Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 1
28 síði/r 16. tbl. 56. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. RICHARD M. NIXON: VH) VIUUM FRIÐSAMLEGA SAMKEPPHI iflnnar í gær — sem miðar ekki að landvinning- um heldur bœttri afkomu allra þjóða 1 Washington 20. jan. (AP-NTB) • RICHARD M. NIXON sór í dag embættiseið sinn sem 37. forseti Bandaríkjanna. Las Earl Warr- 'en forseti hæstarétts honum eið- Stafinn, en Nixon lagði hönd sína á tvær fjölskyldu-biblíur, sem kona hans hélt á, og sór að Vernda og verja stjórnarskrá Bandaríkjanna. • Er nýi forsetinn hafði svarið eiðinn, flutti hann þjóð sinni ávarp, þar sem hann hvatti til einingar og samstöðu, og skoraði á aðrar þjóðir að vinna með Bandaríkjunum að friði í heim- inum og bættum lífsskilyrðum allra þjóða. • Embættistakan fór fram við hátíðlega athöfn á tröppum þing- hússins í Washington, og hafði mikiil mannfjöldi safnazt saman i nánd við þinghúsið. Á tröppun- lim var viðstaddur Lyndon B. Johnson fráfarandi forseti, og hafði Nixon verið gestur hans í Hvíta húsinu fyrir athöfnina. • Auk Johnsons voru þar Hump hrey fráfarandi varaforseti og flestir helztu leiðtogar þings og Richard M. Nixon, 37. forseti Bandaríkjanna sver embættiseið sinn í viðurvist forseta hæsta- réttar Earl Warren. Á miðri myndinni er frú Nixon og lengst til vinstri Johnson, fráfarandi for seti. þjóðar. Þar var að sjálfsögðu Spiro T. Agnew, sem skömmu áður hafði svarið embættiseið sem varaforseti Bandaríkjanna. • Þegar Nixon hafði svarið embættiseið sinn var skotið 21 (fallbyssuskoti til heiðurs nýja tforsetanum, og hljómsveit land- Tugþúsundir í sorgargöngu í Prag í gœr: „Við berjumst fyrir sðmu hugsjónum og sonur yðar“ sögðu leiðtogar Tékkóslóvakíu í samúðarbréfi til móður Palachs inu segja leiðtogarnir einnig: „Við berjumst fyrir sömu hug- Framhald á bls. 17 gönguliða flotans lék forsetasöng •inn. Því næst söng Mormónakór lættjarðarljóð. Að því loknu hélt tNixon forseti og frú Pat Nixon (til hádegrisverðar í þinghúsinu, (en Johnson hélt á brott ,og var Ifyrirhugað að Johnson og kona (hans færu flugleiðis til búgarðs síns í Texas í kvöld. Dagur Ndxons hófst með heim- 6Ókninni til Johnson-hjónanna í ÍHvíta húsið. Komu þau Pat og Riohard Nixon þangað klu'kkan (hálf elief.u að staðartíma, en 'embættistakan átti að hefjast á 'hádiegi. Fór hið bezta á með fráfarandi og vetrðandi forseta- (hjónum, og stóðu þeir Johnson og Nixon um stund úti fyrir (HCvíta húsinu til að leyfa frétta- ljósmyndurum að vinna fyrir ikaupi sínu. Hiti var rétt yfir Framhald á bls. 17 tilkynnti Svoboda Prag 20. jan. NTB. Svoboda, forseti Tékkósló- vakíu, flutti sjónvarpsræðu í kvöld og sagði þar frá því, að annar maður, að þessu sinni í borginni Plzn, hefði reynt að fremja sjálfsmorð með því að hella yfir sig benzíni og kveikja síðan í. Svoboda varð margsinns að gera hlé á máli sínu vegna geðshræringar. Hann minnt- fet Jans Palachs og lofaði mannkosti hans, en sagði síð- an: „Sem gamall 'hermaður skil ég örvæntingarfulla gerð Palachs, en sem forseti og borgari lýðveldisins vil ég ekki sætta mig við hana. Einn lítill neisti getur orðið að stóru báli. Ég bið þess að harm leikurinn með ungu mennina tvo leiði ekki til þjóðarharm- leiks.“ Ræða Svoboda hafði verið boðuð, en henni var frestað um ' hálfa klukkustund vegna síð- ari sjálfsmorðstilraunarinnar. Nokkru eftir ræðu Svoboda skýrði Ctk svo frá, að maður- inn 'héti Josef Hlavaty og væri 25 ára skrifstofumaður. Lækn ar segja hann hafa fengið 2. stigs brunaisár, en vonast til að geta bjargað lífi hans. At- burðurinn gerðist á aðaltorg- inu í Plzn. Kairo, 20. jan. NTB. NASSER Egyptalandisforseti ávarpaði nýkjörið þing landsins í dag og sagði, að Egyptar myndu aldrei setjast að samningaborði með fjendum, sem hersætu hluta af egypsku landi. Nasser kvaðst vilja fullvissa landa sína um að Egyptar myndu aldrei láta af hendi landsvæði, .em tilheyrðu þeim með réttu og nauðsynlegt væri því að auka verulega framlög til hermála. Prag 20. jan. NTB-AP. TUGÞÚSUNDIR Tékkóslóv- aka fóru í dag í sorgargöngu frá Wenceclas torgi í Prag að Karl-háskólanum við Rauða hers torg, til að minnast stúd- entsins Jans Palachs, sem lézt af brunasárum sínum á sunnudag. Göngumenn söfn- uðust saman á Wenceclas torgi og er gangan hélt af stað gekk rektor Karl-háskól ans og fleiri prófessorar í far- arbroddi. Á eftir komu stúd- entar og verkamenn og fjöldi annarra. Fréttum ber saman um, að annar eins mannf jöldi hafi ekki sézt á götum Prag síðan Masaryk var borinn til grafar árið 1957. Göngumenn héldu á svörtum fánum, logandi kertum eða tékkn- eska fánanum, og fjölmargir voru grátandi. Lögreglan hafði veitt leyfi fyrir göng- unni og meðan hún fór fram sáust nær engir lögregluþjón- ar á kreiki og sovézkir her- menn í Prag létu ekki á sér kræla. Um svipað leyti og gangan var að leggja af stað var til- kynnt að sambandsstjórn Tékkóslóvakíu myndi koma saman til sérstaks fundar síðar í vikunni vegna þeirra erfiðleika sem að steðjuðu. Þá var tilkynnt að sovézk sendinefnd væri komin til Prag til að ræða ýmis atriði um dvöl sovézkra hersveita á tékknesku landi. Fréttastofan Ceteka sagffi aff í orffsendingu ríkisstjómarinnar stæffi aff þau hörmulegu atvik sem hefffu gerzt, stöfuffu meffal annars af því aff æskulýffn- um hefffi ekki veriff sýnd næg athygli og skilningur undanfarið. Skömmu eftir aff Prag útvarp- iff hafði skýrt frá andláti Jans Palachs á sunnudag sendu leiff- togar Tékkóslóvakíu, þeir Dubcek, Svoboda, Cernik og Smrkovsky, móður hins látna samúffarskeyti og segir þar meffal annars, aff Palach hafi ákveðið aff legga Jífiff í sölumar vegna innilegrar ættjarffarástar. I bréf- komiff fyrir til minningar um Jan Palach. Siffan var fariff í hópgöngu aff Karl-háskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.