Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 GRANI GÖSLARI 2495 HOVLE- Þessar pillur áttu ekki að gleypa, heldur tæma glasið á gólfið þrisvar sinnum á dag og tína þær allar upp í það aftur! Skaðsemi sundrungarinnar Kosturinn við það að tala við blómin er sá, að þau svara þér ekki! Tilboðið get ég ekki látið standa lengi! Því meiri togstreita sem ríkir innan ráðandi afla þjóðfélagsins, því hættara er við alls konar óförum. Sundrung og togstreita ráðamanna kallar yfir þjóðina lakari sambönd við Lífsstöðvar annars staðar í alheimi. Þegar ráðamenn þjóðarinnar deila, skiptast þegnarnir í sund- urleita hópa. Spenna myndast milli stórra hópa innan þjóðar- heildarinnar með eða móti vissum forystumönnum og flokkum þeirra. Sundruð þjóð getur engin afrek unnið. A þessum vetri hefur mikil slysaalda gengið yfir þjóð vora. Hörmuleg slys og óvænt óhöpp hafa orðið. Ekki væri út í bláinn að láta sér til hugar koma, að eitthvert samband sé milli þessar- ar slysatíðni og þess mikla óróa og sundrungar, sem ríkt hefur meðal æðstu manna þjóðarinnar. Því sundrung þeirra sundrar þjóðinni í stað þess að sameina hana. Og sundruð þjóð kallar yfir sig hættuástand m.a. vegna þess, að þá opnast leið illum öflum til að koma sér við, en samtímis dregur úr möguleikum hinna æðri mátt- arvalda, sem ævinlega verða að geta notið sín sem bezt, ef ekki á illa að fara. Vér erum ekki ein í alheiminum. Og fullvíst má telja, að í öðrum stöðum þessa mikla heims séu BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Einn af þekktustu hljómlistar- mönnum landsins bauð til sín á dögunum þrem ágætum vinum sínum. Allir þessir menn eiga það sameiginlegt að vera frábær- ir spilamenn og það var ekki að sökum að spyrja. spilastokkurinn beið tilbúinn og fljótlega tóku þeir upp þessi spil. Norður gaf. Norður S ÁGxxx H. D9xxx T. - L. ÁDx Vestur S. Kx H. KGx T. xx L. xxxxxx Austur S lOxxx H. xx T. Dxxxxx L. x Suður S. Dx H. ÁlOx T. ÁKGxx L. Kxx Gestgjafiiin var með spil suðurs og heyrði makker sinn opna á einum spaða. Eftir pass austurs stökk hann í þrjá tígla og þegar norður sagði næst þrjú hjörtu ákvað gestgjafinn að taka spilið ekki vetlingatökum, stökk í ása- spurningu og sagði næst lokasögn- ina, sex grönd. I sæti vesturs var margfaldur Islandsmeistari og ekki gaf hann slag á útspilinu þegar hann valdi að spila laufi, sem tekið var í blindum. Ekki pössuðu spilin beint vel saman en í öllu falli varð hjartað að gefa marga slagi. Sagnhafi spilaði því hjarta á ásinn og að því kom, að vestur fékk á kónginn og hann spilaði aftur laufi. Austur fór þá að finna fyrir þrýstingi í spilinu. Og ekki fylgdi sögunni hvort svipur hans var enn jafn rólyndislegur og virðist af daglegri mynd á síðu eins dag- blaðsins. Samtals varð hann að finna fimm afköst þegar sagnhafi tók slagi sína á hjarta og lauf og að því kom að hann neyddist til að gefa eftir vald sitt. Þessi skemmti- legi vinningur í glæfraslemmu byggðist á, að austur varð því miður að fara niður á fimm spil eins og hinir við borðið. COSPER o o ^ 5242 Maigret og vínkaupmaðurinn 65 — Myndurðu vilja færa okk- ur toddi. Siðan settist hann hinn róleg- asti á móti gesti sinum. í íyrsta skipti sá hann manninn al- mennilega. Það var eitthvað ómótað, næstum barnalegt við andlitsdrætti hans. — Hvað eruð þér gamall? — Fjörtíu og fimm ára. — Þér lítið ekki út fyrir það. — Voruð þér að biðja um toddí handa mér? — Já, og handa mér líka. Ég er með inflúensu og kannski eitthvað fleira og þá er gott að fá sér toddí. — Að öllum jafnaði smakka ég ekki vin, nema glas af vini með mat. Yður finnst ég auðvit- að sóðalegur? Það er langt síðan ég hef getað látið hreinsa fötin mín, Og það er orðin vika síðan ég komst í að þvo mér. Þeir horfðu hvor á annan og töluðu báðir lágt. — Ég bjóst við þér kæmuð fyrr i kvöld. — Sáuð þér mig? — Já og ég þóttist meira að segja geta séð að þér væruð að hugsa um að koma. En svo hurfuð þér i áttina til Rue du Chemin Vert. — Ég sá skuggann í glugg- anum en ég vissi ekki hvort þér kæmuð auga á mig. Og auðvitað vissi ég alls ekki hvort þér áttuðuð yður á hver ég væri. Hann hrökk við þegar hann heyrði umgang. Það var frú Maigret sem kom með toddí og forðaðist að líta á gestinn. — Mikinn sykur? — Já þökk. — Sítrónu? Hún bjó til toddí og setti glösin á borðið. — Ef það er eitthvað sem þig vanhagar um þá kallarðu á mig. — Við þurfum kannski ábót af toddiinu áður en langt um liður. Hann fann að Pigou reyndi eftir föngum að sýna kurteis- lega framkomu. Ilann sat með glasið í hendi og beið með að drekka unz lögregluforinginn hafði dreypt á. — Nú hlýnar yður. Þér getið farið úr frakkanum. Það gerði hann líka. Fötin voru krumpuð og þvæld en virtust vera úr vönduðu cfni. Nú vissu þeir ekki hvað þeir áttu að segja. Báðir voru þeir með það á hreinu að þegar byrjað yrði að tala yrði það um alvarleg efni, og þeir voru báðir að íhuga þetta en aí ólíkum forsendum. Þögnin hafði rikt lengi. Þeir dreyptu á toddíinu. Maigret reis upp til að ná sér I meira tóbak. — Reykið þér? - Ég á engar sígarettur lengur. Nokkrar sígarettur voru í skápnum og Maigret rétti þær að gesti sinum. Ringlaður starði hann á þær eins og hann tryði ekki sinum eigin augum þegar lögregluforinginn kveikti I fyrir hann. Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islensku Loks tók Pigou til máls: — Fyrst verð ég að biðja yður afsökunar á að ég hef bakað yður þetta ónæði — og meira að segja um hánótf. Ég var hikandi við að fara á Quai des Orfevres. Og ég gat ekki haldið áfram að flakka um göturnar. Maigret horfði íhugull á hann. Sem hann sat þarna með toddiið sitt og pípuna var hann eins og gamaíl frændi sem gott var að trúa fyrir málum sinum. 7. KAFLI — Hvað hugsuðuð þér um mig? Það var augljóst að svarið skipti hann miklu máli. Hann hafði sjálfsagt alla ævi langað til að heyra það svar við þessari spurningu, sem aldrei hafði verið gefið. Og hverju átti hann að svara? — Ég þekki yður ekki enn, tautaði Maigrct og brosti. — Eruð þér svona vingjarn- legur við alla glæpamenn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.