Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 12
12 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBBR 1970 JMwpitifylftMfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulítrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakíð. ÁSK0RUN VESTFIRZKRA KVENNA l/'estfirzkar konur, eiginkon- ’ ur og mæður sjómanna á Vestfjörðum, hafa sent ríkis- stjóminni áskorun um, að fullkomin veður- og hjálpar- þjónusta verði á fiskimiðun- um út af Vestfjörðum hörð- usstu vetrarmánuðina, þegar reynslan sýnir, að mikil hætta er á sjóslysum. Áskorun hinna vestfirzku kvenna til ríkisstjórnarinnar er svohljóðandi: „Nú er vetur genginn í garð og á fiskimið- um út af Vestfjörðum má segja, að hörmuleg sjóslys hafi orðið hvem vetur. Vegna þeirra staðreynda skorum við eiginkonur og mæður, sem eig um sjómenn við fiskveiðar á Vestfjarðamiðum, á ríkis- stjóm Íslands að sjá þessum sjómönnum fyrir fullkominni veður- og hjálparþjónustu á þessum harðsóttustu fiski- miðum landsins hörðustu vetrarmánuðina.“ Undir þessa áskorun hinna vestfirzku kvenna vill Morg- unblaðið taka. Hvað eftir annað hafa hörmuleg sjóslys orðið úti fyrir Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina og er óþarft að rifja upp dæmi þess frá síðustu ámm. Þau eru öllum kunn. Varðskip hafa að jafnaði verið við gæzlu og önnur störf úti fyr- ir Vestfjörðum á þessum árs- tíma, en spurningin er, hvort unnt er að auka þjónustu þeirra við fiskibátana. Þar kemur í fyrsta lagi til aukin veðurþjónusta og í öðm lagi, að varðskipin taki að sér að sjá um, að bátamir hverfi til hafna, þegar illviðri er í að- sigi eða letji menn þess að fara út í tvísýnu. Nauðsyn- legt er, að ríkisstjórnin taki þessi mál tii athugunar og skjótrar afgreiðslu. Allt verð- ur að gera sem unnt er til að tryggja öryggi sjómanna okkar á þeim erfiða tíma, sem nú fer í hönd. Borgarbókasafnið 50 ára Dorgarbókasafn Reykjavík- ** ur á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir, en hinn 18. nóvember 1920 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur að stofna Alþýðubókasafn Reykjavíkur, sem nú er Borgarbókasafnið. Bókasafn- ið var opnað þremur árum síðar og vom þá tæplega 1000 bindi í safninu, en þau eru nú um 150 þúsund. Þessi mikla aukning er til marks um þá breytingu, sem orðið hefur á sfarfsemi Borg- arbókasafnsins. Á síðustu ár- um hafa útlán þess stórauk- izt og það hefur tekið upp nýja þjónustu með bókabíln- um svonefnda, sem ekur í út- hverfi borgarinnar og er sú starfsemi mjög vinsæl. Bóka- kostur Borgarbókasafnsins hefur aukizt um 62% frá árs- byrjun 1966 og á árinu 1969 vom lánaðar út 563 þúsund bækur. Hafa útlán safnsins aukizt um tæp 100% á sl. 5 árum. Á þessurn tímamótum í starfi Borgarbókasafnsins er nú unnið að undirbúningi nýrrar bókasafnsbyggingar, sem rísa á í nýja miðbænum og er gert ráð fyrir, að teikn- ingum og annarri undirbún- ingsvinnu verði lokið innan eins til tveggja ára. í hinu nýja bókasafnshúsi er gert ráð fyrir mun fjölþættari starfsemi en nú er. Þar verð- ur tónlistardeild með plötu- safni og verða plötur lánaðar út og einnig aðstaða till þess að hlusta á plötur. Þar verð- ur deild til ýmiss konar sýn- inga, salur til fyrirlestrahalds og bókmenntakynninga, lestr- arsalur og námsherbergi og margar útlánadeildir. Af þessu má sjá, að hið nýja hús Borgarbókasafnsins verður mikil menningarmiðstöð, þátt ur í stóraukinni menningar- legri uppbyggingu Reykja- víkurborgar. Vísindaafrek Sovétríkjanna F'yrsta tunglferð Bandaríkja- * manna er Neil Arm- strong steig fyrstur jarðar- búa fæti á tunglið vakti mikla athygli og sá atburður mun geymast í sögunni. En ekki er síður ástæða til að minna á það afrek, sem Sov- étríkin hafa nú unnið í könn- un tunglsins síðustu daga. Fyrir skömmu lenti ómann að tunglfar frá Sovétríkjun- um mjúkri lendingu á tungl- inu og út úr því ók tungl- vagn, sem er fjarstýrður. Bendir allt til þess, að þessi tunglvagn geti ekið yfir tals- vert stór svæði á tunglinu og það um lengri tíma. Tungl- vagninn safnar margvíslegum upplýsingum, tekur sjón- varpsmyndir o.fl. Þetta er auðvitað mikið vísindalegt afrek, sem opnar ÖLD HAMLETS OG JANS PALACHS „Úr liði er öidin!,“ segir Hamlet við þá Hóras og Marselius eftir að vofa föður hans hefur skýrt honum frá þeim geigvæniegu atburðum, sem eru upphaf harmleiksins. Eins og oft áður iiggur beint við að vitna til WiMaimis Shakespeares þegar fjallað er um vandamál samtímans. Tékkneska skáldið Miroslav Holuib hef- ur ort ljóð, sem nefnist Prag Jans Palachs. Þetta er stutt ljóð, en hinar fáu myndir þess magnaðar og nærtæk- ar, þótt skírskotanir skáidsins séu óvenjulegar og í ætt við súrreaiisma. En flestir gera sér grein fyrir þeirri merk- ingu, sem til dæmis naut Pioassos og filar Dallis hafa. Don Quijote er líka á réttum stað. En það eru fleiri gestir i Prag. Um götumar fara Karamazovbræður með Mk Hamletis á milli sín. „Þar sem mað- urinn endar tekur löginn við,“ kveður Holub. Síðan kemst þögmin til valda. I sannleika sagt heldur fjöldinn sér sam- an. Eða eins og Shakespeare lœtur Hamlet Danaprins segja: „Úr liiði er öld- in! Ó, mig hryllir við/þeim örlögum að kippa henni í iið.“ SMkur hrollur eins manns er hrolluír þjóðar, mannkyns. MIROSLAV HOLUB OG AUSTUR-EVRÓPSKUR SKÁLDSKAPUR Rödd Mirosilavs Holubs berst nú víða um heim. Nokkur ljóð eftir hann hafa venið þýdd á ísliensku og birtust þau í Lesbók Morgumblaðsiins ásamt grein um skáldið. Fleiri tékknesk ljóð í íslenskum þýðimgum hafa verið prentuð í Lesbók, m.a. eftlr Vladimir Holan og Jan Skácel. Fyrir meira en árafug þýddi Hannes Sigfússon sex Ijóð eftdr Vitezslav Nez- val, einm af brautryðjendum tékknesks nútímaskáldskapar; meðal ljóðanna var hinn mikli súrreaMski óður Fimm mínútna leið frá bænum. Þessar þýð- ingar ásamit þýðingu Hameesar á Ijóði eftir Konstantin Biebl eru í bókinní Erlend nútimaljóð, sem Heimskringla gaf úr 1958, en áður höfðu þær birst í tímaritum. íslenskir lesendur hafa einniig fengið að kynmast tékkneskum sagnaskáldskap. Hver man ekfci Góða dátann Svæk, eftir Jaroslaiv Hasek, og einnig má mimma á Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Austur-evrópskur skáldskapur er þróttmifcili þrátt fyrir þann vanda, sem skáldin verða að giíma við, hina föður- legu hönd skammsýnna stjórnenda. En stundum hefur rofað til í andlegum efnum í kommúniistaríkjunum. Það er Mka gömul saga, að strangir og harð- neiskjulegir tirniar eru oft uppspretta skáldskapar. Pól'sk ljóðiist seinustu ára- tuga hefur vakið mdkla athygli. Sama er að segja um ungverska. Árið 1955 hóf Pólverjinn Adam Wazyk uppreisn gegn staTLnisma í bókmenmtum með ljóðaflokknum Ljóð handa fuíllorðnuim. 1 ljóðinu eru m.a. þessar Mnur: Þeir komu hlaupandi, hrópuðu: í sósialisku þjóðfélagi sbingur maður sig í fingur án þess að kenna ti'L Þeir stungu sig í fingur. Það var sárt. Efinn skaut rótum. Yngri skáld en Wazyk fylgdu svo til siguns nýrri raunsærri, opinmi ljóðagerð, einkum þeir Tcideusz Rózewicz og Zbigniew Herbert. Þeir höfðu orðið fyr- ir áhrifum skálda í Vestur-Evróþu og Bandaríkjunum, en ljóðagerð þeirra átti svo eftir að hafa töiuverð áhrif vestan járntjalds. Samtímis þeim voru pólskir kvikmyndaihöfiundar aö vinna sigra á alþjóðlegum vettvangi. Nýjustu frét'tir herma að stalínisminn sé að ganga aftur í pólsku menmingar- Mfi. Þá verður öll l'istræn sköpun að fara fram bakvið tjöldin eins og í Sov- étríkjunum. Nokkuð hefur verið þýtt af póiskri eftirstri'ðsljóðagerð á ís- lensku. Þýðingarnar hafa yfirleitt birst í Birtingi, Tímariti Máls og menningar og Lesbók Morgunblaðsins. Aftur á móti ber að harma það að ungverskur skáldskapur er ísienskum lesendum nær ókunnur, en meðal mierkra ungverskra skálda eru Sandor Weöres og Ferenc Juhász. Ef unnt er að tala um sameiginiegt einbenni skálda í Austur-Evrópu, þá er það ei'nkum hæfilerklmn til að gera hversdagslegan, áþreifanlegan veruleák að lifandi skáldskap, sem stundum er margræður í einfaldleik sínum. Þessi ljóðagerð hafnar öllu flúri en leitar hinnar réttu myndar í sínu rétta um- hverfi. Ljóð Miroslavs Holubs mdnna til að mynda á léttleika og barmsleiga ein- lægni franska skáldsins Jacques Prév- ert. Þau eru í senn tilfimmimgalegur og vitsmunalegur skáldskapur og njóta vísindalegrar menntunar skáldsins, sem er Mfeðlisfræðingur. Holub hefur hneigð til að draga fram fáránleik mannlegrar fcilveru, en leiftrandi mymdir hans eru alltaf í tengslum við raunveruleikann, stundum kaldan og ógnvekjandi eins og í ljóðinu um Jan Palach, hið brennandi tákn undirokaðrar þjóðar. „Sigruð munum við aM'taf sigra,“ seg- ir Miroslav Holub í ljóðinu Til gleðinn- ar. FRAMANDI GESTUR í IDNÓ Það er kominn gestur, eftir István Örkéniy, sem Leifcfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir, er táknræn mynd ástandsins í Austur-Evrópu. Tót- fjölskyldan verður að gera gestimum aMt til hæfis, þola hvers kjrns auðmýk- imgu af hans hállfu, til að móðga hann ekki. Isfcván Örkény er ungverskur riithöf- undur og þekkir framandi gesti jafnvel og Miroslav Holub. Það er kominn gest- ur er þörf hugvekja, en hver og einn mun að sjálfsögðu skillja verkið á sinn hátt. Þetta ungverska leitorift er framúr- skarandi skemmtilegt. Skop þess miinnir á Góða dátann Svæk. Að það skuli ekki vekja meiri áhuga leikhúsgesta er mér óskiljamlegt Þeir, sem ekki vilja missa af góðrt leikli'st og fyrsta flokks evrópsku verki, ættu ekki að iáta gest- inn í Iðnó fara frarmhjá sér. nýja möguleika í könnun geimsins og fjarlægra hnatta. Sovétmenn virðast hafa tekið þá stefnu í geimrannsóknum sínum að gera minna af því að senda mönnuð geimför á loft en leggja þeim mun meiri áherzlu á körnnm geimsins og tunglsins með ómönnuðum fjarstýrðum tækjum. Vera má, að þegar til lengdar lætur sé það kostn aðairminna og öruggara en áhættusamar mannaðar geim ferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.