Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 7
(MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVXKUDAGUIR 16. DESEMÐER 1970 7 Fyrir skömmu rákumst vlð á sjáifsmynð Sölva Helgason ar, sem nýkomin er út í eftir prentun á vönduðum pappír, og er verldð unnið af fyrir- tækinu Grafík. Frummyndin var í eigu Davíðs Stefánsson ar og er nú í Davíðshúsi á Akureyri, og þaðan fékkst hún iánuð til eftirprentunar. Myndin er í litum og gefin út í mjög takmörkuðu upp- lagi, eins og fyrri myndir Sölva, sem út komu í fyrra. Hún er ekki viða til sölu, en þó fréttum við, að hægtværi hana að fá hjá Isl. heimilis- iðnaði, Eymundsson, Máli og menningu, Bókvali á Akur- eyri og Oliver i Hafnarfirði. Auk þess má panta hana í póstkröfu í sima 11928. Sjálfsmynd Sölva er skraut leg og skemmtileg, rétt eins og Sölvi var sjálfur á sinni tíð. 1 tilefni þessarar skemmti legu myndar er ekki úr vegi að birta smákafla úr Sólon Is- landus eftir Davíð, svona til sálubóta í allri jólaösinni. Veljum við kaflann um ferð Sölva til Akureyrar með Bjarna amtmanni, en Sölvi var þá vinnumaður hans á Möðruvöllum. Segir frá heim sókn Sölva til bóksala eins. Um haustið veittist Sölva sá heiður að verða meðreiðar sveinn amtmanns í kaupstað, til Akureyrar. Amtmaður hafði þangað ýmis markverð erindi, stóð meðal annars lengi við hjá kaupmanni sín- um og drakk allfast. Á með- an hafði Sölvi frjálsar hend- ur, reikaði milli húsaskrokk- anna, hitti menn að máli og naut þess vegsauka að vera fylgdarsveinn amtmannsins. Þar sem hann var öllum ókunnugur, spurði hann uppi bóksala staðarins, sem jafn- framt var bókbindari. Hann var lítill maður vexti og smágerður, en leitað ist við að haga þannig orðum sinum og framkomu, að allir álitu hann lserðan og siðfág- aðan mann. Vinnustofa hans og bókabúð voru eitt og hið sama, lítil kompa, þar sem öllu ægði sarrifan, en sjálfur var hann snyrtilegur og mjúkur á manninn. Þegar Sölvi kom inn, heils- aði bóks'alinn honum með virktum, hneigði sig djúpt og mælti: Hvað þóknast herranum? Bóksalinn var allur á hjólum, enda hafði hann séð Sölva fyrr um daginn í fylgd með sjálfum amtmanninum. Ég ætlaði aðeins að fá að athuga bókmenntir yðar, úr því ég er hér á ferð, sagði Sölvi. Æ, gjörið þér svo vel. Veskú, veskú, sagði bóksal- inn og benti á nokkrar bæk- ur, sem hann hafði til sölu. Sölvi tók að gramsa i bók- unum og setti á sig enn meiri spekingssvip. Já, sagði hann, þetta er allt íslenzkt rusl, guðsorðabækur og tímarit frá þessum forðu- snökkum þarna fyrir sunnan. Það er lítið á því að græða, að mér finnst. Þeir kreista þetta upp úr sér með harm- kvælum, og svo eru þessi fífl talin með lærðum mönnum. Det kunde være bedre, sem maður segir, mælti bóksalinn. Þó að þeir skrifi kannski snoturt sumir, þá hafa þeir ekki ennþá tileinkað sér þá hárfínu menningu, sem til dæmis lýsir sér í dönskum bókmenntum nú til dags. Hafið þér verið í Dan- mörku? Ojá, það hef ég nú verið. Tvö ár. Tvö ár samfleytt — í Köbenhavn. En dælig stað. Þar lærði ég handverk mitt, hjá meistara Holm. Og það er spursmálslaust flinkasti mað- ur í sínu fagi á öllum Norður löndum; en fin mann. Þér eruð auðvitað kunnug- ur dönskum bókmenntum, en það verð ég að segja, að mér geðjast til muna betur að þeim frönsku og þýzku. Eink um þeim frönsku. Þar kemst mannsandinn hæst. Svo er málið líka óviðjafnanlegt að hljómfegurð og vel til þess failið að lyfta stórum hugsun um til flugs. Úi úí. Vú parle frans, monsér? Bóksalinn stóð á öndinni. Þér talið ekki frönsku, sem ekki er von, sagði Sölvi. Ó, því miður. Ég verð að láta mér nægja dönskuna. En franskan er vist eitt dæligt sprog, sem maður segir. . . . Hér hef ég eina þýzka, hvern ig lízt herranum á hana? Sölvi blaðaði i bökinni og lézt lesa: Ojá, oft hefur þeim Sjálfsmyndin af Sölva Helgasyni. nú tekizt betur. Mér geðjast aldrei að þessum andlega doða, ég vil hafa líf í frá- sögninni, franskt líf og hug- myndaflug. Hann getur þess hér, að tunglið hafi áhrif á hafið. Er það nokkur speki? Það þekkja allir flóð og fjöru. En hvers vegna segir hann ekki, að tunglið hafi áhrif á mannsandann? Það væri þó í áttina. Hann er, sem maður segir, ekki vel klár í spursmálinu. Nei. Þá eru þeir frönsku betri. Þeir beina vísindunum inn á nýjar brautir og hafa gifurlegt imyndunarafl...... Það voru aðallega franskar bækur, sem mig langaði til að sjá. Ó, því miður, því miður. . . stamaði bóksalinn. Þér hafið engar franskar? Nei, herra. Hér les enginn frönsku, nema amtmaðurinn, hann fær auðvitað sínar bæk ur direkt frá París. En nátt- úrlega gæti ég pantað .... gegnum meistara Holm. Sölvi lét það gott heita, og talið barst að amtmanninum. Já, þér eruð með herra amt- manninum, okkar eina skáld- snillingi. Hann kvað taia öll Evrópumálin og jafnvel lat- ínu — eins og innfæddur. Ó, það er ómetanlegt fyrir þjóð ina að hafa slíkan mann til að taka á móti útlendingum og representéra sem maður segir. Við vorum seinast í dag, sagði Sölvi, að metast um, hvor okkar talaði betur frönsku, og sættumst á það, að framburður minn væri betri, en þekking hans á mál- inu, einkum fomum uppruna, mundi líklega ennþá meiri og dýpri. Annars er framburð- ur hans mjög sæmilegur, enda höfðu frönsku leiðangurs- mennimir orð á því, að þeir hefðu hvergi á Islandi hitt neinn, sem kæmist í hálf- kvisti við okkur. Þeir ætluðu varla að trúa þvi, að við vær um ekki innfæddir Frans- menn. Með leyfi að spyrja, er herrann sonur amtmannsins? Ég er frændi hans og fóst- ursonur. Og yður að segja hefur því verið fleygt, að ég væri tilvonandi tengdasonur hans. En þér flíkið þvi ekki. . Ó, enginn nobelmaður fer að segja frá þvi, sem honum er trúað fyrir. Við amtmaður emm mjög samrýndir. Ég skrifa fyrir hann ýmis embættisbréf og jafnvel skáldskap. Nýlega málaði ég af honum mynd í fullum embættisskrúða. Svo herrann er líka málari, kunstmaler. Ó, mikill sómi er það fyrir okkur Norðlend- inga að eiga slika snillinga. Þér kunnið að meta það, eins og þeir frönsku. Einn þeirra sem sjálfur er listmál- ari, hrósaði mér svo, að mér þótti nóg um. Hann linnti ekki látum fyrr en ég gaf honum eitt af málverkum mínum. Það var fantasia úr andaheiminum. En ég gat ekki komizt hjá þvi að þiggja að launum franska gull- medalíu. Bóksalinn ætlaði niður um gólfið af einskærri auðmýkt. Ó, ó, slí’kur heiður hlotnast aðeins hákúltíveruðum mönn- um, landsins beztu sonum. Hvað ég vildi mér segja, hélt Sölvi áfram, það væri líklega rétt, að ég fengi þessa dönsku bók héma og þessar tvær íslenzku skræður. Amt- manninum kann að þykja gaman að renna augunum yf ir þær. Annars erum við sem stendur að lesa franska filó- sofiu. Þessar þrjár. . . Ó, gerið þér svo vel. Ég skal pakka þær inn, sem maður segir. Svo gef ég auðvitað mönnum eins og yður típrósent rabbat. Minna getur það ekki verið, herra. Peningarnir skipta ekki svo miklu máli. Auðvitað get ég greitt kverin.. . en — Sjálfsagt að skrifa þær, selvfölgelig skrifa ég þær, annaðhvort væri. Hjá mér eða amtmanni — líklega þó réttara að skrifa þær hjá mér sjálfum. Som herren önsker. Ó, má ég vera svo frekur að spyrja um yðar háttvirta nafn? Sölvi Helgason Guðmund- < sen. Takk, herra. Og yðar offisi elli titill? Filosof og listmálari. — Selfölgelig: filosof og kunstmaler. Takk. Það gleður mig að hafa gert forretningu við yður. Ó, þér gerið mér þá ánægju að líta inn til mín, þeg ar þér eruð hér á ferð. Fyr- ir vorið skal ég reyna að fá eitthvað af frönskum littera- túr og filosofiu gegnum meist ara Holm. Það gleður mig að hafa kynnzt yður, sem mað- ur segir. Sölvi greip bókaböggulinn, kvaddi og fór; en bókbind- arinn tók, grandlaus og auð- mjúkur í hjarta, til vinnu sinnar. Det er skú en fin mann, sagði hann við sjálfan sig. Nokkru seinna sá hann amtmanninn og Sölva Helga- son Guðmundsen þeysa fyrir litla fjögurra rúðu gluggann á vinnustofu sinni út götu- troðninginn. Það sópaði að valdsmanninum. Hann reið fannhvítum gæðingi, og bláa slagkápan flaksaði í stormin- um. Hann sat teinréttur í söðl inum, en á eftir honum reið Sölvi og reyndi að ldkja eftir reiðlagi hans. Hver maður, sem mætti þeim, tók ofan — allir vissu, að þar fór amt- maðurinn sjálfur. En Sölvi leit til þeirra með þóttaleg- um hátíðleik. HÉR AÐUR FYRRI ÓSKUM EFTIR 2ja-—3ja heTlb. ibúð í Hefn- arfiröi. Þairf öefat að veina teuis ®trax. Tvennt f heinniiifi. Uppl. í síma 26630 og 11632 fré M. 1—6 á dagiiinm. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamólm lang- ■hæsta verði, staðgreiðste. Nóatún 27, simi 2-58-91. MÁVADÚKUR TiH sölu móvadúkiuir, sérstak- lega við mávastellið. Uppl í síma 36613. SNOTUR 2JA HERB. IBÚÐ til söliu við Suðurlandsbinaiut. Uppl. í síma 82766 fnó ki. 7—10 e. h. i dag. ANTIKUNNENDUR Stért gameilt og vel með far ið roikekosikinifborð er ti'l sölu. Þeir sem haife áihuga teggii nöfo sín inn á afgir Mbl. m.: „Ant'rk 6667" fyriir 18. des. KEFLAVlK — NAGRENNI 2ja—3ja henb. íbúð óskast stnax. Uppl. í sima 36061 í Reykjavfk. HAFNARFJÖRÐUR — NAGR. Díllkasvið, 10 hausar 475 kr. R.úliliupylsur 125 kr. stik. Di'llka kjöt 1. og 2. verðfl. Læri, hnyggir, súpuikijöt. Kjötkjall- arinn, Vestoribr. 12, Hafnainf. HAFNARFJÖRÐUR — NAGR. Hrosisab'uff, sa'ltað bnossa- kijöt, tækikað verð. Nýtt haik'k 4 teg. fná 149 kr. kg. Kjöt- kjatlarinn, Vestuinbraut 12, Hafnainfiirðli. BLÓMASÚLUR BlómaisúlHjinnar vinsælu komn ar aftur. Eiinnig aðnar gjafa- vönur. Tækifærrsjólagjafir. J. S. Húsgögn, Hverfisgötu 50, simi 18830. KONA ÓSKAST tiil heim'i'lfestairfa 5 daga vilk- unnar fná k'l. 8,30 tíl 13,30. Ráðning fná ánmótium. Uppl. í sima 81492 e. kl. 19. HAFNARFJÖRÐUR — NAGR. Léttréy'ktiir difkalhr., harnb.- læri með spekiki 250 ikr. kg. Útibeinað hangiíkij. frá 250 kr. kg. Hangik'j., tæri og fnamp. Kjötkjatlarinn, Vestumbr. 12, Hf. SÓFASETT — SÓFASETT Sófasett með 2ja, 3ja, 4ra sæta 'sófuim, mangar gierðir. Sta'kiir stólair, stök bonð og margt fl. Hagkv. gneiðsliirsik. Úrv. ák'læða. J. S., Hverfis- götu 50, símii 18830. UNGUR PILTUR utan af laindi éskar eftiir at- vinniu í Rvík eftir ánaimótin, er vamur verzliunainstöirfum, einnig kemiur margt arnnað til gneina. T'ilb. sik'U'l'u send Mbt. menkt: „Traiuist 6806" HAFNARFJÖRÐUR — NAGR. Svinaikjöt, hambiongairihrygg - ur hei'll og útbeinað'ur, kótel- ettur, teori og framp. Létt- reyktir úlbeinaðir bógair. — Sanngj. verð. Kjötkjallarinn, Vesturbmaiut 12, Hafnairfiirði. HANDAVINNA TIL JÓLAGJAFA GuttfaHegt úrval af fléttu- saumi (tvistsaumi) nýkomið. Þe'it, sem eiga pantanir, eru vimsaml. beðmir að sækja þær. Hof, Þingholtsstræti 1. BlLAÚTVÖRP 6 gerðir, verð frá 3570,00 kr. Ferðaútvörp, verð frá 1950,-. Segulbandstæki og plötu- spilarar. Opið til kl. 7 á kvöldin. Radíóþjónusta Bjama Siðumúla 17, sími 83433. KARDEMOMMUBÆRINN ÞVÍ MIÐUR (sem betur fer) hefur hin skemmtilega barnaplata KARDEMOMMU- BÆRINN selzt betur en okkur óraði fyrir, og þessvegna má búast við að platan seljist algjörlega upp í þessari viku. Hljómplötuverksmiðjan getur ekki afgreitt aðra sendingu fyrir jól. Þetta vildum við láta hina mörgu viðskipta- vini SG-hljómplatna vita og vekja þá um leið athygli þeirra á öðrum ágætum barna- plötum svo sem leikritinu DÝRIN í HÁLSA- SKÓGI, VÍSUM STEFÁNS JÓNSSONAR í flutningi BESSA BJARNASONAR, og jóla- plötunum JÓLIN HENNAR ÖMMU, GÁTTA- ÞEFUR og hinni sígildu jólaplötu KRAKKAR MÍNIR KOMIÐ ÞIÐ SÆL. SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.