Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1973 7 Bridge Itölsku spilararnir voru harð- ir í sögnum og. um leið heppnir í eftirfarandi spili, sem er frá leiknum gegn Portúgal í Evr- ópumótinu 1971. Norður S: 9-6 H: K-G-6 4 T: 8 3 L: Á-K-G-10-2 Vestur S: D-G-4 H* 5 T: D-9 7 5 4-2 L: 5-4 3 Austur S: Á-K-10-5-3 H: Á-D-10-7 T:1 Á £: 9-8-7 STOður' S: 8-7 2 H: 9-83-2 T: K-G-10 6 L: D6 Itölsku spilarárnir sátu A-V við annað borðið ög þar gengu sagnir þanmg: N. A. S. V. 2 1. D. P. 2 t. P. 2 sp. P. 3 sp. P. 4 sp. A.P. N—S tóku fyrstu 3 slagina á lauf, iétu siðan út tigul, sagn- hafi drap með ási, lét út spaða, drap i borði, lét út hjarta, drap heima með drottningu, trompaði 2 hjörtu í borði oog átti síðan afganginn. Hann vann þannig spiiið og fékk 620 fyrir. Við hitt borðið sögðu portú- gölsku spilaramir 2 spaða, fenigu einni'g 10 siagi, en ítaiska sveitin græddi 10 stig á spilinu. PENNAVINIR Margareta Ahiman, 22 ára Timgatan 1 S-41508 Göteborg. Sverige. Hjördis Fredenhag, 29 ára húsmóðir Merkuriusgatan 69 II S 415 19 Göteborg Sverige Mrs. Edna Bayfield, húsfreyja, 34 Primrose Terrace Rosslyn Park 5072 South Australia óskar eítir pennavinum á Is- i'andi. Riitta Maija Ahonen Likolammenkatu 4. D 33300 Tampere 30 Finland. er 12 ára gömui og hún vill gjarnan skrifast á við jafnaldra slna á Islandi. Hún skrifar ágæta ensku og áhugamál henn ar etru pop music, frimerki og fleira, auk þess sem hún spil- ar á píanó. Jarl Giske Bakkegate la 6000 Álesund Norge er 14 ára og hefur mjög mik- inn áhuga á að eignast penna- vini sem vildu skiptast á göml- um og nýjum frímerkum. Vin- samlegast skrifið sem fljótast. &&& v&v aíw éíSl* ódSfö ófw «105 DAGBÓK B4RMMA.. FRHMttflbÐSSfl&HN Bói og sláttuvélin Eftlr Marion Holland Albert var önnum kafinn við að leysa vagninn. Bói sagði við konuna: „Okkur þykir mjög leitt hvað gerzt hefur. Við misstum bana einhvern veginn alveg stjórn á sláttuvélinni.“ „Við,“ hreýtti Alhert út úr sér. „Það er alveg hraeðilegt, hveraig gárðurinn yðar er farinn,“ hélt Bói áfram og leit nú fyrst yfir vegsum- merkin. „Mér sýnast næpurnar vera lítils virði, en það mætti ef til vill gera einihvem m-at úr þessum radísum,“ sagði hann með vonarhredm. „Þér gætuð skolað þær vel og notað þær í salat eða eithvað þess háttar.“ Bói las það úr svip konunnar að það mundi hún ekki geta. „Ef ég get gert nokkuð til að bæta úr þessu, þá er það alveg sjálfsa.gt," bætti hann við. „Ég skal gera hvað sem er.“ „Þið skuluð ekki hafa of miklar áhyggjur af garð- inum,“ sagði konan loks. „Við settum of mikið niður af næpum og radísum, svo ég er bara fegin að losna við svolítið af þeim.“ Bói varp öndinni léttar. „Þar var ég svei mér hepp- inn,“ sagði hann. „En úr því að þér er svona mikið í mun að bæta fyr- ir tjónið, þá skal ég segja þér hvað þú getur gert,“ sagði hún. „Ég á von á gestum í kvöld og drengurinn, sem var búinn að lofa að slá blettinn minn, sveik mig. Ur því þú ert byrjaður á því, þá gætir þú eins lokið við það.“ „Jaaaaa,“ sagði Bói. „Ég ætlaði nú að fara að synda, _ „ tt en . . . „í hverju?“ spurði Albert. „Ég verð að raka upp tætl- umar af sundskýlunmi þinni.“ „Og ég á nú enga sláttuvél, en ef þú vildir lána mér...“ „Kemur ekki til mála,“ sagði Albert. „Þegar ég er búinn að slá grasflötina hjá Hansen, leesi ég vélina inni í bílskúr og þar með basta.“ „Það er ekkert vandamál,“ sagði konan glaðlega. „Sláttuvélin mín stendur í bílskúrnum. Það er bara gamaldags vél með engum mótor, en ef þú byrjar strax, lýkurðu við blettinn fyrir kvöldið áður en gestimir koma.“ Hún fór aftur inn í húsið. Albert dró stóru sláttuvélina aftur inn í garðinn hjá Hansen og kallaði yfir limgerðið til Bóa: „Þegar ég er búinn, fer ég að synda. Ef ég hitti Gumma á ég þá að segja honum, að hann skuli ekki bíða eftir þér?“ Bói svaraði ekki. Hann sótti sláttuvél konunnar út úr bílskúmum og arkaði af stað. SÖGULOK. SMÁFÓLK WE UJ0N OUR FlRST f 6A.AE0FTHE SEASONÍ UJE FINALLV UJONÍÍ WE UJOMIIUJE UJONÍÍi I THINK l'M 60IN6 T0 Cfi/. Ssj — FJÓRÐA SENÐING. — \ 1» UNNl’M. VIÐ UNN- UM KALUI BJAKNA! — Við unnum fyrsta leik okkar á þessu leiktímabilí. Loksins unnum við. VIÐ unnum: vi« unnum: — Ég held að ég sé að fara að gráta..... FÓRNARVIKA KIRKJUNNAR 0rl5. APRÍL HJÁLPUM KIRKJUNNI AÐ HJÁLPA GIRÓ 20000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.