Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 23
MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANOAR 1973 23 — Listasafn Framhald af bls. 11 með bílastæðum undir. I gömlu byggingunni er gluggalaus sal- ur, sem t.d. einvörðungu virðist nýtanlegur til sýningar á grafik og er það vel, því sú listgrein hefur verið hálfgerð hornreka hjá okkur. Fleiri atriði mætti benda á, en ekki er ástæða til að svo stöddu að fara út í þá sálma. Aðeins skal áréttað, að svo virðist, sem Uúsafriðunarnefnd líti á húsið Fríkirkjuveg 7 sem teiknaða mynd á fleti en ekki byggingu, sem hefur hlutverki að gegna. Þetta eru nú orðin æði löng skrif, en þau hafa dregizt af ástæðum, sem yður munu kunn- ar, og þætti mér leitt til afspurn ar, ef Húsafriðunamefnd getur ekki séð, að húsinu Fríkirkju- vegi 7 væri í engu spillt, þótt mænir þess yrði hækkaður jafnt til beggja enda, (en þann- ig er húsið nú), en notagildi þess hins vegar stórum betra. Virðingarfyllst, Gunnlaugur Þórðarson. Bréf dr. Gunnlaugs til ríkisstjórnar íslands - Landsbyggðargjöfin: Listasafnsbygging Reykjavík, 20. des. 1972. Undirrituðum þykir eftir at- vikum rétt og skylt að senda hæstvirtri ríkisstjórn Islands Ijósrit af bréfaskiptum, sem far- ið hafa fram varðandi húsið Frí- kirkjuvegur 7 hér í borg, sem nú er eign Listasafns Islands. Leyfi ég mér í þvi sambandi að setja fram þá hugmynd, sem ég vék lauslega að við mennta- málaráðherra Magnús Torfa Ólafsson á s.l. sumri, að 1100 ára afmælis íslandsbyggðar verði m.a. minnzt með því að taka hús ið Fríkirkjuvegur 7 formlega í notkun sem listasafn eða vígja það sem slíkt á árinu 1974. Segja má að landnám mynd- listar og raunar fleiri listgreina hafi átt sér stað á yfirstandandi öld, og þvi færi vel á því að tengja afmæli landnámsins um- ræddu landnámi myndlistar. Þetta ætti og sérstaklega vel við, þar sem afmælisgjöfin bein- ist fyrst og fremst að Reykvík- ingum, en vagga landnámsins stóð þar, bæði hin sögulega og listræna. Þvi fer vel á því að Reykvikingar séu heiðraðir á þann hátt. Um leið myndu verk landnámsmanna „myndlistar" eins og Jóns Stefánssonar, Ás- gríms Jónssonar, Jóh. S. Kjarval, Jóns Engilberts og Gunnlaugs Scheving, svo að nokkrir séu nefndir, fá verðuga umgerð. Slík gjöf sæmir islenzku þjóð- inni betur en byggimg gervi- sögualdarbæjar, sigling á gervi-víkingaskipi umhverfis landið eða brennur á fjallatind- um, svo ekki sé fleira álíka spaugilegt tilgreint. Einn höfuðkostur við þessa hugmynd er þó ónefndur, en hann er sá að fé það, sem varið skal til þess að fullgera húsið Fríkirkjuvegur 7 sem listasafn, þarf ríkissjóður fyrr eða síðar að reiða fram, að svo miklu leyti sem brunabótafé og byggingar- sjóður listasafnsins hrökkva ekki til. Þannig að þarna er um tvöfaldan ávinning að ræða. Slikt hið sama verður ekki sagt um margar hugmyndir hátíðar- nefndarinnar. Yfir slíkri gjöf sem byggingu listasafns hvilir blær alvöru, virðingar og menningar, sem hæf ir þeim atburði, sem hún á að minna á. Samrit bréfs þessa er sent húsaf riðunar nef nd. Með sérstakri virðingu, dr. Gunnlaugur Þórðarson, hrl. Eftirmáli: Ahrif gengisfellingar Þess skal getlð að lokum, að eigi hefur enn verið geng- ið formlega frá umræddum makaskiptum, þ.e. með afsölum. Mun það tvímælalaust vera vegna áhrifa yfirvofandi gengis- fellingar. Því ég tel mér óhætt að fullyrða, að þeir Framsókn- armenn, sem að samningagerð- inni stóðu, hafi ekki viljað láta flokk sinn hagnast vegna geng- isfalls á kostnað Listasafns ís- lands. Það er augljóst mál, að fasteignin Austurstræti 12 hef- ur hækkað í verði vegna geng- isfellingar ísl. kr., og endur- byggingarkostnaður Fríkirkju- vegar 7 aukizt að sama skapi. Væntanlega mun þessi hlið máls- ins leyst með mati eða á annan viðunandi hátt, þannig að hag- ur Listasafns Islands verði virt- ur að þessu leyti. Millifyrirsagnir eru mínar. — Borgarstjórn Framhald af bls. 5 ur Gunnarsson, borgarstjóri aftur til máls. Hann kvaðst vilja leiðrétta það hjá Krist- jáni að borgin hefði afsalað sér yfirráðum yfir lóð Land- spítalans. Allt skipulag lóðar innar væri háð samþykki borgaryfirvalda en eðlilegt þætti, þar eð um lóð undir sér hæfða starfsemi væri að ræða, að lóðarhafi hefði sjálf ur f.rumkvæðið í skipulagn- iingu hennar. Umræðum um fundargerð bygginganefndarinnar var nú lokið og hún samþykkt með 12 samhljóða atkvæðum en Al'bert Guðmundsson (S), Silgurlaug Bjarnadóttir (S) og Guðmiundur G. Þórarins- son sátu hjá. 1971: Skráðir 9 brun- ar og 7 slys vegna rafmagns í ÁRSSKÝRSLU Raifmagnseftir- lits rikisins fyrir árið 1971 eru skráðir 9 brunar, sem víst er tal- ið eða sennilegt að hafi orðið af völdum rafmagns. Skýrstur um tvo þeirra hefur Rafmanigs- eftirlit ríkisins tekið saman að lokinni skoðun, um 6 þeirra hef- ur koimið skýrsla frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur og um einn frá Rafveitu Selfoss. Alls eru í s'kjalasafni Rafmagnseftirlits rík isins skýrslur um 41 bruna á áir- inu. Er í skýrslunini birtur úrdrátt- ur úr einstökum brunaskýrslum og lýst orsökum brunanna. M. a. er þar ikvikmun í lestrarsal L andsbó ka.s a fns Islands, sem ekki varð þó af tjón, en orsök reyndist ólöglegur frágantgur flúrlampa í ljósaröð. Straum- festur voru settar beint á brennanlegt undirlag og við skammhlaup í einni þeirra kvikn aði í. Þá eru í skýrslunmi skráð slys af völd'um rafmagns og eru þau 7 talsins á árinu 1971. - Misskilningur Framhald af bls. 17 Vilja undirritaðir lýsa því yfir, að góð samvinna hefur ríkt innan sendinefndarirtnar, ekki aðeins um afstöðu til þeirra mála, sem að ofan er fjallað, heldur og til annarra þingmála, sem á dagskrá hafa verið. New York, 17. nóv. 1972 Haraldur Kröyer, Gunnar G. Schram, Alfreð Gíslason, Hannes Pálsson, Svava Jakobsdóttir, Pétur Sigurðsson. Greinargerð Haralds Kröy- er, sendiherra, fyriP atkvæði íslenzku sendinefndarinnar um tillögu varðandi aðskilnað arstefnu rikisstjórnar Suður- Afríku, fliutt í sérstöku stjóm málanefnd allsherjarþings S. þ. 1. nóvember 1972: Með þvi að greiða atkvseði með öllum ályktunartillö'g'un- um, sem fyrir nefndina voru lagðar, vildi íslenzka sendi- nefndin láta I ljós stuðnimg simm við aðgerðir, sem miða að því að skapa þrýstimg gagm vart Suður-Afríku svo að þ&ð ríki láti af aðskilmaðarstefnu sinni. Ekki má líta á samþykki sendinefndarinnar á hinni end urskoðuðu ályktunartillögu nr. A/SPC/L.243 sem sam- þyikki á öllum efnisatriðum og tilmælum, sem í henni fel- ast. Islenzka sendinefndin verð- ur, með tilliti til virðingar fyr ir m&rkmiðum og grundvallar reglum stofnskrár S.þ. og vegina raunhæfra möguleika, að lýsa yfir nokkrum fyrir- vörum. Þrátt fyrir samúð mieð kúg- uðum ibúum Suður-Afríku, getur íslenzka sendánefndin ekki samþykkt valdbeitingu, né heldur er sendinefndin sannfærð um að æski'legt sé að slíta öllum samskiptum við Suður-Afrítou. (We are not afole to endorse the prím- ciple of the possible use of force, although we have the deepest sympathy with the desparate plight of the op- pressed people of South Africá. Furthermore, we have doubts as to the wisdom of disoontinuing all forms of contact with South Africa). Samkv. fundargerð nr. A/SPC/SR. 828 íbúð í Huinarfirði Hefi kaupanda að 4ra — 5 herbergja íbúð í Norður- bænum í Hafnarfirði. íbúðin má vera í smíðum. Góð útborgun. GARÐAR GARÐARSSON, lögfræðingur, Tjarnargötu 3, Keflavík, simi 92-1733, heimasími 40046. Stálgrindarskemma til leigu Á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er til leigu stál- grindarskemma. Flatarmál 1600 ferm. Lofthæð 8 metrar. Færanlegur krani, sem lyftir 6000 kg hvar sem er í húsinu. Upplýsingar í síma 81080. Hufnurfjörður ■ Hufnurfjörður Fimleikaæfingar hefjast mánudaginn 8. janúar nk. Telpnaflokkar, unglingaflokkar og frúarflokkar. Sömu æfingadagar og fyrir áramót. Innritun í íþróttahúsi Lækjarskóla eftir kl. 5 mánu- dag, sími 51385. FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK. OrSsending frá Judodeild Ármanns. Vegna fjölda beiðna hefst nú kennsla í barnaflokkum drengja og stúlkna 7 til 10 ára. Upplýsingar í dag og næstu daga eftir kl. 13. JUDODEILO ÁRMANNS, Ármúla 32, sími 83295. Ú tgerðarmenn > m/s Garðar RE. 9 sem er 179 lesta stálskip er til sölu. Kraftblökk fylgir, veiðarfæri til línu-, neta- og tog- veiða geta fylgt eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 34349 og 30505. Til sölu er fortjald (notað) úr gulu silkidamaski. Upplýsingar í skrifstofunni. HÁSKÓLABÍÓ. Notuð bókhaldsvél i góðu lagi óskast til kaups SiMAR 19290 OG 16568. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Rangárvallasýsla 3ja kvölda spilakeppni Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu lýkur að Hellu föstudaginn 12. janúar nk. og hefst kl. 21.30. GUIMIMAR THORODDSEIM. alþingismaður flytur ávarp. GUÐIVIAR og BRAGI leika fyrir dartsi. Munið heildarverðlaunin. SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN I RANGÁRVALLASÝSLU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.