Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 37 Úr íslandssögunni Hallgerður og Gunnar iaum ntf HaMM HsÚM'i t'-dLA- yr% gAK þA&ftkit'T Vtv 'j jjfvAbi’ T-'EluU ft ntMN/'l^N'^ ikrfTUMN " viutru m GdNMiMM I. /®IvN-■- K Æíí ja líwm a'/'AiMMA: Y lV3/J^\Í t TvKj £f\ VJ^V^ÉMN ,J\$> e‘I A > rv~ jfS s ' ií a í; 4/ 1 vprr -/fc.*iNisi K*PMT Ow'iu'IK l/AM>A ';HAMMEK"AMnN/AR tlMM HtlMA ME>>, HALLaíH(>’l (J&rAÖPuK 4/MM‘l NÁf>'í tlHN aþhos&im >ompu\ SÚhA^éMiíinm __ UijMMAK N' )/( \SN||Al.i-fcl-^l AU I L 5ÓA t'il >'lvMb ! - HÁ^> -l,u- EnJ T'A *A6/?j\ HALLBER^hf Gj j J UÚ tfUNA Jj 'fcj A KímmHew ^ / M N *£M Jt t'ú >l'u >r4 M/b vYnl&t ö G d \/1 NrrSi 5/J^M AK Hvíti hesturinn Maðurinn óþekkti á hvíta hest- inum hefur bjargað Sesselju kon- ungsdóttur undan bergrisunum. Hún kemur nú heim — ásamt Rauð, ráðgjafa föður síns, en hann faldi sig á meðan riddarinn vaski á hvita hestinum barðist gegn risunum þrjá daga í röð. Þegar heim kom var tekið á móti þeim með hinum mesta fögnuði, og var Sesselja talin úr helju heimt. Konungur bað þá Rauð að segja tíðindin. Honum sagðist svo frá, að hann hefði barist við bergris- ann og fellt hann eftir langa og stranga viðureign, og nú vænti hann þess, að konungur stæði við loforð sín og gifti sér Sesselju. Konungurinn sagði það sjálfsagt. Lét hann kalla dótt- ur sína til sín og tjáði henni, að hann hefði ákveðið að gifta hana Rauð sem endurgjald þess að hann hefði bjargað henni frá bergrisanum. En hún sagði, að Rauður hefði ekkert hjálpað sér. Sagði hún svo frá því, hvernig allt gekk til fyrir manninum á hvíta hestinum, sem leysti hann úr tröllahöndum. Rauður bar á móti þessari sögu hennar, og þar sem hún gat engar sannanir fært fyrir sögu sinni, var henni ekki trúað, heldur álitið að þetta kæmi til af því að hún vildi ekki eiga Rauð. Konungurinn sagði því, að hún skyldi giftast Rauð áður en langur tími liði. Þegar Sesselja sá fram á, að hún yrði að hlýða og giftast Rauð, bað hún föður sinn að fresta brúðkaupinu fram yfir jól, og með aðstoð móður sinnar gat hún fengið því framgengt. Konungurinn ákvað þá, að brúðkaupið skyldi fram fara að jólahátíðinni liðinni. Þótti Rauð það að vísu afleitt, en varð þó að sætta sig við það. Líður svo tíminn fram á þrettándadag jóla, að ekkert ber til tíðinda, en næsta dag skyldi hjónavígsla þeirra Rauðs og Sesselju fara fram. Var allt þegar útbúið til veisl- unnar. Eftir miðjan dag þrettánda sást maður koma ríðandi til konungshallarinnar og var sá á hvítum hesti, er fór hratt yfir. Sesselja var einna fyrst til að taka eftir gestinum, og þekkti þar strax hjálparmann sinn. Sagði hún móður sinni frá því, að nú væri sá kominn, sem hefði frelsað sig úr trölla- höndum. Létu þær mæðgur taka vel á móti honum og hirða hest hans. Það barst fljótt til eyrna konungs, að maður væri kom- inn í heimsókn til konu hans og dóttur, og væri sá á ljóm- andi fallegum hvítum hesti. En er Rauður, sem þar var viðstaddur, heyrði þetta, brá honum heldur í brún, því að hann renndi grun í, hver kominn væri, og mundi þá Sesselja vera töpuð honum fyrir fullt og allt. Konungurinn vildi strax ná tali af manni þeim, sem gerði Ævintýri úr Garðaríki sig svo heimakominn að heim- sækja dóttur hans og konu, áður en hann hefði náð sínum fundi. Er boðin frá konungi komu til mannsins ókunnuga, gekk hann þegar á konungs- fund og fór Sesselja með honum. Sesselja gekk fyrir föður sinn, sem þá var ærið svip- þungur, og sagði: „Faðir minn! Hér er kominn maður sá, er frelsaði mig úr tröllahöndum. Vona ég, að þú takir honum vel og launir fyrirhöfn hans að verðleik- um“. Leikni Reynið þennan leik einhverntímann við tækifæri. Þið leggið eldspýtustokk á rist annars fótar og farið síðan í kapphlaup ákveðna vegalengd. Sá sem missir stokkinn verður að stansa meðan hann setur hann aftur á sinn stað og heldur leiknum áfram. Þetta er kannski erfiðara en margan grunar. Það væri skemmtilegt að krakkarnir kepptu við fullorðna fólkið — eða hvað? Konungurinn ýtti dóttur sinni til hliðar og spurði manninn, hver hann væri. Hann svaraði: „Hringur er nafn mitt. Ég er sonur kon- ungsins í Kænugörðum. Ungur missti ég móður mína, en faðir minn fékk sér aðra konu. Ég varð fyrir reiði stjúpu minnar. iún lagði það á, að ég skyldi aldrei geta komið heim til mín og hvergi una svo lengi sem hún og bróðir hennar lifðu, en það var hann, sem neyddi þig, konungur, til að gefa sér dóttur þína. — Ég fór þá að heiman, lagði leið mína til gamals vinar föður míns, sem talinn var margkunnandi, austurlenskur að uppruna. Hann gaf mér hvítan hest, sem varla mun eiga sinn líka. Þá fékk hann mér verkfæri það, sem ég notaði til að slá upp eldhringunum í kringum okkur, er bergrisarnir ætluðu að ná dóttur þinni. Eftir að ég hafði yfirunnið þá, hélt ég heim í ríki föður míns og gat með tilstyrk vinar míns náð lífi stjúpu minnar, svo að nú loksins hef ég fengið ró til að vera til lengdar á sama stað. — Þessi vinur minn sagði mér frá því, að þú, konungur, hefðir orðið að gefa þessum bergbúa dóttur þína. Hvatti hann mig til þeirrar farar að hjálpa henni og lagði að mestu leyti ráðin til þess að svo mætti verða“. Þegar Hringur hafði lokið sögu sinni og Sesselja endur- Dularfullur órói Mörgum finnst gaman að föndra. Alltof fáir gefa sér þó tíma til þess að setjast niður stundarkorn og búa eitthvað til. Það þarf ekki alltaf að setja markið hátt. Ef pabbi eða mamma — eða þau bæði — settust niður svolitla stund með börnunum sínum gætu þau búið til óróa eins og sýndur er á þessari mynd. Hann er búinn til úr pappírslengjum, sem límdar eru saman eins og sýnt er og er þráðurinn limdur með i sam- skeytin. í annan endann er bund- in kúla úr álpappír og inn í hana er látinn litill steinn t.a. þyngja hana svolítið, en á hinn endann er bundin lykkja. svo að unnt sé að hengja óróann upp. Ekki kæmi okkur það á óvart þó að þið yrðuð hissa, þegar þið sjáið hringina fara af stað ... tók, að hann væri sá, sem hefði bjargað sér, sneri kon- ungur sér að Rauð og spurði, hvað væri satt um björgun dóttur sinnar. Rauður var þá orðinn heldur skömmustulegur og sá ekki annað ráð vænna en að segja rétt frá. Sagðist hann hafa búist við, að maður þessi kæmi aldrei hingað og því hefði hann ætlað sér að fá Sesselju, eins og sér hefði verið lofað, ef hann kæmi aftur með hana. Konungur ákvað þá að gifta dóttur sína daginn eftir, eins og til stoð, en nú var það Hringur, sem átti að verða brúðguminn, en ekki Rauður. Hringur skyldi ákveða, hvaða refsingu Rauður ætti að taka út fyrir ósannindin. Var svo veislan sett og haldin. En í miðjum veislu- glaumnum kvað Hringur upp þann dóm, að Rauður hlyti enga refsingu fyrir að segja ekki allt satt, þar sem honum hefði verið að hálfu leyti lofuð stúlkan, ef hann kæmi með hana heim aftur. — Öllum þótti vænt um þenna dóm, því að Rauður var ekki illa kynnt- ur í konungshíbýlum. Ungu hjónin tóku svo við einu undirríki Ermenreks kon- ungs og margfölduðust og juku við ríki sitt, en ekki þótti Sesselju drottningu eins vænt um nokkra skepnu og hvíta hestinn, því að honum fannst henni þau hjónin eiga mest að þakka. Soguiok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.