Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 5
C'VM | Í?-T. 'i * r • *• MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 5 ísafoldin skírð Hrísey KAUPSKIPIÐ ísafold, sem skírð hefur verið Hrísey, kom tíl hafn- ar á Neskaupstað í fyrradag frá Skotlandi. Skipafélagið Kaupskip hf. á Ak- ureyri hefur nýverið keypt skipið, en það hafði verið kyrrsett í Goole í Bretlandi síðan í maí, vegna skulda fyrrverandi eigenda, Kæliskips hf., við skoska eignaraðila. Við fljúgum til útianda yfir 100 sinnum í hverri viku - sumarið út! * Norræn leik- listarmið- stöð áformuð FYRIR skömmu hélt norræna áhugaleikhúsráðið sinn 20. aðal- fund í Lýðháskólanum i Rómal- andi í Noregi. Fundinn sóttu 23 islendingar viðs vegar að af landinu, en á honum var meðal annars samþykkt ályktun nm að reyna að koma á fót norrænni leiklistarmiðstöð áhugafólks sem sinnti leiklistarmenntun og upp- lýsingamiðlun ásamt öðru. Auk þess samþykkti fundurinn almenna menningarstefnuskrá fyrir ráðið. Bandalag íslenskra leikfélaga hefur tekið virkan þátt í starfsemi norræna áhugaleikhúsráðsins síðan 1970, en sem dæmi um árangurinn af því samstarfi má nefna norrænu leiklistarhátíðina sem haldin var í Reykjavík síðasta sumar, auk þess að íslenskum leikfélögum hefur ver- ið gefinn kostur á að sækja námskeið og að fara í leikferðir til hinna Norðurlandanna. Fræðslufundur fyrir tungu- málakennara Fræðslufundur fyrir tungu- málakennara verður haldinn 10. ágúst kl. 15.00 í Kennaraháskóla íslands, stofu 201. Á fundinum verða kynnt verkefni sem eru örvandi fyrir fjölbreytilega málnotkun nemenda. Leiðbeinendur verða Sallie Hark- ness og Steve Bell, lektorar við Jordanhill-kennaraháskólann í Skotlandi. Þau hafa haldið kennara- námskeið í Skotlandi og víðsvegar um heiminn. Þau eru stödd hér á landi vegna kennslu á námskeiði Kennaraháskólans fyrir grunn- skólakennara sem haldið var í Þelamerkurskóla 4.-8. ágúst. Leiðréttíng í Morgunblaðinu 31. júlí sl. þar sem skattskrár fyrir 1987 voru lagðar fram var rangur nafna- listi þeirra einstaklinga sem greiða hæst gjöld á Austurlandi. Kristín Guttormsdóttir, Nes- kaupstað, fellur út en við bætist Magnús Ásmundsson, Neskaup- stað. Þeir einstaklingar sem greiða hæst gjöld á Austurlandi eru því: 1. Jón G. Helgason, Höfn, 2.021.254 kr. 2. Stefán Amgrímsson, Höfn, 1.924.559 kr. 3. Hjálmar Jóelsson, Egilsstöðum, 1.165.931 kr. 4. Ragnar Steinarsson, Egilsstöð- um, 1.128.673 kr. 5. Magnús Ásmundsson, Nes- kaupsstað, 1.116.199 kr. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. 3 x BALTIMORE/WASHINGTON APEX kr. 25.270 (15/8-14/10) 2xB0ST0N APEX kr. 23.840 (15/8-14/10) 5xCHICAG0 APEX kr. 26.950 (15/8-14/10) 7xNEWY0RK 3xORLANDO APEX kr. 30.990 (15/8-14/10) 3xBERGEN PEXkr. 15.850 3xFÆREYJAR PEXkr. 11.530 3 x GAUTABORG PEXkr. 17.200 17 x KAUPMANNAHOFN PEX kr. 17.010 4xNARSSARSUAK Kr. 14.910 8xOSLO PEXkr. 15.850 7 x STOKKHOLMUR PEXkr. 19.820 2xFRANKFURT PEXkr. 15.190(1/9-31/10) 20xLUXEMBORG PEXkr. 14.190 / 2xPARIS PEX kr. 20.630 2xSALZBURG APEX kr. 18.670 3xGLASG0W PEXkr. 13.370 * Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. _ 8XL0ND0N FLUGLEIÐIR “ PEXkr. 15.450 FLUCLEIDIR ---fyrir þfg-- Söluskrifstofur Flusleiða: Lækiareötu 2. Hótel Esiu 00 Álfahakka 10. Upplvsingasími 25100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.