Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 —I HVER STJÓRNAR ÁljNlJ HFIMII l? Sé barnið orðið húsbóndinn á heimilinu, þá er komið upp vandræöaástand í fjölskyld- unni. Fjölskylduráögjafinn Vincent Androsiglio kemur hér fram meö þrjár alveg ótvíræöar vísbendingar um aö valdastaöan á heimilinu sé oröin öfugsnúin; jafnframt sýnir hann fram á, hvernig rétt og festuleg viöbrögö viö slæmri hegöun barnsins geta fært yfirráöin yfir fjölskyldunni aftur í hendur foreldranna, og þannig bæöi sameinaö fjöl- skylduna á ný og skapaö samheldni á heimilinu. iö skulum hlusta á eftirfarandi samræöur á milli Dorísar og hinnar ellefu ára gömlu dóttur hennar, Susie. Susie (afundin): Mamma, ég bara skil þig ekki. Hvaö þarf ég aö segja þér oft, aö ástæðan fyrir því, aö ég er ekki búin aö taka til í herberginu mínu er sú, aö ég hef allt of mikið aö læra fyrir morgun- daginn. Dorís (afsakandi): Jæja, allt í lagi; en þetta er búiö að vera svona í tvær vikur. Hvenær heldurðu aö þú getir fariö aö snúa þér að þvi aö taka til og þurrka svolítiö af hérna? Susie (meö tárin í augunum); Mamma, ég er svo þreytt. Ég er lasin. Dorís (sakbitin): Er eitthvaö aö þér, elsk- an mín. Viltu aö viö tölum saman um þaö? Susie: Nei. Dorís: Allt í lagi, góöa mín, en ég vil aö þú farir aö taka til i herberginu þínu á morgun. Ef Dorís heföi í þessu sambandi snúiö sér til sérmenntaöra ráögjafa í félagslegum málefnum, þá er alveg eins líklegt, aö þeir heföu tjáö henni, aö hún Susie heföi bara of lítiö sjálfstraust — og þannig komið móöurinni til aö finna fyrir enn meiri sekt- arkennd og vakiö sjálfsásakanir hjá henni. En svo er líka hægt aö líta á þetta mál frá allt annarri hlið — frá sjónarhóli fjölskyldu- ráögjafar og láta þá liggja milli hluta, hvor mæögnanna ætti sök á þessu ástandi á heimilinu. Hins vegar væri þá unnt aö kenna Dorís mjög sérhæfðar, áhrifaríkar aöferöir til þess aö ráöa bót á hegöun dótt- ur sinnar. ar fylgjast grannt meö, því innan fjölskyld- unnar skiptir það máli, hver segir hverjum fyrir verkum. Þaö er mönnunum eölilegt aö koma á meö sér kerfum meö mismunandi vald- skiptingu, hvort sem um er aö ræða ríkis- stjórn, félagasamtök, skóla eöa innan fjöl- skyldunnar. Á heimilinu tökum viö vald- skiptinganna sem sjálfsagöan hlut, án þess aö hugsa nánar út í þaö. Ef við verðum til dæmis vitni aö því, aö kona skipar barni að drekka nú strax úr mjólkurglasinu sínu, þá drögum við eins og ósjálfrátt þá ályktun, aö hún sé móðirin og þetta sé hennar barn. Ef viö hins vegar sæjum hlutunum snúiö alveg viö — aö barniö væri aö skipa móö- urinni aö drekka morgunkaffiö sitt — myndum viö strax fá vissar grunsemdir um, aö ekki væri allt meö felldu. Fjölskylduráögjafar hafa komizt aö raun um, aö þess háttar öfugþróun í hlutverka- skipaninni, umsnúin valdskipting, séu al- geng einkenni hjá þeim fjölskyldum, þar sem barn hegöar sér illa og er ( hæsta máta óstýrilátt. Þannig var þaö í dæminu hér aö ofan, aö skipunarvaldiö og myndug- leikinn, sem ætti aö vera í höndum Dorísar sem foreldri, er í höndum Susiear, barns- ins. Þaö eru ýmsar ástæöur til þess, aö fram kemur öfugsnúin valdskipting í fjölskyld- um: Þaö kann aö vera, aö foreldrarnir leiði hjá sér aö taka af skariö, af því aö þeir hafi vissa s^ktarkennd; foreldrarnir kunna líka aö óttast, að barniö þeirra bregöist illa viö slíkum skipunum eöa þá, aö þeir vilji sízt af öllu eiga á hættu aö þeir taki aö líkjast eigin foreldrum og uppeldisaðferöum þeirra. Handleiðsla foreldranna nauðsyn Ástæöan fyrir því, aö börn taka upp á því aö hegöa sér illa og sýna óstýrilæti, I getur veriö ein af þremur: Á sinn þrákelkna hátt leitast börn viö aö finna takmörk myndugleika og valdboös foreldra sinna; önnur ástæöa getur veriö sú, aö þau séu þannig aö reyna aö leysa eitthvaö af sínum eigin vandamálum; eöa þá í þriöja lagi, aö þaö er alls ekki óalgengt, aö börnin bregö- ist á þennan hátt viö ósamlyndi og spennu í samskiptum foreldranna sjálfra. Oft á tíö- um er þó slæm hegöun barns og óhlýöni ein af þess eigin aöferöum til þess aö tjá sig og ná sambandi viö foreldrana á sinn hátt: „Komdu fram viö mig eins og reglu- legt foreldri. Hvaö er þaö, sem þú vilt aö ég geri? Ég veit ekki, hvaö á aö gera — og ég veigra mér viö að spyrja um þaö.“ Enda þótt börn hafi greinilega ánægju af því a sýna vald sitt, þegar þau óhlýönast, hegöa sér illa og komast upp meö þaö, þá finna þau þó samt fyrir óljósri sektarkennd við slíka hegöun — jafnvel þótt ómeövitaö sé. Þaö er alveg eðlilegt, aö börn reyni aö komast á snoöir um, hvar takmörkin á myndugleika og valdboöi foreldranna liggi, enda má við því búast, aö þau leitist viö aö finna marklínur sins eigin heims, og má oft á tíöum skilja slíka hegöun sem merki þess, aö barnið sé reiöubúiö aö taka næsta skrefiö í sinni eigin þróun. En síendurteknar tilraunir barnsins i þessum efnum hins vegar — þegar þaö tekur aö þverneita aftur og aftur aö halda sig innan ákveðinna gefinna takmarka — þaö er önnur saga. Foreldrana skortir samstödu Aöallega eru þaö þrjár næstum ótvíræö- ar vísbendingar um aö komiö hafi til öfug- snúinnar valdskiptingu innan fjölskyldu — og allar þrjár eiga rætur sínar aö rekja til hegöunar foreldranna. Sú fyrsta bendir til framkomu, sem etur foreldrunum hvort Oeðlileg hlutverka- skipan í fjölskyldunni Valddreifingin innan fjölskyldunnar er einn af þeim þáttum, sem fjölskylduráöfjaf- MESTA HÖFUÐPRYÐIKVENNA . Til eru vöövar sem heita hár- reisar, en þeir geta látið hárið rísa á höföinu á fólki. Flasa er ekki sjúkdómur, heldur stafar hún af því að flögur losna úr hornhúðinni. Hárið hefur löngum verið talið mesta höfuðprýði kvenna og eitt aðaláhyggjuefni karla. Þessi dauði vefur hefur sett svip sinn á verald- arsöguna, og orðið að lúta ýmsum lögmálum tískunnar ekki síður en ýmislegt annað í fari mannskepn- unnar. Þannig hefur hárið stundum verið greitt í næstum himinháar sátur, líkt og þekktist hjá Loðvík- unum í Frakklandi, eða rennislétt. Og ekki má gleyma þeim þætti sem snýr að íslendingasögunum, eða hvernig hefði Njála oröið ef hár Hallgeröar heföi ekki komið þar einhversstaðar við sögu? Sum- ir eru reyndar á þeirri skoðun aö hár Hallgerðar hafi brotið blað í ís- lendingasögunum, þar með hafi stoðum verið kippt undan undir- lægjuhætti íslenskra kvenna. En hvað sem um það má segja, er áreiðanlegt að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því hirðfólkið í Versölum sat og klóraði sér í „heysátunum“ með gullprjónum, eða forfeður okkar hérlendir þvoðu sér upp úr næturgögnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.