Morgunblaðið - 18.10.1986, Side 13

Morgunblaðið - 18.10.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Frágangsvinna á veginum um Mánárskriður STARFSMENN Vegagerðar rikisins eru þessar vikurnar að vinna við frágang nýja Siglu- fjarðarvegarins um Mánárskrið- ur og er stefnt að þvi að ljúka veginum fyrir næsta sumar, nema malarslitlaginu sem þá verður lagt. Jónas Snæbjömsson umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki segir að byijað hafí verið á nýja veginum árið 1980. Hann hafí síðan verið opnaður fyrir almennri umferð fyrir tveimur árum, en með bráðabirgðatenging- um á báðum endum og án þess að lokið hafí verið við að koma hluta hans í rétta hæð. Nú yrði gengið frá þessum tengingum og vegurinn lækkaður um 4 metra á um 300 metra kafla. Sagði Jónas að þetta væri erfítt verk því þama væri brött skriða og berg, en þetta væri nauð- synlegt vegna þess að vegurinn yrði hættulegur í brekkunum við minnstu hálku auk þess sem erfítt væri að halda honum opnum með snjómðningstækjum. Kostnaður við verkið er áætlaður 2,5—3 milljónir kr. Jónas sagði að æskilegra hefði verið að vinna þetta verk fyrr í haust, en það hefði dregist af ýms- um ástæðum. Hann sagði þó að aðstæður gerðu það að verkum að Vegagerðarmenn væm ekki mjög háðir veðri við vinnu sína. Flug til Akur- eyrar kostar nú 5.010 kr. EFTIR hækkun far- og farm- gjalda í innanlandsflugi sem tók gildi í gær kostar 5.010 krónur að fara fram og til baka til Akur- eyrar. Er það 346 krónum dýrara en verið hefur að undanförnu þvi áður kostaði fargjaldið 4.664 krónur. Svo önnur dæmi séu tekin þá hækkar fargjald til ísafjarðar, báð- ar leiðir, úr 4.356 krónum í 4.680, til Egilsstaða úr 6.216 kr. í 6.678 og Vestmannaeyja úr 3.040 krónum í 3.266 kr. í öllum tilvikum er flug- vallarskatturinn talinn með en hann er 18 krónur hvora leið. r Eignaþjónustan FASTEIGNA- OG SKIPASALA HVERFISGÖTU 98 (horni Barónsstigs). Sími 26650, 27380 Opið í dag frá kl. 1-4 Mi&bær. Falleg einstakl.íb. á 3. hæð. Gott útsýni. Útb. 500 þús. Skeggjagata. Ágæt 2ja herb. 55 fm íb. í kj. Allt sér. Ákv. sala. Kleppsvegur. Vorum að fá i ákv. sölu fallega 4ra herb. endaíb. Þvottaherb. i ib. Verð 2,7 millj. Lindargata. 4ra herb. íb. á 1. hæð. Sérinng. Ákv. sala. Mikið áhv. Ásbraut — 4ra herb. ásamt bílsk. Ca 110 fm á 2. hæð. Útb. 300 þús. Laugavegur bakhús sem er jarð- hæð, hæð og ris ca 60 fm að grunnfl. Ásgarður raðhús. Mjög huggu- legt á tveimur hæðum ásamt kj. Sólbaðsstofa. Mjög góð sól- baðsstofa á góðum stað. Góðir tekjumöguleikar. Mögul. skipti á íb. Verð 3 millj. Skemmuvegur — iðnaðarhúsn. 145 fm húsnæði. Upplýsingar á skrifstofu. Vantar fyrir trausta kaupendur. • Góðar 4ra eða 5 herb. íb. t Vesturborginni. Lögm. Högni Jónsson, hdl Breyttu út af venjunni og veittu ungri konu tækifærí tii að starfa á Aiþingi. í dag göngum viö sjálfstæöismenn til prófkjörs í Reykjavík. Þaö erákaflega áríðandi aö viö notum þetta tækifæri til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn mæti sterkur til leiks . í kosningunum í vor. Viö veröum að veita ungu fólki brautargengi, - viö veröum að kjósa konur. Sólveig Pétursdóttir er sjálfstæöismað- ur framtíöarinnar, veitum henni strax tækifæri á Alþingi og gerum listann okkar þannig sterk- ari og sigurstranglegri. Sóveig Pétursdóttir lögfræöingur er 34 ára gömul. Hún er dóttir Guörúnar Árnadóttur húsmóöur og Péturs Hannessonar deildar- stjóra og fyrrum formanns Óöins. Sólveig er gift Kristni Björnssyni og þau eiga þrjú börn. Veljum Só/veigu Pétursdóttur sæti meóa/ efstu manna i prófkjörinu í dag. V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.