Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGU® 16. DESEMBER 1970 báóum áttum EFTIR FEITHBALDWIN >o o 40 En það kom ekki. Hanna sat í hnipri og andaði rólega eins og barn. Það var enn eldur í vind- lingnum og ofuriítil reykjarsúla steig upp úr öskubakkanum. Kathleen seildist eftir ösku- bakkanum og setti hann yfir á náttborðið. Svo hristi hún vin- konu sína ofurlítið — Vaknaðu nú og farðu í rúmið, sagði hún. — Hvar . . . hvernig? Æ, hvert í veinandi, sagði Hanna eymdarlega. Sofnaði ég nú frá þér? Missti ég af miklu? — Ekki nokkrum sköpuðum hlut. Komdu þér nú í rúmið, bjáninn þinn. Hanna vafði utan af sér tepp- ið og steig niður á gólfið. Svo reikaði hún þreytulega eft- ir gólfinu, svo að small í inni- skónum. Hún sagði: — Ég drakk of mikið. Paul var tregur og það gerði mig vonda. Jæja, ég skal tala betur við Börn eða unglingar óskast til að bera út MORGUNBLAÐIÐ í Garðahreppi (Móaflöt o.fl.). Upplýsingar í síma 42747. hann seinna. Ég þurfti bara að tala við þig og segja þér mein- ingu mína. Ég er sjálf búin að gera grein fyrir mér, sagði Kathleen og henni létti. Henni leið betur eftir þessa játningu sína, enda þótt Hanna hefði ekkert af henni heyrt. — Góða nótt, sagði hún. — Þetta verður allt í lagi. XII. Pat kom klukkan tvö næsta dag og Kathleen beið eftir hon- um með farangurinn sinn til- búinnv Hanna var farin til Long Island og Amelia var ekki við, svo að hún opnaði sjálf dyrn- ar fyrir Pat, lagði hend- urnar um háls hans og kyssti hann innilega. — Gleðilegt nýár, sagði hún. Hann hafði komið hálfkvíð- inn, en nú birti yfir andliti hans eins og krakka, sem hef- ur verið hræddur um að fá skammir en finnur sig slopp- inn við þær. Hann hóf hana á loft og faðmaði hana að sér. Setti hana svo niður aftur og kyssti hana — ekki einu sinni heldur mörgum sinnum, og þrýsti henni að sér. Guð minn góður, hvað ég elska þig, Kathleen! Hvað það gleður mig! Hann sagði: Við skulum setjast niður og ræða málið. Hvaða mál? Hvað mér þykir .. . En hún mamma þín er far- in að bíða eftir þér, minnti hún hann á. Þau fóru siðan út og að biln- um. Þar var Carmela, í jóia-loð- kápunni sinni og Molly Bell. Kathleen kyssti þær báðar og óskaði þeim gleðilegs nýárs og settist svo fram í við hliðina á Pat. Ferðin til Atlantic City gekk fljótt og tíðindalaust. Þau fengu þar yndisleg herbergi með útsýni yfir bláan sjóinn. Sólin skein inn um gluggana og öld- urnar gjálpuðu við sandinn. Þarna var stór setustofa, full af blómum, sem þau höfðu í félagi og Pat hafði látið koma þar fyr- ir útvarpstæki. Hún mamma vill nú ekki missa af útvarpinu sínu, sagði hann. Svona hugsaði hann fyrir öilu. JÓLAT RÉSSALA TAKIÐ BÖRNIN MEÐ I JÓLATRÉSSKÓGINN. ATH. Jólatrén eru nýkomin, nýhöggvin og hafa aldrei komið 11.1 í hús. Tryggir barrheldni trjánna. IILI RAUÐGRENI — EÐALGRENI — BLAGRENI. Aftt w w SIMA/Z ixezx * jqnr Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Hugboðin þín eru dálítið ógreinileg þessa ðagana. Nautið, 20. apríl — 2«. maí. Þig laugar til að flýta þér að kaupa hvað sem fyrir verður. Xviburamir, 21. maí — 20. júní. Nú hleypur á snærið hjá þér eða einhverjum, sem þér er ná- kominn. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Notaðu höfuðið dálítið þessa dagana og fylgdu Viðskiptaerindi fast eftir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Kauptu þér eitthvað nýtt að vera í, og smáhluti fyrir heimilið. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Nú ættirðu að geta átt ánægjulegan dag. Reyndu að starfa eðii- lega og með góðu geði. Vogin, 23. september — 22. ©któber. Vertu viðbúinn. Vingjarnlegt orð og mælt á réttum tima gæti komið þér á réttan kjöl. Sporödrekinn, 23. október — 21. nóvember. Framvinda málefna þinna er eðlileg, þótt ennþá sækir þú á brattann. Einbeitni þín til að bera af sigrar um síðir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Taktu þér dags frí, ef þú mátt. Ef þú verður að starfa, skaltu byrja snemma og hætta eins snemma og hægt er. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Efnaleg eðlishvöt þin cr tryggari en allt, scm skrifað stendur. Þú stendur andspænis erfiðum ákvörðunum. Allt, sem gerist í dag markar stefnu þína. Því skaltu hugsa stórt, svona til tilbreytingar, Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Enginn verður neitt sérlega ánægður í dag. Því skaltu endilega gera það, sem þér segir hugur, að réttast sé. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Gættu heilsunnar. Breyttu iifnaðarháttum þínum. Reyndu að inn- heimta skuldir og reyndu nýjar hugmyndir, leiðir. Þetta varð bráðskemmtileg helgi. Eftir á hugsaði Kath- leen til þessara daga sem hinna yndislegustu, sem hún hefði nokkumtíma lifað. Ein skóla- sýstir Carmelu var líka þarna í gistihú.sinu, með fjölskyldu sinni, þar á meðal laglegum bróður. Þau sáu þvi ekki mik- ið til Carmelu. Og frú Bell hitti þarna gamla vinkonu sveipaða loðfeldum og í hjólastól. Þær voru mikið saman, svo að Pat og Kathleen höfðu gott næði, ein saman. Þau voru mikið úti að ganga. Þau keyptu hvort handa öðru bjánalega minjagripi. Þau fóru út á Stálbryggjuna og i kvik- myndahús. Þau horfðu á hokkí- kappleik . . . Þau riðu smáhest- um í fjörunni, samkvæmt uppá- stungu Pats. Hann sagði og hló: — Mér er eins gott að byrja hérna, því að ef ég dett af baki, kem ég mjúkt niður. Þau minntust ekkert á það, sem gerzt hafði á gamlárs- kvöld, nema fyrsta kvöldið, þegar þau voru á leiðinni í gisti- húsið, þá sagði Pat: — Sjáðu til, elskan, það var þetta með hana Söndru. — Æ, við skulum ekki tala um það núna, ef þér er sama. Ég trúi þér, hvort sem er. En hann svaraði ákafur: — Þetta var bara alls ekki neitt — Það væri alveg sama þó það hefði eitthvað verið. Ef þú bara segir mér satt. Þvi að ég Góði dátinn SVEJK eftir Tékkann Jaroslav Hasek í þýð- ingu Karls ísields, sem verið hefxir uppseld órum saman, er komin út í nýrri og vandaðri útgáíu. Ævintýri góða dátans Svejk er eitthvert hið snjaliasta skáidverk, sem nokkru Sinni hefur verið ritað um styrjaldir. Um þýðingu Karls þarf ekki að fjölyrða. Það er vafamál ao aðrar þjóðir eigi snjallari þýðingu af góða dátanum Svejk. Fyndnin er svo leiftrandi, að það er dauður maður, sem ekki tárast við léstur bókarinnar. Verð í bandi kr. 450 -f Söluskattur. Jar&>!av Hasek Góði dátinn SVEJK ANDERSEN FJÖLSKYLDAN eftir norska rithöfundinn Sigbjörn Hölmebakk, í þýðingu Álfheiðar Kjart- ansdóttur, er bráðskemtntileg gam- ansaga. Hún er hnyttin og skemmti- leg lýsing á líísþægindakapphlaup- inu, sem lýsir sér á Svipaðan hátt hvort heldur er í Noregi eða á Islandi. Sagan náði miklum vinsældum í Nor- egi og hefur verið kvikmynduð. — Skemmtilegar teikningar eftir Olaf Torfason prýða bókina. Þetta er bók, sem öll fjölskyldan hefur skemmtun og ánægju af. Verð í bandi kr. 385 + söluskattur. ^VlKURUTGAFANyg gæti ekki þolað að láta ljúga að mér. Hann áttaði sig strax á þess- ari gildru. Hann hafði eipmitt logið að henni. Hefði hann ekki gert það, þá hefði hún skilið og fyrirgefið. En nú varð hann að halda áfram að ljúga — að minnsta kosti hálft í hvoru. Þetta voru nokkur samkvæmi og nokkur glös. Kannski hef ég tekið hana eitthvað á löpp — en ég meinti að minnsta kosti ekk- ert með því. — Allt í lagi, sagði Kathleen og hélt í hönd hans. — Sjáðu bara þessa bjánalegu máva, sofandi á öldunum. Finnst þér þeir ekki gráðugir og háværir? Ég hata þessi skóhnappaaugu í þeim. Þau áttu alltaf svolitla næðis- stund á kvöldin, þegar Molly og Carmela voru gengnar til náða og þau gátu verið ein í setu- stofunni. Þá gat hún hvilt í faðmi hans og svarað kossum hans. — Hvers vegna dregurðu mig á þessu, elskan? — Af því að ég verð að gera það. Hann var si og æ að leggja fastar að henni. — Foreldrar þínir hljóta að skilja þetta. — Já, líklega, af því að þeim þykir svo vænt um mig. En ég má bara ekki svíkja þau. — Vertu hérna hjá mér stundarkorn enn. — Nei, Pat. Góða nótt, elskan! Já, það var heppilegra, að trúlofunin þeirra færi fram, ef svo mætti segja, í skrifstofunni, í veitingahúsum, leikhúsum og næturklúbbum . . . betra, að þau væru ekki alltof mikið ein sam- an. Hollara þeim báðum. Þau óku svo heim, eftir kvöldverð á sunnudagskvöldið og á mánudag var hún aftur komin í skrifstofuna, og var þvi fegin. Sadie sagði við hana, þeg- ar þær voru að borða hádegis- verð saman: — Ég heyri, að þú hafir verið í Atlantic City um helgina. — Hvar fréttirðu það? — Það var auðvitað í blöð- unum. 1 slúðurdálkunum! Kathleen hló. — Já, ég skemmti mér ágætlega. Veðrið var svo indælt . . . og svo voru hestar og kvikmyndir og allra- handa skemmtanir. — Þetta er þá opinbert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.