Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNKUDAGUR 22. NÓVEMiBBR 1970 13 Reykjavíkurbréf ----Laugardagur 21. nóv. —- Þórir Bergsson látinn Einn af beztu rithöfundum okkar, Þorsteinn Jónsson eða Þórir Bergsson, eins og hann nefndi sig, er látinn. Þekktast- ur er Þórir Bergsson fyrir smá- sögur sinar, en hann ritaði f jölda hinna ágætustu smásagna. Rithöfundarnafnið mun Þor- steinn Jónsson hafa tekið upp til að dyljast, þótt síðar fréttist, hver höfundurinn var. En Þor- steinn var maður lítt gefinn fyr- ir vegtyllur og hefur kannski líka sjálfur lítt gert sér grein fyrir því, hve ágæt verk hann hafði skrifað I frístundum sin- um. Þorsteinn Jónsson var bróðir Magnúsar Jónssonar, prófess- ors og ráðherra. Báðir voru þeir einstæðir gáfumenn og miklir persónuleikar, þótt eðlilega bæri meira á Magnúsi vegna stjórnmálaafskipta hans og marg víslegra starfa. Þorsteinn Jóns- son var ætið heimakær og barst ekki á, þótt hann gæti vissulega verið glaðvær, ef því var að skipta og flugu þá hnittiyrðin, svo að sá gleymir ekki, sem kynntist. Sögur Þóris Bergssonar munu lengi verða hjartfólgnar íslenzkum lesendum, og nafn hans mun skipa virðingarsess í bókmenntasögunni. Það undir- strika stéttarbræður hans líka, er þeir votta hinum látna virð- ingu sina við útförina í dag. „Hæfileg íhaldssemi“ Sverrir Pálsson, skólastjóri á Akureyri, flutti athyglisvert er- indi um daginn og veginn s.l. mánudag. Sverrir ræddi einkum um menningarmál og benti á, að í þeim efnum þyrfti að ríkja „hæfileg ihaldssemi", eins og hann komst að orði. Liklega er það rétt, að við Islendingar sé- um óþarflega nýjungagjamir og metum ekki nægilega vel menn- ingarerfð okkar. Þó er það sem betur fer svo, að tungu okkar gætum við betur en til dæmis frændþjóðirnar á Norðurlönd- um, þar sem ensk orð og orða- tiltæki eru tekin hrá inn í önn- ur mál. Og gjarna má líka nefna það, að íslenzka sjónvarpið tek- ur langt fram sjónvarpi frænda okkar til dæmis í Danmörku að öllum menningarbrag. Hér eru allir hlutir gagnrýnd ir — og er það raunar eins og vera ber. En þó má gagnrýnin ekki ganga svo langt, að menn ekki meti það nokkurs, sem vel er gert. Og varla er unnt að leggja dóm á störf sjónvarpsins, án þess að bera það saman við starfrækslu sjónvarps I öðrum löndum. En þegar það er gert, verður fullljóst, að stórvirki hef ur hér verið unnið, því að aðrir gera ekki betur, þótt þeir hafi margfaldan mannafla og fjárráð á við það, sem íslenzka sjón- varpið getur leyft sér. Umræður um landgrunnið Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra, vék að því á Varðar- fundi í vikunni, að á síðasta vori hefði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, haft forgöngu um að skipuð væri sérstök land- helgisnefnd, sem i eiga sæti full- trúar allra þingflokkanna. Er á Yfir Öræfajökli — Ljósm. Mats Wibe Lund. þennan hátt leitazt við að ná fullri samstöðu um frekari frið- unaraðgerðir okkar Islendinga. Forsætisráðherrann benti á, að nauðsynlegt væri að undir- byggja óskir um verndun ákveð inna svæða á landgrunninu og að unnið væri að því. Eins og kunnugt er, lýsti ís- lenzka ríkisstjórnin því yfir, er landhelgisdeilan við Breta var leyst, að við mundum halda áfram friðunaraðgerðum okkar í samræmi við lögin um vísinda- lega verndun fiskimiða land- grunnsins. Með því samkomulagi unnu Islendingar einhvern stærsta stjórnmálasigur, sem þeir hafa unnið. Við höfðum bar- izt fyrir því á tveim Genfarráð- stefnum, að 12 mílna landhelgi yrði samþykkt sem alþjóðalög, en náðum síðan 12 mílum, án þess að nokkur alþjóðalög væru um það sett, að landhelg- in skyldi vera 12 mílur og meira ekki. Þess vegna gátum við lýstþví yfir í orðsendingu til Breta, að við mundum halda áfram friðun araðgerðum okkar, þótt við að sjálfsögðu munum í þeim aðgerð- um fara að lögum, eins og við ætíð höfum gert og aldrei hugs- að okkur annað. Fjaðrafokið í Tímanum Dagblaðið Tíminn reynir allt- af annað veifið að gera sam- komulagið við Breta tortryggi- legt og grípur jafnvel til fals- ana á ummælum manna til að reyna að réttlæta málsstað sinn. Þegar deilurnar um landhelg- issamkomulagið stóðu sem hæst, spurði Morgunblaðið Tímann margsinnis að því, hvort blaðið vildi halda því fram, að sam- komulagið væri okkur óhag- stæðara en tillögur þær, sem við stóðum að á Genfarráðstefnun- um um 12 mílna landhelgi sem alþjóðalög. Enn þann dag í dag hefur Tíminn ekki fengizt til að svara þessari einföldu spurn- ingu, en á svari við henni hlýt- ur það að velta, hvort rétt hafi verið farið að eða ekki. Raun- ar getur hver og einn svarað þessu fyrir sjálfan sig. Hvert mannsbam hlýtur að skilja, hve miklu hagstæðara það var að ná 12 mílunum, án þess að þær yrðu jafnframt samþykktar sem alþjóðalög — og lýsa því meira að segja yfir við gerð samkomu- lagsins, að við mundum halda áfram að friða fiskimið okkar, þó að þar væri ekki tekið fram, hvenær vænta mætti næstu að- gerða af okkar hálfu. Síðan samkomulagið var gert, hefur stöðugt verið unnið að því á alþjóðlegum vettvangi að vinna málstað okkar samúð, og hefur áreiðanlega mikið áunnizt í því efni. Þess vegna er nú tímabært, að íslenzkir stjórnmála menn leitist við að snúa bökum saman um aðgerðir, sem á næstu árum geti haft verulega þýðingu til verndar fiskistofn- unum. Slík samstaða er vissu- lega mikils virði og þess vegna ætti ef til vill ekki að vera að rifja upp gamlar deilur, en því miður verður ekki hjá því kom- izt vegna iðju framsóknar- manna. Misheppnaðar tilraunir Líklega hefur engum efna- hagsráðstöfunum, sem stjómar- völd hérlendis hafa þurft að grípa til, verið tekið með jafn miklum skilningi og þeim ráðstöf unum, sem nú hafa verið gerðar í verðlags- og kaupgjaldsmálum. Um þessar ráðstafanir hefur nú verið rætt og ritað svo mikið að ekki skal eytt að þeiim mörgum orðum, heldur aðeins undirstrik að, að óréttmætar eru þær ásak- anir, að verzlunin og atvinnu- rekendur hafi notað síðustu vik urnar fyrir verðstöðvunina til mikilla verðlagshækkana. Það hefur þannig komið í ljós, að verðhækkanir hafa að undan- förnu verið heldur minni en ráð var fyrir gert, og einmitt af þeim sökum þarf frestun greiðslu á allt að tveim vísitölu- stigum ekki að koma til fram- kvæmda fyrr en þá á næsta ári, og ef til vill aldrei nema að hluta. Ef ásakanirnar um miklar v'erðlagshækkanir að undan- förnu hefðu haft við rök að styðjast, hefði vísitalan að sjálf- sögðu hækkað meira en ekki minna en áætlanir höfðu verið gerðar um. Þrátt fyrir þessa staðreynd má sjálfsagt búast við því, að framsóknarmenn og kommúnist- ar haldi áfram að tönnlast á því, að óeðlilegar verðhækkanir hafi átt sér stað síðustu vikur, en orð þeirra breyta engu um þá staðreynd, að hækkanirnar urðu minni en ráð hafði verið fyrir gert. Efnahagsvandi hér og þar Þótt við Islendingar höfum átt við margvísleg vandamál að stríða að undanförnu, einkum sökum verðhækkana og fiest ár hafi þurft að gera einhverjar efnahagsráðstafanir, þá fer fjarri því, að ástandið hér sé miklu verra í þessum efnum en t.d. í nágrannalöndunum. Að því er Danmörku varðar, er þar við mjög mikinn efnahags vanda að glíma, enda er þar stöð ugur og mikill halli á utanríkis- viðskiptum. Þar eins og hér hefur verið leitazt við að ná víð tæku samstarfi til að stemma stigu við þeim þjóðarvoða, sem síhækkandi verðlag og kaup- gjald er talið vera þar, svo að jafnvel heyrast umræður um stórfellda gengisbreytingu, ef ekki verður unnt að stemma stigu við þeirri þróun, sem ver- ið hefur. En þrátt fyrir allar þessar um ræður og samkomulagstilraunir milli stjórnarvalda, stjórnarand- stæðinga, vinnuveitenda, laun- þega og ýmissa annarra sam- taka, bryddir enn ekkert á þvi, að samkomulag muni geta náðst um ráðstafanir, sem nægi til að snúa hjólinu við, þvert á móti virðast menn heldur vondaufir um, að slíkt auðnist. Verðbólguvandinn er einnig mikill t.d. í Sviþjóð og Bretlandi og auðvitað mun hækkandi verð lag í nágrannalöndunum einnig verða okkur íslendingum erfitt, því að ekki verður unnt að halda til langframa niðri verði á innfluttum vörum hér á landi, ef þær stórhækka erlendis. Auðvitað má segja, að það sé lítil huggun fyrir okkur, að ástandið sé enn alvarlegra ann- ars staðar, en við getum þó að minnsta kosti glaðzt yfir því, að íslenzkum stjórnarvöldum hefur nú tekizt það, sem ríkis- stjórnum nágrannalandanna gengur illa, það er að segja að stöðva kapphlaupið á milli kaupgjalds og verðlags og tryggja þær lífskjarabætur, sem fólkið nú hefur fengið. Vottur um velmegun Það leynir sér ekki, hvar sem litið er í íslenzku þjóðlífi, að fjárhagur manna fer nú mjög batnandi og erfiðleikarnir eru að baki. Eitt dæmið um það, hve mjög fjárhagurinn hefur batnað er hinn mikli bílainnflutningur, en á fyrstu 9 mánuðum þessa árs fimm og hálffaldast innflutning- ur bifreiða. Á sama tíma í fyrra voru fluttar inn 543 fólksbifreið ir að verðmæti 53 millj., en nú 3003 að verðmæti 325 millj. Að vísu heyrist stundum haldið fram þeim einkennilegu kenn- ingum, að bifreiðar séu lúxus- varningur hér á landi, þótt þær séu aðal samgöngutækið, en hætt er við, að þeir séu stöðugt færri, sem taka undir slík sjón- armið. Þvert á móti ber að leit- ast við að gera sem allra flest- um kleift að eiga sína bifreið bæði til þæginda og ánægju. Annað dæmi má nefna um það hve miklu rýmra er nú um fé en áður, en það er hin gífurlega eftirspurn eftir skuldabréfum þeim, sem ríkissjóður hefur boð- ið út, en kaupendur að þeim eru miklu fleiri en svo, að nokkur leið sé að anna eftirspurninni. Svo mundi auðvitað ekki vera, ef þröngt væri um fé hjá al- menningi, og þess vegna er ánægjuleg þesjsi mikla eftir- spurn eftir skuldabréfunum. Sumir segja að vísu, að ríkið eigi ekki að ásælast lánsfé með þessum hætti. En þess er þá að gæta, að þegar ríkið þarf á fé að halda, verður það annað hvort að taka það með skattlagningu eða að láni, og vissulega er ekki óeðlilegt, að ríkið hafi allmikið fé að láni frá borgurunum og stofnunum þjóðfélagsins í stað þess að kasta eign sinni á féð, eins og gert er, þegar það er tek ið með sköttum. Með lántökum fær ríkið af- notarétt af þeim fjármunum, sem það þarf á að halda, en borgar- arnir eiga féð áfram og þannig styrkist sú dreifing fjármagns og peningayfirráða, sem æskileg- ust er. Gamlir menn 1 framboði Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu verið að kunn- gera framboð sín í hinum ýmsu kjördæmum við þingkosningarn- ar í vor. Athyglisvert er, að svo til undantekningarlaust eru gömlu mennirnir 1 Framsókn áfram í framboði. Það sést varla nýtt andlit. Hefði þó mátt ætla, að flokkurinn gerði tilraun til að yngja eitthvað upp þing- mannalið sitt I stað þess að láta það eldast jafnt og árin líða, því að nógu forneskjulegur er flokkurinn fyrir, þótt ekki sé beðið eftir þvi að hann eldist í heild um enn ein f jögur ár. Gagnstætt þvi sem er í Fram- sóknarflokknum eru nú horfur á því, að þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins verði skipaður svo mörgum ungum mönnum og mönnum á miðjum aldri, að með- alaldur þingmanna verði miklu lægri en hann nú er. Er það góðs viti og sýnir I senn, að unga fólkið styður Sjálfstæðis- flokkinn og að flokkurinn treystir hinum yngri fyrir mikl- um áhrifastöðum. Með ungum mönnum kemur ætíð ferskur blær og vissulega. er mikils góðs að vænta af öfl- ugum þingflokki Sjálfstæðis- flokksins að afloknum þingkosn ingunum í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.