Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Hvalveiðar mann- úðlegri en dráp á annarri villibráð - segir Þórður Ásgeirsson for- maður alþjóða hvalveiðiráðsins Býjtar f ram stórf é ef Islendingar hætta hvalveiðum „Ég fullyrði að hvalveiðar eru mun mannúðlegri en veið- ar á annarri villibráð, til að mynda rjúpu og ref. Ég benti Chris Davey á þetta og að hvalveiðar væru veiðar á villi- bráð,sagði Þórður Ásgeirs- son, skrifstofustjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu og for- maður alþjóða hvalveiðiráðs- ins. „Frá því hvalur fær skutul í sig og þar til dauða ber að líða „ÉG VIL ekki tengja þetta saman — að við hættum hvalveiðum og boð dr. Chris Davey um að hann safni frá hálfri milljón dölum ef við hættum hvalveiðum,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í sam- tali við blaðamann Mbl. „En mér finnst þetta framtak dr. Davey virðingarvert, þó ég telji að ekki komi til greina að við látum kaupa okkur svona. Við höfum stundað hval- veiðar um langan tíma og aðeins nokkrar mínútur. Út í náttúrunni sleppur bráðin oft, helsærð og margir dagar kunna að líða áður en dauðinn líknar henni. Slíkt er nánast óþekkt í hvalaveiðum," sagði Þórður ennfremur. Dr. Chris Davey fullyrðir að innan tveggja ára verði alls- herjar hvalveiðibann sam- þykkt í alþjóða hvalveiðiráð- inu. Hvað vilt þú segja um það? „Um það er ómögulegt að ávallt farið skynsamlega að nýtingu stofnanna. Það er mitt mat að leyfa eigi nýtingu á hvalastofnum heimsins en staðreyndir blasa nú við. Það virðist aðeins tímaspursmál hvenær hvalveiðar verða stöðvaðar að fullu, því þeim þjóðum fjölgar ört í alþjóða- hvalveiðiráðinu, sem leggjast gegn hvalveiðum. Dr. Davey ræddi um að nota mætti féð til atvinnuuppbygg- ingar, til að mynda mætti nota það í rannsóknir á fiskeldi og laxeldi. Þá kynnti hann fyrir Þórður Ásgeirsson spá. En undanfarin ár hafa ríki gengið í hvalveiðiráðið, sem engra hagsmuna eiga að gæta í sambandi við hvalveið- ar og hafa aldrei stundað þær veiðar. Núna til að mynda er Sviss að undirbúa aðild að ráðinu. Um hvalveiðisögu Sviss þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð.“ Steingrimur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra. mér herferð gegn Norðmönn- um, sem aðilar í Bandaríkjun- um hafa nú í undirbúningi og taldi hann að við mundum eiga svipað yfir höfði okkar,“ sagði Steingrímur Hermanns- son. „ÉG er reiðubúinn að út- vega hundruð þúsund doll- ara innan fárra vikna ef íslendingar fallast á að hætta hvalveiðum sínum, „sagði de. Chris Davey, bandarískur hvalaáhuga- maður frá Florida, á fundi með fréttamönnum í gær. „Þetta yrði ekki fjárfest- ing heldur gjöf. Það skil- yrði eitt er sett, að féð verði notað í einhverja iðngrein, til að mynda fiskeldi. Með þessu tilboði vil ég leggja áherzlu á, að fjölmargir eru reiðubúnir að láta verulegt fé af hendi rakna, svo binda megi endi á hvalaveiðar í heimin- um,“ sagði Davey ennfrem- ur. Hann sagði að engin samtök stæðu á bak við sig, hann væri hér sem einstaklingur og sagði hann að upphæðin færi í raun eftir þörfinni — hún gæti farið upp í milljón dollara (400 milljónir króna) eða jafnvel meira. „Ástæða þess að ég kem til íslands og býð þetta er fyrst og fremst ómannúð- legar og frumstæðar dráps- aðferðir á hvölum. Yfirleitt þjást skepnurnar mjög áð- ur en dauða ber að. Þá vegur einnig þungt að Is- land er aðili að alþjóða hvalveiðiráðinu og atkvæði Ljósm. Kristján. Dr. Chris Davey, býður fram stórfé ef íslendingar fallast á að hætta hvalveiðum. íslands gæti ráðið miklu um hvort takist að setja allsherjarbann við hval- veiðum í heiminum. Ég tel raunar aðeins tímaspurs- mál hvenær slíkt bann verður sett. Þróunin er ótvíræð og ég spái því að „Vil ekki tengja þetta saman“ - sagði Steingrímur Hermannsson Byggingarþjónustan flutt í Iðnaðarhúsið - yfir 80 fyrirtæki með sýningu á byggingavörum reglugerð, sem tók gildi ekki alls fyrir löngu: „Við teljum fulla þörf á því að stefna saman fólki sem ýmist vegna reynslu í starfi eða af einskærum áhuga vili ræða ákvæði þessarar nýju reglugerðar. Það hefur komið fram gagnrýni á ýmis atriði og það er ætlun okkar að fá þá, sem telja reglugerðina ekki í samræmi við það sem betur má fara, til að tjá sig um málið og BYGGINGARÞJÓNUSTAN, sem um árahil hefur veitt almenningi og fagmönnum alhliða upplýs- ingar varðandi húsbyggingar, hefur nú flutt starfsemi sína í Iðnaðarhúsið að Hallveigarstíg 1. Þar hefur fyrirtækið til umráða alls 540 fermetra húsnæði í kjall- ara og á fyrstu hæð, en nú þegar h?fa yfir 80 fyrirtæki komið þar fyrir vörum sínum í sýningarsal. Stjórnarformaður Byggingar- þjónustunnar er Ólafur Sigurðs- son arkitekt, en framkvæmda- stjóri er Ólafur Jensson. Nýjung í starfsemi Byggingar- þjónustunnar er „pallborð,“ sem er í miðjum sýningarsal, en þar verður lögð sérstök áherzla á að kynna hvers konar nýjungar í byggingariðnaði, jafnóðum og þær koma fram. Einnig er ætlun- in að kynna þar ýmislegt er lýtur að umhverfi og byggingarlist, svo sem skipulagsuppdrætti og myndlist, en þessa dagana stend- ur þar yfir kynning á myndum Kjartans Guðjónssonar listmál- ara. í spjalli við Morgunblaðið sagði Ólafur Jensson framkvæmdastjóri að í marz-mánuði ætlaði Bygg- ingarþjónustan að efna til ráð- stefnu um hina nýju byggingar- Nokkrir stjórnarmanna Byggingarþjónustunnar ásamt framkvæmdastjóranum, Ólafi Jenssyni, og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, sem opnaði fyrirtækið á þessum nýja stað. Talið frá vinstri, ólafur Sigurðsson arkitekt, stjórnarformaður, Gunnar Thoroddsen, Guðmundur Gunnarsson, ólafur Jensson og Haraldur Ásgeirsson. (Ljósm. Ól.K. Magn.) safna saman upplýsingum í því sambandi. Að ráðstefnunni lok- inni verða væntanlega myndaðir starfshópar, sem síðan munu skila ákveðnum tillögum um breytingar á reglugerðinni. Við væntum þess að bæði fagmenn og aðrir sýni þessari ráðstefnu áhuga. Þá er á döfinni námskeið, sem haldið verður í samvinnu við iðnaðarráðuneytið, en þar verður fjallað um stillingu á hitakerfum. Fyrst og fremst má búast við því að iðnaðarmenn sæki þetta nám- skeið, en húsráðendur ættu ekki síður að hafa gagn af þeirri fræðslu, sem þarna verður veitt.“ „Verða einhverjar sérstakar breytingar á starfsemi Byggingar- þjónustunnar við flutninginn í þetta nýja húsnæði?" „Það gefur auga leið, að með því að fá til umráða svo fullkomna aðstöðu, aukast stórlega mögu- leikarnir á því að veita víðtæka og góða þjónustu. Við ætlum nú að breyta sýningarfyrirkomulaginu þannig að sýnishorn verða flokkuð eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi, sem auðveldar samanburð innan tiltekinna vöruflokka. Þannig verða t.d. öll gólfefni í einni deild, í annarri verða þakefni, o.s.frv. Spjaldskrá yfir byggingarvörur og tæki verður stóraukin og endur- bætt, safnað verður saman vott- orðum viðurkenndra rannsókna- stofnana um gildi og gæði bygg- ingarefna. í því sambandi má nefna að nú vinnum við einmitt að því með Brunamálastofnun ríkis- ins að skrásetja upplýsingar um svokölluð brunaþolin efni, svo og eldvarna- og slökkvitæki. En eig- inleikar bygginarefna eru ekki það eina sem máli skiptir fyrir hús- byggjendur. Verðlagið hefur sitt ■>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.