Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 HVAD ER AD GERAST UM HELGIHA? TÓNLIST Kjarvalsstaðir: Fjölbreytt tón- leikahald um helgina Fjölbreytt tónleikahald veröur á Kjarvalsstööum um helgina. Sjá nánar undir Sýningar á Kjarvals- stööum. Rauða húsið á Akureyri: Knéfiðlutón- leikar á sunnudaginn Nk. sunnudag, þann 20. febrúar, kl. 21, veröa knéfiölutónleikar í Rauöa húsinu. Þar mun Oliver Kentish leika frumsamin verk. íslenska óperan: Þrjár sýningar á Töfraflautunni um helgina islenska óperan sýnir enn sem fyrr óperuna vinsælu Töfraflautuna eftir W.A. Mozart. Aðsókn hefur veriö mjög góö og jaðrað við „út- sölustemmningu" í miöasölunni. Sýningar um helgina verða sem hér segir: föstudag kl. 20.00, laug- ardag kl. 20.00, sunnudag kl. 20.00. Þetta er næstsíöasta sýningar- helgin sem Töfraflautan veröur sýnd að þessu sinni og því hver aö veröa síöastur aö tryggja sér miða. Sú breyting veröur á hlutverka- skipaninni frá og meö nk. föstu- degi aö Elísabet Eiríksdóttir tekur viö hlutverki 1. hirömeyjar Nætur- drottningarinnar af Sieglinde Kah- man. SÝNINGAR Kjarvalsstaðir: Sýningu ungra myndlistar- manna lýkur um helgina Mjög góð aösókn hefur veriö aö sýningu ungra myndlistamanna aö Kjarvalsstöðum. Þar sýna 58 lista- menn í allt 170 verk, og hafa þegar selst rúmlega 60. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 en henni lýkur á sunnudagskvöld. Síödegis á laugardag og sunnudag flytur Þór Elís Pálsson, myndlistamaöur, verk sitt og Lárusar Grímssonar tónskálds „Þá riöu hetjur um hér- uð ...“, verk samsett af tónlist, litskyggnurööum og fleiru. Verkiö er flutt í fundarherbergi og tekur u.þ.b. hálfa klukkustund. Flutning- urinn hefst kl. 15.00 báöa dagana. Þá veröa eftirtaldir tónleikar í sýningarsal: Föstudagskvöld kl. 20.30, nem- endur Tónlistarskólans í Reykjavík flytja blandaöa dagskrá fyrir ýmis hljóöfæri. Laugardagskvöld kl. 20.30, Musica nova. Mánudags- kvöld kl. 20.30, nemendur Tónlist- arskólans í Reykjavík frumflytja ný tónverk eftir nemendur skólans, þ.á m. Atla Ingólfssson, Hauk Tómasson, Helga Pétursson, Hróömar Sigurbjörnsson, Kjartan Ólafsson og Mist Þorkelsdóttur. Rauða húsið á Akureyri: Rósa Kristín sýnir veggteppi Nk. laugardag, þann 19. febrú- ar, kl. 16, mun Rósa Kristín Júlíus- dóttir opna sýningu á verkum sín- um í Rauöa húsinu. Rósa Kristín er innfæddur Akur- eyringur og stundaöi myndlistar- nám í fjögur ár, m.a. í Reykjavík, Danmörku, Ítalíu og New York. Fyrstu einkasýningar hélt hún 1968 í Landsbankasalnum á Akur- eyri og sýndi þá olíumálverk eins og hún gerði tveimur árum síöar í Unuhúsi í Reykjavík. Á námsárum sínum erlendis tók hún þátt í mörgum samsýningum á Ítalíu, í Bandaríkjum Noröur-Ameríku og einu sinni meö starfsbræörum sín- um norölenskum. Síöast sýndi Rósa í Rauöa húsinu á liönu sumri. Á þessari sýningu veröa veggteppi (quilting), öll ný af nálinni. Sem fyrr segir veröur sýningin opnuö laugardaginn 19. febrúar kl. 16 og stendur til fimmtudagsins 24. febrúar og veröur opin daglega frá kl. 16 til 20. Mokkakaffi: Málverkasýning Plútós Nú stendur yfir á Mokkakaffi við Skólavöröustíg málverkasýning Benedikts Björnssonar eöa Plútós eins og hann nefnir sig líka. Á sýn- ingunni eru 4 olíumálverk og 19 vatnslitamyndir, og stendur hún til 28. febrúar. Listmunahúsið: Sýningu Magnúsar Kjartanssonar lýkur um helgina í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, stendur yfir sýning á myndverkum Magnúsar Kjartanssonar og lýkur henni á sunnudaginn. Myndirnar á sýningunni eru flestar unnar á sl. ári meö vatns-, þekju- og akryllitum, sem og Ijós- næmum efnum og tækni frá bernsku Ijósmyndarinnar. Sýningin er opin í dag frá kl. 10 til 18, en um helgina frá 14 til 18. LEIKHÚS Leikbrúöuland: Þrjár þjóðsögur Nú fara aö veröa síöustu forvöö aö sjá sýningu Leikbrúöulands um Gípu, Átján barna föður í Álfheim- um og Sæmund fróöa. Næsta sýn- ing veröur á sunnudaginn kl. 15 aö Fríkirkjuvegi 11. Miðasala hefst kl. 13 og veröur svarað í síma Æsku- lýösráös. Revíuleikhúsið: - Tvær sýningar á Karlinum í kassanum Vegna mikillar aösóknar veröa tvær sýningar á Karlinum í kassan- um í Hafnarbíói á laugardags- kvöldiö kl. 20 (ath. breyttan sýn- ingartíma) og þriöjudagskvöld kl. 20.30. Miöasala er frá kl. 17 sýn- ingardaga, en á milli 17 og 19 í dag og mánudag. Leikfélag Akureyrar: Bréfberinn frá Arles Um helgina sýnir Leikfélag Ak- ureyrar „Bréfberann frá Arles“ eftir Erns Bruun Olsen í þýöingu Úlfs Hjörvar. Þetta er leikrit um vináttuna, ástina, listina og mannssálina, sem engan lætur ósnortinn. Leikritiö var frumsýnt 4. febrúar. Leikurinn gerist i smábænum Arles í Suður-Frakklandi árin 1888 og 1889. Þar býr bréfberinn Roul- in ásamt konu sinni og þremur börnum. Hann er hlýr og gaman- samur náungi, óhræddur viö aö segja skoöanir sinar og bjóöa öör- um byrginn. Þegar listmálarinn Vincent van Gogh flyst í bæinn til aö mála í litadýrðinni viö Miðjarö- arhafiö reynist Roulin-fjölskyldan honum betur en enginn. Leikritiö er byggt á dagbókum Van Goghs og bréfum hans til bróöur síns, Theo, en málverk hans af Roulin-fjölskyldunni og öörum myndefnum í Arles eru nú talin ódauðleg listaverk, jafnviröi þyngdar sinnar í gulli, þótt honum hafi aðeins tekist aö selja eina mynd á meðan hann liföi. Sýningin er í kvöld, föstudags- kvöld, 18. febrúar, sunnudaginn 20. febrúar og þriðjudaginn 22. febrúar. í leikhúsinu á Akureyri er nú jafnframt leiksýningunni myndlistarsýningin „Fólk“ — samsýning 13 myndlistarmanna á Akureyri. Húsiö opnar klukkutíma áöur en leiksýningar hefjast. Þjóðleikhúsið: Aukasýning á Danssmiöjunni á sunnudags- kvöldiö Jómfrú Ragnheiöur eftir Guö- mund Kamban veröur sýnd tvisvar sinnum nú um helgina, í kvöld og annaö kvöld (laugardagskvöld). Er þess aö geta aö sýningin á laug- ardagskvöld er 20. sýning verks- ins. í síöustu viku hlaut Bríet Héö- insdóttir menningarverölaun DV i leiklist fyrir leikgerö sína á þessu ástsæla verki. Lína langsokkur veröur sýnd tvisvar nú um helgina, á laugardag og á sunnudag, kl. 15.00 báöa dagana. Uppselt hefur veriö á allar sýningarnar á Línu til þessa og er einnig uppselt á sýningarnar nú um helgina. Danssmiðjan, listdanssýning ís- lenska dansflokksins, mæltist vel fyrir og hlaut afþragös dóma. Aukasýning veröur á sunnu- dagskvöldiö á þessum nýju ís- lensku ballettum sem Nanna Ólafsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og meölimir dansflokksins hafa samiö viö tónlist Leifs Þórarins- sonar, Gunnars Reynis Sveinsson- ar, Þóris Baldurssonar, Edward Elgar, Aram Katsjatúrjan og Jean Sibelius. Er þetta allra síöasta tækifæri til þess aö sjá þessa sýn- ingu. Tvíleikur eftir Tom Kempinski er á fjölum Litla sviðsins á sunnu- dagskvöldiö. Þetta athyglisveröa og skemmtilega breska verðlauna- leikrit hefur notiö mikilla vinsælda allt frá því þaö var frumsýnt snemma í seþtember sl. Athygli er vakin á því aö þetta er næstsíðasta sýningin á þessu verki. Leikfélag Reykjavíkur: Salka Valka á förum I kvöld (föstudagskvöld) er 15. sýning á franska gamanleiknum Forsetaheimsókninni hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur og er þegar upp- selt á sýninguna. í verkinu er brugöið upp mynd af öllu því um- stangi sem fylgir, er „venjuleg fjöl- skylda'1 á von á forseta landsins í heimsókn, og svo aö sjálfsögöu öllu því sem úrskeiöis fer í sjálfri heimsókninni. Annaö kvöld er 48. sýning á Sölku Völku eftir Halldór Laxness en sýningum fer nú fækkandi. Alls koma 16 leikarar fram í tæplega 30 hlutverkum, enda ein viöa- mesta sýning Leikfélagsins um langt skeið. í Austurbæjarbíói er miönætur- sýning á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo, en sýningar eru nú komnar á fimmta tuginn og áhorf- endafjöldi farinn aö nálgast 20 þúsund manns. Á sunnudagskvöld er Skilnaður Kjartans Ragnarssonar í lönó, en verkiö hefur veriö sýnt fyrir fullu húsi frá því snemma í haust en þar fylgjumst viö meö konu einni kjölfar skilnaöar. FERÐALÖG Ferðafélag íslands: Gönguferð frá Þorlákshöfn Dagsferöir sunnudaginn 20. febrúar eru fyrir og eftir hádegi. Kl. 10.30 er fyrri ferðin, en þaö er skíöagönguferö frá Bláfjöllum austur aö Þrengslavegi, en komiö er aö honum í nágrenni Geitafells. Kl. 13 er gönguferö frá Þorláks- höfn meö ströndinni í vestur. Létt ganga. Miövikudaginn 23. febrúar verö- ur kvöldvaka um efniö „í dagsins önn“, en Dr. Haraldur Matthíasson fjallar þá um forn vinnubrögö í máli og myndum. Nánar auglýst í fé- lagslífi blaðsins um helgina. Útivist: Skída- og gönguferðir á sunnudaginn Á sunnudaginn, 20. febrúar, kl. 13 veröur skíöaganga í Bláfjöllum. Gengiö veröur i kringum Stóra- Kóngsfell og Drottningarnar tvær. Nú er hægt aö taka þátt í norrænu landskeppninni á síöum meö Úti- vist, þetta er fyrsta gangan af fimm. Skráningarspjöld afhent þeim sem þess óska. Byrjendur fá tilsögn í göngulistinni og þurfa því ekki aö hika viö aö vera meö. Far- arstjóri: Sveinn Viöar Guömunds- son. Kl. 13 á sunnudaginn veröur einnig farið í gönguferö aö Miödal og Elliöakot. Gengiö veröur upþ í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.