Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 15
MÖRGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Dr. Hannes Jónsson þróun okkar öryggis- og vamar- stefnu (þá átt, að við sem sjálfstætt og fullvalda ríki tökum sjálf skref fyrir skref á okkar herðar eftirlits- starfið og gæslu hemaðarmann- virkja í landinu fyrir NATO og Bandaríkjamenn með þeirra tækj- um og á þeirra kostnað á friðartím- um. Aðeins lítið brot þjóðarinnar tekur mark á aulastefnu Alþýðu- bandalagsins í vamar- og öryggis- málum. Vegna þess hve óraunhæf hún er hafa menn ekki fundið þörf- ina fyrir að leita nýrra leiða heldur aðeins afgreitt málið á hvítum nót- um og svörtum, fómað höndum og sagt sem svo, að vitleysan í Al- þýðubandalaginu ríði ekki við einteyming. Afstaða aðalgagnrýn- anda öryggis- og vamarstefnunnar hefur m.ö.o. verið svo óraunhæf og aulaleg, að hún er almennt talin ómarktæk. Þess vegna hefur hún ekki örvað faglega alvöruumræðu um málið. Þar í liggur hluti skýring- arinnar á því að hin nýja flotastefna Bandaríkjamanna hefur ekki verið rædd á íslandi. En til er líka önnur skýring. Hin nýja „flotastefna Bandaríkjanna“ Með fullri virðingu fyrir Benedikt Gröndal og bandaríska flotanum held ég að mér sé óhætt að segja, að ég hef ekki séð meiri íjarstæður á prenti en kjama hinnar nýju flota- stefnu eins og Benedikt lýsir henni. Finnst mér ástæða til að endur- prenta þetta sýnishom: „Hugmyndin er að gera flotasókn norðaustur fyrir ísland, meðfram ströndum Noregs alit norður í Barentshaf. Kafbátar eiga að fara fyrir, hefja árásir á eld- flaugakafbáta Sovétríkjanna, sem em þar norðurfrá, og þar með þvinga Rauða flotann til að hörfa norður eftir, kjamorkuflot- anum til vamar. Síðan eiga amerísk flugvélamóðurskip að sækja inn í Noregshaf, tiyggja flugvelli í Norður-Noregi og gera árásir á Kolasvæðið. Með þessu á að fást tangarhald til að knýja Sovétríkin til að semja fljótlega um frið (War Termination le- verage). Miðað er við að allt þetta gerist án þess að gripið sé til kjamorkuvopna. “ Hvemig getur heilvita mönnum dottið í hug að gera flotaárás á annað stórveldi, árás á landsvæði þess og eldflaugakafbáta án þess að reikna með að svarað verði af fyllstu hörku með sterkustu tiltæk- um vopnum? Og verði það gert, hver verður þá afleiðingin? Ég leyfí mér að efast um að þessi fabúla verði nokkum tíma formlega samþykkt sem flotastefna Banda- ríkjanna eða NATO. Ég geri líka ráð fyrir því, að enginn (slenskur ráðamaður sýndi það ábyrgðarleysi í NATO-ráðinu, að samþykkja þar slíka stefnu fyrir bandalagið. Endaskipti örygfgis- þversagnarinnar Það virðist eðlilegra hlutverk okkar íslendinga að stuðla að því að reynt verði að draga úr vígbún- aðarkapphlaupinu heldur en að styðja hugmyndir um flotaárásir á annað stórveldi. Vígbúnaðárkapp- hlaupið hefur leitt til þess, að , kjamorkuveldin í forystu vamar- bandalaga austurs og vesturs geta reikningslega tortímt hvort öðru og heiminum öllum a.m.k. 10 sinnum. Og það sem verra er: Tæknin og tölvuvæðing nútímavígbúnaðar er orðin svo háþróuð, að lítiisháttar bilun í tölvu gæti leitt til þess að gjöreyðingarstríðið hæfíst sem eng- inn ætlaði sér að hefja. Eftir Reykjavíkurfund Gorba- chevs og Reagans 10.—12. október 1986 og samþykkt Alþingis í af- vopnunarmálum frá 23. mal 1985 virðist rökrétt hlutverk íslendinga innan Atlantshafsbandalagsins að reyna að draga úr áhrifum þeirrar óvinarímyndar, sem svo margir í austri og vestri eru haldnir og mögnuð er upp í grein Benedikts. Með því að eyða óvinarímyndinni myndi opnast möguleiki til þess að draga úr spennu, eyða tortryggni, efna til vinsamlegra viðskipta, sam- skipta og samvinnu ríkja austurs og vesturs. Ef vel tækist til gæti komið til eins konar afvopnunar- kapphlaups í stað vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Endaskipti yrðu höfð á öryggisþversögninni. Samkvæmt henni leiðir sérhver aðgerð annars aðila hinna keppandi heimskerfa til styrktar vömum sínum sjálfkrafa til hlutfallslega minna öryggis hins. Hann fínnur sig knúinn til að svara með því að efla eigin vamir. Hinn fyrri svarar aftur með því að styrlcja herbúnað sinn. Þannig leiða þessar víxlverkanir til sífellt vaxandi víbúnaðar beggja og knýja vígbún- aðarkapphlaupið áfram. Sama gildir vafalítið um hugmyndimar um hina nýju flotastefnu Banda- rílqamanna. Hún hefur vafalaust þegar kallað fram áætlanir um vamarviðbrögð ( Moskvu. Einhvers staðar þarf að byija á að eyða óvin- arímyndinni, uppræta tortryggni og stuðla að afvopnun. Tækist að snúa við áhrifum öryggisþversagnarinn- ar stigi mannkynið mikið gæfuspor, sem með tíð og tíma gæti stuðlað að alhliða afvopnun, friði, öryggi og samvinnu ríkja. Á Reykjavíkurfundi Gorbachevs og Reagans í október 1986 vora þessir tveir leiðtogar risaveldanna mjög nærri því að ná samningum um meiriháttar afvopnun. Samt fóra samningamir út um þúfur vegna óvildarviðhorfa hvors aðila til annars, skorti á gagnkvæmu trausti og vegna of mikillar tor- tryggni. Óvinarímynd beggja af hinum var of sterk. Reagan var ekki reiðubúinn að afsala sér „stjömustríðs“-prógramminu fyrir samning um meiriháttar afvopnun, eyðingu kjamaeldflauga, kjam- orkutilraunabann, virðingu mann- réttinda o.fl., sem hefði verið mögulegt annars, og Gorbachev sat fastur við sinn keip um að sam- komulag um þessa víðtæku af- vopnun, sem var annars á borðinu, væri ekki til neins nema því aðeins að bremsur yrðu settar á sljöm- ustríðsprógrammið, af því að það mundi setja aftur í gang nýtt vígbúnaðarkapphlaup og rannsókn- ir til að framleiða nýja tegund gjöreyðingarvopna með þeim afleið- ingum, að öryggismál heimsins yrðu ekki að neinu leyti betur á sig komin en áður. En hvaða fólk mundi Gorbachev „frelsa" yfír í kommúnisma og hvaða menningu, erfðavenjur og kerfí mundi Reagan veija með því að skiptast á skotum í allsheijar lqamorkustríði nútímans? Ef til þess yrði gripið mundu markmiðin sjálf tortímast og allt annað með þeim. Hemaðarlegt öryggi á þessum grandvelli er greinilega ekkert ör- yggi. Það er aðeins, eins og þýski höfundurínn Erhardt Eppler segir, hin drepandi öryggisdraumsýn, þar sem öllu því, sem á að veija með hemaðarmöguleikunum, verður gjöreytt, vegna þess að hver sá, sem mundi vilja rejma að veija líf sitt með nútímavopnabúnaði í allsheijar kjamorkustríði mundi öragglega tapa því. Þetta er hin mikla öryggisþver- sögn og vandræði vopnakerfís nútímans. Ef til ógnarvopnanna yrði gripið, mundi hvoragur aðilinn ná sínum meginmarkmiðum. Báðir mundu tapa öllu sfnu. Og það er furðuleg einfeldni að hugsa sér að gera árásir á eldflaugakafbáta Sov- étríkjanna og á Kolaskaga án þess að svarað verði með sterkasta vopn- inu. Framkvæmd flotastefnufabúl- unnar mundi stigmagnast; hún gæti leitt til algjörrar tortímingar. Með slíka vissu í huga virðist réttlætanlegt að gera ráð fyrir því, að þessi flotastefna verði aldrei annað en fabúla. Hitt er líka ljóst að bæði Gorbachev og Reagan, ráð- gjafar þeirra, samstarfsmenn og eftirmenn mundu haga sér skjm- samlega og sýna virðingarvert hugrekki með því að þora að taka þá öiyggisáhættu að slaka örlítið á ógnaijafnvæginu til þess að ná samningum um að stöðva vígbúnað- arkapphlupið og í framhaldi af því að rejma að koma afvopnunarvíxl- genginu af stað. Hafa Islendingar þar meira hlutverki að gegna heldur en að útbreiða flotastefnufabúlu nokkurra manna sem virðast vilja haga sér í samræmi við lífsstíl sumra frambyggjanna í villta vestr- inu: „Hef byssu og vil ferðast." — Sem betur fer hefur slík glæfra- mennska aldrei verið stefna ríkis- stjómar Bandaríkjanna og verður vonandi aldrei stefna NATO. Höfundur er annar af tveimur heimasendiherrum utanríkisþjón- ustunnar, sem annast stjómm&la- sambandið við fjarlægríki. Breiðari dekk Örugg fótbremsa Dömu. Kalkhoff V-þýska gæðahjólið var kosið hjól árs- ins af V-þýska hjólreiðasambandinu ADFC. Við getumnú vegna hagstæðra samninga boðið þau á einstöku tilboðsverði. Mjúk sæti með verkfæratösku Öryggishandfang með fingragripi Bögglaberi með öryggisgliti Dömu. Stærð: 20" án gíra 24" án gíra 24" 3 gírar 26" án gíra 26" 3 gírar Herra. Stærð: 20" án gíra ■Auka handbremsa 24" 3 gírar Vandaður 3-gírabúnaður Aldur: fyrir 6-9 ára fyrir 9-12 ára fyrir 9-12 ára fyrir 12 ára og eldri fyrir 12 ára og eldri Aldur: fyrir 6-9 ára fyrir 9-12 ára fyrir 12 ára og eldri fyrir fullorðna Afturljós Sérverslun Reiðhjólaverslunin,—^ ímeiraen ORNINNL við Óðinstorg Verð: 7.210, - 7.320,- 9.310,- 8.210, - 10.490,- Verð: 7.186,- 8.960, - 9.960, - 19.960,- hálfaöld Slitsterkt lakk með serstakri ryðvörn 26" 3 girar 28" 3 gírar Allur Ijosabunaöur Lyklalas Handpumpa Lokaður keðjukassi Niðsterkt stell og framgaffall með 10 ara abyrgð Spitalastig 8 Símar: 14661 og 26888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.