Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNRLAÐIÐ, SUNÍNUDAGUR 22. NÓVEMÍBER 1970 Guðmundur Sigur- geirsson lögreglu- varðstjóri — Minning Á MORGUN, mánudag, fer fram útför Guðmundar Sígurgeirsson- ar, lögregluflokkstjóra. Hann andaðdst í Borgarsjúkrahúsinu 14. þ.m. eftir langa og hetjulega baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Guðmundur var Akureyrin.gur, faeddur 27. nóvember 1921, sonur hjónanna Sigurgeirs Jónssonar, skipasmiðs og Sóleyjar Tryggva- dóttur, sem búa að Fróðasundi 9, Akureyri. Guðmundur hóf störf í lög- regluliði borganinnar, árið 1946 og hafði því unnið að löggæzlu- störfum í um 24 ár. Guðmundur var sérstaklega farsaell lögreglu- miaður, framkoma hans öll og hin fastmótaða skapgerð, auðveldaði honum starfið og vaktd tiltrú allra til hans. Óvenjulega rnikil samvizkusemi og miklar kröfúx til sjálfs sín, einkenndu öll störf hana. Guðmundur var hægur í framkomu, frekar dulur, en létt kímni hans gerði hann skemmti- legan í umgengni. Guðmuindur starfaði síðustu árin sem flokkstjóri og ökumað- ur vegalöggæzlubifreiðar og ferðaðist hann því mdlkið um landið. Við þessi störf sem önn- ur, aflaði Guðmundur sér trausts allra, er honum kynntust og miunu miargir, er nutu aðstoðar hans og fyrirgreiðslu, hugsa hlýtt til hans. nú að ledðarlokum. Það er ánægjulegt að geta skrifað það, er á undan er sagt, með fullri vissu um, að þar er hvergi of sagt, heldur hið gagn- sitæða. Þetta er þeim mun betra, þar sem starf lögreglumannsins er oft þannig, að hann verður oft starfs síns vegna, að taka ákvarð anir á augabragði, m.a. um af- skipti af borgurunum, eft þau af- Skipti valda stundum ekki sér- stakri ánægju þeirra, er fyrir þeim verða. Það er því míkill vandi að leysa þessi störf þannig, sem Guðmundur gerði og það Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigurlaug Sigurðardötíir, verður jairðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 24. nóvemiber kl. 1.30. Sigrún Theódórsdóttir, Birgir Erlendsson, Kristín Theódórsdóttir, Ómar Zopóníasson, Þorsteinn Theódórsson, María Snorradóttir og barnabörn. F.iginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Sigurgeirsson, lögregluþ jónn, Ásgarði 77, verður jarðsunginn frá Há- teig.sk irkju mánudaginn 23. nóvember kl. 1.30. Þeim, sem viMu minnast hins lá'tna, er bent á liknarstofn- anir. Rósa Stefánsdóttir, Fjóla Guðmundsdóttir, Sóley B. Guðmundsdóttir, Bergþór Engilbertsson, Giiðmimdur I. Bergþórsson. fullyrði ég. Erngan veit ég um, er bara kala til Guðmundar, en margir létu í ljós þakklæti og virðingu gagnvart honum og starfi hans. Þetta er því betri vitnisburður, sem það eir vitað að Guðmundur var mjög duglegur í starfi sínu. Sem heimilisfaðir var Guð- rnundur einstakur maður, reglu- semi, ljúft viðmót og umlhyggja hana var alveg sérstök. Eiginkona Guðmundar er Rósa Guðrún Stefánsdóttir, en þau giftust 2. des. 1944, og eignuðust þau tvær dætur. Um samþúð þeirra hjóna og heimilisbrag, ber uppeldi dætra þeirra gott vitni svo og fagurt heámili þeixra að Ásgarði 77. Er skrifuð eru kveðjuorð um mann, sem miaður hefur unnið með í áratugi, þá er margs að minmast, sem of langt yrði upp að telja, en allar mdnningarnar um Guðimund Sigurgeirason eru svo ljúfar, að ókunnugum kynni að virðast þar of mælt. En þeir er til þekkja vita, að hér hefur margt verið ósagt látið, um kosti þá, er prýddu Guðmund, kosti er gerðu hann að óvenju góðum starfsmanni og félaga. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra lögregluimanna, er við vott- um ástvinum Guðmundar okkar innilegustu samúð, um leið og við kveðjum góðan dreng, sem gott var að bafa kynnzt. Óskar Ólason. EL.SKU hjartans afi minn. Nú þegar að leiðarlokium er komið og að því er komið að við sjáumst aldrei framar, langar mömmu til að skrifa nokkrar lin- ur að Skilnaði fyrír lítinin afa- strák. Nú er afi ekki lengur á spítalanum eins og svo oft áður, og ékki er hægt áð fara að sjá afann sinn. Þetta stutta ævi- skeið mitt hefur ástúð þín í minn garð verið ótakmörkuð og ég veit að ekkert hefði það verið sem þú hefðir ekki viljað gera fyrir mig ef heilsa þín og þróttur hefðd enzt lengur. Elsku afi, vertu sæll og hafðu þökk fyrir allt. Þinn dóttursonur, Guðmundur Ingi. ENN hefur maðurinn með ljáinn höggvið skarð í raðir lögreglu- manna hér í Reykjavík. Guðmundur Sigurgeirsson lög- regluflokkstjóri andaðist í Borg- arsjúkrahúsinu þann 14. þ.m. tæplega 49 ára að aldiri. Við starfsfélagar Guðmundar heitins, í umferðardeild lög- reglunnar, geturn ekki rakið hér æviferil hans, til. þess brestur okkur þefckingu. Við kyrantumst honum allir eitthvað, sumir störf uðu með honum í mörg ár, aðrir skemur, en allir of stutt. Slíkum manni var gott að kynnast og slíkan manin var gott að þekkja. Guðmundur var eirastafct prúð- ménni í allri framgömgu, rólegur og athuguil, góðmenni í hvívetna og vildi allt til betri vegar færa, réttsýnn og samvizkusamur. Mörgum kann að finnast að hér Útför maninsins míns, Péturs Jónssonar, Árhvammi í Eaxárdal, fer fram frá Þverárkirkju mánudaginm 23. nóverraber kl. 14. Kegina Frímannsdóttir. Alúðar þakkir færum við öld- um þeim, sem sýndu okkur vináttu og samúð við aindlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu, Svövu Jónsdóttur, Mjóstræti 6. Sigrún Klara Sinkowitz, tengdasonur, börn og barnabarn. sé um oflof að ræða. Þeir menn hafa ekki kynnzt Guðmuradi Sig- urgeirssyni. Þessir eigdnleikar allir gerðu það að verkum, að Guðmundur var með afbrigðum farsæll lögreglumaður. Öll sín störf van-n h>amn af þedrri prúð- rmennsku, sem var honum svo mjög eiginleg, vann þau af festu og lipurð og að vel yfir- veguðu máli. Tíminn, sem lög- reglumenn hafa til umhugsunar í sambandi við störf sím, er í mör-gum tiilvikum ekki mikill. Guðmundur var fljótur að átta sig á hlutunu-m og fljótur að taka ákvarðanir þegar á þurfti að halda, en rósemin brást hon- um aldred. Guðmundur var stór maður, karlmannlegur á ve-lli, og það hlaut hverjum manni að finnast það traustvekjandi að h-afa ha-nn nálægt sér. Han-n var meira en karlmannleg- ur á velli. H-ann var karl- menni í raun og veru og e.t.v. hefur karknennska hans aldrei komið betur í Ijós heldur en eftir að hann tók þa-nn sjúk- dóm, sem hann að lokum hlaut að bíða ósigu-r fyrir. V-ið álítum að hetj.ur einar geti borið slikt á þann hátt sem G-uðmundur gerði. Kværatur var Guðmundur hin-ni ágætustu konu, Rósu Guð- rúnu Stefánsdóttur. Á hún á bak að sjá traustum og fyrirmyndar lifsförunaut. D'æturnar þeirra tvær, Fjóla og Sóley, mdssa nú umhyggjusaman og ástríkan föð- ur, sem vildi .le-ggja all)t í söilurn- ar þeim til velfarmaðar. Heimili þessa fóLks bar fyrirvinnunni fag urt vitn-L Þangað var gott að koma að mæta hlýjunni og gest- risninni sem þar ríkti. Við vott- um eiginkonunnd og dætrunum, svo og foreldrum Guðmu-ndar og öðrum aðstandendum, okkar innil-egu'Stu samúð og biðjum Guð að hugga þau í harmi þeirra. Guðmundur. Þú ert horfinn okkur nú, en min-ninguna um þig eigum við, mi-nninguna um traustan og heilsteyptan félaga. Hún er fögur og verður ekki frá okkur tekin. Fair þú í friði, friður Guð-s þig blessd, hafðu þökk fyrir allt o-g allt. Starfsfélagar í umferðardeild. HINN 14. nóv. þ.m. andaðist á Borgarsj úkrahúsinu Guðmundur Sigurgeirsson lögregluþjónn. Út- förin fer f-ram frá Háteigsskirkju. Þeir seim í þennan heirn fæðast skul-u og aftur úr honum hverfa, þetta er óumbreytanleg stað- reynd, sem við vitum öll. Þrátt fyrir það érum við alltaf óvið- búin að heyra að dauðinn hafi seft inncsiigli sitt m-eðal ættingja okkar og vina, jafnvel þó hann með fyrirvara hafi boðað nærveru sína með ólæknandi sjúfkdómum. Fregnin um andlát Guðimund- ar kom mér ekki á óvart. ÖUum vinum hans var orðið ljóst. að hverju dró. En- þó var það svo að mér fé-11 helfregnin en-nþá þyngra en ég hafði vænzt. Fyrir um það bil þremur árum tók Guðm-undur að kenna þes-s sjúkdóms sem lagði hann loks að velli. Þótt hann væri oft sárþjáð- ur bar hann sjúkleika sinn af hirani mestu karlmennsku og hug- arró og rækti störf sín af alúð og skyldurækni. Haran hopaði hvergi af hólrni þegar skyldan kallaði. Merki hennar hélt hann hátt á loft meðan heilsa og þrek leyfði. Han-n unrni starfi sínu af heilum hug og kostaði kapps um að það færi sem bezt úr hendd. Guðmundur var óvenju fjöl- hæfur maður, sem féll aldrei verk úr hendi og nutu vinir hans þess í ríkum mæli, og sá er þetta ri-tar fór ekki varhluta af því. Ég mun ekki i þessum fáu lín- um rekja upprunia og æviferil Guðmundar, heldur er tilgaing- ur minn sá, að láta í ljós þakklæti okkar hjónanna til þessa góðkunningja, sem nú er fluttur yfir landamæri lífs og dauða. „Og dauðinin er brú frá lifi til lífs, hún liiggur til betri heims.“ Þegar við hjónin kveðjum h'ann hinztu kveðj-u, bærist í brjóstum okkar sár söknuður. Einnig minnumist við skapfestu hans, þökkum honum af heilum hug hjálpsemi við okkur fyrr o-g sið- ar, vináttu han-s alla og við- kynningu. Við höfum lífca n-otið ma-rgra ánægjule-gra stunda á hinu fagra heimlli, sem þeim hjónu-m G-uðmundi og Rós-u auðn aðist að skapa. Það er talandi vottur um myndarbrag og fagra heimilisháttu húsráðenda, list- rænan- smekk húsfre>;junnar og fa-guns handbragðs og u'mhyg'gju húsbónd-aras fyrir þessu heimili þeirra, sem hann lagði svo mi-kið í til að skapa o-g fegra. Rósa mín, þú sem hefur staðdð við hlið m-annsins þí-ns alla tíð með sóma, og nú í hans síðustu veilkin-dum hjúkrað honum af ei-nstakri umhyiggju þar til yfir 1-auk, vitandi vits frá upphafi að hverju stefndi. Þú hefur sýnt okkur vinum ykk-ar, hvað þú hefur frábært sálarþrek. Við vit- um að þetta hefur reynt á þig o-g það ert þú o-g dætur ykkar, Sem eigið um sárast að binda, að sjá á bak fórnfúsum og ástrík- um eigi-nmanni og föður, á bezta aldri. En þið eiigið fagra minningu hans, sem mun lýs-a ykkur langt fnam á veg. Við hjónin færum ykkur og ástvin-um öllum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Horfni kæri vin-ur! Við kveðj- um þig, við þökkum þér. Við varðveitum minningu þína. Guð blessi þ:-g og leiði mót hinum bjarta árroða, sem ljómar yfir líf-si-ns vegi. Jón G. Guðnason. Landakoti. Hlaut styrk MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu: Björn J». Guðmundsson, full- trúi borgardómara í Reykjavík, hefur hlotið mannréttindastyrk Sameinuðu þjóðannai Styrkur- inn er miðaður við tveggja mán- aða nám i Bandarikjunum við athugun á gerð og framkvæmd laga, er snerta mannréttindi. Mannréttindastyrkir Samein- uðu þjóðanna eru veittir árlega, fyrst og fremst starfandi embætt- ismönnum eða fræðimönnum, svo sem lögfræðingum, félags- fræðingum o. fl., sem í störfum sínum fást við mannréttindi. Ár ið 1969 veittu Sameinuðu þjóð- irnar 46 slíka styrki. Mikil grein um Loftleiðir í Interavia í NÓVEMBERHEFTI svissn- eska flugblaðsins Interavia er þriggja síðna grein um I.oft- leiðir, þar sem sögu félagsins og starfsemi þess nú eru gerð all nákvæm skil. f upphafi greinarinnar segir: „Margir þeirra bandarísku stúdenta sem þyrptust til Evrópu síð- astliðið sumar, höfðu meðferð is aðeins þá fimm hluti sem nauðsynlegastir eru til siíkr- ar ferðar, þ.e. bakpoka, svefn- poka, ferðatékka, bókina: „Evrópa fyrir 5 dollara á dag,“ og farmiða með Loftleið um. Án þess síðastnefnda hefðu margir þeirra alls ekki haft efni á þessari ferð.“ I greininni er lögð nokkur áherzla á að Loftleiðir byggi starfsemi sína að miklu leyti á ferðalöngum þeim sem ekki hafa efni á að ferðast með flugfélögum sem tilheyra IATA og hafa þar af leiðandi hærri fargjöld. Félagið taki því í rauninni ekki farþega frá neinu öðru flugfélagi, held ur stuðli beinlínis að því að auka ferðamannastraum um heiminn. Fjallað er um þróun félags ins frá upphafi, vaxandi starf semi með tilkomu Intemation al Air Bahama, Cargolux, Flughjálpar, hótelsins í Reykjavík o.s.frv. Þá er sam- anburður á fargjöldum sem Loftleiðir bjóða og sem 1ATA flugfélög bjóða, og loks er fjallað um nokkrar framtiðar áætlanir félagsins, t.d. að hafa þotuflug á ölium áætlunarleið um innan tveggja ára, bygg- ingu 300 herbergja hótels i Luxemburg í samvinnu við þarlenda aðila, bílaleigu og aukna hótelstarísemi á Islandi í samræmi við tilraunir til að auka ferðamannastraum- inn og lengja ferðamanna- tímabilið. Interavia spáir Loftleiðum bjartri framtíð, og bendir í því sambandi á, að ekki mörg flugfélög hafi jafn góða sætanýtingu eða hótel- eigendur betri herbergjanýt- ingu. Hjartans þakkir tii allra, nær og fjær, fynir hlýjar kveðjur, gjafir og vinarhuig á 80 ára afmæli mínu 4. nóvemiber. Magnós Magmisson, Hásteinsvegi 42, Vestmannaeyjiim. Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig mieð heimsókinum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmœlisda-ginin m-inn 11. nóv. Guðriin Sölvadóttir, Bíldudal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.