Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 46

Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Talsmenn stj órnarflokka: Sýndum ábyrgð - náðum árangri Stjórnarandstaðan: Góðærið til fólksins Stefnuræðu Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, var útvarpað og sjónvarpað í fyrrakvöld, sem og umræðum um hana. Ræðan var birt í heild í Morgunblaðinu í gær. Hér á eftir verða lauslega raktir örfáir efn- ispunktar úr ræðum einstakra þingmanna. Góðæríð til fólksins Svavar Gestsson , formaður Alþýðubandalagsins, sagði efnis- lega, að hér væri góðæri, þrátt fyrir ríkisstjómina en ekki vegna henn- ar. Hinsvegar hafi þessu góðæri ekki veríð skilað til fólksins. Kaup- máttur kauptaxta hefði lækkað í tíð stjómarinnar. Kaidur vetur peningahyggjunnar hefur ráðið ríkjum í þijú ár. Félags- legir þættir setið á hakanum. Aiþýðubandlagið, stærsti andstæð- ingur fhaldsins, leitaði stuðnings við það markmið, að skila góðærínu til fólksins f landinu. Landsbyggðin svikin Hjörleifur Guttormsson (Abl. Al.) sagði forsætisráðherra sýna - á stundum - vinstri vangann, en væri þó stafnbúi í römmustu íhalds- stjóm í sögu lýðveldisins. Stjómarstefnan hafi leitt til fólksflótta úr stijálbýli til þéttbýlis. Hún væri undirrót byggðaröskunar. Olfugjaldið, sem nú er fyrirhugað, er landsbyggðarskattur, bitnar á útgerð, loðnubræðslum og vöm- flutningum. Landbúnaður væri á vonarvöl. Draga eigi úr niður- greiðslum á rafhitun. Menntamála- ráðherra viðhafí hótanir um skerðingu skólahalds á landsbyggð- inni, skólaaksturs, heimavista og mötuneyta, að ógleymdri meðferð hans á lánasjóði námsmanna. Hjörleifur sagði að Alþýðubanda- lagið styðji heilbrigða byggða- stefnu. íjóðin þurfi að létta af sér oki þessarar dæmalausu ríkisstjóm- ar. Horfir til betri áttar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksin, sagði öðra vísi umhorfs nú í þjóðarbúskapnum en þegar ríkisstjómin tók við. Baráttan gegn verbólgunni hafí borið árang- ur. Framleiðsla og verðmætasköpun fari vaxandi. Kaupmáttur hafí aukizt sl. tvö ár. Peningaspamaður sömuleiðis. Fyrirtæki rétti úr kútn- um. Hrikalegur viðskiptahalli hafi náðst nokkuð niður. Líkur standi til jafnaðar í viðskiptum við önnur lönd 1987. Gjörbreytt stjómarstefna hefur leitt til árangurs, ásamt hagstæðum ytri skilyrðum. Það var grandvallar- breyting þegar horfið var frá daglegum gengislækkunum til stöð- ugleika. Ekki síður aukið frjálsræði í peningamálum sem leitt hefur til stóraukins innlends spamaðar. Og ekki sízt þjóðarsáttin sem leitt hef- ur til jafnvægis í atvinnu- og efnahagslífi. Án þessara grandvall- arbreytinga væram við enn að tala um vaxandi verðbólgu og rýmandi kaupmátt. Þorsteinn minnti á lækkun tolla af ýmsum helztu neyzlu- og §ár- festingarvöram heimilanna, lækkun skatta á atvinnufyrirtækjum (launaskattur og verðjöfnunargjald á raforku), hóflegri skattaákvæða vegna kaupa á hlutabréfum og Qár- festingar í atvinnurekstri. Hann gerði og grein fyrir hugmyndum sínum varðandi lækkun tekjuskatts 1987 (sjá frétt á baksíðu Mbl. í gær). Margir ávinningar Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði flest hafa snúizt til betri vegar í samfélaginu í tíð ríkisstjómarinnar. Hjöðnun verðbólgunnar, helztu meinsemdar atvinnu- og efnhagslífs okkar í hálfan annan áratug, bæri þar hæst. Nu ríkti gróska í þjóðlíf- inu. Ástæður gróskunnar væra fyrst og fremst femskonar: 1) Hag- stæð ytri skilyrði, 2) Samræmd efnahagsstefna, 3) Kjarasáttin, sem það prófsteinn á Þorstein, hvem veg hafí tekist að skipta góðærinu milli landsfólksins. í þeirri skiptingu hefðu' of margir fengið steina fyrir brauð. Ræðurmaður taldi flokk sinn, Alþýðuflokkinn, vaxandi. Hann berðist fyrir nýju, réttlátu skatta- kerfi, styrkara húsnæðiskerfí, einum lífeyrissjóði fyrir landsmenn Þorsteinn Steingrímur Matthías Jón Baldvin Jóhanna Stefán gerð var í febrúar sl. og 4) stórauk- ið fijálsræði í flestum sviðum, m.a. í viðskiptum og fjölmiðlun. Ólafur rakti ýmsar stjómvaldsað- gerðir, sem horfi til fijálsræðis í þjóðfélaginu: fijálsrar verðmyndun- ar, fijálsari gjaldeyrisviðskipta, endurskipulagningu sjóðakerfa sjávarútvegs og iðnaðar, endur- skipulagningu ríkisfyrirtækja og sölu sumra þeirra. Ólafur sagði að tekjutrygging bótaþega væri nú um það bil tvö- faldur lífeyrir. Með breyttum lögum nái tekjutrygging til veralegra fleiri nú en fyrir daga þessarar stjómar. Hækkun ellilífeyris og annarra bóta hafi komið til framkvæmda jafn- skjótt og launataxtar hafa hækkað, og að jafnaði verið meiri en hækkun taxtanna. Aldrei áður hafi hærra hlutfall þjóðartekna farið til al- mannatrygginga. Sjálfstæðisflokk- urinn hafí haft forystu um þessar úrbætur. Ræðumaður vék að vinstristjóm- ar-og verðbólguáranum og spurði: hefur þegar verið samið um nýja vintri stjóm? Skoraði hann á lands- menn að efla Sjálfstæðisflokkinn svo, að hér yrði ekki mynduð ríkis- stjóm f næstu framtíð án forystu hans. Það væri forsenda frelsins og framfara. Framsóknarfj ötrar Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, gagmýndi m.a. það sem hann kallaði „fram- sóknarfjötra" á fiskveiðum og landbúnaði. Forsætisráðerra hafi orðið að flýja stefnu sjávarútvegs- ráðherra úr kjördæim sínu, Vest- fjörðum. Jón Baldvin vék einnig að viðtali Helgarpóstsins við Einar Karl Har- aldsson, fyrrum ritstjóra Þjóðvilj- ans, sem færi heim sanninn um, að Alþýðubandalagið gangi ekki heilt til skógar. Þaðan sé ekki for- ystu að vænta. Ræðumaður viðurkenndi að góð- æri væri í landinu. Það ætti rætur í hagstæðum ytri skilyrðum, ekki stjómarstefnunni. Hinsvegar væri alla, valddreifingu til sveitarstjóma og landsbyggðar, nýrri atvinnu- stefnu og samræmdri launastefnu. Vegið að félag’smálum. Jóhanna Sigurðardóttir (A.- Rvk.) sagði hlut ríkisstjómarinnar í efnahagsbatanum skrautlegar umbúðir utan um ekki neitt. Kostn- aður ríkissjóðs við kjarasáttina verði sendur næstu ríkisstjóm í rfkissjóðshalla. Fólki hafi verið gert að skila kjarabótum til baka, m.a. í skattheimtu. Ræðumaður vék að flótta úr ýmsum starfsstéttum, s.s. heil- briðgisstéttum. Harkan gagnvart láglaunastéttum bitni ekki sízt á konum, sem þar séu fjölmennar. Stjómarstefnan vegi og að félags- málum hverskonar. Alþýðuflokkur- inn vilji snúa þessu við. Flokkurinn hafi m.a. lagt fram þingmál um endurmat á láglaunastörfum og lífeyrisréttindi fyrir heimavinnandi húsmæður. Hagfræðingar og reiknistokkar Kristín Halldórsdóttir (Kl.Rn.) talaði m.a. um þá gjá, sem væri milli valdsherra og almennings. Valdsherrar tali ekki við fólkið í landinu, heldur hagfræðinga og reiknistofnanir. Nauðsynlegt væri að þeir, sem stýrðu málum þjóðar- innar, hefðu betri innsýn í daglegt líf og kjör fólksinsu. Þeir megi ekki rofna úr tengslum við veraleika lág- launafólksins. Stefna stjómarflokkanna kemur ekki fram í faguryrðum talsmanna þeirra, heldur í stjómvaldsákvörð- unum og stefnumótun, t.d. fjárlaga- framvarpinu. Fjárlagaframvarpið vísar ekki veg til kjarabóta . Það styrkir ekki félagslega og mannlega þætti í þjóðfélaginu. Frumframieiðslan Málmfríður Sigurðardóttir (Kl.Ne) sagði stjómarstefnuna halla mjög á landsbyggðina, sem berðist fyrir tilvera sinni. í tíð þess- arar ríkisstjómar hafi ný störf fyrst og fremst orðið til á höfuðborgar- svæðinu en ekki í stijálbýli. Málfríður sagði stærstan hluta útflutningsverðmæta, sem færðu gjaldeyri í þjóðarbúið, verða til utan höfuðborgarsvæðisins. Hún taldi stjómarstefnuna halla á framfram- leiðslu, bæði sjávarútveg og land- búnað, og hafi það bitnað á landsbyggðinni. Málfríður lagði áherzlu á gildi ferðamannaþjónustu, ekki sízt í stijálbýli. Hún sagði menntun og þekkingu aðgöngumiða þjóðarinnar að betri framtíð. Þjóðin og fjárveitingavald- ið megi ekki skorast undan því að greiða þennan nauðsynlega að- göngumiða til betri tíðar. Viðreisn & nýsköpun Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.) taldi Alþýðuflokk og Alþýðubanda- lag horfa um öxl, varðandi stjómar- myndun eftir kosningar. Einkum væri horft til tveggja fyrirmynda: nýsköpunarstjómar [samstjómar beggja A-flokka og Sjálfstæðis- flokks] og viðreisnar [samstjómar íslenzk sendiráð. Hann sagði að ný skrifstofa yrði opnuð í Brassel á næstunni, er fylgjast myndi með málefnum Evrópubandalagsins og gæta hagsmuna íslendinga gang- vart því. Kerfissjónarmið Stefán Benediktsson (A.-Rvk.) sagði stefnuræðu forsætisráðherra hafa speglað kerfisdekur, miðstýr- ingu og áætlunarbúskap. Stjómar- flokkamir hafni því að gera Útvegsbankann upp; þeir vilji hafa þijá stóra ríkisbanka. Þeir hafni fijálsri verðmyndun búvöra og ftjálsu fiskverði. Þeir haldi fast í fjötra kvótans. Þeir hafni fijálsri gjaldeyrisverzlun. Þeir hafni í raun því blandaða hagkerfi, sem hér er sagt til staðar, kjósi fremur áætlun- arbúskap að rússneskri fyrirmynd. ísland gengur lengst ríkja, héma megin jámtjalds, í því, að stjóma lífi einstaklingsins ofan frá. Stefán sagði hættuna ekki stafa fyrst og fremst af ftjálshyggjunni Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks]. Hverskonar stjómir vóra þetta, spurði ræðumaður. Og svaraði efn- islega: Nýsköpunarstjómin eyddi gjald- eyristekjum stríðsáranna, gerði útgerðina að styrkþega ríkissjóðs og færði landið í hóp þeirra ríkja er þáðu efnahagsaðstoð frá velmeg- unarrflgum. Viðreisnarstjómin lék lands- byggðina illa, rústaði hana nánast, og olli alvarlegri byggðaröskun. Djúpstæður ágreiningur var og er á milli núverandi stjómarflokka. Það var hinsvegar ótvíræð skylda þeirra að takast sameigjnlega á við vandamálin, eins og horfði í þjóðar- búskapnum vorið 1983. Aðrir skutu sér undan þeirri ábyrgð. Árangur- inn hefur verið góður um flest. Blekking Svavar Gestsson sagði það grófa blekkingu að tala um hærri kaupmátt nú en nokkra sinni fyrr. Þeir, sem það gerðu, reiknuðu vinn- þrælkun flölskyldunnar, umfram eðlilegan vinnudag, sem og launa- skrið, inn í dæmið. Kaupmáttur kauptaxta væri hinsvegar 20% lægri nú en 1982. • • Oryggis- og varnarmál Matthias A Mathiesen, utanrík- isráðherra, ræddi einkum utanríkis- mál, öryggis- og vamarmál, samskipti okkar við Bandaríkin og viðskipti okkar við umheiminn. Hann rakti ágreiningsefni okkar við Bandaríkin, vöraflutninga á sjó til vamarliðsins og hvalveiðar í vísindaskyni. Flestir fagni því að þessi deilumál hafi verið leidd til lykta, utan Alþýðubandalagið, sem sett hafi upp hundshaus yfir lausn- inni. Það vildi viðhalda ósættinni. Þess ær og kýr era að setja fleyg milli íslands og annarra Vestur- landa varðandi varnarsamstarf. Utanríkisráðherra ræddi og að- stoð og fyrirgreiðslu við útflutn- ingsatvinnuvegi þjóðarinnar, bæði með tilkomu Útflutningsráðs Is- lands og viðskiptafulltrúa við heldur ráðandi miðstýringarsjónar- miðum í báðum stjómarflokkunum. Fólkið skiptir höfuðmáli Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) sagði fólkið skipta höfuðmáli, ekki boðskapur talna- meistara, er lúti lögmálum reikni- stokksins. Það era oftast til fleiri leiðir en ein að sama marki. Það mátti ná sama árangri og nú hefur náðst í hjöðnun verðbólgu, án þess að kostnaðurinn væri alfarið sóttur til launafólks. Kvennalistinn hafí lagt fram tillögur um slíka leið. Sigriður minnti á frumvarp Kvennalistans, þessefnis, að óheim- ilt yrði að greiða lægri laun hér á landi en 30.000 á mánuði, fyrir fulla dagvinnu. Skoraði hún á for- sætisráðherra að beita afli sínu til þess, að það megi ná fram að ganga. Hún sagði að það hafí vantað hinn mannlega þátt í stefnuræðu forsætisráðherra. Þar hafi ekki ver- ið eitt orð um málefni bama né kvenna. Störf kvenna era allsstaðar van- metin, sagði hún, bæði á vinnu- markaði og innan veggja heimilis- ins. Þessvegna er áframhaldani þörf fyrir Kvennalistann. Konur verða að snúa vöm í sókn í þjóð- félaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.