Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969. 27 PiccoU kjörinn aðnlritori Rómaborg 20. jan. NTB. KRISTILEGI demókrataflokkur inn á Ítalíu kaus í dag Fiam- ino Piccoii aðalritara sinn í staS Mariano Rumor, sem gengdi starfinu á undan honum. Picc- j olo hlaut 85 atkvæði, en 87 sátu 1 hjá og fimm seðlar voru ógiid- ! ir. Kosningin fór fram skömmu eftir að Aldo Moro, fyrv. for- sætisráðherra og andstæðingur Rumors hafði gagnrýnt bæði Piccolí og Rumor og sakað þá um að vilja halda vinstri öflum innan flokksins niðri. Stjórnmálafréttaritarar í Róma borg eru þeirrar skoðunar, að eftir þessar síðustu deilur standi flokkurinn mun verr að vígi en áður, en kristilegi demó- krataflokkurinn hefur verið stærsti stjórnmálaflokkurinn eft- ir stríðið, en jafnan verið all- miki'lil ágreiningur milli vinstri og hægri anms hans. Hættulegir ísjakor ó siglingaleið Flottroll í bígerð fyrir síldveiðiskip — kann að skapa aukna möguteika til hráetnisötlunar FLUGVÉL Landhelgisgæzlunnar fór í ískönnunarflug við Vestur- og Norðurland á laugardag, en sökum óhagstæðs veðurs sást ekki svo vel sem skyldi til ísbrúnar- innar og voru flestar athuganirn ar gerðar með ratsjá. Kom í ljós, að í heild virðist norðanveðrið hafa brotið mikið af ísröndinni og liana rekið í átt að landi, en ismagnið dýpra ekki aukizt að sama skapi. Fer hér lýsing Gunn ars H. Ólafssonar skipherra, á ísnum: Á siglingaleið frá Bjargi að Deild eru hættulegir jakar og smá ísrastir og mun sigling þar vafa- söm að nóttu til. Allmikið ís- hrafl og stórir jakar eru í mynni Moskva, 20. jan. NTB. SOVÉZKA stjórnin tilkynnti í dag, að hún væri reiðubúin að hefja hvenær sem er viðræður við nýju bandarísku stjórnina um bann við frekari dreifingu kjarn orkuvopna og smíði eldflauga, sem bera kjarnorkuvopn. Það var talsmaður utanríkisráðuneytisins, Leonid Samatin, sem sagði þetta á blaðamannafundi. Hann kvað sovétstjómina boðna og búna til að setjast að samningaborði með þeirri bandarísku um þessi aðkallandi mál hvenær sem hún vildi. Á fundinum voru ekki lagðar fram neinar nýj-ar tillögur af hálfu Sovétmanna, en vísað til tillögu Sovétríkjanna á 23. allis- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Stjórnmálafréttaritarar í Moskvu telja það bera vott um góðan vilja sovézku stjórnarinn- ar að boða til blaðamannafund- ar um þessi mál sama dag og Richard Nixon tók við em- Fúni Viet Cong ú Frúarkirkju París 19. jan. AP-NTB. SLÖKKVILIÐ og lögregla París- arborgar varð á sunnudag að nota þyrlu til að fjarlægja fána Viet Cong, sem einhver hafði komið fyrir á efstu turnspíru Frúarkirkju, líkast til nóttina áður. Lögreglumenn hugðust fyrst klífa spíruna, en sá sem hafði farið upp með fánann eyði- lagði þrepin á niðurleið til að varna því að nokkur léki listina eftir honum. Fáninn hefur eftir öllum sólar- merkjum að dæma verið dreginn að húni um svipað lejrti og sam- þykkt var á öðrum stað í París að hefja nú samningavi'ðræður um Vietnam fyrir alvöru. ísafjarðardjúps, o| ís 1-3/10 5-10 sjóm. út af Rit. Is þessi beygir upp að Straumnesi og virðist þar landfastur og er mikið ísrek allt að Kögri, en þar beygir hann frá og síðan upp að aftur um 5 sjóm. NA af Hornbjargi. Sigl- ingaleiðin Straumnes að Óðins- boða virðist ófær í myrkri og varasöm í björtu. Frá Óðinsboða er greiðfær leið að Skaga í björtu og þaðan greið siglingaleið axist- ur úr. fs, 1-3/10, er um 9 sjóm. íNV af Rauðunúpum og 4-6/10 um 8 sjó m. utar, en út af Sléttu beygir ísinn í NA-læga stefnu. Stakir jakar og smá ísrastir eru þó á allri siglingaleiðinni fyrir Norð- urlandi. bætti, sem 37. forseti Bandaríkj- anna. Bandaríska utanríkisráðuneyt- íð hefur neitað að láta nokkuð hafa eftir sér um tilboð Sovét- stjórnarinnar um viðræður, þar sem fundur var ‘haldinn rétt um það bil að stjórn Jo'hnsons var að kveðja, en stjórn Nixonis ekki formlega tekin við völdum. HENRY Cabot Lodge, sem Ric- hard Nixon hefur skipað aðalfull- trúa Bandaríkjanna á samninga- fundunum í París um Vietnam, er væntanlegur þangað í kvöld eða á morgun (þriðjudag). Law- rence Welsh, aðstoðarmaður hans er kominn til Parísar og sagði í dag, að hann væri bjartsýnn á að samkomulag tækist, en ógrlegt væri að spá nokkru um, hversu langur tími liði unz raunhæft samkomulag tækist, en ógerlegt sagði og, að ekki mætti heldur gera lítið úr ýmsum þeim erf- iðleikum, sem væri við að glíma. Averill Harrimann hélt áleiðis til Bandaríkjanna í dag og við brottförina sagði^t hann aldrei hafa tekið þátt í samningavið- ræðum, sem svo hægt hefði mið- að sem þessum. Blöð víða um heim bera mikið lof á starf Harri mans á Parísarfundunum og segja, að honum megi fyrst og fremst þakka, að vænlega horfi. Cyrus Vance, nánasti samstarfs- maður Harrimanns verður um kyrrt í París mánaðartíma og verður nýju fulltrúunum til halds og tráusts. Frá því hefur verið sagt í fréttum að undanförnu að þýzk ir togarar hafi rótfiskað í flot- troll á miðunum við ísland. Nú hefur Guðni Þorsteinsson fiski- fræðingur teiknað flottroll í smækkaðri mynd af þýzku tog- aratrollunum og er troll eins og Guðni hefur teiknað áætlað fyr- ir um 250 tonna skip. Netastöð- in Oddi á Akureyri hefur tekið að sér að setja upp trol'l eftir teikningu Guðna. í vor verða síðan gerðar tilraunir með þetta troll hér við land og kannaður möguleiki síidveiðiskipanna tli þess að nota slíkt flottroll. Með því að skipta um hluta belgs- ins og pokans er hægt að nota þessi troll m.a. bæði til þorsk- veiða og síldveiða. Við ræddum í gær við Guðna Þorsteinsson um þetta flottroli, en Guðni heldur utan í þess- ari viku til Þýzkalands til þess Ky, varaforseti Suður-Viet- nam, hélt til Saigon í dag og er ekki búizt við honum aftur til Parísar fyrr en á fimmtudag. Er því ekki gert ráð fyrir að fyrsti eiginlegi fundurinn verði haldinn fyrr en á föisitudag. - HELMINGUR Framhald af bls. 28 — Við fórum frá Reykjavík 14. og strax á öðrum degi lagð ist sá fyrsti og síðan lagðist einn af öðrum, og nú erum við 16, sem búnir erum að fá in- flúensuna. Hún hefur lagzt misjafnlega þungt á menn, sumir eru allhressir en aðrir illa haldnir. — Hvar sneruð þið skipinu við? — Við vorum rétt byrjaðir að veiða, en lágum í stormi út af Jökli og þegar æ fleiri lögð- ust var ákveðið að snúa við. Annar vélstjóri er veikur og líka sá þriðji og svo liggur bátsmaðurinn — sVo að ástandið er ekki gott um borð. að kynna sér verð á veiðarfær- inu í Þýzkalandi, veiðiútbúnaði og fleiru. E innig mun hann kynna sér reynslu Þjóðverja af því að taka þetta troll inn á síð- una, en á því eru ýmis tækni- leg vandamál. Netamaður frá Odda fer út með Guðna til þess að kynna sér gerð þessara flot- varpa. Eins og fyrr getur er hér um að ræða flottroll, sem er smækk uð mynd af þýzku togarafbt- trol'lunum og er það ætlað til veiða á þorski, síld og svo einn- ig til veiða á fiski í bræðslu, svo sem kolmunna, loðnu og spærling. Guðni taldi að troll eins og hans teikning gerir ráð fyrir kosti hérlendis um 400—500 þúsund, en kostnaður við tæki og útbúnað á skipið yrði að auki liðlega ein milljón króna. Dýrustu tækin í útbúnaðinn eru í sambandi við dýptarmælinn og höfuðlínuna á trollinu, þannig að hei'ldarverð á flottrolli fyr- ir sffidarskipin gæti orðið 1500- 1700 þúsund. Með slíku flottrolli skapast auknir möguleikar fyrir íslenzku síldveiðiskipin og eninig aukn- ir möguleikar á fjölbreyttara hráefni fyrir síldarbræðslurnar, sem um langt skeið hafa ekki starfað vegna hráefnaskorts. Verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þessa máls. - VERKFALLIÐ Framhald af bls. 28 Skipstjórar, stýrimenn og vél- stjórar, sem eru í Farmanna- og Fiskimannasambandinu eru nú alls staðar komnir í verkfall nema á Vestfjörðum og á Siglu- firði, en þar hafa skipstjórar og stýrimenn ekki bo’ðað verkfall. Verkfall er einnig hafið hjá sjómannafélögunum í Vestmanna eyjum, Grindavík, Sandgerði, Garði, Ketflavík, Njarðvikum, Vogum, Hafnarfirði, Reykjavík, Akranesi, á Snæfellsnesi og Akur eyri og við Eyjafjörð. Á Aust- fjörðum hafa ekki önnur sjó- mannafélög boðað verkfall en fé- lagið á Neskaupsstað. Sjómenn á Stokkseyri, Eyrar- bakka og í Þorlákshöfn hafa ekki boðað verkfall, en deila stendur um það, hvort yfirmenn á þess- um stöðum hafi böðað verkfall með löglegum hætti. Sovétstjórnin vill ræða við stjórn Nixons — Cabot Lodge kemur til Parísar í dag — fyrsti fundurinn ekki fyrr en á föstudag París, 20. jan. NTB, AP. Stórsigur Keilavíkur yfir UL UNGLINGALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu tapaði stórt er það keppti við Keflavik á sunnu- daginn. Lauk leiknum með sigri Keflavíkur7:l eftir að staða í hálfleik hafði verið 4:0. Leikurinn var ekki eins ójafn og úrslitin gefa til kynna, þar sem Keflvíkingar voru heppnir með markskot sín, og björguðu einnig nokkrum sinnum á línu. Mörkin skoruðu fyrir Keflavík þeir Jón Ólafur 3, Friðrik Ragn- arsson 2, Hörður Ragnarsson og Ástráður Gunnarsson eitt hvor. Pétur Carlsson skoraði mark unglingaliðsins. —Landsliðsþjálfarinn Framhald af bls. 26 13.12. En síðan tók Hilmar af skarið og skoraði hvert márkið af fætur öðru, án þess að ÍR-ing- ar ættu við því nokkurt svar. Greinilega er KR-liðið á upp- leið, þótt barátta þeirra fyrir 1. deildar sæti verði efalaust erfið. Beztu menn liðsins voru þeir Hilmar, sem kæmi sterklega til greina sem landsliðsmaður, væri hann ekki landsliðsþjálfari, Karl Jóhannsson og markvörðurinn Emil Karlsson sem oft varði ágæt lega. Sem fyrr segir voru ÍR-ingar ekki nema svipur hjá sjón frá því sem þeir hafa verið. Slíkt getur alltaf komið fyrir, og eng- in ástæða til að ætla að þeir eigi fleiri slíka leiki í bráðina. Enginn leikmannanna átti góðan dag að þessu sinni, en Þórarinn var einna beztur. Magnús Pétursson og Óli Ol- sen dæmdu leikinn sæmilega, en brottvikning leikmanna af velli var stundum nokkuð einkenni- leg. — stjl. — Tveir landsleikir Framhald af bls. 26 irliði Spánverjanna er Jesús Al- calde García Fararstjórar Spænska liðsins verður forseti handknattleikssambanids Spánar, Alberto de San Román y de la Fuente, en landsliðsþjálfarar þeirra er hingað koma heita Dom ingo Gárcenas González og Jesé Vila Purtí. Leikina dæma tveir danskir dómarar Jack Rodil og Jan Christensen. Fosrala aðgöngumiða. Forsala aðgöngumiða er í bóka verzlun Lárusar Blöndal í Vest- urveri og Skólavörðustíg og hefst þriðjudaginn 21. janúar. Aðgöngumiðarnir verða einnig seldir í íþróttahöllinni frá kl. 13.00 á laugardag og frá kl. 11.00 á sunnudag. Verð aðgöngumiða er hið sama og áður kr. 150.00 fyrir fullorðna og kr. 50.00 fyrir börn. Er þeim sem á landsleikina ætla, bent á að tryggja sér miða tímanlega, til þess að forðast ösina sem jafnan verður er leik- urinn fer að hefjast. Leikirnir hefjast kl. 15.30 á laugardaginn og kl. 16.00 á sunnu daginn. ÍFrslit fyrri leikja. Sem fyrr segir hafa ísland og Spánn áður leikið 5 landsleiki í handknattleik, og hafa úrslit þeirra orðið: 1963 ísland — Spánn 17:20 (Bilbao) 1964 ísland — Spánn 22:13 (Kef lavikur f 1 v.) 1964 ísland — Spánn 23:16 (Keflavíkurflv.) 1968 fsland — Spánn 17:29 (Alicante) 1968 fsland — Spánn 18:17 (Madrid)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.