Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUINBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JAN’ÚAR 1973 Guðjón Guðmundsson ! Guðjón Guðmundsson með hinn veg-lega verðlaunagrip sem fylgir saemdarheitinu „íþrótfamað- ur ársins". íþróttamaður ársins: 21 árs i dag Lærði að synda 6 ára KIN’S og fram kemur annars staðar á síðunni, þá voru f gær tilkynnt úrslitin í kjöri íþróttafréttaritara á „íþrótta- manni ársins 1972“. Að þessu sinni varð Guðjón Guðmunds- son, sundmaður frá Akranesi, fyrir valinu. Guðjón hefur sýnt stöðugar framfarir síð- astliðið ár og hápunkturinn á ferli hans — hingað til — er tvimælalaust 200 metra bringu sund hans á Ólympíuleikun- um í sumar. Guðjón er gott fordæmi iþróttamanna, hæglátur og reglusamur, en jafnframt áhugasamur við æfingar sín- ar og hinn mesti keppnismað- ur þegar út i keppnina er komið. Guðjón er ungur að árum, en í dag á hann einmitt 21 árs afmæii. Um leið og iþrótta síða Morgunblaðsins óskar Guðjóni til hamingju með af- mælið og titilinn „Iþróttamað ur ársins 1972“ vonum við að oft, í ókominni framtíð fáum við tækifæri til að skrifa um afrek Guðjóns. Við ræddum stuttlega við Guðjón í gær og spurðum hann fyrst hvenær hann hefði lært að synda. — Ég var sex ára, þegar ég lærði sundtökin, 7 ára tók ég þátt í skólakeppni í sundi og átta ára gamall hóf ég sund- æfingar fyrir alvöru. Ég og Finnur Garðarsson lékum okk urur alltaf saman og við hóf- um æfingar á sama tima, í sumar vorum við svo báðir meðal íslenzku þátttakend- anna á Ólympíuleikunum í Miinchen. Helgi Hannesson þjálfaði okkur frá byrjun og þar til í fyrra, að ég fluttist til Reykjavíkur vegna náms míns, en síðan þá hefur Guð- mundur Harðarsson verið þjálfari minn. — Hvað hefur þú sett mörg Islandsmet í sundi á ferli þin- um? — Fyrsta metið setti ég 1967, það var vitanlega í bringusundi, drengjamet. Ár- ið 1971 setti ég tvö íslands- met en á síðastliðnu ári setti ég 10 Islandsmet. Guðjón er nú íslandsmet- hafi í 100 metra skriðsundi, mettiminn er 1:10,9 min. Guð- jón á einnig fslandsmet í 200 metra bringsundi, en það met er 2:32,4 mín., sett á Ólymp- íuleikunum í sumar og er jafn framt Norðurlandamet. Auk þessara meta á Guðjón mörg önnur héraðsmet, innanfélags met og met sett í styttri laug en 50 metra. Er við spurðum Guðjón um ætt og uppruna sagði hann: — Ég er fæddur á Akra- nesi 6. janúar 1952 og á því 21 árs afmæli i dag. Foreldrar mínir eru Raf Ámadóttir og Guðmundur Guðjónsson á Akranesi. Ég ólst upp á Akra nesi og helzta áhugamál mitt var sundið, það leið varla sá dagur að maður bleytti ekki í sér. Sundlaugin á Akranesi, Bjarnarlaugin er aðeins 12% metri og þvi ekki heppileg til sundæfinga, þar sem alltaf er keppt í 50 metra laugum. Þeg ar ég svo fluttist til Reykja- vikur gat ég æft í 50 metra laug og viðbrögðin voru geysi leg. Að ]r kum spurðum við Guð jón hvað væri framundan hjá honuin L þessu ári. -- Á árinu fer fram Norð- urtar>damót í Osló og ég er ákvi ðinn í, ef ég verð meðal þátttaiienda, að halda því Norðurlandameti, sem ég setti I sumar. Framhald af bls. 32. al annars í annarri grein: SkaJ 'hann, eða hún, kosinn í janúar- mánuði ár hvert, úr hópd inn- lendra iþróittamanna, og verður f.ð haifa tekáð þátt i kieppni árið á undan. Tekið skal tillit tíi ár- anigurs það ár, oig undangengín ár, reglusemi oig ástundunar, prúðlmennsku og framfara. I þriðju greiin reglugerðarinn ar segir svo: Atkvæðisrétt hafa aðeins aðalfélagar samtakanna, og aldrei fleiri en einn frá hverju dagblaði, útvarpi eða sjómvarpd. Kosningu skal hagað þanndig, að hver aðalféiagi með atkvæðóisrétt tilnefnir tiu íþrótta menn. Skulu þeir tiinefndir þannig i röð, að sá, eða sú, er fyrst er nefnd, eða nefmdur, fær tíu stiig, næsti níu o.s.frv. Sá, sú, sem flest stig hlýtur, fær táitíi- inn Iþróttamaður ársins og far- andgirip samtakanna. Að þessu sinni höfðu sjö íþróftafréttamemn atkvæðiisrétt og neyttu hans aliir, það eru fréttamann dagbiaðanna, Alþýðu biaðsins, Margunbiaðsins, Tím ans, Vísis og Þjóðviljans, sjón- varpsims og útvarpsins. Þvi er ekki að neiita, að oft hefur það verið erfiðdeilkum bund ið fyrir hvem og einn, að velja íþróttamann ársins, enda þótt oft hafi lika valið verið auðveit. Þannig sýna Mka atkvæðatölum- ar hverju sinni, að misjafnar eru skoðanir manna. Stundum hefur það komið fyrdr, að ekki hefur verið neinn vafi á því, hver skyldi hljóta titílimn, og hefur þá sá fengið langflest stig, og meira að segja hefur það iáka komdð fyrir oftar en einu sinni, að sama nafndð hef- ur verið efst á öUum lástunum. En það hefur líka komið fyrir, að maður, sem heíur hafnað í öðru sætí, hefur eklki verið til- nefndur af öllum. Þannig hefur þetta verið æði misjafnt frá ári til árs. í ár hefur vaiið senniiega vaf- izt meira fyrir íþróttafréttamönn um en oft áður. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er, og því verður þess getið hér, án þess að verið sé að kasta rýrð á það íþróttafólk, sem að þessu sinni skipar tíu efstu sætdn, að í byrjum desembermánaðar komu íþróttafréttamenn saman til skrafs og ráðagerða og til að taka afstöðu til kosninga á veg- um Alþjóðasambands íþrótta- f réttamanna og bar þá val íþrófcta manns ársins á góma. Vafðist möirgum tunga um tönn, og gerðu margir mdkia leit i hug- sikoti sínu, og varð það almennt álit þeirra, að erfitt yrðd að finna rétta manninn að þessu simni. Og þá vaknar spumingin, við hvað skal miða. Hvað verður fyrst og fremst látið ráða kjöri, og hver á þenman heiður mest skilið, er þc.ð einhver einn frekar en ann- ar? Þessar og ótal fledri spum- ingar hafa vafalaust komið upp í hugann affcur, þegar menn svo sefctust niður til þess að ganga endaniega frá tílnefningu sinni, hver á simum stað, og ekki er einu sinni vist, að ailár heffi ver ið vdssir í sinni söflt, þegar um- slaginu var iokað. Það kom fram fyrr í þessari viku, er iþrótifcafréttamenn þess- ir, sem nú hafa valið iþrótta- mann ársins 1972, voru að því spurðir á opdnberum vettvangd, hver og einm, hvað þeim væri minnisstæðast af íþróttaviðburð- um ársins 1972, að ftestír töfldu ldðið ár heidur viðburðasnautit, ef frá em taldir sjáifir Olympíu- ieikamdr í Miinchen. Og margir voru þeirrar skoðunar, að islenzk ir iiþróttamenn hefðu ekki unnið veruieg afrek á árinu, hvort held ur vœsrd á innlendum eða eriend- um vettvang. Og yflrieitt var það skoðun þedrra, að ekkert eitt afrek vaari minnisstæðara en cunnað, enda þótt i því etfni vœru ekki affir sammiála. Ef til vdQl hafa óskir mamgra ekki rætzt. Kannski hetfa ein- hverjir gert sér vondr um fræltí- leg afrek íslenzkra iþrótta- manna á árinu, kannski frekar nú en oft áður, og kernur þar ýmislegt tól. Fyrst er að nefna Olympíuieikana. Alir heiztu og beztu ílþróttamenn hverrar þjóð ar leggja ávailt á það hötfiuö- áherzlu að standa sig sem bezt það ár, sem Olympduieikar eru haldnir, og þvd skyldi ekki svo vera ednnig hér á landi. Þess vegna hafa sjálfsagt mangir vænzt þess, að íslenzkir ílþrótita- menn sýndu á sér sparilhliðdna, og þvd beðáð þess i sumnudags- fötunum sinum að skemmtunin hæfist. Og það hlýtur að vera leiðinlegt til lemgdar, að þurfa að klæða sig upp hvað eftir ann að til þess að njóta s'kemimtunar- innar, sem svo aidrei verður. Enda þófct íslenzkir iþrótta- rnenn, áhorfemdur og aðrir íþrótJtaáhugamenn hafd verdð svo hvunndaigslegdr á ájrinu, sem er nú idðið, sem raum ber vitni, er ekki þar með sagt, að algjör leiðimdi hafi verið rikjandi, þvi Víst var otft gaman. Og þess vilj um við minnast í dag. íþróttafréttamönnum hefur, eins og reyndar fleirum, aflt ver- ið leigið á hólsi fyrir það að hvetja tíl svonefndrar stjömu- dýrkunar. Það er svo sem ekki aiveg ófyrirgefanlegt þeirn, sem það gera, oftast af vanþekkíngu og vanhuigisuðu máli. Aldrei fyrr hafa íþrótfcum verið gerð edms glögig skil í islenzdcum fjöflmdðl- um og á síðasta ári. Og það er ekki nema von, að það rúm, sem helgað hefur verið íþrótitunum á þeim vettvangi, vaxi einhverj- umn í augoun, og þá skýtur jafn- framt upp kodlinum þessd skoö- un sumra um stjömudýrtoum. — Það vita hdns vegar þeir, sem sfcarfað hafa imnan íþróttahreytf- ingarinnar sjálfrar, að ektei sé talað um íþróttafólkið sjáift, að keppni er nauðsynleg. Og þetta sagði ég Mka við sama tæddíæri í fyrra. Keppni er nauðsyn til vaxtar og viðgangs iþróftunum. Keppnisíþróttír eru forsendan Jólamót KRR í innanhússknattspyrnu FYRIR jólin gekkst Knattspymu ráð Reykjavíkur fyrir móti í knattspymu, innanhúss, og var þá leikið í yngstu flokkunum — fjórða og fimmta. Á morgun verður svo aftur tekið til við þetta jólamót og þá leiklð í öðr- um og þriðja flokki. Leikirnir hef jast klukkan 14.30 og verður leikið stanzlaust til klukkan rúm- Iega 22. Leikirnir verða í þess- ari röð á þessum tímum: III. FLOKKUR Ármann — KR kl. 14.30 Fylkir — Víkingur kl. 14.45 Þróttur — Valur kl. 15.00 IR — Fram kl. 15.15 Ármann — Fylkir kl. 15.30 KR — Víkingur kl. 15.45 Þróttur — fR kl. 16.00 Valur — Fram kl. 16.15 Árrnann — Vítoiinigur ikd. 16.30 KR — Fylkir kl. 16.45 Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.