Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 Halldór Jóns- son, verkír.: Með og á móti Það er töluverð lífsreynsla að vera sjálfstæðismaður þessa dag- ana. Vera bæði í stjórn og stjórn- arandstöðu. Móti ríkisrekstri og með. Móti verðbólgu og með. Móti virkjunum og stóriðju og með. Móti lýðræði og með. Móti og með. Ríkisrekstur Föstudagurinn 16. maí var enn einn píslardagurinn fyrir fylgis- menn þessa hrjáða flokks. Varla voru menn búnir að jafna sig á því, að Ólafur Jóh. sagði í sjón- varpinu, að menn gætu alveg eins spurt sig ef þeir vildu vita hvað sjálfstæðismenn segðu um Jan Mayen og kannske fleira, að þátt- urinn Kastljós dundi yfir. Þar urðu menn að hlýða á formann þingflokksins (þ.e.a.s. þess hluta, sem er í stjórnarandstöðu) og annan frammámann í þessum flokki einkaframtaksins úthúða einum vesælum krata fyrir að vilja ekki ríkisrekstur á Olíumöl hf. Ástæðan var sú, að manni skildist, að kratinn mundi ekki hafa fjármálavit fremur en flestir aðrir kratar frá 1916. En undan- tekningarnar munu kannske vera þeir, sem alþýðubrauðin baka og húsin forvalta. Fór kratinn undan í flæmingi, sem vonlegt var, fjár- málavitlaus. Megum við sauð- svartir því búast við að verða bráðlega aksjónerar í blámáluðu iandsfrelsunarfyrirtæki. Lifi einkaframtakið, framverðir þess og flokkur. Téður framvörður einkafram- taksins hafði þá fyrir skömmu tekið að sér að bjarga heiðri Alþingis úr þeirri skömm, að gera ekkert í varanlegri vegagerð. Hafði hann seilst í sinn sjóð, Byggðasjóð, og tekið þar 700 milljónir í handfylli til þess að leggja í almennilega vegi á land- inu. Mega hér allir sjá, hversu gífurleg vatnaskil þetta eru, þegar kommissarar eru farnir að stjórna vegamálunum úr því að Alþingi getur það ekki og skvetta þarna svo sem 7% af Borgarfjarðarbrú á einu bretti í vegina. Var á honum að skilja, að örvænt væri að þetta framtak hans nýttist sem skyldi, ef Olíumöl hf. væri ekki til staðar að handfjalla þessar krónur. Formaður þingflokksins, þ.e. þess sem er í stjórnarandstöðu, fullvissaði menn um það, að hann hefði ekki sofið á verðinum í stjórnarstörfum sínum fyrir þetta þjóðþrifafyrirtæki. Skuldirnar væru bara til komnar vegna þess, að það hefði verið selt of ódýrt, fjárfest of mikið og kannske fleiri smáatriði. Því yrði nú barasta að borga, vessgú, 2 milljarða eða svo — hvað er það milli vina? Fallegur er blái liturinn á tönk- unum í Hafnarfirði, sem Norsk Fina sér um að fylla af indælis vegaolíu, þó hún kosti 50% meira en asfalt. Vel sé Útvegsbankanum að lána þessu þjóðþrifafyrirtæki milljarð eða svo. Nú geta hinir skilið af hverju þeir gátu ekki fengið víxil. Vissulega er það ávallt skaði, þegar fyrirtæki eru keyrð yfir um, en fyrirtæki verða að græða til þess að lifa, það er lögmálið. Röksemdirnar fyrir því, að Olíu- möl hf. megi ekki fara venjulega leið fyrirtækja, þegar kassinn stemmir ekki lengur, annaðhvort hætta, eða sem æskilegra væri, að tapseigendurnir (ekki ég og þú) leggi fram meira fé, eru þær, að þar með leggist olíumalargerð niður á Islandi. Fróðir menn áætla að koma megi upp nýjum blöndun- arstöðvum og olíumóttöku á Suð- urlandi og Akureyri fyrir innan við milljarð. Auk þess hefur Vega- gerðin nú tekið stöðvar Olíumalar hf. á leigu. ifítti. hagsmunum búsins að vera vel borgið í bili, enda enginn fáanlegur lengur til að fara í stjórn fyrirtækisins. Svo hví er nauðsynlegt að borga á 3ja milljarð í tapið, auk þess sem mikið rekstrarfé hlýtur að skorta? Og hver ætlar að ábyrgjast, að ekki verði tapað meiru? Stjórn- armenn í Olíumöl hf.? Ég er ekki búinn að sjá að allt fari í gróða, þó Sverrir kommissar Hermannsson og Framkvæmdasjóður hans taki við bixinu. Skyldi Ogurvík hf. vilja taka við Olíumöl hf.? En mergurinn málsins? Leggst olíumalargerð niður á íslandi ef Olíumöl hf. hættir? Á Egils- stöðum hefur risið upp einkafyr- irtæki sem blandar olíumöl, sem ekki þarf að borga með. Olíumöl var fyrst blönduð hér af einkaað- ila, Véltækni hf., sem ekkert lán fékk og tapaði heldur ekki svona stórfenglega. Ætli dæmið væri ekki viðráðanlegra ef Sverrir hefði lánað einhverjum einkaaðila úr sjóðnum sínum í stað þess að ætla að gera þetta út upp á sósíalisma og sveitastyrk? Ætli einhver feng- ist ekki í það ef lán og verkefni fengjust tryggð hjá sömu aðilum, almættinu, Sverri og Byggðasjóði? Halldór Jónsson verkfr. Vegagerð Olíumöl er slitlag, sem hentar við létta umferð, ca. 800—1000 bíla á dag. Kostnaðurinn við hana er nú með jöfnunarlagi og frá- gangi um 2.700 kr./m2 eða 20.000.000 kr./m, 5 cm þykkt. Malbik tekur við þegar umferð er meiri og kostar 5 cm þykkt af því um 25.000.000 kr./km eða 3.300 kr./m2. Steypa kemur svo þar ofan við með um 7.500 kr./m2 eða 56 milljónir kr./km miðað við 18 cm þykkt eða um 2.400 kr./m2 hverjir 5 cm í þykkt. Flestir arðsemisútreikningar sýna, að steypan borgar sig til lengri tíma og þolir miklu meiri umferð. En stofnkostnaður er hærri. Einnig hefur verið reynt hér- lendis svokölluð klæðning, en það er yfirsprautun efnis. Þetta lag er um 3,5 cm á þykkt og hefur gefist vel hérlendis við svipaðar umferð- araðstæður og olíumöl er gerð fyrir. En kostnaður klæðningar er lægri eða um 1.800 kr./m2 eða 13.500.000 kr./km. Lítinn, sér- hæfðan vélakost þarf við klæðn- ingargerð mótsett við olíumöl. Er hér um athyglisverðan valkost að ræða, því það sem fólk vill áreið- anlega fyrr en Borgarfjarðarbrú og þessháttar mannvirki, eru ryk- lausir vegir. 400 km vegur úr olíumöl til Akureyrar er svipaður að kostnaði og Borgarfjarðarbrú- in. En hér komu til pulsusölusjón- armið Borgnesinga og því varð niðurstaðan brú og moldryk áfram. Steyptur vegur til Akur- eyrar kostar um 25 milljarða eða 9 mánaða kostnað okkar Islendinga af landbúnaði. Olíunialarvegur sömu leið kostar aðeins 3 mánuði í landbúnaði eða 4 fallítt á borð við Olíumöl hf., eða 8 milljaða. Ég held því, að allt sé í lagi þó að Olíumöl hf. hverfi, ef eigendurnir vilja ekki borga tapið. Varanleg vegagerð þarf ekki að leggjast niður, sérdeilis ef Sverrir er dug- legur við pokaopið á Byggðasjóði. Því allt sem vantar er fjármagn í vegina sjálfa, ekki fjármagn í gömul fallítt einhverra sveitar- stjórnarsósíalista. Og þá erum við komin að einni vegagerðarfor- múlu, sem ekki er í fræðibókum: Almannavarnir landsmanna. Vegagerð og almannavarnir Við vitum nú, að tæknilega er okkur ekkert að vanbúnaði að leggja hér góða vegi um allt land með tiltölulega fáum starfs- mönnum. Allt sem vantar er fé, rétt eins og hjá Olíumöl hf. íslendingar eru í NATO. NATO-ríkjunum ber að verja ís- lendinga eins og sína eigin þegna og okkur ber að verja þá eftir mætti. Þessvegna höfum við í gegnum NATO kostað vegagerð í Noregi. En íslendingar hafa þá sérstöðu meðal þjóða að skoða heiminn útfrá þeirri forsendu, að þeir séu vesalingar, sem engar venjulegar formúlur gildi um. Við höfum engan her af þessari ástæðu, og við skjótum okkur alltaf á bak við íslenskar sérað- stæður ef axla þarf einhverja ábyrgð. Enda erum við eina villi- mannaþjóðin, sem kann að lesa og skrifa eins og skáldið lýsir okkur. Þó getum við ýmislegt einn og einn, t.d. verið úrvalshermenn, alþjóðlegir framkvæmdamenn, hetjur eða skáld og farandsöngv- arar á borð við hvern annan. Það er aðeins ef við komum saman á samkundum eins og til dæmis Alþingi eða fundi hjá hernáms- andstæðingum, að við erum orðnir ræflar, sem ekkert geta, umkomu- lausir aumingjar sem hvorki geta varið frelsi sitt né unnt öðrum að gera það. Enda hugsum við ekki neitt í þá veru, hvað við ætlum að gera í atómstríði, sem trúlega kemur þó fyrr eða síðar. Hvað skyldum við þá samþykkja að gera? Kannski er það með frelsið eins og heilsuna, enginn metur það eins og sá sem hefur misst það. Eina raunhæfa vörnin við atóm- sprengjum er að vera annarsstað- ar þegar þær fútta af. Geisla- styrkur frá sprengingu minnkar fimmtugfalt með fjarlægðinni Rvk. — Akureyri og dvin tífalt við hverja sjöföldun á tíma. Þetta gefur auga leið um gildi brott- flutnings sem almannavarna. Þjóðin getur framkvæmt brott- flutning á einkabilum sínum, ef til eru vegir að keyra á. Það verður skotið á Keflavík í stríði, hvort sem þar eru kjarnavopn eða ekki og Reykjavík fer líklega með, t.d. sjálfkrafa ef sprengjan er 20 megatonn eða meira. Það getur líka verið að skotið verði á Akur- eyri eða Neskaupstað, það sér enginn fyrir núna. En það verður e.t.v. hægt að sjá lengra þegar til tíðinda dregur. En mótsett við fyrri stríð, er ein árás líklegri en fleiri, svo tíminn byrjar að vinna, þegar hún er afstaðin. Meðan hin NATO-ríkin hafa byggt upp varnir sínar, hefur með þeirra og okkar tilstyrk ekkert, segi og skrifa ekkert, verið gert til þess að vernda íslenskt fólk fyrir áhrifum styrjaldar. (Ég gef ekkert fyrir flauturnar.) Við erum dauða- dæmd vegna fyrirhyggjuleysis ef til stykkisins kemur. Þó við slypp- um við bombu, þá dræpumst við úr hungri vegna olíuleysis. Hefðu forystumenn okkar ekki legið svo hundflatir af hræðslu alla tíð við hávaðann í umboðsmönnum Kremlar hérlendis, væri vísast búið að gera eitthvað í málinu, því einhvernveginn er alltaf allt ann- ar skilningur hjá almenningi en þingmönnum ef þessi mál eru rædd. Og sama gildir raunar um fleiri vandamál okkar, flestir virð- ast skilja þau betur en ráðamenn- irnir. NATO ber því ótvíræð skylda til þess að aðstoða okkur í því öryggismáli sem vegagerð er. Það fé sem okkur vantar, eru smáaur- ar á þeirra vísu. En kannski finnst Byggðasjóðsgreifunum, að glorían á þeim sjálfum myndi fölna við þetta og þar með endi áhugi þeirra á varanlegri vegagerð. En þetta er víst tómt mál að tala um. Éf svona hugmyndir eru ekki æptar niður með landsöluhrópum, þá eru þær kveðnar niður með alvarlegum augum, ábyrgð og festu. Annars get ég bætt því við án þess að nokkru varði, að persónu- lega er ég orðinn hundleiður á þessu ræflatali í íslendingum upp til hópa. Við séum svo fáir og smáir, fátækir o.s.frv., í harðbýlu landi, vopnlausir og friðelskandi umfram allt. Ég held, að við séum alls ekki svona nema ráðamenn- irnir kannski. Okkur væri í lófa lagið t.d. að koma upp flugsveitum með sjálfboðaliðum, kostuðum af NATO, sem gætu gert óvinaflotum skráveifu ef til stríðs dregur, og heimavarnasveitum. Þannig gæt- um við lagt okkar litla lóð á vogarskálina til þess að verjast heimsvaldasinnunum í Kreml, í stað þess að láta slátra okkur baráttulaust. Það er ekki víst nema við losnuðum við einhverja þjóðarkomplexa, ef við gerðum eitthvað í þessa átt og að þjóðern- iskenndin hresstist við hjá okkur, en hún er alveg að deyja út í þessari sífelldu verðbólgustyrjöld. Mér er alveg sama hvað komm- arnir segja við þessu. Þeir geta lesið stjórnarskrána okkar, sem kveður nú á um herskyldu lands- manna. Ég held líka, að við ættum aö líta til Svisslendinga til saman- burðar, hvernig þeir halda saman og ráða sínum málum, margar þjóðir með ólík tungumál og trúarbrögð. Þeir ætla ekki að láta neina taka sig baráttulaust í neinu stríði. Þeir eru Svisslendingar allir sem einn, engin byggðasjón- armið né séraðstæður koma þar til greina, og þeir eru ávallt reiðu- búnir til átaka. Luxemborgarar, þó smáir séu, ætla líka að leggja sitt af mörkum í ófriði. Hvers- vegna erum bara við ræflar, sem enga ábyrgð þora að axla og skjóta sér undan óþægindum hverju sinni? Erum við svona eða þykj- umst við vera það? Með og á móti Það er eins og ekkert geti lánast hjá okkur íslendingum í efna- hagsmálastjórn. Margt er fagurt mannlíf í landinu og sumt er til fyrirmyndar hjá okkur eins og t.d. umönnun sjúkra og heilbrigðis- mál. En úlfúðin og sundurþykkj- an, einrænan og sveitamennskan, já, líklega siðleysið, steypir allri skynsemi um koll í daglegu atferli. Við virðumst trúa því, að frelsið sé eitrað, allt verði að banna og reyra í reglugerðir og paragröf, sem við svo brjótum með bros á vör og þykjumst meiri menn af. Svo lofsyngjum við frelsið hástöfum, bæði einstaklings-, viðskipta- og athafnafrelsi á málfundum. En íslenskar séraðstæður breyta allt- af aðstæðunum og þar með búið með frelsið. Við þykjumst vera lýðræðissinnar en erum á móti því, að Reyknesingar hafi jafnan atkvæðisrétt og Vestfirðingar í stað 1/5. Það eru svo mörg byggðasjónarmið sem taka þarf tilit til, Við þykjumst vera frið- elskandi englar og aumingjar, en erum bara heilmikið herskáir, sbr. landhelgisstríðin, og lítum á okkur innst inni sem hetjur og fornkónga og erum ekkert sérdeil- is bilgjarnir, sjáið bara verðbólg- una og baráttu þrýstihópanna. Allir segjast vilja vægja, en eng- inn vill láta sína exi síga fyrst. AUir þykjast eiga sinn heilaga rétt, ofar öllum samfélagsháttum, og húsbóndavald á Alþingi göt unnar. Kannski af því að fólki finnst Alþingi ekki vera spegill þjóðarinnar lengur vegna misvæg- is atkvæðisréttarins. Purkunar- laust geta menn árum saman sagt svart vera hvítt í íslenskri pólitík, brotið lög i pólitískum tilgangi og komist upp með það. Við brennum upp landið okkar með því að rækta 14 kílóa lambskrypplinga á rán- yrktum haga og innfluttu kjarn- fóðri meðan þau verða 22 kíló á grænlenskum úthaga. Nokkrir ofsatrúarmenn og frekjudallar múlbinda þjóðina við þetta bú- skaparform með niðurgreiðslum og sjálftöku á almannafé. Frjálst val á matvöru er eitrað eins og frelsið sjálft. Þegar annar búskap- ur en rollurækt færir neytandan- um ódýrara viðurværi, sameinast framsóknarmenn í öllum flokkum í því að binda endi á það, líkt og framtak Thors Jensens var drepið á Korpúlfsstöðum fyrr á öldinni. Ef þeir myndhöggvarar, sem þar sitja nú geta hoggið stein í mannsmynd, ættu þeir að sjá sóma sinn í að höggva þeim manni verðugan minnisvarða. Bygg- ingarnar sjálfar eru svo minnis- merki um, að eitt sinn voru athafnir á íslandi ekki bundnar við ríki og bæ. Okkur mistekst að koma bönd- um á verðbólguna, m.a. vegna þess að við erum bæði með og á móti verðtryggingu fjárskuldbindinga. Við látum vextina elta verðbólg- una og bíta í hælana á henni, eins og illa vaninn hundur gerir við fjárhóp í stað þess að fara fram fyrir reksturinn og stöðva hann. Leiftursókn gegn lífskjörum fer betur í brageyrum skáldþjóðar- innar heldur en leiftursókn gegn verðbólgu, hvað sem staðreyndum líður. Við erum atvinnulausir mitt í velsældinni og flotinn leggst að bryggju vegna yfirstærðar. Olíu- rannsóknaáætlanir í Flatey liggja í salti á borðum ráðherranna meðan Reykvíkingar, frumkvöðlar hitaveitu, setja upp olíufýringar í ný hús vegna stjórnarákvarðana sömu ráðherra. Fólk fer úr landi jafnt og þétt en afgangurinn berst á banaspjót í heilagri „kjarabar- áttu". Með og á móti. Þessi tvíhyggja gerir okkur reikul í ráði og hverflynd. Er ekkert að okkur sjálfum? „Billygate44: Ráðherra að- varaði forsetann Washlngton, 26. júll. AP. BENJAMIN R. Civiletti dóms- málaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá því i dag. að hann hefði rætt Libýu-tengsl Billy Carter forsetabróðurs við Jimmy Carter forseta í Hvíta húsinu í júni. Sagðist Civiletti þá hafa bent á að .BiJIy. yrði að. öllum.Ukindum ekki sóttur til saka ef hann léti skrá sig sem umboðsmann yfir- valda í Lýbíu. Hann sagði að ekki gæti það skoðast óviðeigandi að skýra for- setanum frá þessu. Hann hefði á fundinum ekki gefið Carter neinar upplýsingar um rannsókn dóms- málaráðuneytisins á málum bróð- uc hans. .......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.