp falla einn- ig þeir sem eru með næturhitun. I öðru lagi er það svo tillaga okkar að bjóða þeim sem hafa rafmagnsþilofna, en ekkert vatns- hitakerfí, um 35% afslátt á orkuverði í ákveðinn tíma, og jafn- framt reyna að stuðla að því að húsnæðisstjómarlán, sem hægt er að fá til þessara breytinga, hækki úr 100 þúsund krónum í 150-200 þúsund krónur. Þau lán ber síðan að endurgreiða á átta árum. Þetta er í stórum dráttum það sem við hér hjá hitaveitunni höfum látið okkur detta í hug og gert að okkar tillögum," sagði Franz. Franz benti jafnframt á að áætlað væri að núverandi taxtar rafhitakostnaðar breyttust eftir nokkur ár, enda líklegt að boðuð sölufyrirkomulagsbreyting Lands- virkjunar yrði til að hækka suma raftaxta vemlega. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ef Landsvirkjun breytir töxtum sínum þá þarf rafhitun hér að hækka, en þeim verður breytt í síðasta lagi um áramótin 1992-93, og líklega fyrr. Þegar fram líða stundir verður því hagur að því að hafa hitaveitu, og því fyrr sem menn skipta yfír þeim mun iengur munu þeir njóta afsláttarins. Það mun þó ekki liggja fyrir í bráð hversu hár hann verður; við höfum stungið upp á 35% afslætti en bæjarstjóm mun fjalla um þetta mál á ftindi sínum á þriðjudag og vonandi verður ákvörðun um það tekin sem fyrst“ sagði Franz Áma- son, hitaveitustjóri, að lokum. FRAMKVÆMDIR vlð 3,5 km á Ólafsfjarðarvegi, frá Baldurs- haga og að Fagraskógi, hófust i byrjun vikunnar og er verið að keyra nýtt burðarlag í veginn. Guðmundur Svavarsson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins, sagði að slitlag hefði verið Iagt á þennan veg árið 1979 og það væri því orðið það gamalt að tími 530, og sagði Stefán að miklar framkvæmdir í umhverfísmálum hefðu farið fram; búið væri að malbika nokkrar götur og væm flest hús á Grenivík til mikillar fyrirmyndar. íbúar Grýtubakkahrepps þakka Stefáni störf hans í þágu sveitarfélagsins um leið og þeir bjóða hinn nýja sveitarstjóra vel- kominn til starfa. hefði verið kominn til að skipta um það. Þá sagði hann að vegurinn hefði verið nokkuð missiginn og með því að keyra í hann nýtt burð- arlag væri verið að rétta hann af. Að því loknu verður síðan nýtt slit- lag lagt á veginn, og bjóst Guðmundur við að öllum fram- kvæmdum yrði lokið í þessum mánuði. Mjólkursamlagssvæði KEA: Stefnir í 1,6 milljón lítra framleiðslu á verðlausri mjólk Vigdís Morgunblaóið/Kristinn Jens Sigurþórsson Unnið við að bera nýtt burðarlag I Ólafsfjarðarveginn. Unnið við að styrkja Olafs fjarðarveginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.