Morgunblaðið - 18.10.1986, Side 61

Morgunblaðið - 18.10.1986, Side 61
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBKR 1986 Þessir hringdu Góð þjónusta hjá KRON í Furugrund Ein utan af landi hafði sam- band við Velvakanda: Ég kem oft í bæinn og bý þá hjá dóttur minni. Fyrir nokkru fór ég að versla og lá þá leið mín í Kron við Furugrun. Þar var ungur maður í kjötafgreiðslunni og fannst mér ffamkoma hans mjög til fyrirmyndar. Langar mig til að koma á framfæri þökkum fyr- ir lipra og góða afgreiðslu þama. Drögfum úr hraðanum í umferðinni Tómas hringdi: Nú þegar haustar að og dimmt er orðið síðla dags ættu ökumenn að gæta þess að hraðinn sé ekki of mikill. Það hefur því miður sýnt sig undanfarin ár að slysum fjölgar mjög á haustmánuðum og stundum er talað um slysaöldur í því sambandi. Það hefur einnig sýnt sig að of mikill hraði miðað við aðstæður er orsök flestra slysa. Ef ökumenn fengjust al- mennt til að draga úr ökuhraða núna þegar aðstæður fara versn- andi mætti hugsanlega koma í veg fyrir mörg slýs. Þess vegna vil ég koma því á framfæri til allra ökumanna að hugleiða nú þessi mál - draga úr ökuhraðanum og sýna meiri gætni í umferðinni eft- ir því sem aðstæður verða verri. Casio úr Svart Casio tölvuúr (með verk- smiðjunúmerinu NRN 415/595K) tapaðist í Sundhöllinni eða á leið- inni þaðan upp í Bólstaðahlíð. Finnadi er beðinn að hafa sam- band við Guðjón í síma 3 94 39. Græn kápa Græn kápa var tekin í mis- gripum fyrir aðra á Hótel holti laugardaginn 27. september sl. í vasa kápunar voru svartir hansk- ar. Er sá sem kápuna tók vinsam- legast beðinn að hringja í Þórdísi í síma 1 39 89. Trúlofunar- hringur fannst Trúlofunarhringur með áletrun fannst fyrir skömmu í Brautar- holti. Upplýsingar í síma 62 13 70. Stöð tvö ætti að semja við íbúa fjöl- býlishúsa PP hringdi: Mig langar til að koma því á framfæri við þá sem standa fyrir Stöð 2 að þeir geri íbúum flölbýlis- húsa fært að semja um samnot á einum „afruglara". Ástæðulaust er að ailar fjölskyldumar sem búa t.d. við einn stigagang séu að kaupa hver sitt tæki, og áreiðan- lega hagstæðara fyrir báða aðila ef samið yrði um afnot á einu tæki. Þannig myndi Stöð 2 fá fleiri áskrifendur en ella. Hvað um innkaupsverð á „af- mglurunum" og hversu há er álagningin? Ég hef heyrt að álagningin á þessum tækjum sé nokkuð há og sjálfur ætla ég að bíða með að kaupa þetta tæki og sjá hvort það lækkar ekki í verði. Allt í plati Elín Guðjónsdóttir skrifar: Ekki gat ég heyrt betur en for- maður Ferðamálaráðs segði í sjónvarpsviðtali nýlega, að heimilin sem hefðu tekið pantanir á her- bergjum frá ferðaskrifstofum í sambandi við leiðtogafundinn, bæm skaðan ef þeir sem pantað hefði verið fyrir hafí ekki látið sjá sig. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú, að skrifleg og staðfest pöntun milli ferðaskrifstofu og gistisala væri bindandi af beggja hálfu, og að það þyrfti að segja þessum samningi upp með minnst sólarhrings fyrir- vara. Líka hef ég staðið í þeirri trú að ferðaskrifstofur séu skyldugar til þess að greiða eina gistinótt af hverri skriflegri staðfestri pöntun, þótt fólkið sem pantað var fyrir hafi ekki komið. Mér þætti vænt um ef þetta mál væri kannað, svo að hið sanna komi í ljós. Áskriftarsiminn er83033 SJÁLFSTÆÐISMENN REYKJAVIK! RIÍIMAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26e.h. s. 28843. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu mér vinarhug á 90 ára afmœli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Valdimar Stefánsson. Mercedes Benz 230 E Til sölu Mercedes Benz 230 E árg. 1981, ekinn 80 þús. km. Blár, metallic, leðuráklæði, sjálfskipt- ing, centrallæsingar, ABS-hemlakerfi, útv./kass- ettut., rafm.loftnet o.fl. Sérlega góður bfll. Verð 700 þús. Upplýsingar í síma 43714 (Hjörtur). Fyrir viðskiptavin okkar auglýsum við til sölu Mercedes Benz 300D árg. 1985 Ekinn 120 þús. km. Svartur, sjálfskipting, jafnvægisbúnaður, litað gler, centrallæsingar, útv./kassettut. Ný snjódekk. Verð 950 þús. Upplýsingar í síma 43714 (Hjörtur). INNVAL Þjónusta í þína þágu Við bjóðum vandaðar eldhúsinnréttingar á hagstæðu verði Opið í dag frá kl. 10—16 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.