Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 3 Matthías Bjarnason um yfirlýsingu norska Arbeiderblaðsins: Hef ur valdið mér vonbrigðum „ÉG get ekki sagt, að ég sé bjartsýnn á stöðuna,“ sagði Matthías Bjarnason, fyrrum sjáv- arútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, er spurt var, hvað honum fyndist um Jan Mayen-málið að loknu Norður- landaráðsþingi. „Mér finnst yfir- lýsing málgagns norsku stjórnar- innar mjög óheppileg, þó að Matthías Bjarnason. Knud Frydenlund dragi nokkuð úr henni í umsögn sinni. Ég tel, að þegar ganga á til formlegra samninga í næsta mánuði, séu slík skrif ekki til þess fallin að gera leiðina til samninga greið- ari, en fyrir mitt leyti tel ég það mjög æskilegt." Matthías Bjarnason sagði, að umsagnir leiðtoga norsku borg- araflokkanna þriggja um einhliða útfærslu Norðmanna á fiskveiði- lögsögu Jan Mayen, fælu í sér talsverða ögrun fyrir Islendinga. „Það breytir ekki þeirri skoðun minni og fjölmargra íslendinga, að Island á verulegt tilkall til Jan Mayen. Hitt er svo annað mál, hvort við viljum halda okkur fast við slíkt tilkall, eða semja og ná samningum við Norðmenn, sem ég tel æskilegt. Það verður þó ekki gert, nema tekið sé eðlilegt tillit til óska okkar og krafna." „I fyrsta lagi,“ sagði Matthías, „er það ekki að mínum dómi mál Norðmanna einna að færa út við Jan Mayen og það er staðreynd, að Jan Mayen er óbyggð eyja, þótt þar séu nokkrir veðurathugun- armenn. Er okkur vandi á hönd- um, sérstaklega um veiðar á loðnustofninum. Okkar réttur er ótvíræður. Við ráðum því, hvað við veiðum innan fiskveiðilögsögu okkar, en hins vegar er nauðsyn á því, að einhverjir samningar séu um veiðar bæði á Jan Mayen- svæðinu og verði loðnuveiði norð- ur í hafi utan áhrifa Jan Mayen- svæðisins." Þá sagði Matthías Bjarnason: „Ég tel, að það séu heldur öfga- kenndar skoðanir í norskum sjáv- arútvegi, meðal útgerðarmanna og einhvers hluta sjómanna. Hins vegar hefur mér skilizt til þessa, að ríkisstjórnin væri mun hógvær- ari og skilningsríkari. Því hefur þessi yfirlýsing norska Arbeider- blaðsins ollið mér vonbrigðum og um leið sárindum, að málgagn norsku ríkisstjórnarinnar skuli á þessum viðkvæma tíma koma með slíkar fullyrðingar." „Bændur taka kvóta- kerfinu ekki illa“ Segir Árni Jónasson erindreki Stéttarsambands bænda „AÐ SJÁLFSÖGÐU er hægt að finna ýmsa galla á þessu kerfi og það verður eflaust erfitt í fram- kvæmd, en það hefur komið skýrt fram á þeim fundum sem ég hef haldið með bændum, að þeir telja þetta fyrirkomulag nauðsyn- legt,“ sagði. Árni Jónasson er- indreki Stéttarsambands bænda er Mbl. innti hann álits á hinu nýja kvótakerfi bænda. „í þeim fjölmörgu bréfum sem ég hef fengið frá þeim bændum, sem ég hef heimsótt, t.d. á Norður- landi, kemur skýrt fram að þeir telja útreikninga rétta og að grundvöllurinn, sem kerfið bygg- ist á, sé réttur. Ég get því alls ekki sagt að bændur taki þessu kerfi illa,“ sagði Árni ennfremur. Þá kom það fram hjá Árna, að margir af stóru mjólkurframleið- endunum hefðu sagt það sann- gjarnt að þeir tækju meira á sig en þeir sem minni eru, eins og gert er ráð fyrir í kerfinu. Corvette-þotan á Reykjavíkurflugvelli í vikunni, en fróðir menn segja að hún hafi kostað milljónir dag hvern, sem danski forsætisráðherrann var með hana á leigu. (Ljósm.: Kristján.) Anker Jörgensen gagnrýndur fyrir „flottræfilshátt44 Aðeins nokkrum mínútum áður en þing Norðurlandaráðs var sett síðastliðinn mánudag lenti á Reykjavíkurflugvelli glæsileg þota af gerðinni Cor- vette. Hér var á ferðinni þota frá Sterling í Danmörku og hafði hún sérstaklega verið leigð til að flytja Anker Jörg- ensen forsætisráðherra milli Danmerkur og íslands. Beið þotan síðan á Reykjavíkur- flugvelli og áhöfnin, 2 menn, slappaði af á hóteli þar til á miðvikudag, að danski foreætis- ráðherrann hélt heim á leið. Kostnaður við þessa leigu og biðina í Reykjavík hefur verið gífurlegur og segja fróðir menn, að hann hafi skipt millj- ónum króna hvern dag. Þessi ferðamáti ráðherrans hefur vakið athygli í Danmörku og danski þingmaðurinn Leif Glensgárd hefur ákveðið að bera eftirfarandi spurningu upp í danska þinginu: „Hvers vegna leyfir forsætisráðherrann sér að berast svo mjög á er hann leigir einkaþotu til að komast á þing Norðurlandaráðs í Reykjavík?" í viðtali við danska blaðið BT segir Glensgárd: „Anker Jörg- ensen hefur oftar en. einu sinni sagt, sérstaklega þó í sambandi við mál Ritt Bjerregárd, að stjórnmálamenn eigi ekki að vera með neinn „flottræfilshátt" á kostnað skattborgaranna. Það hlýtur að vera misnotkun á almannafé, að forsætisráðherr- ann ferðaðist á þennan máta, en Leif Glensgárd gagnrýnir Anker Jörgensen. ekki með því sameiginlega flugi frá Kaupmannahöfn á sunnu- dag, sem aðrir ráðstefnufull- trúar nýttu sér. Eðlilega,á forsætisráðherra að hafa sína möguleika á ferðamáta ef nauðsyn krefur, en í þessu tilfelli var leiguflugvélin leigð með mánaðar-fyrirvara," segir Leif Glensgárd. Þess má einnig geta, að þessi sami Glensgárd var tekinn í tollinum á Kefla- víkurflugelli með of mikið vín í farangri sínum. Að sjálfsögðu er einnig sagt frá þvi í BT. Ingibjörg Rafnar lögfræðingur Mæðra styrksnefndar Ingibjörg Rafnar lögfræðingur HINN 11. febrúar sl. hóf frú Ingibjörg Rafnar héraðsdóms- lögmaður störf sem lögfræðing- ur Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík. Jafnframt lét þá af störfum að eigin ósk frú Drífa Pálsdóttir lögfræðingur, en hún hefur undanfarið starfað sem lögfræðingur nefndarinnar. Mun Ingibjörg halda áfram þeim endurgjaldslausu lögfræði- legu leiðbeiningum við efnalitlar mæður, sem Mæðrastyrksnefnd hefur rekið um áratuga skeið á skrifstofu sinni að Njálsgötu 3, Reykjavík. Verður viðtalstími Ingibjargar alla mánudaga kl. 10—12 f.h., sími 14349. Eru þær konur, sem á þurfa að halda, eindregið hvattar til að snúa sér til skrifstofu Mæðra- styrksnefndar og hitta lögfræð- ing hennar að máli. Fréttatilk. íslendingar geta f engið keyptar norskar olíuvörur fyrir árslok 1985 Ósló, 7. marz. Frá (réttaritara Mbl. Jan Grik Lauré „FYRIR árslok 1985 mu Island geta fengið keypl norska olíu með langtímasami ingi. Við erum í sambandi vi islenzk stjórnvöld og um leið o olíuhreinsunarstöðin Mongstad fyrir utan Bergen t orðin nægilega stór, þá t kominn tími fyrir íslendinga o Norðmenn að skrifa undi samning um sölu á fullunnui olíuvörum,“ sagði Haakon Li vik blaðafulltrúi Statoil, norsk rikisoliufyrirtækisins, í samta við Mbl. í dag. Blaðamaður norska blaðsins Nationen, sem skrifar um Norð- urlandaráðsþingið í Reykjavík, segir í dag, að norsk olía geti orðið verzlunarvara í samning- unum um fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Af hálfu íslendinga á það að hafa verið gefið óform- lega í skyn á þinginu í Reykjavík, að menn vildu gjarn- an ræða kaup á norskri olíu samhliða lögsögumálinu og að olíukaup verði tekin inn sem hluti af lokaniðurstöðum við- ræðnanna. Við fréttaritarara Mbl. í Ósló er því hins vegar haldið fram, að olian muni ósennilega vera eitthvert megin- umræðuefni í samningaviðræð- unum í apríl. Það hefur lengi verið ljóst, að Norðmenn eru reiðubúnir til að selja íslendingum olíu, þegar aðstæður til þess eru fyrir hendi, og þetta staðfesti Bjartmar Gjerde, olíu- og orkumálaráð- herra, við Morgunblaðið þegar í júnímánuði í fyrra. Hins vegar mun sú staðreynd að Norðmenn geta nú ákveðið lofað íslending- um olíu varla gera andrúmsloft- ið í Jan Mayen viðræðunum verra. Olíuhreinsunarstöðin á Mongstad, sem Statoil á með Norsk Olje og Norsk Hydro en þau félög eru annaðhvort í eigu ríkisins alfarið eða að ríkið er meirihlutaeigandi, er lykillinn að olíuviðskiptum íslendinga og Norðmanna í framtíðinni. Af- kastageta stöðvarinnar nú er vinnsla úr fjórum milljónum tonna af hráolíu á ári. Nýlegar áætlanir um stækkun stöðvar- innar gera ráð fyrir að afkasta- getan verði aukin í 5 milljónir tonna fyrir 1983, og fram til 1985 á að auka afkastagetuna í níu milljónir tonna. Þegar þar að kemur, getur Island komið inn í myndina. Mongstad annar nú ekki meiru en heimamarkaðnum, en með aukinni afkastagetu koma sölur til annarra landa og þá fyrst og fremst íslands og Svíþjóðar, segir Haakon Lavik. Hann segir að nýlega hafi Arve Johnsen, framkvæmdastjóri Statoil, verið í sambandi við íslenzk stjórnvöld og að samband verði áfram, þannig að íslenzk stjórnvöld geti fylgzt með þróun mála. Lavik segir, að sem stendur, geti hann ekki nefnt ákveðna dagsetningu varðandi olíusölu til Islands, en segir hins vegar, að Norðmenn stefni að því að „taka yfir“ þann samning um 600.000 tonn á ári, sem íslendingar hafi nú við Sovétríkin, en hins vegar telja menn ólíklegt að af við- skiptum geti orðið fyrr en á árinu 1985. Lavik vildi heldur ekki nefna verð í sambandi við sölur til íslands, sem borgar nú Rotter- damverð sem eru há. Lavik segir hins vegar að íslendingar muni með langtímasamningi senni- lega ná töluvert lægra verði en Rotterdamverð. Lavik leggur áherzlu á, að Mongstad-áætlan- irnar hafi ekki verið samþykktar ennþá. Hitt sé engin spurning, hvort þær verði samþykktar heldur bara hvernig. Norðmenn verða fyrr en síðar að leysa sín eigin vandamál í sambandi við olíuhreinsun ef þeir ætla að halda sínu við hreinsun síaukins hráolíumagns, sem sótt er í botn Norðursjávar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.