Morgunblaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 5
MORGUNÐLAÐIÐ, SUWNUDAGUR 14. MAl 1972 5 grannaþjóðum okkar frnrnúr- Skarandi vel og arðgefandi, hljóta að reynast okkur Islend- ingum á sama hátt og því óþanfi að leggja út í kostnaðarsamar tilraunir með tiltölulega óþekkt kerfi. Með tilkomu Decca-staðar- ákvörðunartækis, sem einnig má tengja síritandi staðarvísi (Track-Plotter), er sífellt gefur nákvæman stað skips eða flug- vélár (á sama hátt og úr eða klu'kka sýnir okkur stöðugt rétt an tíma), þá er trygging gegn óviljandi brotum mjög mik il og sönntrn á brotum landhelg- isbrjóta mun auðveldari. Að tala ávallt um staðsetning- artæki við gæzlu og veiðar á ís- lenzka landgrunninu, sem enn eru á tiiraunastigi, eða eru rétt að komast af bernskustigi og fyrirfinnst ekki i einu einasta fiskiskipi Evrópulanda enn- þá, og varla líklegt að verði fyrr en þá eftir nokkur ár, er ákaf- lega óraunhæft mat á þeim vanda, sem það er og verður bæði fyrir varðskip og þó eink- um fiskiskip, að staðsetja sig svo langt frá landi sem 50 sjó- jnilur utan grunnlínupunkta er. Eða hefur eins og stundum áð- ur gleymzt að taka tillit til sér- stakra þarfa fiskimanna við þetta vandamál? Með framúrskarandi afla tog- arans Mai nú á dögunum, á til- tölulega þröngu, áður óþekktu svæði á köntum landgrunnsins, erum við minnt á þá gleðilegu staðreynd, að fiskislóðir land- grunnsins eru sem betur fer ekki enn að fullu kannaðar og mikil nauðsyn, að nýting þeirra verði sem bezt og hagkvæmust. Með nákvæmum tækjum og þó einkum sjálfvirkum ritara, sem siðan geymir staðinn er mun auð veldara en áður að leita aftur á þröngar fiskisióðir. Útbreiðsla Decea. — öll Vestm r-Evrópa, Japan, Suður-Afríka, NýfundnaJand og fleiri staðir. Norska Decca-keðjan. í kynningu sinni á Decca lögðu Englendingamir sérstaka áherzlu á, að Decca-siglingakerf- ið keppti ekki við staðarákvörð unartæki, sem væru notuð til út- hafssiglinga, eins og Loran og Omega (en því má skjóta hér inn í, að Decca-fyrirtækið fram- leiðir einnig Loran-A/C tæki og er eitt slíkt tæki um borð í r/s Bjarna Sæmundssyni), held- ur væri Decca-tækið og þá fyrst og fremst Decca-skrifarinn sér- staklega ætlaður fiskimönnum á nákvæmum togslóðum og svo til nota við sjómælingar eins og fyrr er að vikið. Nemendur og aðrir gestir gerðu góðan róm að máli gest- anna og sýndu tækjunum mik- inn áhuga, en margir íslenzkir sjómenn hafa kynnzt tækinu og notað það við veiðar í Norður- sjó. Islenzk fiskiskip svo og brezkir togarar hafa notað tæk- ið með góðum árangri við veið- ar út af SA-landi (við Hvals- bak), en ágæt ensk fiskikort (Kingfisher) með yfirprent- uðum staðarlínum Decca-kerfis- ins eru til yfir þetta svæði. Aðspurður um kostnað á upp- setningu stöðva fyrir miðin hér suðvestanlands, töldu þeir, að hann myndi með einni aðalstöð og 2 undirstöðvum vera um 375 þús. £, en sjálf móttökutækin leigir fyrirtækið á um 300 kr. islenzkar á dag. Viðhald tækj- anna er innifalið í leigu. 1 áætlun um kerfi sem næði yfir fiskimiðin allt í kring um landið er gert ráð fyrir 4 keðj- um. Að lokum vil ég undirritaður taka fram, að ég sannfærð- ist ekki fyrst um kosti Decca- staðsetningarkerfisins við kynn ingu móttökutækis á tveggja daga heimsókn ágætra gesta til Vestmannaeyja. Tækið þekki ég af eigin raun og hefi notað það við siglingar og sjómælingar á árunum 1956— 1960. Notkun þess er ótrúlega auðveld, en staðsetning hárná- kvæm. Mikil útbreiðsla Decca og fjölmargir notendur Decca- Navigator bera þvi sjálfir bezt vitni. Með stækkun iandhelginn- ar og eflingu togaraflotans verð ur verndun og jafnframt nýting fiskimiðanna og fiskiskipaflot- ans sífellt mikilvægari og brýnni. Nákvæmt og auðvelt stað arákvörðunartæki, sem er í al- nicnnri notkun fiskveiðiþjóða er okkur Islendingum þvi höfuð- nauðsyn. Stórátak verður að gera í sjó- mælingum á landgrunninu, en góð sjókort eru undirstaða rannsókna og nýtingar náttúru- auðiinda iandgrunnsins. Decca- kerfið hefur þá nákvæmni, sem nauðsynleg er til að gera sjó- mælingar á auðveldan hátt og ör uggan. Danir mældu allt grunn- sævi og landgrunn við Græn- land a.m.k. 150 sjómilur út með Decca-kerfi (hreyfanlegu tveggja keðju kerfi). Hið al- menna kerfi dönsku keðjunnar notuðu þeir þegar á árinu 1960 við mjög nákvæmar sjómælingar í dönsku sundunum. Deccaskrif arinn var einnig notaður við þær sjómælingar. Á sama hátt og aðrar þjóðir hafa stórbætt hag sinn með ná- kvæmari staðarákvörðunartækj- um, þá munu Islendingar einnig auka framleiðni og afkastagetu fiskiskipaflotans, þekkingu og aliar rannsóknir á iand- grunninu, sem er eðlilegur hluti iandsins sjálfs, en allt of lítt kannaður ennþá. Eða munum við Isendingar, ef til vill halda enn áfram leit okk ar næstu 10 árin að einhverjum snjallari, sniðugri, háþróaðri og sjaldgæfari staðsetningartækj um en nokkur önnur fiskveiði- þjóð hefur. Einkum þó öðruam tækjum en Evrópuþjóðir hafa í dag, eða líklegt sé, að fiskveiði- flotar þeirra noti á næstu ár- um. Vestmannaeyjum, 25. april 1972. Guðjón Ármann Eyjólfsson, Vegna þess að í því felst ákveðið öryggi um þau eru þéttari) séu jafn langhærð teppi gæði. Wilton gólfteppi eru þéttar ofin en borin saman. önnur, t. d. tufting eða axminster-ofin teppi. Binding þeirra og botn er sterkari og ullar- magn í fermetra verður alltaf meira (af því Þess vegna endilcffil WÍlton-oflll gólfteppi tuftmg wilton axnnnster umboðsmenn um allt land ÁLAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2, 'SÍMI 22091 Fró Æskulýðsróði Beykjuvíkur Breiðholt — Árbær. Æskulýðsráð boðar til almennra funda með foráðamönnum unglinga í ofangreindum hverfum sem hér segir: Breiðholtshverfi: Þriðjudag 16. maí kl. 8,30 í samkomusal Breiðholtsskóla. Árbæjaihverfi: Miðvikudag 17. maí kl. 8,30 í samkomu- sal Árbæjarskóla. Fundarefni á báðum stöðum: Áætlanir Æskulýðsráðs um smarstarf með unglingum í hverfunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.