Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Segir sig úr Fram- sóknarfl okknum- vegna óánægju BIRNIR Bjarnason dýralæknir á Hornafirði hefur sagt sig úr Fram- sóknarflokknum vegna óánægju með að vera settur út af framboðs- lista flokksins eftir að hafa tekið þátt í prófkjöri fyrir næstu alþingiskosningar og hafnað í tíunda sæti. Annar var settur í hana stað en sá hafði neitað að taka þátt í prófkjöri sem fram fór í kjör- dæminu. „Það er ekki vegna skoðana- ágreinings, sem ég segi mig úr flokknum," sagði Bimir, sem hefur setið í hreppsnefnd Hafnarhrepps í tvö kjörtímabil fyrir flokkinn, þar Okurmálið: Hermann gjaldþrota BÆJARFÓGETINN í Kópavogi kvað í gær upp þann úrskurð að bú Hermanns Gunnars Björg- vinssonar skyldi tekið til gjald- þrotaskipta að ósk hans. Hermann Gunnar bíður nú dóms fyrir Sakadómi Kópavogs vegna okurlánastarfsemi. Þeir sem telja sig eiga fé hjá Hermanni verða nú að lýsa kröfum í búið. Nokkrir munu þó hafa fengið fé sitt til baka þar eð lögfræðingur þeirra tók Qámám í verðmætum sem bæjar- fógeti hafði í vörslu og lagt var hald á við húsleit hjá Hermanni við upphaf málsins. af eitt sem oddviti og er að auki formaður stjómar Kaupfélags A- Skaftafellssýslu. í óbundinni skoðanakönnun Framsóknarfélag- anna á Austurlandi hafnaði Bimir í þrettánda sæti, efstur Homflrð- inga á eftir Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra. Honum var þá boðin þátttaka í prófkjöri sem hann þáði og lýsti þá yflr við for- mann kjörstjómar að hann vildi halda því sæti sem hann lenti í. „Það fór þannig að ég hafnaði í tíunda sæti og var ekkert óánægður með það,“ sagði Bimir. „Síðan upp- götva ég, að ég er settur út af listanum í staðinn fyrir mann sem hefði neitað að taka þátt í prófkjör- inu. Það veldur mér reiði, þetta héraðs- eða miðsvæðisveldi. Eg er búinn að vera í þessari pólítík í bráðum tvo áratugi og þetta er í fyrsta skipti sem Austur-Skaftfell- ingar hafa einungis einn mann á listanum. Pólitísk sannfæring mín hefur ekkert breyst ég er bara ekki tilbúinn til að láta fara svona með mig. Að hlaupa í annan flokk er ekki á dagskrá." Benedikt Sigxir jónsson látinn BENEDIKT Siguijónsson, fyrr- verandi hæstaréttardómari, lést í Reykjavík á fimmtudagskvöld, sjötugur að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Fanneyju Stefánsdóttur og þijá syni, Stefán, Guðmund og Siguijón. Benedikt fæddist í Hólakoti á Reykjaströnd í Skagafírði 24. apríl árið 1916. Foreldrar hans voru Sig- uijón Jónasson, bóndi, og kona hans Margrét Stefánsdóttir. Að loknu námi í Menntaskólanum á Akureyri hélt hann til Reykjavíkur og lauk lögfræðinámi árið 1940. Hann starfaði hjá borgardómaran- um í Reykjavík um skeið, og rak einnig málaflutningsskrifstofu með öðrum. Benedikt var skipaður hæstaréttardómari í ársbyijun Nafn mannsins MAÐURINN sem fannst látinn í hlíðum Vífilsfells á fimmtudag hét Ásgeir Ásgrímsson, tii heim- ilis að Hraunbraut 36 i Kópavogi. Hann var 55 ára gamaU. Ásgeir heitinn hafði farið á rjúpnaveiðar snemma á miðviku- dagsmorgun. Þegar hann var ekki kominn til byggða síðdegis sama dag var hafín leit og fannst hann um fjögurleytið á fimmtudagl Talið er að hann hafí orðið bráðkvaddur. Hinn látni lætur eftir sig eigin- konu, Guðbjörgu Gísladóttur og Qórar dætur. Hann var flugvirki og starfaði hjá Flugleiðum. Benedikt Siguijónsson 1966, og gegndi því embætti til ársloka 1981. Af öðrum störfum hans má nefna setu í Skaðabóta- nefnd, Bifreiða- og umferðarlaga- nefnd, Kjaradómi óg ritstjóm Norræns dómasafns. Benedikt var fyrsti formaður Tölvunefndar og lét a.f því starfí um síðustu áramót. -V f Slösuðu sjómennimir fluttir frá borði þyrlunnar á áttunda ttmannm f gærkveldi. MorgunbiaÆð/Ámi sæbers Tveir norskir sjómenn sóttir 100 mílur á haf út: Þyrlan 7 klukku- stundir á lofti ÞYRLA frá varnarliðinu lenti við Borgarspítalann á áttunda tímanum í gærkveldi með tvo alvarlega slasaða norska sjó- menn. Mennirnir eru til aðhlynn- ingar á Borgaspítalanum og eru ekki í lífshættu. Tilkynning barst til Slysavamar- félags íslands í fyrrinótt um tvo alvarlega slasaða sjómenn um borð í norska skipinu Tinnes, sem er sjálfhleðsluskip um 8 þúsund rúm- lestir að stærð. Slysið varð er skipið fékk á sig hnút um 200 mflur suð- ur af landinu. Mennimir voru í brúnni og köstuðust til með þeim afleiðingum að þeir slösuðust illa á baki, brotnuðu og mörðust. Varð að búa um annan þeirra í brúnni, þar sem ekki var talið þorandi að hreyfa hann. Engin tök voru á að senda þyrlu til móts við skipið fyrr en eftir að birti, þar sem 10 vindstig voru af suðri á svæðinu. Skipið tók stefnuna á Vestmannaeyjar og þyrla frá Vamarliðinu hóf sig á loft klukkan 12.30 í gær. Henni til aðstoðar var P-3 kafbátáleitarvél, þar sem Hercules vél, sem sér þyrlunni fyrir eldsneyti meðan hún er á lofti, var stödd á Bretlandseyjum. Þyrlan var yfír skipinu um þrjú leytið og var það þá um 100 sjómflur suðsuðaust- ur af Vestmannaeyjum. Voru tveir sjúkraliðar settir um borð, en síðan hélt þyrlan til móts við Hercules vélina til þess að taka eldsneyti- Mjög erfíð flugskilyrði vom á svseð- inu, 7-8 vindstig af vestri og þurfti þyrlan að fá eldsneyti einu sinni til viðbótar áður en lent var við Borg- arspítalann. Mjög vandasamt var að búa slösuðu mennina til flutn- ings. Tók það um tvær klukku- stundir og erfíðlega gekk að hífa þá um borð í þyrluna við þessar aðstæður. Tinnes var á vesturleið og hélt það áfram för sinni eftir að mönn- unum hafði verið bjargað frá borði. Síldarverð lækkað um 20-37% frá síðustu vertíð Raunveruleg kjaraskerðing síldarsjó- manna 42%, segir Óskar Vigfússon YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað í gær 20% og 37% verðlækkun á síld til frystingar og söltunar frá gildandi verði á siðustu vertíð. Verðflokkar verða tveir, 6 krónur fást fyrir síld í stærri flokknum og 3 krónur fyrir minni flokkinn. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að með þessu og almenn- um launahækkunum skerðist kjör síldarsjómanna um 42% milli ára. Verðið var ákeðið með atkvæð- um oddamanns, Bolla Bollasonar, Ásgeir Ásgrímsson, flugvirki. Sjallinn boðinn upp: Iðnaðarbankinn bauð hæst 35 milljónir króna Landsbankinn og Samvinnutryggingar buðu einnig Akureyri. IDNAJÐARBANKINN hf. átti hæsta tilboð i eignarhluta Ak- urs hf. í húsinu Glerárgata 7 er annað og síðasta nauðungar- uppboð fór fram á eigninni i gær. Steingrímur Eiríksson, hdl., lögfræðingur Iðnaðar- bankans bauð 35 milljónir króna fyrir hönd bankans. Gunnar Sólnes byrjaði á því að bjóða 21 milljón fyrir hönd Lands- bankans og Benedikt H. Ólafsson bauð 31 milljón króna fyrir hönd Samvinnutrygginga en síðan bauð Steingrímur Eiríksson eins og áður sagði 35 milljónir og krafðist útlagningar sem ófullnægður veð- hafí í 19. veðrétti. Uppboðið fór fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Iðnaðar- banka íslands hf., Verzlunar- banka íslands, innheimtumanns ríkissjóðs, Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Ingólfs Friðjónssonar hdl. Elfas I. Elíasson, bæjarfógeti og uppboðshaldari, tók sér tveggja vikna frest til að meta tilboðin. Þar til hann ákveður sig verður Sjallinn opinn - þessa helgi og þá næstu. Kröfur Iðnaðarbankans í eign- ina eru um 60 milljónir króna en í þeirri tölu eru innifaldar ábyrgð- ir gagnvart ferðamálasjóði upp á 14 milljónir króna. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á fyrsta veðrétt f eigninni. Þess má geta að Iðnaðarbank- inn hefur veðrétt í meginhluta lausaflár Akurs hf. og kaupenda, Áma Benediktsson- ar og Hermanns Hanssonar, gegn atkvæðum kaupenda, Óskars Vig- fússonar og Sveins Hjartar Hjartarsonar. Verðið er uppsegj- anlegt með þriggja daga fyrirvara frá og með 1. nóvember næstkom- andi. Óskar Vigfússon mótmælti verðinu. Hann sagði að miðað við aflamagn á úthaldsdag síldveiði- báta á sfðustu vertíð þýddi þessi verðlagning að útilokað væri að sfldveiðisjómenn næðu hlut úr afla sínum. Þá benti hann á það, að á sama tíma og sjómönnum væri gert, með þessari verðákvörðun, að lækka hráefni sitt um 37% til söltunar og 20% til frystingar frá síðustu vertíð, hefðu almenn laun í landinu hækkað um 21%- Síldveiðisjómenn stæðu því frammi fyrir 42% skerðingu lg'ara miðað við síðasta ár. Óskar sagði í samtali við Morg- unblaðið, að Sjómannasambandið hefði beint því til sjómanna að snúa sér til stéttarfélaga sinna til að fá upplýsingar um það með vissu, hve mikið þeir geti borið út býtum og ákveða að því loknu, hvort þeir haldi til veiða eða ekki. „Menn hafa verið tilbúnir til að helja veiðar í 14 daga og það getur því miður verið erfitt fyrir þá að hverfa frá fyrirhuguðum veiðum. Bátamir eru í mörgum eða flestum tilfellum búnir með kvóta á öðrum tegundum og hafa því ekki á önnur mið að róa. Útlit- ið er þvf vægast sagt óglæsilegt," sagði Óskar Vigfússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.