Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 ÍIMINHÁAR SÁTUR EÐA RENNISLETT HVER SnÓRNAR ÁÞÍNU HEMLI! Þegar foreldrarnir leggja niöur völdin Önnur vísbending um öfugsnúna vald- skiptingu innan fjölskyldunnar birtist í þvi, að barniö kemst upp meö aö gera þaö sem það langar til, þrátt fyrir þaö, aö foreldrarn- ir séu því meö öllu mótfallnir. Foreldrar sliks barns kunna aö hafa í hótunum viö barniö og láta í Ijós óánægju sina meö framferöi þess, en þeir gera á engan hátt gangskör að því aö aöhafast eitthvaö raunverulegt í málinu. Allar tilraunir þeirra til aö sýna fullan myndugleik eru fyrirfram dæmdar til aö mistakast, af því aö þau kunna ekki aö gera áætlanir saman og kunna ekki aö vinna saman aö lausn slíks vandamáls. Foreldrarnir hafa, í vissum skilningi, þá gefið upp alla von. Þeir eru þá tilbúnir til aö gera hvaö sem er til þess eins aö lenda ekki sjálf í klípu, jafnvel þótt slík vandræöi stæöu aöeins stutta stund. Slíkir foreldrar hafa þá röngu skoöun aö leiöarljósi, aö allt muni lagast af sjálfu sér, þegar fram líöi tímar. Þegar foreldrarnir leggja niður völdin á heimilinu, tekur óhlýöni barnsins og slæm hegöun þess brátt aö reyna til hins ýtrasta á krafta foreldranna og krefst allrar athygli þeirra. Ættingjar og vinir fjölskyldunnar veröa leiðir og vandræöalegir í návist slíks barns, og fjölskyldunni er boðiö æ sjaldnar til annarra. Önnur systkini hins óstýriláta barns hafa það á tilfinningunni, aö þeim sé ekki veitt nægileg athygli af hálfu foreldr- anna. Þriðja vísbendingin um öfugsnúna valdskipan á heimilinu varöar oftast fólk utan fjölskyldunnar — félagsmálaráögjafa — uppeldisfræöinga eöa þá sálfræöinga, sem foreldrarnir velta ábyrgöinni yfir á, þegar þeir ráöa oröiö ekkert viö málin Ef börnin taka upp á því að kvarta við móður sína út af föður smum, þá á móðirin að hvetja þau til að jafna sjálf þann ágreining við föðurinn. sjálfir. Höfuögallinn á því aö láta slíka sér- fræöinga taka á sig ábyrgöina á stjórnun uppeldis óstýriláts barns, er sá, aö þeir kunna aö stuöla aö því, að hin öfugsnúna valdskipan á heimilinu festist í sessi og haldist óbreytt. Ef slíkum sérfræöingi er faliö foreldravaldiö, dregur þaö aðeins á langinn og torveldar foreldrunum aö ná aftur tökum á stjórn sinnar eigin fjölskyldu og öölast nauösynlegan myndugleika. Hiö eina góöa, sem slíkir sérfræðingar geta gert undir þannig kringumstæöum, er aö hjálpa foreldrunum viö aö ná aftur eöli- legri stjórnunrstööu innan fjölskyldu sinnar meö því að kenna þeim, hvernig þeir geti breytt sinni eigin hegöun og viöbrögöum viö vandéimálum barnsins, og þannig veitt foreldrunum myndugleika sinn aftur. Byrjað upp á nýtt Ef þér finnst, af einhverjum þeim ástæö- um sem lýst hefur veriö hér aö framan, aö valdaskipanin í þinni eigin fjölskyldu sé orðin alveg öfugsnúin, er hægt aö byrja á því aö leiörétta málin meö því aö gera sér grein fyrir, hvað börnin ættu í raun og veru aö vera að gera en eru bara alls ekki aö gera þá stundina. Þá er hægt að segja þeim skýrt og tæpitungulaust hvernig þú lítir á hátterni þeirra, og eins þaö, sem þú vilt aö þau séu aö gera. Haltu þig nákvæm- lega viö efniö og vertu ekki meö neins kon- ar umsvif eöa oröatiltæki eins og „ég vil, aö þú sért góður og þægur.“ Þaö má ekki búast viö því, aö börnin lesi hug foreldra sinna eöa „viti“ hverju foreldr- arnir búist viö af þeim. Þaö næsta, sem gera skal, er aö segja börnunum, hvað muni gerast, ef þaö sé ekki gert, sem þau eru beðin um. Þaö er til dæmis hægt aö segja: „Ef þú ert ekki búin aö taka til í herberginu þínu núna í kvöld, þá færö þú enga vasapeninga næstu viku.“ Ef barniö eöa börnin láta sig engu varða, hvers af þeim hefur veriö vænst og hirða ekki um aö gera þaö sem þau voru beðin um, innan þeirra tímamarka sem sett hafa veriö, þá á aö halda fast viö þá refsiaögerö sem hótaö haföi veriö, og framfylgja henni alveg skilyröislaust. Hafi börnin þín til dæmis veriö óhlýöin og hegöaö sér illa í langan tíma, þá skal engan undra þótt þau láti sér skipanir þínar og óskir í þeirra garö í léttu rúmi liggja fyrst i staö og hlýöi þér ekki. Slík börn kunna mjög vel aö reyna lengi á þolrif foreldra sinna meö því aö hafa í frammi hótanir, fá æöisköst eöa sýna engan lit á neinni sam- vinnu. Þaö kann jafnvel svo aö fara, ef óhlýðni barnsins hefur staöið mjög lengi, aö hegðun þess stórversni og óhlýönin magnist í fyrstu, þegar foreldrarnir láta þannig til skarar skríöa gegn þeim; en fyrr eöa síöar breytist svo allt til batnaöar. Aðgerðir af þessu tagi geta þurft aö standa vikur eöa mánuöi, áöur en þær taka að bera fullan árangur og færa foreldrun- um fullan myndugleika sinn aftur; en laun erfiöisins eru betra og hamingjusamara líf fyrir hvern og einn meölim fjölskyldunnar. einu sinni hafa fengið til sfn viö- skiptavin með sitt og fallegt hár, og svo dúnmjúkt aö hann muni ekki eftir fallegra hári. „Mér fannst augljóst að hún heföi notað hárnæringu reglu- lega og spuröi aö þvl, en stúlkan sagðist aldrei hafa notað neitt slíkt." I Ijós kom þó að hún haföi notað gamalt húsráð sem hún haföi lært af móður sinni, en þaö var aö blanda saman í ilát, svo sem vatnsglas, ein- um þriðja af ediki, og tveim þriðju af vatni og skola hárið upp úr þessari blöndu að loknum hárjjvotti. Þessi blanda er síðan skoluö úr hárinu, þó ekki alveg, þannig aö eitthvað verð- ur eftir og þaö gefur siöan hárinu mýkt og gljáa. Þannig voru ýmis húsráö notuð áöur en framboö á efnum til hársnyrtingar var jafn mikið og nú á síðustu árum. Margir kann- ast einnig viö aö nota kúahland til skolunar hári, en það ku hafa gefið ágætan árangur. „Almennt gildir sú regla að velja þau hársnyrtiefni sem hæfa hverju hári, miklu skiptir einnig aö nota rétt áhöld og burstar og greiður verða aö vera i samræmi viö hvort háriö er stutt eöa sitt, þykkt eöa þunnt, hrokkið eöa slétt. Æskilegast er aö ráöfæra sig viö hárgreiðslumeistara um þessi atriði, en ætíö skal þó var- ast aö nota áhöld sem særa hár- svöröinn, svo sem t.d. virbursta sem ekki hafa plastkúlur á endanum." Fyrir kemur aö fólk missi háriö af misstórum svæöum á tiltölulega stuttum tima, t.d. nokkrum vikum. Kvilli þessi er nefndur blettaskalli, en orsakir eru ókunnar að mestu, og stundum er hægt aö meöhöndna þetta ef sjúkdómurinn er ekki á mjög háu stigi. Eftir nokkra mánuöi fer háriö siðan aftur aö vaxa og aðeins 10% þeirra sem fyrir þessu veröa fá ekki hár aftur á þessum stööum. Annað gildir um þegar menn missa hárið smám saman, þegar hár þynnist í vöngum og hvirfli þar til skalli myndast. ( þeim tilfellum virðist arfgengi skipta miklu máli, og ekkert viröist hægt aö gera til aö koma I veg fyrir skallamyndun, en hægt aö ráða bót á henni ýmist meö hár- (græöslu eða hártoppum. Flasa stafar af þvl að flögur losna úr hornhúðinni, vanalega gerist þaö án þess aö eftir þvl veröi tekið, en stundum fellur meira af hornhúöinni og falla þá af silfurhvítar flögur sem eru kallaðar flasa. Flasa er þvl ekki sjúkdómur, hún er algengust á yngri árum og rénar venjulega um þrítugt. Flösunni er hægt að halda I skefjum með þvl að þvo háriö þrisvar I viku meö flösuhárþvottaefni, en viö þaö flagnar minna af hornhúðinni. Hárgreiðslunám og hárgreiðslustofur Fyrsta Islenska konan sem lærði hárgreiðslu var Kristólína Kragh, en hún nam úti I Kaupmannahöfn og var um tíma konungleg hárgreiðslu- dama. Ahöld hennar voru fremur frumstæð, en hún setti upp fyrstu stofu sina I Reykjavlk, hún þvoöi hár viðskiptavinanna úr stórum svörtum potti aö sögn dóttur hennar Agnesar Kragh, og þegar vel viöraði var háriö þurrkað úti I sólinni. Nám I hár- greiöslu hófst þó ekki fyrr en löngu slðar, eöa ekki fyrr en 1964 og var Stefanía Ólafsson sem kennt hefur hárgreiöslu viö Iðnskólann nú I 19 ár, fyrsti og til aö byrja meö eini kennarinn í hárgreiðslunni. Stuttu siðar, eöa 1967 hófst slðan nám I hárskuröi. í byrjun voru deildirnar aðskildar, en nú á seinni árum er námið sameiginlegt fyrstu 9 mánuð- ina og síðan velja nemendur um mis- munandi námsbrautir. Hverníg heföi Njála orðið ef hár Hallgerðar hefði ekki komiö þar við sögu? Hárið er sérstök ummyndun húðfrumanna. Talið er að um 100.000 hár séu að meðaltali á höföi manna. Daglega missum við um 75 hár, en ný vaxa jafnan í staö inn. Ediksblanda í síðasta skol- vatn að loknum hárþvotti kemur í staö hárnæringar. Fyrsta íslenska konan sem lauk prófi í hárgreiöslu var Kristólína Kragh. Nám í hárgreiðslu hófst ekki fyrr en 1964 og var Stefanía Olafsson fyrsti kennarinn. í dag eru hárgreiðslustofur á Stór-Reykjavíkursvæðinu rúmlega 60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.