Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 43 Miödalsheiöi. Fariö veröur meö- fram Myrkutjörn, Gleraugnatjörn, Selvatni og endaö viö Nátthaga- vatn. Fararstjóri: Einar Egilsson. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bensínsölu. Ekki þarf aö panta far. SKÁK OG BRIDGE Taflfélag Kópavogs: Skákþing Kópa- vogs hefst á sunnudag Skákþing Kópavogs hefst nk. sunnudag, 20. febrúar, kl. 13 og veröur teflt aö Hamraborg 1, kjall- ara. Fyrir utan fyrstu umferöina veröur síðan teflt á laugardögum og mánudagskvöldum. Nýmæli veröur tekiö upp á mót- inu, þ.e. engar biöskákir veröa, heldur notast viö sama fyrirkomu- lag og tíökast í deildarkeppni Skáksambands Islands, tvær klukkustundir fyrir fyrstu 40 leikina og síöan hálf klukkustund til aö Ijúka skákinni. Unglingameistaramót Kópavogs hefst fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30 á sama staö og veröa tefldar tvær umferöir á kvöldi. KVIKMYNDIR Lögberg, Háskóli íslands: —Spönsk kvik- myndasýning í kvöld í kvöld verður sýnd á vegum spánska sendiráösins og spönsku- deildar Háskóla íslands kvikmynd- in Tristana (1969) sem byggö er á samnefndri skáldsögu eftir B. Pór- ez Galdós. Leikstjóri er Luis Bunu- el, en myndin gerist í Madrid og Toledo. Don Lope Garrido (Fernando Rey), fjöllyndur kvennamaöur, fífl- ar stjúpdóttur sína Tristönu (Chat- erine Deneauve), sem vinafólk hans hefur trúaö honum fyrir. Hann neitar síöan aö kvænast henni og gerir hana að ástmey sinni. Og svo framvegis. Bunuel hefur sagt um þessa mynd sína: „Hverju skiptir hver söguþráöurinn er? í næstu mynd minni veröur umfjöllunarefniö þaö sama og fyrr, ástarhvötin og trúin eins og alltaf. Tristana var ekki annaö en átylla, sem geröi mér fært aö lýsa ýmsum hliöum hins spánska þjóölífs." Luis Bunuel var nýlega heiöraö- ur í Pompidou-menningarmiöstöð- inni í París. Hinn 83 ára gamli meistari skipar enn sess meö allra fremstu kvikmyndaleikstjórum heims. Sýningin veröur í Lögbergi, stofu 103, kl. 19.30. MÍR-salurinn: Kvikmynd um Spánarstyrj- öldina á sunnudaginn Kvikmyndasýning veröur í MlR- salnum, Lindargötu 48, nk. sunnu- dag, 20. febrúar kl. 16., og þá sýnd gömul sovésk heimildarkvikmynd um Spánarstyrjöldina 1936-1939, aödraganda hennar, lok og eftir- mál. Myndin nefnist „Grenada, Grenada, Grenada mín“ og er heit- iö sótt í frægt kvæöi um borgara- styrjöldina í Rússlandi eftir sov- éska skáldiö Svétlov. Höfundar myndarinnar eru þeir Roman Karmen, einn kunnasti stjórnandi heimilarkvikmynda sem uppi hefur veriö, og blaöamaöurinn og rithöf- undurinn Konstantin Simonov. Feröuöust þeir félagar um Spán meðan á stríöinu þar stóö og söfn- uöu efni í kvikmyndina. Skýringar meö myndinni á ensku. Aögangur aö MÍR-salnum er ókeypis og öll- um heimill, meöan húsrúm leyfir. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamíóill! VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! JMwgtmMitfrife Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson Sakir þrengsla í síöasta föstu- dagsblaöi varö því ekki komiö viö aö birta mynd þá úr upp- boösskrá Félags frímerkjasafn- ara, sem fylgir þessum línum. Þótti mér þaö aö vonum miður, en nú er úr því bætt. Um leiö minni ég á, aö uppboösefniö veröur til sýnis á morgun, laug- ardag, í húsakynnum F.F. aö Amtmannsstíg 2, kl. 14—16. — Þá þykir mér rétt aö árétta þaö, aö frímerkjauppboöiö sjálft fer fram laugardaginn 26. þ.m., þ.e. aö viku iiöinni, og veröur í sam- bandi viö félagsfund, sem hefst kl. 13.30 í ráöstefnusal Hótels Loftleiða. Hefur þessi háttur ver- iö haföur á um nokkurt skeið og þótzt gefast vel. Eins og nefnt var í síöasta þætti, mega félagar í F.F. taka meö sér gesti, enda hafa nýir félagar oft gengiö í F.F. á fundum þessum og þannig um leið öölazt rétt til aö bjóöa í þaö efni, sem á boöstólum er. Ég held ég brjóti svo engar reglur, þótt ég taki þaö hér fram, aö kaupendur greiöa einungis 5% ofan á „slegiö“ boö. Aö sjálf- sögöu bætist sendingarkostnað- ur viö, ef efnið veröur sent í KÍLÓVARA PÓSTSTJÓRNARINNAR pósti. Loks er rétt aö minna á, að skrifleg boö veröa aö berast fyrir 24. febrúar, þ.e. næsta fimmtu- dag. Fleygið ekki frímerkjum í þætti 21. jan. s.l. var stutt- lega vikiö aö frímerkjasöfnun al- mennt og þess þá m.a. getið, aö flestir muni sennilega halda til haga þeim frímerkjum, sem þeir fá á bréfum sínum og öörum póstsendingum, þótt þeir líti ekki á slíkt sem söfnun. Margir gefa líka vinum sínum og kunningjum þessi frímerki, og eitthvaö er um það, aö fyrirtæki gefi merki sín og heil umslög til líknarfélaga. Þau selja síðan þessa hluti til ágóöa fyrir starfsemi sína. Hér nægir aö nefna Geðverndarfélag islands sem dæmi. Þá er þaö og algengt, aö starfsfólk fyrirtækja og stofnana fái leyfi til aö hiröa frímerki og selji síðan. Fer hagn- aöur af þeirri sölu þá í sameigin- legan sjóö, og er ekki nema gott eitt aö segja um þaö. En hvernig svo sem menn ráöstafa frímerkj- um þeim, sem þeir hiröa, en fleygja ekki í bréfakörfuna, lenda þau oftast aö lokum í höndum frímerkjasafnara, sem dunda við aö skoöa þau og flokka og koma síöan fyrir í söfnum sínum eöa nota til skipta viö aöra safnara. Kílóvara Þaö, sem hér hefur veriö sagt aö framan, má í rauninni einnig segja um hina svonefndu kíló- vöru póststjórnarinnar. Eru þaö frímerki af fylgibréfum og póst- ávísunum, sem póststjórnin heldur eftir, en viötakandi fær ekki aö hiröa sjálfur. Þetta varö mikið hitamál á sínum tíma, svo sem margur man, því aö viötak- endur töldu sig eiga fullan rétt á þessum frímerkjum. Ekki dró þaö úr áhuga þeirra aö fá þau í eigin hendur, aö hér var og er oft um mjög há verðgildi aö ræöa, sem sjást nær aldrei á venju- legum sendingum. En nú liggur fyrir hæstaréttardómur um þaö, aö póststjórnin eigi þessi merki — og ekki þýöir víst aö deila viö dómarann, þótt mörgum safnara hafi sárnaö þau úrslit og jafnvel dregiö þau í efa. Safnarar geta svo boðið í þessi frímerki, sem seld eru ár- lega í 250 g pökkum. Getur ein- staklingur boöiö mest í 12 pakka eöa 3 kg, og af því er nafniö kíló- vara dregið. Því miöur hefur hvort tveggja orðið, að vara þessi hefur aö margra dómi orö- iö lélegri meö árunum, og svo er hitt, sem bæöi ég og aörir hafa skrifað um, aö íslenzkir safnarar neyöast til aö greiða söluskatt til ríkisins ofan á veröiö. Ég segi neyöast, þvi aö erlendir frí- merkjasafnarar eöa kaupmenn þurfa ekki aö greiða þennan skatt. Auðvitaö er hér um mikla og óhæfa mismunun að ræöa. Nú er lika svo komiö, aö jafnvel íslenzkir frímerkjakaupmenn sjá sér tæplega fært aö bjóöa í þessi frímerki. Hef ég hugboð um, aö hvorki 1981 né 1982 hafi þessi kilóvara selzt upp. Vitaskuld er þaö mjög slæmt fyrir alla aöila, en mælirinn getur oröiö fullur, þótt söfnunarhneigðin sé sterk, þannig aö menn láti ekki bjóöa sér allt. Þar sem saman munu fara aö nokkru leyti í máli þessu hagsmunir safnara og svo póstmanna, er þess óskandi, aö samvinna geti tekizt um þaö milli þessara aöila aö fá ranglátum skatti af sölu kílóvörunnar aflétt. Ef þaö tekst, þarf póststjórnin ekki að sitja uppi meö óselda af- klippinga af fylgibréfum sinum og póstávisunum, þ.e. kílóvöruna. Allt aö afsláttur Opiö frá kl. 9—12 laugardag. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8. S: 84670.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.