Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1973 17 Litla gula hænan í nýrri útgáf u — eda grunnskólafrumvarpið og miðstjórnarvaldið LITLA gula hænan er 5 ára. Húft þekkir alla stafina og mörg smáu orðin og hana langar til þess að fara i skólann. Hún fór til kennara og spurði, hvort hún mætti fara í skóla. Kennarinn sagði við litlu gulu hæn una. ,,Þú ert svo ung, ég þarf að spyrj a skólastjórann." Litla gula hænan spurði kennarann og kennarinn spurði skólastjórann. Skólastjórmn lagði málið fyrir nem- endaráð og síðan fyrir kennararáð og sagði: „Litla gula hænan er svo ung, að ég þarí að spyrja skólafull- trúann." Litla gula hænan spurði kennar- ann, kennarinn spurði skólastjórann, skólastjórinn spurði skólafulltrúann og skólafulltrúinn sagði: „Litla gula hænan er svo ung, að ég þarf að spyrja skólanefndina.“ Litla gula hænan spurði kennar- ann, kennarinin spurði skólastjórann, skólastjórinn spurði skólafulltrúann og skólafulitrúinn spurði skólanefnd- ina. Skólanefndin hélt fund, þar sem kennarafuiltrúinn mætti, og sagði: „Litla gula hænan er svo ung, að við þurfum að spyrja fræðslustjórann." Litla gula hænan spurði kennar- ann, kennarinn spurði skólastjórann, skólastjórinn spurði skóiaf ulltrúann, skólafulltrúinn spurði skólanefndina og skólanefndin spurði fræðslustjór- ann. Fræöslustjórinn ræddi málið við sálfræðiþj ónustuna, félagsráðgjafann og skólaráðgjafann og sagði: „Litla gula hænan er svo ung, ég þarf að spyrja fræðsluráðið." Litla gula hænan spurði kennar- ann, kennarinn spurði skólastjórann, skólastjórinn spurði skóiafulltrúann, skólafulltrúinn spurði skólanefndina, skólanefndin spurði fræðslustjórann og fræðslustjórinn spurði fræðslu- ráðið. Fræðsluráðið hélt fund og ræddi auk þess við fulltrúa kennarasamtaka og framkvæmdastjóra landshlutasam taka og sagði: „Litla gula hænan er svo ung, að við þurfum að spyrja ráðuneytið." Litla gula hænan spurði kennar- ann, kennarinn spurði skólastjórann, skólastjórinn spurði skólafulltrúann, skólafulltrúinn spurði skólanefndina, skólanefndin spurði fræðslustjórann og fræðslustjórinn spurði ráðuneytið. Ráðuneytið tók málið til meðferðar og ræddi það bæði við samstarfs- nefnd og grunnskólaráð og sagði: „Litla gula hænan er svo ung, að nauðsynlegt er að spyrja ráðherr- ann.“ Litla gula hænan spurði kennar- ann, kennarinn spurði skólastjórann, skólastjórinn spurði skólafulltrúann, skólafulltrúinn spurði skólanefndina, skólanefndin spurði fræðslustjórann, fræðslústjórinn spurði fræðsluráðið, fræðsluráðið spurði ráðuneytið og ráðuneytið spurði ráðherrann. Ráðherrann taldi mál þetta merki- legt rannsóknarefni og lét skólarann- sóknir athuga það vandiega, Að lok- um komst hann að þeirri niðurstöðu, að litla gula hænan væri svo ung, að hún mætti ekki fara í skóla. Og ráðherrann sagði ráðuneytinu það, ráðuneytið sagði fræðsluráði það, fræðsluráðið sagði fræðslustjór- anum það, fræðslustjórinn sagði skólanefndinni það, skólanefndin sagði skólafulltrúanum það, skóia- fulltrúinn sagði skólastjóranum það, skólastjórinn sagði kennaranum það og kennarinn sagði litlu gulu hæn- unni það. — En litla gula hænan varð ekkert hrygg, því nú var hún orðin átta ára og búin að vera eitt ár i skólanum. Páll Daníelsson. Baldur Guðlaugsson; Gerðardómssamningarnir 1930: „Landráðasamingar“ hinir meiri ÞEIR eru ósparir á stóru orðin, stjómarliðarnir, þegar landhelgis- samninga Islendinga við Rreta og Vestur-Þjóðverja frá árinu 1961 ber á góma. Er að skilja, sem aldrei hafi nokkur ríkisstjórn eða alþingismenn svikið þjóð sina svo í tryggðum sem þeir mienn, er stóðu að lausn þorska- striðsins. Samningurinn, sem Bjami Benediktsson sagði að væri „einhver stærsti stjórnmálasigur, sem íslend- ingar hafa fyrr eða síðar unnið“, er nú kallaður „landráðasamningur", ,,nauðun.garsamningur“ og „óheilla- samningur". Það eru ákvæði samn- ingins um, að ágreiningi um áfram- haldandi útfærslu íslenzku fiskveiði- lögsögunnar skuli skotið til alþjóða- dómstólsins í Haag, sem er helzta tilefni gífuryrða af fyrrgreindu tæi. Það er sagt einsdæmd, að riki skuld- bindi sig til þess að leggja slik ágreinr.ngsmál fyrir alþjóðadómstól- inn. í því sambandi gleymist, að fjöl- margar þjóðir hafa skuldbundið sig til þess, annað hvort með gagnkvæm- um samninguim eða einhliða yfirlýs- ingum, að leggja deilumál sín fyrir alþjóðadómstólinn. En það skyldi nú samt aldrei vera, að ekki þurfi að ieita erlendra hliðstæðna við samningana frá 1961. Það kynni þó ekki vera, að „landráðamenn" hefðu áður haft sig í frammi á íslenzka stjómmálasviðinu og skuldtoundið þjóðina til að hlíta dómi alþjóðadóm- stólsins í milliríkjadeilum um al- þjóðalög, og þótzt menn at meiri? Sú er reyndar raunin á og skal það nú skýrt ögn nánar. Þegar minnzt var 1000 ára afmælis Alþingis árið 1930 þótti hlýða, að Al- þingi sjálft gerði það með eftirminni- legum hætti á hátiðarfuindi á Þing- völlum. Valin var nefnd manna úr ölluim stjómmálaflokkum til að at- huga hvaða mál skyldi taka til með- ferðar og afgreiða á þessum fundi Baldur Guðlaugsson Alþingis. Niðurstaðan varð sú, að af- gre ða skyldi tillögu ti'l þingsálykt- unar um staðfestingu gerðardóms- saminingta milli Islands og hinna Norðurlandaþjóðanna um lausn deiliu mála með friðsamlegum hætti. Hinn 27. júní 1930 voru gerðardómssamn- ingarnir undirritaðir v:ð hátíðlega athöfn á þingpalli i Almannagjá af Tryggva Þórhallssyni, forsætisráð- herra og fulltrúum annárra Norður- landaþjóða, þeirra á meðal Stauning farsaatisráðherra Dana. Á fundi í Sameinuðu Alþingi þá síðdegis var þingsályktunartillagan svo samþykkt með 41 samhljóða atkvæðl. Hér er um að ræða fjóra tvíhliða samninga, þ.e. Islands og hvers hinna Norðurlandanna. í 1. grein þeirra seg ir: Réttardeilum, sem kunna að rísa milli Islands og Nonegs (Danmerbur, Finnlands og Svíþjóðair) sem hægt er he.mfæra undir einhverja þá tegund, sem- nefndar eru í 36. gr. 2. máls- greán í reglugjörð fasta alþjóðadóm- stólsins, skal, svo framarlega sem ekki hefur tekizt að jafna deilumar milli stjórnarfulltrúa ríkjanna, visað til úrlausnar fyrmefnds dómstóls í samræmi við ákvæði reglugjörðar- innar. í 2. <gr. segir, að sammingsaðil- amir skuldbindi sig til að bera undir gjörðardóm allar aðrar deilur en þær, sem nefndar séu í 1. grein. f 9. grein segir: Meðan að stendur á dóms- og gjörðardómsmeðferð skuld- binda samnángsaðilar sig til þess að leiða hjá sér, svo sem frekast er umnt, hvers konar ráðstöfun, sem get- ur orðið til tálmunar fulinæigju dómsins og gjörðarinnar. Aðilarnir skulu, að viðlögðum drengskap, hlíta dóms- og gjörðardómsniðurstöðunni. Og í 12. grein segir: Samn.'ngurinn gildír í 20 ár frá gildistöku. Ef hon- um verður ekki sagt upp minnst tveimur árum fyrir lok þessa tíma- bils, gildir hann í önnur 20 ár, og skal framvegás áliítast gildandi fyrir 20 ára tímabil, svo framarlega sem honum verður ekki sagt upp minnst 2 árum fyrir lok líðandi 20 ára tíma- bils. 1 framsöguræðu með þingsáiyktun artillögunni sagði Tryggvi Þórhalls- son, forsætisráðherra, meðal ann- ars: „Það mun engum blandast hug- ur um, að vel fari á því á þúsund ára afmæli íslenzka ríkisins að umdirrita samninga um gerðardóm og ævinleg friðsamleg úrSlit mála milli okkar og frændþjóðanna .... Það er kunn- ugt, að Norðurlandaþjóðimar hafa á ýmsan hátt haft forgöngu um að stuðla að friðsamlegum viðskiptum þjóðanna. í milli. Ég er viss um, að síðar á öldum verður Norðurlanda- þjóiðunum reiknað það til mikils hróss, eins og margt annað. Við vilj- uim gjaman vera í þessum hópi Is- lendingair og er okkur sérstök ánægja að taka þátt i þessu sem jafnrétthár aðili.“ Alþjóðadómstóllánn í Haag, sem starfar innan vébanda Sameinuðu þjóðanna, er beinn arftaki fasta al- þjóðadómstólsins, sem vísað er til í gerðardómssaminingunum. Samningarnir vísa tii 2, málsgnein- ar 36. greinar samþykkta alþjóða- dómstólsins. Þar segir: Ríki, sem að- ilar eru að samþykktum þesisum, geta hvenær sem er lýst yfir því, að þau skuldbindi sig ipso facto og án sérstaks samkomulags gagnvart hverj u öðru ríki, er gengst undir sömu skuldbindingu til þess að hlíta lögsögu dómstólsins um allam laga- legan ágreining varðandi: a) Túlk- un samninga. b) Hvert vafamál um milliríkjarétt. Hér þarf ekki frekar vitnanna við. Það er auðséð, að íslendinga.r væru skuldbundnir til að vísa öllum ágrein- ingi við Norðurlandaþjóðirnar um milliríkjarétt, jafnt réttinn til út- færslu fiskveiðilandhelginnar sem annað, til alþjóðadómstólsins í Haag, og ti.l að hlita úrskurði dóm- stólsins. I því sambandi skiptir ekki miáli, þótt Norðurlandaþjóðimair hafi ekki lagzt gegn útfærslu land- helginnar að þessu sinni. Slikur ágreinimgur eða annar áþekkur gæti komið upp síðar, því eins og segir á vísum stað, þá eiga þjóðir ekki vini, aðeins hagsmuni. Og þá væru íslend- ingar toundnir af samningnum, sem eru langtum víðtækari en „landráða- samningamir“ frá 1961. Ég fæ þvl ekki betur séð en held- ur betur hafi hlauplð á snærið hjá helztu orðhákum stjómarflokkanna. Nú geta þeír bætt mönnum eins og Tryggva Þórhallssyni, Jónasi frá Hriflu, Héðni Va’ldimarssyni, Erltagi Friðjónssynii og Bernharð Stefáns- synii á lista sinn um „landráða- og landsölumenn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.