Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 12
12 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 . Einn af okkur á þing ÁsgeirHannes Eiríksson Lára Rafnsdóttir. Helen Jahren. Tónleikar í Norræna húsinu NÆSTKOMANDI sunnudag, 19. október, mun Helen Jahren, óbóleikari frá Svíþjóð og Lára Rafnsdóttir, píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 17.00. í fréttatilkynningu frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík segir. „Helen Jahren fæddist í Malmö í Svíþjóð og hóf nám í óbóleik hjá prof. Jörgen Hammergaard og útskrifaðist árið 1978. FVamhalds- nám stundaði hún í Freiburg hjá prof. Heinz Holliger og í Bem hjá prof. Hans Elhorst. Helen Jahren hefur unnið til margra verðlauna og viðurkenninga bæði heima í Svíþjóð og á alþjóðavettvangi. Árið 1981 fékk hún 1. verðlaun og „Golden Harp“ sem eru sérstök verðlaun áheyrenda, í alþjóðlegri samkeppni sem haldin var í Belgrad og árið 1985 var henni veittur Sonning styrkur. Síðan 1981 hefur hún ferðast um Evrópu og til Suður- og Mið-Ameríku til tónleikahalds. Hún kom til íslands í apríl 1985 sem fulltrúi Svíþjóðar frá Biennalen 1984 og hélt þá tónleika í Norræna húsinu. Milli tónleikaferða kennir hún kammer- tónlist við Tónlistarskólann í Malmö," Á efnisskrá tónleikanna eru sónötur eftir J.S. Bach og Pou- lenc, þijár rómönsur eftir Schum- ann, Six Metamorphoses after Ovid eftir Britten og Morceau de Salon eftir J.W. Kalliwoda. Aðalfundur Útvegsmanna- félags Snæfellsness: Svanborg Siggeirs- dóttir formaður Stykklshólmi. AÐALFUNDUR Utvegsmannafélags Snæfellsness var haldinn í Stykkishólmi Iaugardaginn 11. okt. í Hótel Stykkishólmi. Formaður, Soffanias Cesilsson útgm. Gmndarfírði, setti fundinn og flutti skýrslu stjómar, en Finn- ur Jónsson, Stykkishólmi, stýrði fundinum. Var fundurinn vel sótt- ur af félögum í öllum kauptúnun- um á Nesinu og umræður urðu miklar um ýmis mál sjávarútvegs- ins, t.d. um fískveiðikvótann, hvemig hann væri nýttur og hvemig honum væri beitt og komu fram margar raddir um breytingar á mörgum vandkvæðum hans. Ýmsum hugmyndum var vísað til aðalfundar LÍU sem að þessu sinni verður haldinn í Vestmannaeyj- um. Sveinn Hjartarson, fulltrúi, var mættur af hálfu stjómar LÍÚ og flutti hann erindi um afkomu sjáv- arútvegsins á þessu ári. Kom fram í máli hans að hagur útgerðarinn- ar hefur vænkast mjög undanfarið og kvað hann það stafa bæði af lækkun olíuverðs og eins hærra verði sjávarafurða. Sjávarafli væri nú með meira móti, en um sölu- horfur á síldarafurðum væri erfítt að segja um og þar væm margar blikur á lofti. Hann sagði að sam- komulagið um kvótann hefði verið yfírgnæfandi á seinasta aðalfundi LÍÚ. Þá vankanta sem komið hefðu í ljós væri nauðsynlegt að skoða og bæta úr væri þess kost- ur. Á fundinum tóku margir til máls og margar skoðanir vom reifaðar, og var ekki annað sjáan- Iegt en mikið fjör væri í samtökum útvegsmanna á Snæfellsnesi. Kjörnir vom 12 fulltrúar á aðal- fund LÍÚ. Fer fulltrúakjör eftir tonnaijölda bátaflotans á hveijum stað. 1 fulltrúi fyrir hver 500 tonn. Stærsti flotinn er í Ólafsvík, enda fara þaðan 5 fulltrúar. Soffanís sem verið hefír formaður samtak- anna í 5 ár baðst undan endur- kjöri. í stjóm fyrir næsta ár hlutu kosningu: Svanborg Siggeirsdótt- ir Stykkishólnii, formaður, Guðmundur Smári Guðmundsson Gmndarfírði, ritari og Ólafur Rögnvaldsson Hellissandi, gjald- keri. Meðstjómendur Ottar Guðlaugsson og Haukur Sig- tryggsson, báðir úr Ólafsvík. Arni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.