Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1973 Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins: Stuðningur við ný viðhorf í geðheilbrigðismálum Frekari byggingarleyfi ekki veitt fyrr en heildar- skipulag hefur verid samþykkt EINS og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær var á fundi borgarstjórnar á finimtudaginn veitt leyfi til byggingar húss fyrir geðdeild Landspítalans á lóð hans. Verður nú skýrt frá þeim umræðmn, er um málið urðu, á fundi borg- arstjórnar. Birgir ísleifur Gmmarsson, borgarstjóri las bréf frá rekt- ör Háskóla íslands, Jónatan Þórmundssyni. í bréfi þessu mótmælir rektorinn því, að á ætlun um byggingu geðdeild arhúss verði tekin fyrir og samþykkt án þess að nokkuð samráð hafi verið haft við Háskólann. Bongarstjóri fór síðan örfáum orðum um mál ið og kvaðst telja að deilur ýmissa sérfræðinga um gerð og fyrirkomulag hússins væru ekki á verksviði borgarstjórn ar. Hennar væri fyrst og frernst að heimila eða synja um byggingarleyfi. Birgir ísleifur óskaði síðan eftir þvi, að eftirfarandi bók uai væri gerð og höfðu allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins undirritað hana: „Bygging geðdeildar á lóð Landspítalans er framkvæmd þeirrar stefnu, sem fyrri rík isstjórhir höfðu mótað, þar sem þvi var yfir lýst, að næsti áfangi byggingarfram- kvæmda á lóð Landspítalans, eftir að bygging kvensjúk- dómadeildar lyki, væri bygg ing geðdeildar. Við lýsum ein dregnum stuðningi við þau viðhorf, sem ryðja sér æ meira til rúms, að lækninga stofnanir geðsjúkra beri ekki að einangra svo sem tíðkazt hefur til skamms tíma. Vegna brýnnar þarfar á sjúkrarými fyrir geðsjúklinga viijum við ekki fresta veitingu bygging arleyfis eða neita um það, enda er það ríkisvaldsins sem byggingaraðil'a að bera á- byrgð á ákvörðunum um bygg ingaframkvæmdir á lóðinni og fyrirkomulagi deilda. Við teljum, að það hefði verið eðlilegra, að heildarskipulag lóðarinnar lægi fyrir, áður en ákveðið væri um byggingu þessa húss. Leggjum við á- herzlu á, að' lokið verði við heildarskipulag lóðarinnar sem fyrst og teljum ekki koma til greina að veita byggingaleyfi fyrir frekari mannvirkjum á lóðinni én geðdeildarhúsi, fyrr en heild arskipulag hefur verið sam- þykkt.“ Sigurliiiig Bjarnadóttir (S) kvaðst telja byggingu geð- deildar aðkallandi nauðsyn og jafnframt væri með bygginga áformunum farið eftir þeirri meginstefnu að ekki beri að einangra geðsjúka frá öðru fól'ki hvorki heilbrigðu né sjúku. En aftur á móti sýndist henni sem með umræddri byggingu, er rísa ætti við hlið Hjúkrunarskólans yrði hann mjög aðkrepptur og kvaðst hún vona, að tekið yrði fullt tillit til þarfa skólans í þessu sambandi. Borgarfulltrúinn sagðist hafa heyrt, að áform væru uppi um að taka húsnæði Hjúkrunarskólans undir sjúkrarúm fyrir langlegu- sjúklinga en er hún hefði leit að staðfestingar á þessu í heil brigðisráðuneytinu hefði þvi verið neitað. Sigurlaug varp aði fram þeirri spurningu hver vera mundu áform stjórnvalda um byggingu langlegudeildar og hvort bygging geðdeildar gæti seinna meir með staðsetningu sinni tálmað slíkum fram- kvæmdum eða annarri þróun lóðarinnar þar sem heildar- skipulag hennar frá rikis- valdsins hendi iægi ekki fyrir enn. Að lokum kvaðst hún telja, að forðast bæri að líta á er- lenda sérfræðinga þeim aug- um, að þeir væru óskeikulir og alvitrir. En þá agnúa er hún sæi á þessum fyrirhug- uðu framikvæmdum teldi hún ekki það stóra, að þeir ættu að nægja til frekari frestun- ar á afgreiðslu leyfisins og kvaðst hún ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um mál- ið. Albert Guðnmndsson (S) sagðist hafa óskað eftir frest un á afgreiðslu þessa máls á síðasta fundi til þess að hann gæti aflað sér frekari gagna um það. Hann kvað gagna- söfnun hafa verið erfiða nú yfir nýliðna hátiðisdaga og hann hefði fengið mikið af þeim gögnum er hann hafði óskað eftir nú rétt fyrir fund inn og ekki haft tima til þess að kynna sér þau og kvaðst hann leggja það í dóm borg- arfulltrúa hvort þeir teldu að þessi frestur yfir jólin hefði verði nægjanlegur. Borgarfulltrúinn taldi byggingu geðdeildar nauðsyn og vera rétt framhald í mál- efnum Landspítalans eftir að byggingu kvensjúkdómadeild arinnar væri lokið og sagði hann að raunverulega væru mál sem þessi hafin yfir stjórnmálaágreining. Albert benti borgarfulltrú um á bréf Háskólarektors sem sér hefði borizt í dag þar sem rektor kvaðst óska þess að sameiginlegar umræður færu fram milli ríkisins og Háskóí- ans áður en ákvörðun yrði tek in og að jafnframt yrði beðið eftir áliti sérfræðings frá Eng landi sem vinnur nú að loka- tillögu í málinu. Að lokum óskaði Albert eft ir því að borgarstjóra yrði fal ið að sjá til þess, að rikisvald ið stæði við gerða samninga er það fengi til afnota lóð Sumargjafar á horni Snorra- brautar og Hringbrautar. En í samningi þessum er kveðið á um að ríkið afhendi Sumar- gjöf hús af ákveðinni stærð á lóð sem Reykjavík láti félaig inu í té. Steinunn Finnbogadóttir (Sfv) kvaðst gleðjast yfir því að þetta mál muni nú ná fram að ganga en í mál'efnum geð sjúkra, og langlegusjúklinga sé nú brýnust þörf úrbóta, eftir að Kvensjúkdómadeild- in sé risin af grunni. Borgarfulltrúinn sagði að enginn ágreiniingur væri um nauðsyn húss fyrir geðdeild heldur aðeins um stærð þess og kvaðst hún vona að smá- smuguleg togstreita innan Landsþítalans og hjá ýmsum sérfræðingum mundi ekki ná að tefja eða stöðva málið. Björgvin Guðniundsson (A) lýsti yfir samþykki sínu við bóbun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. En sagði jafnframt að stærð umrædds húss hefði vakið nokkra furðu sína er sér hefði verið sýnt líkan af því. Aftur á móti væri það ótvírætt, að geðdeild ætti heima við Landspítalann og mundi hann greiða atkv. með samþykkt byggingaleyfis iins. Giiðniundiir G. Þórarinsson (F) taldi að samþykkt bygg- ingaleyfisins verði umdeild og ámælisvert sé, að þetta sé gert án þess að heildarskipu- lag lóðarinnar liggi fyrir. — Reykjavikurborg beri auðvit- að ábyrgð á því hvemig borg in byggist upp og því sé það skylda hennar að ýta á eftir heildarskipulagi stórra lóða og vilji hann í þvi sambandi benda á lóð Borgarsjúkrahúss ins og lóð Háskólans. , Adda Bára Sigfúsdóttir (K) taldi það vera rangt sem fram kæmi i bréfi rektors Háskól- ans að „starfshópur" um geð heilbrigðismál stæði að vænt anlegri byggingu. Það væri að sjálfsögðu heilbrigðisráðu neytið sem það gerði og hún hefði aldrei hey-rt það fyrr að Háskóli íslands þurfi að samþykkja byggingar sjúkra húsa. Borgarfulltrúinn kvaðst telja að Albert Guðmundsson mundi halda áfram að fá frek ari gögn frá þeim er fresta vilji málinu og muni þau jafn an berast á síðasta degi ef frekari frestun verði sam- þykkt. Hún sagðist ekki geta samiþykkt að hlutur borgar- stjórnar ætti í þessu máli að vera annar en sá, að annað hvort að leyfa eða banna byggingu ákveðins húss á á- kveðnum stað. Adda Bára sagðist gjarnan vilja að það kæmi fram hér að öll sérfræði þekking hnigi að þvi, að tekn ar hefðu verið réttar ákvarð- anir um stærð hússins og bún að og vissu.lega væri skemmti legra að vera nú gagnrýndur fyrir að byggja of stórt held ur en að fá innan fárra ára ádrepu fyrir smásálarskap. Hún benti einnig á að bygg- inganefnd Landspítalans sem fylgzt hefði með þessu máli alla tíð hefði í engu lýst yfir óánægju sinni. Að síðustu kvaðst hún vona að málinu yrði ekki frestað af því áríð andi væri að framkvæmdir gætu hafizt næsta haust. Albort Guðmundsson (S) ikvaðst vilja leiðrétta þann misskilning Öddu Báru að hann hefði óskað efttr frekari frestun, það hefði hann ekki gert. Hann hefði aðeins spurt hvort jólin væru eðlilegasti tíminn til gagnasöfnunar í máli þessu. Þá ítrekaði hann að rektor Háskólans hefði mótmœlt afgreiðslu málsins og jafnframt kvaðst hann hafa heyrt því fleygt að álit enska sérfræðingsins væri neikvætt fyrir úmrædda til- lögu. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) svaraði Albert nokkrum orð um og sagði að hér stæði til að byggja geðdeiid við starf- andi spítala en ekki nýtt geð- sjúkrahús. Kristján Benediktsson (F) sagðist telja að faglegar um ræður um geðdeildina ættu ekkert erindi í borgarstjórn en harmaði að Reykjavíkur- borg skyldi hafa afsalað sér yfirráðum yfir lóð Landspítal ans. Hann las síðan upp bók- lun sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins óskuðu eftir að gera: „í sambandi við afgreiðslu á 5. lið í fundargerð bygginga nefndar frá 14. desember sl„ þar sem fjallað er um bygg ingu fyrir geðsjúklinga á lóð Landspítalans, viljum við taka eftirfarandi fram: Ríkisvaldið hefur fengið Landspitalasvæðið til umráða og skipulagningar fyrir sjúkrastofnanir með þeim skil málurn, að nýtingarhlutfall á svæðinu í heild fari ekki yfir 0,6. Þar sem bæði skipulags- nsfnd og byggingarnefnd- hafa fyrir sitt leyti samþykkt staðsetningu og byggingu um rædds geðsjúkrahúss og mik il þörf er á slíkum stofnun- um, teljum við ekki rétt að leggjast gegn málinu, þótt við hiins vegar hljótum að láta í ljós nokkrar efasemdir, að þvi er varðar stærð og stað setningu byggingarinnar. Þá teljum við ámælisvert, að ekki skuli liggja fyrir heildarskipulag af Landspát alalóðinni, þegar um er að ræða svo mikilvæga ákvörð un sem bygging geðsjúkra- hússins vissulega er.“ Að síðustu tók Birgir ísleif Framliald á bis. 23 UMBOOSMENN ■QÍIltíj fREVKJMUÍK OC NÁGRENN! Aðalumboð, Austurstræti 6 Skrifstofa S.Í.B.S., Bræðraborgarstíg 9 Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26 Hreyfill, Fellsmúla 24 Verzl. Straumnes, Vesturbergi 76 Félagið Berklavörn, Hafnarfirði Styrktarsjóður sjúklinga, Vífilsstöðum Litaskálinn, Kópavogi Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16—18, Garðahr. SEÐILL FYRIR ÞÁ SEM ENN HAFA EKKI TEKIÐ ÞÁTT í GETRAUNINNI I | NAFN:1 HEIMILISFANG: SlMI: L f 2 3 HVAR ERU AUKAVINNINGARNIR? SETJIÐ KROSS i ÞÁ REITI SEM VIÐ Á □ VIÐ LAGARFLJÓT □ i BORGARFiRÐI □ l MÝVATNSSVEIT □ I SURfSEY □ Á SPRENGISANDI □ VIÐ KLEIFARVATN □ VIÐ HJÁLPARFOSS □ VIÐ GULLFOSS n VIÐ GLANNA SKILIST TIL NÆSTA UMBOÐSMANNS, EÐA I PÓSTI TIL SKRIFSTOFU SÍBS, BRÆÐRABORGARSTlG 9, REYKJAVÍK SKILAFRESTUR ER TIL 10. JANUAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.