Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 — „Var þér kalt?“ spurði ég. — „Konunni, sem var gift manninum sem málaði Guemica, verður ekki kalt,“ svaraði Jacque- line og brosti stríðnislega, síðan tók hún í hönd mína og sagði: „Þessi opnun var yndisleg, þetta er dagur Pablo, þegar ég er við- stödd opnun á sýningu eftir Pablo, eða get orðið til þess að minningu hans er sýndur sómi, fínnst mér eins og Pablo sé hjá mér aftur og ég er alsæl." Þetta litla atvik með Jacqueline Picasso við opnun Listahátíðar 1986 kemur aftur upp f huga minn núna þegar hún er látin. Trygglyndi hennar við minningu „töframannsins í málverkinu", og sú hlýja sem lýsti úr dökkum aug- unum sem virtust hafa séð allt, og skilið, og skildu jafnvel ótöluð orð, eins og hún sæi beint inn í hugskot manns, er sú minning sem ég varðveiti um þessa sterku konu. Ung að ámm hafði Jacqueline kynnst Pablo, fyrst sem fyrirsæta, síðan sem eiginkona. Hún var honum í senn yrkisefni og sálufé- lagi. „Hann gerði mig að drottn- ingu þegar honum sýndist," sagði hún einu sinni á góðri stund og bætti síðan við: „Sú sem hefur verið leidd til hásætis af slíkum manni, fínnst aðrir menn heldur litlausir á eftir.“ Svo hló hún eins og ástfangin skólastelpa. Ég gæti skrifað langt mál um kynni mín af Jacqueline, þótt stutt væru, slík áhrif hafði hún á mig. Að hafa fengið tækifæri til að kynnast slíkri konu eru forrétt- indi. Og ég er óumræðiiega þakklátur fyrir þær stuttu stundir sem ég eyddi með henni, þegar hún dvaldi hér á landi í tvígang sem gestur Listahátíðar 1986. Ég veit að ég tala fyrir hönd okkar allra sem stóðum að Lista- hátíð 1986, þegar ég færi vinum hennar og ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Höfð- ingsskapur hennar og örlæti, þegar hún færði forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, myndina góðu, sem gjöf til allrar íslensku þjóðarinnar, sýnir best hvflíkan hug hún bar til okkar. Megi starf hennar og minning verða öðrum leiðarljós í heimi eftiishyggju og trúleysis. Hrafn Gunnlaugsson Höfundur var formaður fram- kvæmdastjómar Listahátíðar 1986. Jacqueline Picasso tekur við skærunum, sem hún klippti á borðann með, þegar hún opnaði sýninguna á verkum manns síns á Listahátíð 1986. Keflavík: Agætur afli hjá togurunum Keflavfk. AFLI togaranna var ágætur í september. Þeir lönduðu 1227 tonnum í sextán sjóferðum. Tog- aramir eru sex. Bergvík KE var aflahæst, með 327 tonn í þrem sjóferðum, Aðalvik KE var með 300 tonn i þrem sjóferðum og Gautur GK var með 244 tonn í fjórum sjóferðum. Tveir stórir bátar eru gerðir út á úthafsrækju og frysta þeir aflann um borð. Jöfur KE landaði 92,9 tonnum í tveim sjóferðum og Gunn- jón GK landaði 68,2 tonnum í einni sjóferð. Aðeins einn bátur landaði loðnu í september, það var Harpa RE sem landaði tvívegis samtals 926 tonn- um. Afli smærri bátanna var 593,7 tonn í 134 sjóferðum. Ágúst Guðmundsson GK er far- inn á sfldveiðimiðin fyrir austan og von er á að þeir Albert Guðmunds- son KE og Stafnes KE haldi á miðin næstu daga. B.B. ^lgSausteuSríShaustlaukareni nú ástóriaekku5u verði. Notiðtækifærið. Dæmiumverð: ásut nú 10stk. lágvaxnirTúlípanar... 4-iq"_ 10 stk. margblómaTúlípanar. «q"_ 10skt.fylltirTúlípanar. LandsbyggðarÞjónusta Sendum í póstkröfu hvert a land sem er 100 stk. laukar í kassa 7 mism. tegundir......905’- 499*“ 100stk. laukarífötu 5 mism. tegundir......S05.- Blómum vidaverold Nýtið svalakassann fyrir haustlaukana GSðurtíúsinu við Sigtún: Slmar36770-686340 Pennavinir Nitján ára Austurríkispiltur með mikinn áhuga á landi voru og fólki: Peter Knögler, Honauertr. 39, A-4020 Linz/Donau, Austria. Frá Ghana skrifar 21 árs stúlka með áhuga átónlist, dansi, íþróttum o.fl.: Marian Mould, P.O.Box 455, Cape Coast, Ghana. Frá Vestur-Þýzkalandi skrifar stúlka, líklega á aldrinum 15-20 ára. Hún á íslenzkan hest, hund og kött. Skrifar á ensku, þýzku eða frönsku: Anne Hahn, Weidenstrasse 24, D-4100 Duisburg 74, W-Germany. Jacqueline Picasso In memoriam
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.