Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 7 „Þráhyggju- sósíalistar“ Árni Bergmann, rit- stjóri Þjóðviljans, hefur undanfarið veriö aö marka íslenzkum sósíal- istum einhvers konar sérbás — í hugum les- enda sinna — sem aö- skilja á þá frá þeirri reynsluniöurstöðu er framkvæmd sósíalisma hefur leitt til í Sovétríkj- unum og fjölda annarra ríkja í A-Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi reynsluniö- urstaöa af framkvæmd sósíalisma — eða af þjóöfálagsgerö sósíal- ismans — hefur hvar- vetna oröið eins eöa hlið- stæð, neikvæð og frá- hrindandi. Viöleitni Árna til sjónhverfinga meö sáríslenzkan sósíalisma er því skiljanleg meó hliösjón af hlutverki hans á ritstjórasessi Þjóðvilj- ans. Árni sagói m.a.: „Ein af höfuóforsendum þess, að þeim verði nokkuö ágengt (þ.e. íslenzkum sósíalistum) er sú, að þeir venji sig meó öllu af hugmyndum um, aö fyrir- myndarríki geti verið til eöa aó sannleikurinn verói negldur niður á ákveðnum stööum á iandabráfinu" (Þjóóv. 20/1/80). Viðbrögóin látu ekki á sér standa. Og svo sagði í bráfi frá sanntrúuðum marxista, er Þjóðviljinn birti: „Jæja, þar fór það. Nú ætti okkur, gömlu þráhyggjusósíalistunum, loksins aö skiljast að hugsjón okkar er endan- lega hrunin. Var raunar alltaf einskisverð draumsýn. Þetta áttum við að sjá fyrir löngu, þetta hafa ritstjórar Moggans alltaf sagt, en viö höfum þrjóskast við og neitað að taka söns- um. En nú þegar aö Árni Bergmann...“ o.s.frv. o.s.frv. „ætti okkur loks- ins að vera Ijóst, hvar við stöndum — á bersvæði og allir geta sáð eymd okkar“! Eru nagdýr í herbúöum sósíalista? í framhaldi af þessum hugleiðingum um Árna Bergmann og „Mogga- lygi“ hans segir skriffinn- urinn: „í sambandi við suma menn liggur við að manni detti í hug dýr, sem nagar og grefur, nagar og grefur þar til öllu er stórspillt; og ef rótin er eyðilögð þá kem- ur framhaldiö af sjálfu sér...“ Síðar í grein sinni segir höfundur: ...nú er svo Árni Bergmann komiö að meira að segja sumir þingmenn og for- kólfar Alþýðubandalags- ins eru teknir að vitna eins og þeir sáu á sam- komu hjá sártrúarsöfn- uði. Mikið held ág að íhaldið hlæi, en már finnst þeir aumkunar- verðir... Og þá er nú búiö að mynda ríkisstjórn og líklega búið að slá því föstu að aldrei skuli hreyft við hernum...“ o.fl. í þessum dúr. Hinir hreinræktuðu kommún- istar una því illa, sumir hverjir, aö þurfa aö fela „þráhyggju" sína sýnd- arslæðum, sem skriffinn- ar Þjóöviijans telja hins vegar nauðsynlegar til að blekkja sig inn á hrekk- laust fólk í þjóðfálaginu. Andlegt frelsi og efna- leg afkoma Reynslan af sósíalisma er nú komin á sjöunda áratuginn í Sovátríkjun- um, hátt á fjórða áratug- inn í öðrum ríkjum A-Evr- ópu en skemmra í ýms- um „tilraunaríkjum" i Afríku og Asíu. En niður- staðan er hvarvetna söm. Meðferð á andófs- mönnum, vísinda- mönnum, lístamönnum og minnihlutahópum, sem ekki ganga í takt í gæsagangi stjórnkerfis- ins, berar Ijóslega mun- inn á andlegu frelsi í ríkjum sósíalismans ann- ars vegar og ríkjum V-Evrópu og N-Ameríku hins vegar. Aö ekki sá minnst á athafnafrelsi eða eignarétt einstakl- inganna. Sumir segja aö sósíalistaríkín hafi „fórn- aö“ einstaklingsfrelsinu fyrir efnahagslega ávinn- inga í hagkerfi marxism- ans. Verömætasköpun í hagkerfi sósíalismans hefur reynzt lítiö brot af verðmætasköpun vest- rænna ríkja, hvort heldur sem mælt er í verðmæta- sköpun á einstakling eöa annan mætikvarða. Þar af leiðir að almenn lífskjör og almennur efnahagur einstaklinga í sósíalista- ríkjum er mörgum ára- tugum á eftir því sem tíðkast í lýðræöisríkjum. Þetta viðurkenna allir, sem þekkingu hafa á verðmætaafköstum þessara tveggja þjóðfá- lagsgerða og lífskjörum almennings í þeim. Þessi samanburöarniöurstaða er meginástæða feluleiks íslenzkra sósíalista eöa orðaleiks um „ööruvísi" sósíalisma hár en annars staöar. 50. hefti „News from Icelandu FIMMTUGASTA heíti tímarits- ins „News írom Iceland“ er nú komið á markað og segir ritstjóri þess, Haraldur J. Hamar, m.a. á forsiðu blaðsins: „Þegar við réðumst í þessa fyrstu reglubundnu fréttaþjón- ustu frá Islandi fyrir nær fimm árum, vissum við ekki hvort þörfin væri nógu mikil til þess að við hefðum erindi sem erfiði. Það gat reynslan ein leitt í ljós, og við slógum í gegn. Það var sannarlega þörf fyrir News from Iceland". Þetta enska fréttablað flytur fréttir af því markverðasta, sem hér gerist á ýmsum sviðum þjóð- lífsins, og leitast ennfremur við að greina frá meginþróun mála svo að þeir, sem reglulega fá blaðið, geti fylgzt nokkurn veginn með straumnum í íslenzku þjóðlífi. Árfellsskilrúm í stofur og ganga Sýning kl. 2—5 laugardag og sunnudag í Verzluninni Sedrus, Súðarvogi 32. trésmiöja Súðarvogi 28, sími 84630. Reiðskóli fyrir börn á aldrinum 8—14 ára, tekur til starfa 10. marz. Kennari veröur Hrönn Jónsdóttir. Lagöir eru til hestar og reiötygi. Innritun hefst mánudaginn 10. marz í félagsheimili Fáks, sími 33679 kl. 13—18. Hestamannafélagiö Fákur. Styrktar- og minningarsjóður Samtaka gegn astma og ofnæmi Veitir í ár styrki í samræmi viö tilgang sjóösins, sem er: a. aö vinna aö aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúk- dómum. b. aö styrkja lækna og aöra, sem leita sér þekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra, meö framhaldsnámi eöa rannsóknum á þessu sviöi. Umsóknir um styrki ásamt gögnum, skulu hafa borist til sjóðstjórnar í þósthólf 936 Reykjavík fyrir 8. apríl 1980. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu samtakanna í síma 22153. Sjóöstjórnin. augardagsmarkaóur^ Volará Premier station 1978 sjálfsk., vökvast., 318 cyl. vél, ek. 30 þús. km. Brúnn. Dodge Aspen SE 1979 4 d. 6 cyl. sjálfsk., vökvastýri, ek. 20 þús. km. Silfurgrár. Dodge Aspen SE 1977 station 6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek. 27 þús. km. Brúnn. Dodge Aspen SE 1977 2 d. 6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek. 26 þús. km. Silfurgrár. Dodge Swinger 1976 2 d. 6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek. 53 þús. Hvítur. Dodge Dart Custom 1974 4 d. 6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek. 108 þús. Blár. Chrysler Le Baron station ’78 glæsilegur vagn m. öllu, ek. 15 þús. km. Brúnn. Dodge Maxivan 1977 sæti f. 7 farþega, sjálfsk., vökva- stýri, ek. 43 þús. Grár. Athugiö aö Simca er bíllinn fyrir íslenskar aöstæöur: sparneytinn, rúmgóöur og sterkur — bíllinn sem endist. Simca 1508 GT 1978 ek. 23 þús. km. fallegur lúx- usbíll. Koparbrúnn. Simca 1307 GLS........ 1978 Simca 1508 GT ........ 1977 Simca 1307 GLS........ 1976 Simca 1100 LE 1979 ek. aöeins 10 þús. km. Simca 1100 GLX........ 1977 Simca 1100 LE......... 1977 Simca 1100 Special.... 1974 Simca 1100 sendibfll 1979 ekinn 16 þús. km. Vinsælasti sendibíllinn. Rauöur. JEPPAR í ÚRVALI M.A.: Ford Bronco Ranger 1976 ek. 52 þús. km. Sérstaklega vel meö farinn bíll. Cherokee .............. 1976 Ramcharger............. 1975 Blazer Cheyanne........ 1973 Mazda 323 station ......1979 Toyota Corolla sport... 1975 MB Galant.............. 1974 Fiat 127 900/L......... 1978 Fiat 132 GLS .......... 1977 Allegro................ 1977 Mini 1000 ............. 1979 Ford Maverick.......... 1974 Mercury Comet.......... 1977 Volvo 244 GL 1979 ek. 16 þús. km„ vökvastýri, útv./segulb., upphækkaöur. Rauöur. Volvo 245 DL.............. 1978 Volvo 144 DL.............. 1974 Volvo 144 DL.............. 1972 Ódýrir bflar: VW 1300 1972 Saab 96 1970 Cortina 1971 Peugeot 504 1970 CHRYSLER-SALURINN Suöurlandsbraut 10, sími 83330 — 83454. 'ÓV' && A- Flugfreyjur núverandi fyrrverandi 25 ára afmælisfagnaður Flugfreyjufél. íslands verður haldinn í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, fimmtudaginn 13. mars kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist í símum 35972 54581 og 76498 fyrir nk. mánudagskvöld. Nefndin. Norræn bókakynning Bókasafn Norræna hússins og sendikennararnir Bent Chr. Jacobsen (D), Ros-Mari Rosenberg (F), Ingeborg Donali (N) og Lennart Áberg (S), kynna bækur af bókamarkaði Noröurlanda árið 1979, laugardaginn 8. mars kl. 16:00. Allir velkomnir. NORFÆN4 HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.