Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 27
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 27 Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson. Kiwanismenn ásamt Helga Haukssyni, lækni og Kristínu Þórarinsdóttur, hjúkrunarfræðingi, þegar skoðunarbekkurinn var afhentur. Þorlákshöfn: Kiwanismenn af hentu söfnunarfé ^ Þoriákshöfn. Á HVERJU ári safna kiwanis- menn hér i Þorlákshöfn fé með þvi að selja jólatré og flugelda um jól og áramót, einnig er farið í fisksölur og fleira. En hvemig er þessum peningum svo varið? Það er spuming sem oft er spurt og kannski ekki af ástæðu- lausu því ekki hefur verið gert allt of mikið af því að upplýsa fólk hveijir njóti peninganna. Að þessu sinni vom það Heilsu- gæsla Þorlákshafnar sem nýlega fékk mjög vandaðan skoðunarbekk sem búið er að koma fýrir á heilsu- gæslunni, Björgunarsveitin Mann- björg fékk peningaupphæð til styrktar húsbyggingu sem nú stendur sem hæst, einnig var Sund- deild ungmennafélagsins afhent peningaupphæð til styrktar starf- semi sinni sem nú stendur í miklum blóma. Það er sannfæring þeirra kiwan- ismanna að þetta fé hafí komið á góða staði og óska þeir öllum þess- um aðilum alls hins besta í fram- tíðinni. Jón. Iðnaðarhúsnæði Höfum til leigu 270 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð, við Dalbrekku í Kópavogi. Uppl. í síma: 46688 og 30768. Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR Barónsstígur Bergstaðastræti Grettisgata 2-36 o.fl. Mávahlíð 1-24 KÓPAVOGUR Kársnesbraut 2-56 Amnesty International: Alþjóðleg vika helguð „gleymdum föngum“ Ingi Karl Jóhannesson, sem séð hefur um undirbúning vikunnar og Sigríður Ingvarsdóttir formaður samtakanna. Á VEGUM Amnesty Intemation- al verður haldin alþjóðleg vika dagana 20.- 26. oktober. Vikan er helguð „gleymdum föngum", að þessu sinni era það fangar frá 12 löndum sem athygli er vakin á. íslandsdeiidin hefur valið að sinna fjórum þessara fanga sérs- taklega með bréfaskriftum til stjórnvalda. Á fundi með blaðamönnum skýrðu Ingi Karl Jóhannesson, Erica Urbancic og Sigríður Ingvars- dóttir formaður Islandsdeildarinnar markmið vikunnar. „Gleymdir fangar" eru að sögn þeirra menn sem sjaldan eða aldrei heyrist frá og oft ekki fyrr en öll hjálp er um seinan. Þeir eru fómarlömb mann- réttindabrota, verða að þola fang- elsisvist, illa meðferð og pyndingar. „Hvatinn að stofnun Amnesty Intemational 1961 vom kringum- stæður slíkra fanga, og em vanda- mál þeirra enn áberandi. Við ætlum að fá fóik til að skrifa bréf þeim til fulltingis. Við höfum útbúið sér- hannað bréf ásamt lýsingu á máli fanganna og verður hægt að fá bréfín hér á skrifstofunni. Sterkasta og skæðasta vopnið í þessari bar- áttu er almenningsálitið ásamt heiðarlegum fjölmiðlum. Stjómvöld um heim allan taka vaxandi mark á þessu starfí, við höldum áfram að senda bréf og vonumst til að þau verði eins og dropinn sem holar steininn." í tilefni vikunnar mun íslands- deildin gangast fýrir ljóða- og tónlistarkvöldi sem haldið verður n.k. miðvikudagskvöld og hefur Sigurður Magnússon undirbúið dagskrána. Fangamir sem íslandsdeild Am- nesty ætlar að styðja em; Ueana del Rosario Solares Castillo, 22 ára endurskoðandi sem tekin var föst í september 1982 í Guatemala-borg. Yfírvöld hafa þrætt fýrir að hún hafí verið tekin föst og enn er hún týnd. Manan Effendi bin Ijokr- hardjo var tekinn fastur í Indónesíu 1965 og hafði setið í fangelsi í 18 ár er Amnesty Intemational hóf afskipti af máli hans. Chinkangala Faustino Lombe heitir fertugur kennari sem hafður hefur verið í haldi í Zambíu nær sleitulaust síðan 1978 án þess að kæra hafí verið borin fram. í Sovétríkjunum hefur Anatoly Lupynis verið lokaður inni á geðsjúkrahúsi gegn vilja sínum í 15 ár, en A.I. hefur ekki frétt af honum síðan 1983. Fulltrúar stjómar íslandsdeildar- innar hvöttu menn til að koma og skrifa undir bréf til að mótmæla meðferð þessara fanga. Skrifstofan er að Hverfisgötii 15. Verslunin Ský - sérverslun með íþróttafatnað ALSPORT hf. rekur nú verslunina Ský, sem er sérverslun með íþróttafatnað, að Hverfisgötu 105. Veslunin hefur umboð fyrir vömr frá Austurríki, Noregi, Ítalíu, Frakk- landi og frá Bandaríkjunum. Eigendur em Karl Skramovsky, sem jafnframt er framkvæmdastjóri, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Sveinn Brynjólfsson og Pétur Guðjónsson. Eróbikk ERÓBIKK- Ó ÐSLUDAGUR \Á NíÍTFI FSII / f/ 1 / t l Lmm ímm immm %J SUNNUDA GINN 19. OKTÓBER Margt breytist á sviði vísindanna, þar á meðal ýmislegt er varðar líkamsrækt. Við kynnum ykkur það nýjasta frá þekktustu fræðimönn- um i heimi á Hótel Esju klukkan 11.00 til klukkan 18.00. Kennararnir í Eróbikk-stúdíóinu kynna helstu breytingarnar sem orðið hafa á Eróbikk-leikfimi og annarri músíkleikfimi 1986, upplýsingar sem feng- ust á stærstu Eróbikk-ráðstefnu i heimi, I.D.E.A. (International Dance and Exercise Association) sem haldin var nú í október. Meðal efnis verður öndunarkennsla — Gunnar Eyjólfsson leik- ari; íþróttameiðsli — Guðmundur Björnsson læknir; meðferð meiðsla; Sólveig Steinþórsdóttir sjúkraþjálfari. Einnig verður fjallað um næringu, megrun, forvarnir og ýmislegt annað. Nýjustu Eróbikk- videóspólurnar sýndar og boðið upp á hitaeiningasnauðan hádegis- verð. Klukkan 10 er dúndur Eróbikk-tími i Eróbikk-stúdíóinu en tímar falla niður að öðru leyti á sunnudaginn. Þessi dagur er eingöngu fyrir korthafa i Eróbikk-stúdíóinu sem eru beðnir að skrá þátttöku í Eróbikk-stúdíóinu fyrir sunnudag. Við bjóð- um einnig fyrstudeildarliðunum og landsliðinu, sem hafa fengið þjálfun hjá okkar færu kennurum, velkomin. Hittumst á Esju Kennarar: Jónína, Ágústa J., Ágústa Kr., Mark, Kristín, Anna, Hildi- gunnur og Sigrún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.