Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 Meðfylgjandi grein Anthony Holden frá Observer lýsir því, hvernig George Bush var tilnefndur varaforsetaefni repúblikana á flokksþingi repúblikana í Detroit og hvernig ekki gat orðið af því, að Gerald Ford fyrrum forseti yrði í framboði með Ronald Reagan fyrir flokkinn. Reagan og Ford ræða málin Laust eftir átta á miðviku- dagskvöldi voru örlög George Bush enn óráðin og hann óvenju hæglátur, þegar hann steig í ræðustólinn á landsþingi repú- blikana í Detroit. Hann fékk háværustu og. bezt skipulögðu viðtökurnar það sem af var háværasömu flokksþingi. I 15 mínútur stóð Bush hjálp- arvana meðan stuðningsmenn hans hrópuðu nafn hans og kröfðust þess, að hann yrði varaforsetaefni Ronald Reagans. Loks fékk hann orðið, en hann hélt aðeins stutta ræðu, flýtti sér ofan af sviðinu og kvaddi æði það, sem hafði gripið þing- fulltrúa. Bush hafði lýst skörulega yfir stuðningi við Reagan, en lét staðar numið þegar ræðan, sem hann hafði undirbúið, var hálfn- uð. Bush er mikill tilfinninga- maður og hann hafði verið hræddur við að láta sannar tilfinningar sínar í ljósi. Hann vissi þá þegar, að Reagan ætlaði ekki að velja hann fyrir varafor- setaefni. Tíu mínútum áður en Bush flutti ræðu sína, þegar hann beið fyrir neðan ræðustólinn, hafði fulltrúi frá forsetaframbjóðanda repúblikana komið að máli við hann. Honum var sagt, að samn- ingar væru í þann veginn að takast við Gerald Ford og að Ford yrði varaforsetaefni. Bush hvítnaði í framan og honum varð flökurt. Strangar kröfur I hótelsvítu í mílufjarlægð hafði Reagan nýlokið einum af mörgum fundum, sem hann hafði átt um daginn með Ford og aðstoðarmönnum hans. Hann sneri sér að sjónvarpsskermin- um til þess að fylgjast með frammistöðu Bush — og hann hreifst talsvert af því, hve vel honum tókst upp með tilliti til allra aðstæðna. En jafnvel hann var sannfærður um það á þessu stigi, að haún hefði fengið fyrr- verandi forseta — í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna — til þess að taka þátt í framboðinu með sér. Ýmislegt olli þó áhyggjum. Ford setti ströng skilyrði, en Reagan vildi glaður ganga að þeim. Hann var reiðubúinn að veita Ford sæti í ríkisstjórninni eins og hann óskaði og afnema — ef til vill í eitt skipti fyrir öll — viðhafnarhlutverk varaforset- ans. Fyrir það yrði sagan honum þakklát. En honum leizt heldur illa á að taka Henry Kissinger í stjórnina, þar sem hann mundi gegna veigamiklu hlutverki, eins og Ford krafðist, ekki sízt vegna þess, að Kissinger var formaður samninganefndar Fords. Utan- ríkisráðherrann fyrrverandi, slökunarstefnan og SALT II, er eldur í beinum hægrisinnaðra repúblikana, sem Reagan verður að hafa á bak við sig ef hann á að ná kosningu. Þegar ljóst varð á miðviku- dagsmorgun, að Ford mundi taka til athugunar tilboð um samninga, greip Kissinger tæki- færið, sem kosningastjóri Reag- ans, Paul Laxalt öldungadeildar- maður, færði honum upp í hend- urnar, til þess að koma fram í hlutverki milligöngumanns. Það varð ljóst, að lið stuðnings- manna Reagans mundi ganga að nánast öllum skilmáium til að fá Ford á framboðslistann. Hvmrig I íusli var útnefndur Þegar á daginn leið urðu kröfurnar æ yfirgripsmeiri. Ford vildi fá vald til að skipa marga af fulltrúunum í Þjóðar- öryggisráðinu, ráðgjafanefnd innanlandsmála, fjárlagaskrif- stofunni og neitunarvald gegn skipun allra ráðherra. Hann vildi verða hálfgildings forseti með framkvæmdavaldi, þannig að hann yrði einungis háður endanlegum stefnuákvörðunum hins raunverulega forseta. Það sem þetta jafngilti var „sameiginlegt forsetaembætti" (önnur uppfinning Kissingérs), sem Ford hafði sjálfur vakið máls á í sjö-fréttum sjónvarps- ins í viðtali við Walter Cronkite, risa sjónvarpsfréttanna. Reagan hafði látið á sér skilja, að hann mundi vinna frá níu til fimm sem forseti, að hann yrði þess albúinn að dreifa völdunum, eri nú var allt að fara úr böndunum. Tilnefningunni fagnað Reagan gramur Hann var auk þess gramur vegna þess, að Ford hafði komið fram í Cronkite-þættinum, þeg- ar samningar þeirra voru á viðkvæmasta stigi. Aðstoðar- menn hans, en margir þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.