Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Ástandið á Þýskalandsmarkaði fer versnandi: Ögri fékk aðeins 24 krón- ur fyrir kílóið af karfa ÁSTANDIÐ á ferskfiskmörkuð- um I Þýskalandi fer síst batnandi en eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins i gær hefur sala á ferskfiski þar i landi nær stöðv- ast í kjölfar sjónarpsþáttar um hringorma. Þannig fékk togar- inn Ogri RE aðeins 24 krónur MAÐURINN, sem handtekinn var í tengslum við rannsókn inn- brotsins i Vöruhús K.Á. þann 27. júlí síðastliðinn og greint var frá í Morgunblaðinu i gær að játað hefði á sig innbrotið, var í gær í Sakadómi Reykjavikur úrskurð- aður i gæsluvarðhald til 19. ágúst. að meðaltali fyrir kUóið af karfa á Þýskalandsmarkaði í gær, en hefði að öllu jöfnu átt að fá um 60 krónur við eðUlegar aðstæð- ur. Þýskaland hefur verið besti markaðurinn fyrir karfa og til sam- anburðar má geta þess, að aðeins Rannsóknarlögreglan fór fram á þetta gæsluvarðhald vegna fram- haldsrannsóknar málsins. Við innbrotið var stolið um 200.000 kr. í reiðufé, en ránsfengurinn hefur enn ekki komið í leitimar. Lögmaður hins ákærða tók sér eins dags frest til þess að afstöðu til kæru til Hæstaréttar. fæst um 12 til 16 krónur að meðal- tali fyrir kílóið af karfa á fiskmörk- uðum hér heima. Samdrátturinn á Þýskalandsmarkaði kann því að draga verulega dilk á eftir sér ef ekki rætist úr. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fer aflinn úr Ögra að mestu í frystingu því von- laust er að selja ferskfisk til neytenda þessa dagana. Pantanir smákaupmanna í Þýskalandi á físki almennt hafa nú stöðvast að mestu enda hafa þýskar húsmæður lýst því yfír að þær muni ekki kaupa físk eftir umrædd- an sjónvarpsþátt. Óttast er að umræðan um ormafiskinn kunni að breiðast til annarra landa þar eð sjónvarpsstöðvar og fjölmiðlar í nágrannalöndum Þýskalands eru nú famar að sýna málinu áhuga. Áhrifa þessa mun þó ekki vera far- ið að gæta enn sem komið er. Innbrotið í Vöruhús K.Á.: Grunaður í gæsluvarðhald VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 07.08.87 YFIRLIT á hádegi í gœr: Yfir Barentshafi og (slandi er 1030 milli- bara hæð. SPÁ: í dag lítur út fyrir fremur hæga norðlæga átt á landinu. Skýjað í útsveitum norðaustan lands en annars léttskýjað. Hiti 9—13 stig um norðanvert landið en 14—20 stig syðra. VEBURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAQUR OG SUNNUDAGUR: Hæg norfiaustan étt, skýjað norðaustan lands en annars léttskýjað. Hiti 8—12 stig norðanlands en 12—18 stig syðra. t Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * ' * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka Þokurnóða ’ , 1 Suld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður Ví t % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl v»ður Akureyrt 9 léttskýjað Reykjavík 13 þokafgr. Bergen 17 rlgning Helsinkl 16 skýjað ian Mayen S þokafgr. Kaupmannah. 16 skýjað Narssarssuaq 17 rignlng Nuuk 11 léttskýjað Osló 14 rignlng Stokkhólmur 12 skúr Þórshöfn 10 alakýjað Algarve 23 akýjað Amsterdam 13 skúr Aþana 31 halðtkfrt Barcelona 20 rlgnlng BeHin 12 akúr Chlcago 17 alskýjað Feneyjar 21 lóttskýjað Frankfurt 16 hélfskýjað Glasgow 14 akýjað Hamborg Las Þalmas 14 skúr vantar London 19 léttakýjað Lot Angales 18 skýjað Lúxemborg 1« skýjað Madrfd 26 holðskfrt Malaga 31 helðskfrt Mallorca 28 léttakýjað Montreal 16 helðakfrt NewYork 19 alakýjað Parfa 19 hélfskýjað Róm 28 léttakýjað Vín 16 lelftur Waahlngton 23 alskýjað Winnlpog 17 akýjaö Blómakerin hifð á sinn stað Kringlan: Fyrstu plönturnar FYRSTU plöntunum var komið fyrir í Kringlunni af starfsmönn- um Blómavals í gær. Byrjað var á þvi að setja upp vínvið, maríu- lauf og sjómannsgleði en fyrstu stóru plöntumar koma í dag. Alls verða 13 mjög stór tré sett upp í Kringlunni. Þrír kókos-pálmar sem fluttir eru inn frá Florida í Bandaríkjunum, sá stærsti rúmlega sjö metrar á hæð, eitt sjö metra stofugrenitré og benjamin ficus, allt upp í fimm metra hár. Þessar plöntur sem á að gróðursetja í föst- um pottum verða aðaluppistaðan í gróðri Kringlunar þó að mikið verði einnig um minni gróður, aðallega kóngavínvið. Frímerkja- og gnllstuldurinn í ágúst 1985: Femt dæmt til fangavistar ÞRÍR karlmenn og ein kona vom í gær dæmd í Sakadómi til fang- elsisvistar og greiðslu skaðabóta vegna innbrots og fleiri afbrota. Fólk þetta var handtekið vegna innbrots hjá tannlækni hér í bæ, þar sem stolið var frimerkjasafni og gulli. Brotist var inn á heimili tann- læknis í Reykjavík þann 4. ágúst 1985. Þar var stolið frímerkjasafni að verðmæti 1,3 milljónir og safni gullfyllinga að verðmæti um 240.000 kr., ásamt fjölmörgum verðmætum munum í eigu tann- læknisins. Upp um innbrotsþjófana komst, þegar þeir reyndu að selja tannlækninum frímerkjasafnið aft- ur. Það fannst síðar á víðavangi óskemmt. Illseljan- leg fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær urðu þau mistök í fyrirsögn á frétt um sölu á ferskum físki erlendis að staf var ofaukið. í vinnslu blaðsins átti að breyta orðalaginu nær óseljanlegt í illseljanlegt, en úr varð að ferskur fískur væri ill óseljanlegur í kjölfar sjónvarpsþáttar um hringorma. Má með sanni segja að slík fyrirsögn sé illseljanleg. Þeir sem dæmdir voru, voru þrír karlmenn, fæddir 1958 og stúlka fædd 1964. Einn mannanna var dæmdur í eins árs fangelsi, annar í sjö mánaða fangelsi og sá þriðji í fiögurra mánaða fangelsi. Stúlkan var dæmd í 6 mánaða fangelsi og þriggja ára skilorð. Aðild sakbom- inganna að brotinu var mismikil og tengdust þeir einnig öðram inn- brotum og ýmsum öðram brotum, sem saman tengdust með ýmsum hætti. Tveir hinna dæmdu vora dæmdir til greiðslu 400.000 kr. skaðabóta til tannlæknisins. Sviðsettu gos SÍMALÍNUR lögreglunnar á Stykkishólmi voru rauðglóandi í gærdag þar sem fólk tilkynnti um eld og reykmekki i Ber- serkjahrauni. Lögreglumenn kipptu sér hins veg- ar lítt upp við þessar upplýsingar þar eð þeir vissu sem var, að þar vora á ferð kvikmyndagerðarmenn við upptökur á kvikmyndinni „Nonni og Manni“. Vora kvik- myndagerðarmennimir að sviðsetja eldgos í þar til gerðum vélum og stafaði engin eldhætta af aðgerðum þeirra. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Stykkishólmi mun myndatakan hafa gengið vel og áfallalaust fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.