Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 24
2 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Jan Mayen kom að sjálfsögðu til umræðu á þingi Norðurlandaráðs og í samtölum ráðherra utan þingsalar- ins. Ákveðið hefur verið að efna til formlegra viðræðna ríkisstjórna íslands og Noregs um málið í næsta mánuði. I Noregi hefur málgagn ríkisstjórnarinnar gefið til kynna, að hvort sem samningar takist eða ekki muni Norðmenn helga sér lögsögu umhverfis eyjuna á sumri komanda. Fremur ber að líta á slíkar blaðafréttir sem tilraun til að sætta óþreyjufulla norska sjómenn við að ekki skuli strax gripið til útfærslu en hótun í garð íslendinga. Enginn þarf að fara í grafgötur um hver sé stefna íslendinga í Jan Mayen-málinu. Þegar þing kom saman haustið 1978 lagði Eyjólfur Konráð Jónsson fram tillögur til þingsályktunar bæði um Jan Mayen og svæðið suður af landinu. Við málatilbúnað af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur tillit verið tekið til þeirra stefnumiða, sem fram koma í tillögu Eyjólfs um Jan Mayen, og á síðasta sumri beitti Matthías Bjarnason sér fyrir samkomulagi allra þingflokka um útfærslu þessarar stefnu. Þeir tímabundnu hagsmunir, sem eru í húfi við Jan Mayen tengjast loðnunni. í því sambandi verða Norðmenn að hafa í huga, að loðnustofninn er þegar fullnýttur og þeir hafa sótt til loðnuveiða á Jan Mayen-svæðinu í kjölfar íslenskra loðnu- skipa. Vilji menn láta sanngirni ráða er ekki raunhæft að gera ráð fyrir samdrætti í loðnuafla íslenskra skipa á þessum slóðum vegna norskra hagsmuna. Skipting landgrunnsins milli íslands og Jan Mayen er framtíðarmálið eins og ákvörðunin um landgrunnsmörkin suður af landinu og markalínu íslands, Færeyja, Bretlands og írlands. í þeim viðræðum, sem framundan eru og á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, verður að gæta íslenskra hagsmuna til hins ýtrasta varðandi landgrunnsrétt- indin. Einnig í því efni marka tillögur Eyjólfs Konráðs Jónssonar brautina. Hitaveitan og Reykjavíkurborg var um flest í fararbroddi íslenzkra sveitarfélaga um þjónustu við íbúa sína. Hitaveita Reykjavíkur er glöggt dæmi um framtak, sem kom íbúunum til góða og varðaði veginn um nýtingu heits vatns til húshitunar. Hitaveitan nær nú til nágrannabyggða og gegnir veigamiklu hlutverki á höfuðborgarsvæðinu. Húshitunarkostnaður í Reykjavík er með öðru lagður til grundvallar í útreikningi kaupgjaldsvísitölu. Af þeim sökum hafa stjórnvöld verið treg til að leyfa nauðsynlegar gjaldskrárhækkanir einkum hin síðari misserin. Nauðsyn- legar til þess að mæta kostnaðarhækkunum í rekstri, sem að sjálfsögðu fylgja verðþróun í landinu og stánda undir framkvæmdum, sem eftirspurn eftir heitu vatni á þjónustu- svæðinu kallar á. Þannig vantar fyrirtækið um 1600 m. kr. til nauðsynlegra framkvæmda í ár, að sögn Jóhannesar Zoéga, hitaveitustjóra. „Við fáum ekki að selja vatnið á kostnaðar- verði,“ sagði hitaveitustjóri í viðtali við Mbl., „og því kemur að því fyrr en síðar, að ekki verður lagt í fleiri hús“. Ef söluverði þjónustu af þessu tagi er haldið undir kostnaðarverði og rekstrarhalla safnað í skuldalón kemur það fyrst og fremst í koll viðskiptavina. Slík óráðsía eykur á lánsfjárkostnað og þar með hallarekstur — og endar tíðast í verðsprengingu, sem sízt er til góðs fyrir hinn almenna borgara. I óðaverðbólgu, eins og hér ríkir, þýðir frestun framkvæmda, sem eftirspurn kallar á, stórhækkun fram- kvæmdakostnaðar. Og rekstrarhalli og kostnaðarauki, sem af skammsýnni verðlagsákvörðun leiðir, greiðist endanlega og á einhvern hátt af viðskiptavinum hitaveitunnar. Þráhyggja stjórnvalda undanfarin misseri hefur skaðað Hitaveitu Reykjavíkur um ómældar fjárhæðir og tafið hitaveituframkvæmdir, sem höfuðborgarsvæðið var í brýnni þörf fyrir. Stjórnsýsla af þessu tagi þarf að mæta verðskulduðum andmælum almennings. Kristilegir stjórn- málaflokkar kynntir Kristilegir stjórnmálaflokkar á Norðurlöndunum voru kynntir á fundi. sem menntamálanefnd þjóðkirkjunnar efndi til í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 6. mars. Framsöguræður fluttu þingmenn úr þeim þremur kristilegu flokkum, frá Noregi, Finnlandi og Danmörku, sem þingfulltrúa eiga í Norður- landaráði, auk þess tók fulltrúi sænska flokksins einnig til máls. Umræðum stjórnaði séra Ingólfur Guðmundsson. Lars Korvald formaður norska kristilega flokksins, sem var forsætisráðherra Noregs 1972—73, rakti sögu flokks síns og kom þar fram, að fyrsti fulltrúi hans var kjörinn á Stórþingið 1933 en nú á flokkur- inn þar 22 þingmenn. Upphafleg baráttumái flokksins voru eink- um bindindismál og kristin- fræðsla í skólum. Grunntónninn í stefnu flokksins væri boðskap- ur Biblíunnar um að maðurinn væri skapaður í Guðs mynd, allir menn væru jafnir og hefðu jafnan rétt til góðra gjafa Guðs. Mönnunum væri treyst fyrir því að fara vel með þær gjafir, sem Guð hefði gefið. Kristinn menn- ingararfur og kristin lífsskoðun væru þungamiðjan í stefnu flokksins. Nú á tímum upplausn- ar, þar sem stöðugt væri vegið meira og meira gegn friðhelgi fjölskyldulífsins væri nauðsyn- legt að standa vörð um það á grundvelli kristinnar trúar. geðlæknisfræðum en á nú sæti á finnska þinginu. Hann sagðist vona, að íslendingar fyndu hjá sér hvöt til að stofna kristilegan flokk. I Finnlandi hefðu menn gert það 1958 og einkum sótt fyrirmyndina til Noregs. 1970 hefði fyrsti fulltrúi flokksins verið kjörinn á þing og nú ætti hann þar 10 fulltrúa. Upplausnin í lok sjöunda áratugarins og sífellt meiri umsvif vinstri sinna í menningarmálum hefðu hvatt menn til gagnráðstafana. Kristi- legi flokkurinn hefði einkum iátið þrjú meginmál tii sín taka: fóstureyðingar, meðalsterkt öl og klám. Þegar flokkurinn stækkaði hefði orðið að taka afstöðu til fleiri mála. Nú beindi hann athygli sinni ekki síst að ástandinu í skólunum og væri þingflokkurinn með í bígerð mikla sókn gegn ríkisstjórninni vegna þess málaflokks í þinginu, sem myndi beina alþjóðaraugum að því, sem væri að gerast í inn skyldi elska náunga sinn eins og sjálfan sig og í því fælist, að menn ættu að leggja sig fram um að skapa samborgurum sínum sem best lífskjör. Það væri ekki unnt í þessum skiln- ingi að draga mörk milli stjórn- mála og kristni. Kristilegir flokkar væru ólíkir öðrum að því leyti, að þar réðist afstaða manna frá kristilegum sjónar- hóli, í þeim anda færu menn með þær gjafir, sem þeim hefðu verið gefnar. Þetta viðhorf réði ekki ferðinni í öðrum stjórnmála- flokkum, þótt það væri að sjálfs- ögðu fyrir hendi hjá mörgum þar. Danski flokkurinn legði áherslu á þrjú meginatriði: Heimilið, skólann og kirkjuna. Mikilvægt væri að vernda hjóna- bandið og koma í veg fyrir að með löggjöf sé það sett skör lægra en óvígð sambúð eins og til dæmis væri í Danmörku um rétt manna til námslána. Hann lagði áherslu á baráttuna gegn Ljósm.: Mbl. Emilia Frá kynningarfundinum um kristilega stjórnmálaflokka í Hallgrimskirkju á fimmtudagskvöld. Flokkurinn beitti sér því mjög fyrir umbótum á sviði sifjalög- gjafar með það fyrir augum að tryggja virðingu manna fyrir hjónabandinu og það væri ekki látið bera lægri hlut fyrir óvígðri sambúð. Þá berðist flokkurinn eindregið gegn frjáls- legri löggjöf um fóstureyðingar. Hann vildi einnig stuðla að því, að einkaskólar fengju að dafna, það væri hluti af lýðræðislegum rétti manna, að þeir fengju að stofna skóla til að uppfræða menn til dæmis á kristnum grundvelli. Yrði ríkið að veita slíkum skólum sama stuðning og öðrum. Korvald sagði, að tilvist flokksins hefði hvatt aðra flokka til árvekni í afstöðu sinni til kristninnar og leitt til þess að viðurkenndir trúmenn hefðu verið settir í örugg sæti á framboðslistum þeirra. Taldi hann áhrif kristilegra flokka ekki sist • þau, að stuðla að almennri árvekni manna í öllum flokkum í kristilegum efnum. Asser Stenbáck frá Finnlindi hefur starfað sem prófessor í skólum landsins ekki síst varð- andi kristindómsfræðsluna. Til- koma flokksins hefði haft sömu áhrif og í Noregi, að kristin viðhorf hefðu tekið að setja meiri svip á framboð og stefnu hinna flokkanna. Ekki mætti gleyma því, að pólitíkusar teldu sig ekki þurfa að óttast reiði Guðs en hins vegar væru þeir hræddir við kjósendur. Kristi- legir flokkar væru baráttutæki okkar tíma til að koma kristnum boðskap sem víðast á framfæri. Hann sagði, að flokkurinn styddi mjög hvers konar smáatvinnu- rekstur í samkeppni við stóriðju og síðast en ekki síst væri það ástin á landinu og umhyggja fyrir framtíð þess, sem setti sterkan svip á flokkinn. Christian Christensen skóla- maður frá Danmörku og þing- maður kristilega flokksins þar, sagði að á þessu ári væru 10 ár frá því að flokkurinn var stofn- aður en hann ætti nú 5 menn á þingi. Fyrirmynda hefðu Danir leitað til Noregs við flokksstofn- unina. Jesús hafi sagt, að maður- frjálsum fóstureyðingum, jafn- ræði í skattamálum og styrka fjármálastjórn. Að loknum ræðum framsögu- manna voru leyfðar fyrirspurnir og tóku þá þessir til máls: séra Bernharður Guðmundsson, séra Kolbeinn Þorleifsson, Gunnlaug- ur Stefánsson stud. theol., séra Þorbergur Kristjánsson, Ottó Michelsen forstjóri og Árni Gunnlaugsson hrl. Töldu þeir séra Þorbergur og Árni ýmislegt mæla með því, að hér á landi yrði stofnaður kristilegur stjórnmálaflokkur. Þá talaði einnig Sjögren frá sænska flokknum, sem ekki á neinn fulltrúa á þingi en fjölda manna í sveitarstjórnum. Hefði flokk- urinn verið stofnaður 1964 og helst látið til sín taka kristin- dómsfræðslu í skólum. í svörum framsögumanna kom fram, að flokkar þeirra spanna allar kirkjudeildir, jafnt þjóð- kirkju, fríkirkju og katólska kirkju, og einnig taka Hvíta- sunnumenn þátt í flokksstarf- inu. plnrgmii Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.